Tíminn - 28.09.1983, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983
17
heimilistrminn
umsjón B.St. og K.L.
„Hugsið vel um fæturna“
— er góð regla fyrir alla, en nauðsynleg fyrir sykursjúka
■ Þeir sem eru sykursjúkir, eða þjást
af æðaþrengslum í fótum, þurfa að
leggja sig fram um að hugsa vel um
fæturna. Hreyfing er nauðsynleg og því
er gott að temja sér að ganga frekar en
að fara allt í strætó eða bíl. Eins að
ganga stiga í stað þess að taka lyftuna á
milli hæða, og þeir sem hafa grun um að
blóðrennslið sé ekki nógu gott til fótanna
(fótkuldi) ættu að gera einhverjar fóta-
æfingar daglega. Hér sýnum við nokkrar
fótaæfingar, sem samtök sykursjúkra
mælir með:
Hvað cr unnt að gera til að auka vellíðan
í fótum?
1. Við getum aukið gönguferðir okkar.
2. Við getum gert fótaæfingar.
3. Ef við reykjum, getum við dregið úr
reykingum eins mikið og mögulegt er.
Er unnt að fyrirbyggja fótasár?
Já, með því að:
2. Hugsa vel um fæturna
2. Reyna að forðast sköddun í húðinni.
Nokkrar fótaxfmgar:
2.
■ Gleymið ekki heilsugæslu fótanna!
■ Fótasveifla
■ Fjaðrandi ganga
4. Fjaðrandi ganga. Styðjið ykkur við
stól og fjaðrið vel í fótunum (gangið
á staðnum) nokkra stund.
1. Á hæl og tá! Standið bein og látið
þungann koma á allan fótinn, teygið
ykkur upp og standið á táberginu.
Gerið æfinguna um það bil 20
sinnum.
3. Fótasveifla. Sveiflið fætinum fram og 5. Stólæflng. Krossleggið hendurnar,
aftur eins og sýnt er á myndinni og setjist í stól og standið upp til skiptis
standið t.d. á símaskrá eða einhverri nokkrum sinnum.
upphækkun. Sveiflið fætinum fram
og aftur um það bil 10 sinnum og
skiptið síðan um fót.
6. Stigaæfing. Gakktu út á stigaganginn
og flýttu þér upp stigann upp á næstu
hæð.... Þeir sem eiga ekki heima í
fjölbýlishúsi eða hafa ekki tækifæri til
að gera slíkt heima hjá sér geta notað
tækifærið þegar það gefst eða skapað
sér það sjálfir.
■ Æfing gegn krampa
7. Æfing gegn krampa í fótleggjum.
Standið svolítið frá vegg og leggið
lófana upp að veggnum og' reynið að
beygja ekki hnén. Standið þétt í
fæturna og beygið handleggina um
leið og þið hallið ykkur upp að
veggnum án þess að lyfta hælunum.
Gerið þetta nokkrum sinnum.
■ í hinni nýju sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar að Laugavegi 69. Vilhjálmur
Sigurgeirsson verslunarstjóri stendur lengst til vinstri og við hlið hans Ingólfur
Óskarsson, eigandi verslunarinnar. (Tímamynd: Árni Sæberg)
Sportvöruverslun
Ingólfs Óskarssonar
nú líka við Laugaveg
■ Sportvöruverslun Ingólfs Óskars-
sonar hefur nú hafið starfsemi á nýjum
stað, að Laugavegi 69. Verslunin á
Klapparstíg verður einnig starfrækt
áfram.
Að sögn Vilhjálms Sigurgeirssonar
verslunarstjóra verður fjölbreytt úrval
alls þessa varnings, sem íþróttum tilheyr-
ir, á boðstólum í versluninni. Á það ekki
sísí við um boltaíþróttir, en allur fatnað-
ur, sem til þeirra þarf, er af vörumerkinu
PUMA. Þá má nefna sundfatnað bæði
fyrir dömur og herra og alla aldursflokka
af vörumerkinu ARENA. Af því vöru-
merki er líka mikið úrval af fatnaði til
fimleika, en ein af starfsstúlkum verslun-
arinnar er fyrrverandi íslandsmeistari í
þeirri íþróttagrein, Karólína Valtýsdótt-
ir, og sér hún um öll innkaupin á því
sviði. Er því mikið um nýjungar í
fimleikafatnaði í versluninni nú. Þá fá
skokkarar allan þann útbúnað, sem þeir
þurfa, í versluninni. Badmintoniðkend-
ur fá þar líka allt við sitt hæfi, en
vinsældir þeirrar íþróttar aukast jafnt og
þétt. Þá er fjölbreytt úrval háskólabola
og stakra buxna á boðstólum.
Allur skófatnaður í verslurin er frá
PUMA, en leikfimisskór frá ARr.NA.
Áhrifaríkur megrunarkúr
— sem Heimilistiminn treystir ser þo ekki til að rnæla með!
■ Hafið þið heyrt um „hvít-
vínskúrinn"? Hann er sagður
áhrifaríkur megrunarkúr, en
ekki er hann talinn hollur. Og
alls ekki á að halda þennan
kúr nema tvo daga í einu.
Þetta er mjög erfiður og
strangur kúr, og eiginlega ekki
nothæfur nema í neyðartilvik-
um, t.d. ef fötin eru orðin of
þröng og stendur til að fara í
stórafmæli eða aðra hátíð um
næstu helgi. Ef farið er ná-
kvæmlega eftir hvítvíns-
kúrnum á fólk að geta náð af
sér fimm pundum á tveim
dögum.
Ráðlegt er að taka auka-
vítamín þessa daga. Það verð-
ur að líða langur tími á milli
þe'ss að farið er eftir þessum
megrunarkúr, en sem sagt. -
Það er gott að geta grípið til
hans fyrír þá viljasterku, sem
vilja ná af sér tveimur og hálfu
kflói á tveim dögum.
Mataræðið þessa
2daga erþannig:
Um morguninn
-Svart kaffi, 1 linsoðið
egg, 1 glas af þurru hvít-
Hádegisverðurinn
-Svart kaffi, 2 linsoðin
egg, 2 glös af hvítvíninu.
Miðdegiskaffið
-Svart og sykurlaust kaffi
Kvöldverður
-200 grömm af nauta-
kjöti, þurrsteikt eða grill-
að og með því er drukkið
það sem eftir er í hvít-
vínsflöskunni.
(Á dag er ncyslan þannig. Kjöt 200 grömm, 3/4 1
hvítvín og 3 linsoðin egg og svart kaffi)
þurrt