Tíminn - 27.09.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.09.1983, Blaðsíða 2
13 umsjón: Samúel Örn Erlingsson BARCELONA OG GUMM- ERSBACH SKILDU JÖFN - í KVEÐJULÐK WUNDERLICHS ■ Frá Magnúsi Ólafssyni< Bonn: í kveðjuleik fyrir Erhard Wunderlich, sem selilur var frá Gummersbach til Barcelona fyrir 26 milljónir íslenskra króna, gcrðu liðin jafntefli 19-19 fyrir troðfullu húsi í Barcelona. Wunderlich sýndi meistaratakta fyrstu 25 mínúturnar, en hægði svo á scr- Hann var markhæstur sinna manna með 7 mðrk. - MÓ mi r m Mm I stuði erfftt hjá Stuttgart ■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonnt Annað kvöld leikur VFB Stuttgart í Búlgar- íu seinni leikinn gegn LS Sofia t UEFA- keppninni. Fyrri leik liðanna lauk cins og kunnugt er með jafntefli, þannig að VFB Stuttgart verður að skora mörk til að komast áfram. LS Sofia cru í mjög góðu formi um þessar mundir, um helgina sigruðu þeir örugglega Schumen sem eru í 3. sæti deildarinnar 3-0. Far meö heldur áfram einvígi milli LS Sofia og knattspyrnudcildar hersins, sem eru í tveiinur efstu sætunum. Útlitið fyrir Stuttgart er allt annað en gott, en sem betur fer mun Karl Heinz Förster geta leikið með, en hann slasaðist í-Ieiknum gegn Leverkusen um helgina. - MÓ Waas samdi Stuttgart og Bayem höfðu áhuga ■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: j Knattspyrnusnillingurinn ungi, Herbert ] Waas framlengdi um hclginá samning sinn við Bayer Leverkusen til ársins 1987. Waas, senu ; er rúmlega tvítugur, mún fá rúmlega fjórar milljónir króna í föst laun á ári. Waas er álitinn vera betri leikmaður en Rummenigge var um tvítugt, og örugglega betur borgaður, svo framtíðin virðist blasa við þessum efnilega Þjóðverja. Vitað cr að bæði VFB Stuttgart og Bayern Múnchen hafa verið í sambandi við Waas, og hefði hann án efa getað fengið enn betri samning. „En peningar eru ekki allt", sagði Waas einfaldlega, þegar hann skrifaði undir 12 milljón króna lágmarkslaunasamning um helgina. - MÓ í Skotlandi ■ Mikið markaregn var í Skotlandi í úrvals- deildinni um helgina. Þrjú cfstu liðin eru enn taplaus, Dundee United, Celtic og Hearts. Dundee United meistarinn frá í fyrra skellti um helgina Aberdeen, Akrancsbönunum frá um daginn, 2-1, Eamonn Bannon og Billy Kirkwood skoruðu, en Strachan svaraði fyrir Abcrdeen. Nýliðinn McClare skoraði fjögur mörk fyrir Celtic í 6-2 sigri á Dundee, og Raddy McDonald skorað sigurmark Hearts gegn St Mirren. Ally McCoist gerði þrennu fyrir Celtic í 6-3 sigri á St Johnstone, og Jóhanncs Eðvaldsson og félagar lágu 1-2 fyrir Hibernian. Celtic, Hearts og Dundee Utd hafa 10 stig á toppi deildarinnar, en Aberdeen hefur 7 stig. - SÖE SIGURÐUR SKORADI 5 ■ Frá Magnúsi Ólafssyni ■ Bonn: Lemco, lið Sigurðar Sveinssonar tap- aði naumlega 20-21 fyrir Schwabing í þriðju umferð Búdeslígunnar í hand- bolta, en lið Alfreðs Gíslasonar sigraði Kiel liðið sem Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari 13-10. Sigurður Sveinsson virðist vera í hörkuformi, eins og hér áður fyrr, í leiknum í Schwabing negldi Sigurður fimm sinnum f netið. Heimamenn í Schwabing hafa farið illa með íslend- ingafélögin því bæði lemco og Kiel hafa tapað þar með eins marks mun. Essen, með Alfreð Gíslason í farar- broddi, sigraði lið Jóhanns Inga 13-10, Alfreð skoraði 3 mörk og lék vel, þykir kröftug skytta. 61 mark var skorað í leiknum Hof- weier-Gúnzburg, sem lauk 37-24, en það var einmitt Gúnzburg, sem lauk 37-24, en það var einmitt Gúnsburg sem bar víurnar í Kristján Arason síðastliðið vor, Göppingen tók Húttenberg 29-25, og skoraði Klempel 16 fyrir Göppingen. Gummersbach sigraði loksins, og það Núrnberg á útivelli 21-16. Staða efstu liða: Göppingen ...... 3 3 0 0 73-60 6 Scwabing ....... 3 3 0 0 59-55 6 Grsosswallstadt .3 2 1 0 62-52 5 Fuchse.......... 3 2 1 0 63-54 5 Essen er með 3 stig, en Lemco og Kiel með 2 stig. - MÓ Njarðvík varð Reykjanesmeistari í körfuknattleik vann sfna leiki ■ Njarðvíkingar urðu um helgina Reykjanesmeistarar í körfuknattleik, er þeir sigruðu Keflvíkinga í síðasta leik mótsins 61-58. Njarðvíkingar töpuðu ekki leik í mótinu. Haukar úr Hafnar- flrði hrepptu annað sætið, sigruðu Kefl- víkinga í keppninni, en Keflvíkingar urðu þriðju. Nánar verður skýrt frá keppninni síðar. - SÖE Sigurður Sveinsson skorar grimmt þessa dagana fyrir Lemco. Janus skoradi loksins náði Köln að sigra ■ Frá Magnús Ólafssyni í Bonn: Eftir slaka byrjun tókst Fortuna Köln loks að sigra í annarri deildinni, og það 5-1 sigur á Darmstadt. Janus Guðlaugsson kom inná í síðari hálf- leik, og fékk góða dóma fyrir leik sinn, Janus hefur átt erfltt að vinna aftur stöðu sína í liðinu, það er miðvarðar- stöðuna, eftir veikindin í ágúst. Að þessu sinni lék hann á miðjunni, og skoraði þriðja mark Fortuna á 62. mínútu leiksins. Fortuna Köln er nú í tíundasæti af tuttugu með 10 stig eftirlO leiki. Gömlu fyrstu deildarliðin, Karlruh- er og Schalke 04 eru í efstu sætunum með 17 og 15 stig. - MÓ/SÖE Jena tapaði! ■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: FC Jena, liðið sem Vestmannaeyingar leika gegn í Austur Þýskalandi í Evrópu- keppni UEFA annað kvöld tapaði um helgina 3-5 fyrir Wismut Aue. Jena er í 13. sæti af 16 í austur þýsku deildinni með 3 stig eftir 6 leiki, og markahlutfallið 13-19. Magdeburg og Dynamo Berlin eru efst og jöfn með 10 stig. - MÓ . . . Þýska knattspyrnan. . . Þýska knattspyrnan. .Þýska knattspyrnan BAYERN OG HSV HNÍFJÖFN! Bayern tapaöi í Bochum-HSV gerdi jafntefli - Uerdingen tapaði ■ Frá Magnúsi Ólafssyni i Bonn... Öruggur Bochumsigur á Bayem Múnch- en um helgina hleypti nýrri spennu í Búndeslíguna, því lítill munur er nú á efstu fimm iiðunum. Stórliðin tvö eru þó efst og meira að segja hnífjöfn, þannig að útlit er fyrir spennandi keppni fram- undan. Aðalleikur 8. umferðar var viðureign Bremen og HSV sem lauk með marka- lausu jafntefli. Athyglisverður leikur, sem sýndi vel mismunihn á þessum liðum. HSV tæknilega fullkomið, en baráttukrafturinn hjá Bremen gerði meira en að bæta tækniskortinn. Mörk voru ekki skoruð einfaldlega vegna þess, að markverðirnir báðir, Burdensky og Stein, voru í hörkustuði. HSV skoraði heldur ekki mark í síðasta leik sínum, og verður að fara 8 ár til baka í sögunni til að finna hliðstætt dæmi, það er tvo leiki í röð án marka. Sigur Bochum á Bayern Múnchen var öruggur, hér kom til að heimamenn spiluðu vel, en einnig að stórstjörnurnar voru slakar. Sören Lerby virtist þreyttur, enda nýbúinn að leggja England á Wembley. Karl Heinz Rummenigge skoraði eina mark Bayern á síðustu mínútu leiksins. Liðið hafði ekki tapað Atli Eðvaldsson lagði upp 3 mörk: DORTMUND 7-0! leik síðan 7. maí síðastliðinn, og meðal annars sigraði það þýska landsliðið í síðustu viku 4-2. Bayer Uerdingen tapaði í annað sinn, en heldurþóbronssætinu. Hin nýliðalið- in tvö, Walhof og Offenbach sigruðu hins vegar, enda á heimavclli. Úrslitin í áttundu umferð urðu Offenbach-Kaiserslautem Dússeldorf-Dortmund . Bremen-Hamborg .... Braunschweig-Frankfurt Bielefeld-Uerdingen . . . Leverkusen-Stuttgart . . Gladbach-Köln......... Bochum-Bayern Múnchen Mannheim-Núrnberg . . . þessi: . . 3-2 . . 7-0 . . 0-0 . . 4-3 . . 3-1 . . 1-1 . . 4-2 .. 3-1 . . 1-0 Pétur átti einnig góðan leik Staðan er nú þannig: Bayern M ..... 8 5 2 1 18-19 12 HSV........... 8 52 1 18-9 12 Uerdingen...... 8 5 1 2 21-15 11 Gladbach....... 8 4 2 3 19-11 10 Stuttgart...... 8 3 4 1 15-8 10 Bremen......... 8 3 3 2 9-7 9 Dússeldorf.... 8 3 2 3 17-14 8 Leverkusen ... 8 3:3 3 14-12 8 Bielefeld ..... 8 4 0 4 12-14 8 Köln.......... 83 14 12-13 7 Bochum........ 8 3 14 14-21 7 Mannheim...... 8 2 3 3 10-17 7 ■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: Stórfenglegustu úrslit áttundu um- ferðarinnar í Búndeslígunni í knatt- spyrnu urðu í Dússeldorf, þegar Fortuna malaði Dörtmund, gamla félagið hans Atla Eðvaldssonar 7-0. Fortuna Dússledorf lék feikilega skemmtilega í þessum leik, og sem ein liðsheild. Rudi Bommer var þó bestur i frábæru Fortuna liði. Mörkin skoruðu* Bommer 2, Dusend 2, Bockenfeld, Zewe og Thiele. Þeir Atli Eðvaldsson, og Pétur Orm- slev sem lék síðari hálfleikinn, fengu báðir mjög góða dóma í þýsku press- unni, þrátt fyrir að þeir hafi ekki skorað mörk að þessu sinn. Atli spilaði upp félaga sína hvað eftir annað, og lagði grunninn að þremur mörkum. Á laugardaginn fer Fortuna til Uer- dingen, sem hefur 100% árangur á .heimavelli, fjóra sigra í fjórum leikjum. Fortuna Dússeldorf hefur ekki enn sigr- að á útivelli. Waas ordinn markahæstur Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: Markhæstu leikmenn Búndeslígunnar í knattspyrnu eru nú þessir: Wass, Leverkusen...................7 Corneliusson, Stuttgart............6 Búrgsmúller, Núrnberg..............6 Funkel, Uerdingen ................6 Schatschneider, HSV...............6 Bomer, Dússeldorf ................6 Lienen, Gladbach .................5 Rummenigge, Múnchen...............5 Sigurður Gunnarsson skoraði 5 mörk í Kolbotn Víkingar töpuðu 18-20 ÍKolbotn: ppSterkt lið” segir Hilmar Sigurgíslason Víkingur um norska liðið „Attum aldrei mögu- leika gegn Standard” sagði Lárus Guðmundsson eftir 3-0 tap Waterschei fLiege ■ „Við munum eiga fullt í fangi með þessa Norðmenn heima“, sagði Hilmar Sigurgíslason Víkingur í samtali við Tímann í gær, er hann var inntur eftir gangi mála í leik Víkinga við norsku meistarana Kolbotn i Evrópukeppni meistaraliða í handbolta. „Okkur sýnd- ist nú að handbolti í Noregi virtist ekkert síðri en hér heima, hjá félagsliðum, og það er alltaf erfitt að eiga við liö af óræðum styrkleika á hcimavelli þeirra", sagði Hilmar, en leiknum töðuðu Vík- ingar 18-20. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, þar sem liðin skiptust á um að leiða, þar til slæmur kafli kom hjá Víkingum í lok hálfleiksins, og Kolbotn náði fjögurra marka forystu, s'em hélst til leikhlés, en þá var staðan 9-13. Víkingar mættu svo hressari í síðar.i hálfleikinn, og náðu að minnka muninn í 18-20 „Við vissum náttúrulega lítið um styrkleika þeirra í byrjun, og þeir komu okkur dálítið í opna skjöldu í fyrri hálfleiknum," sagði Hilmar, „og sænsku dómararnir voru þeim fullhliðhollir. - Einn hættulegasti maður þeirra er horna- maður, skorar grimmt, en sá spilar í norska landsliðinu. Þeir leika mest upp á að skora úr hornum og langskotum, línuspil þeirra er aftur á móti lélegt." Viggó Sigurðsson og Sigurður Gunn- arsson skoruðu mest Víkinga, 5 mörk hvor, Karl Þráinsson, Hilmarog Hörður Harðarson 2 hver, Guðmundur B Guðmundsson og Steinar Birgisson eitt hvor. Kristján Sigmundsson byrjaði í markinu, en Ellert leysti hann töluvert af, þeir vörðu báðir vel. - SÖE ■ „Við áttum aldrei möguleika gegn sterku liði Standard Liege", sagði Lárus Guðmundsson knattspymumað- ur i' Waterschei í Belgíu í samtali við Tímann í gær. „Þeir náðu sínum besta leik á tímabilinu, en um leið lékum við einn okkar lakasta", sagði Láras, en leikinn vann Standard 3-0. Lárus sagði að tímabilið hefði verið erfitt hjá Waterschei fram að þessu, þeir hefðu nú leikið marga erfiða útileiki, en nú væri heldur farið að birta til, auðveldari leikir framundan. og heimaleikur um næstu helgi. Arnór Guðjohnsen og Pétur Péturs- son iéku hvorugur með liðum sínum um helgina, Arnór lék ekki með vegna meiðsla, og Pétur var ekki látinn ieika, þar eð Antwerpen lék á-fimmtudag, daginn eftir landsleikinn við íra. Ant- werpen lék gegn hinu Liege liðinu, FC Liege, og sigraði það á heimavelli stórt, 4-0. Anderlecht tapaði aftur á móti fyrir toppliðinu Beveren á úti- velli, 1-2, og var sá sigur sanngjarn. Lið^Sævars Jónssonar gerði best íslendingaliðanna um helgina í Belgíu. CS Brugge sigraði Molenbeek á úti- velli, og lék Sævar allan leikinn. Sævar hefur átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi í iiðinu, og ekki fengið að leika sína stöðu, miðvarðarstöðuna. Hann lék á miðjunni sem tengiliður að þessu sinni, og stóð sig vel. - Annars er Sævar ekki hress með gang mála, og sagði nýlega í samtali við Tímann að sér þætti hart að vera settur út úr liði og einungis notaður sem varaskeifa, við það eitt að skipt væri uni þjálfara, en Sævar hefur síðustu tvö árin verið fastamaður í liði Brugge, og einn burðarása þess. Magnús Bergs og félögum í Tonger- en gengur ekki sem best þessa dagana iiðinu hefur illa tekist að finna taktinn, og gert mörg jafntefli. Svo varð einnig um helgina. Magnús leikur yfirleitt , stöðu miðherja, en honum hefur geng- ið fremur illa að finna markið eins og félögum hans í haust. - SÖE ■ Atli Eðvaldsson skoraði ekki að þessu sinni, en lagði upp 3 mörk af 7. Stuttgart náði 1-1 jafntefli við Leverkusen-Waas bestur ■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: I leiðinlegum og lélegum leik tókst VFB Stuttgart að ná settu marki í Leverkusen; jafntefli. Slíku marki nær lið hins vegar ekki öðru vísi en að gera áhorfendur óánægða, eins og glögglega mátti heyra í leikslok, þegar flautað var og púað á leikmennina 22. Leverkusen var betri aðilinn í þessum leik, og var þá sérstaklega landsliðsmað- urinn Herbert Waas hættulegur. Tvisvar komst hann í dauðafæri, en besti maður VFB, markvörðurinn Roleder, bjargaði meistaralega. Röber skoraði úr vítaspyrnu fyrir Leverkusen á 49. mínútu, og eru sagn- fræðingar að reyna að grafa upp hvenær Leverkusen fékksíðastdæmtvíti. Allgö- wer jafnaði á 58. mínútu. Norðurlanda- búarnir tveir í Stuttgart, þeir Ásgeir Sigurvinsson og Dan Corncliusson, voru tvímælalaust lélegustu menn vallarins. Ásgeir vr tekinn útaf í seinni hálfleik. Karl Heins Förster slasaðist í leiknum, og óvíst hvort hann leikur með VFB gegn LS Sofia í Búlgaríu í UEFA-keppn- inni á morgun. Stuttgart fær Köln í heimsókn á laugardaginn, og fær Bernd Försterekki að leika með, þar sem honum hefur tekist að útvega sér fjögur gul spjöld í átta leikjum. - MÓ Kaiserslautern .8 2 2 4 19-18 6 Núrnberg...... 8 3 0 5 15-16 6 Braunschweig . . 8 3 0 5 15-20 6 Offenbach...... 8 3 0 5 11-21 6 Dortmund....... 8 2 2 4 10-21 6 Frankfurt ..... 8 13 4 14-17 5 Bayem Múnchen fær Borussia Múnch- engladbach í heimsókn um næstu helgi, en hér áður fyrr voru þetta tvö voldug- ustu lið Vcstur Þýskalands. Gladbach gæti átt möguleika, því árangur Bayern í Múnchen er ekkert sérstakur, og Gladbach spilar vel um þcssar mundir. - MÓ BILAPERUR ÓDÝR CÆÐAVARA rRÁ ALLAR STÆRÐIR HEILDSALA - SMÁSALA rpjlHEKLAHF IjúiciavtMj. 170 172 Simi 21240 FitnleiKasKof _ ie\Kf«o*sKor bestu inniskórnir Leikfimiskór m/leðurbotni. Stærðir 33-42. Kr. 218,- Leikfimiskór með hæl, leður. Stærðir 37-42. Kr. 418,- ■w• - % 4: , Leikfimiskór, leður m/hrá- gúmmísóla. Stærðir 30-45. Kr. 274,- Póstsendum Sportvöruverziun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44, sími 10330 Laugavegi 69, sími 11783

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.