Tíminn - 11.10.1983, Page 1
FRAM VANN
sigraði IA í úrslitaleik
■ Knattspyrnufélagið Fram úr Reykja-
vík varð fyrsti sigurvegarinn á stórmóti
íþróttafréttamanna í innanhússknatt-
spyrnu sem haldið var um helgina. Þar
var keppt fyrsta sinni um ADIDAS-
hikarinn. og hlaut Fram hann, eftir
æsispennandi úrslitaleik gegn Skaga-
mönnum. Jafnt var í leik liðanna, að
loknum vengjulegum leiktíma 4-4, en í
framlengingu náðu Framarar að skora tvö
mörk gegn engu og tryggja sigurinn, 6-4.
Guðmundur Torfason var áberandi
mjög í úrslitaleiknum, skoraði 4 mörk
fyrir Framara. Steinn Guðjónsson og
Bragi Björnsson skoruðu eitt hvor.
Hörður Jóhannesson skoraði tvö marka
Skagamanna, en Arni Sveinsson og
Júlíus Ingólfsson eitt hvor.
Framarar sigruður KR-inga í undan-
úrslitum í mótinu með tveggja marka
mun, og Skagamenn sigruðu Valsmenn.
í átta liða úrslitum var mikil spenna.
Fram vann Breiðablik eftir vítaspyrnu-
keppni í fyrsta leik kvöldsins, eftir að
jafnt hafði verið 5-5 eftir venjulegan
leiktíma. Þá sigraði Valur Víking í
vítaspyrnukeppni, þar sem teknar voru
einar 14 vítaspyrnur, eftir að staðan
hafði verið 4-4 að loknum venjulegum
leiktíma. KR vann Selfoss örugglega en
Skagamenn áttu í mesta basli með
úrvalslið íþróttafréttamanna, sem lék
afar vel. Skagamenn unnu þó að lokum
11-7 í ákaflega jöfnum og spennandi
leik.
Á mótinu gerðu nokkrir kínverskir
listamenn frá Henan-flokknum mikla
lukku, svo og leikur kvennalandsliðsins
í knattspyrnu við stjörnulið Ómars
Ragnarssonar.
- SÖE
■ Lið Fram, sem sigraði á stórmóti íþróttafréttamanna í innanhússknattspymu, og hlaut að launum ADIDAS-bikarinn.
I liðinu em frá vinstri: Guðmundur Torfason, Bryngeir Torfason, Steinn Guðjónsson, Kristinn Jónsson, Bragi Bjömsson
og Viðar Þorkelsson.
íslendingaslagur íþýskum
handbolta:
Essen skellti
Sigga og Co.
Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn:
■ Alfreð Gíslason og félagar í Ess-
en lögðu Sigurð Sveinsson og félaga
hans í Lemgo að velli í Búndeslíg-
unni í handbolta um helgina. Sigur
Essen var stór, 25-12. Alfreð skoraði
3 mörk fyrir Essen, en var síðan
útilokaður í leiknum - fékk rauða
spjaldið fyrir brot á sóknarmanni
Lemgo.
Sigurður Sveinsson náði sér ekki á
strik í leiknum, og skoraði ekki mark.
Lið Jóhanns Inga, Kiel, þokast nú upp
töfluna eftir 24-14 sigur á botnliðinu
Niirnberg.
Göppingen heldur áfram sigurgöngu
sinni. Um helgina tóku þeir Fuchse frá
Berlín 19-18, og skoraði Klempel 9
mörk. Gummersbach er líka að hressast.
Staða efstu liða er nú:
Göppingen ..... 5 5 0 0 118-101 10
Grosswallstadt ... 5 4 1 0 100-81 9
Schwabing ..... 5 4 0 1 98-88 8
Gummersbach ... 5 3 1 1 83-76 7
Essen er í 6. sæti með 5 stig, Kiel í 8.
sæti með 4 stig og Lemgo í 13. sæti með
2 stig.
-MÓ/SÖE
Garðar með 3
■ Garðar Jónsson leikmaður með Skalla-
grími, sá sem öll málaferlin hafa orðið útaf í
haust í knattspyrnunni, virtist heldur betur
springa út við það að vera loksins dæmdur
löglegur með Skallagrími. Garðar skoraði
þrjú af fjórum mörkum liðs síns, er Skalla-
grímur lagði Tindastól að velli 4-2 í úrslita-
keppni þriðju deildarinnar í knattspyrnu.
Tindastólsmenn, sem léku afar vel í
sumar, og sigruðu með glæsibrag í B-riðli 3.
deildarinnar, náðu sér aldrei á strik í
leiknum. Liðið lék síðast um miðjan ágúst í
Islandsmótinu. Gústaf Björnsson skoraði
bæði mörk Tindastóls, en hann skoraði 15
mörk í þriðjudeildarkeppninni í sumar.
Fjórða mark Skallagríms skoraði Ólafur
bakvörður.
Síðari leikur liðanna verður í Borgarnesi
um næstu helgi.
-SÖE
■ Gunnar Gíslason, sem hér sést í „diskóútfærslu“ í landsleik lék sinn fyrsta leik í
atvinnumennsku um helgina. Tímamynd ARI
■ Sveinn Hreinsson, þjálfari Fram,
leiddi lið sitt til sigurs gegn sínum
gömlu félögum.
Reykjavíkurmótið íblaki:
FRAM LAG0I
ÞDÓTT Afi VEUJ
ÍS Reykjavíkurmeistari kvenna
■ Framarar láta ekki að sér hæða í
blakinu. Liðið, sem varð ■ öðru til þriðja
sæti í annarri deild íslandsmótsins í fyrra
en er nú nýbúið að tryggja sér l.deildar-
sæti, varð fyrsta liðið til að sigra íslands -
bikar og Reykjavíkurmeistara Þróttar í
karlaflokki á þessu keppnistímabili. Fram
lagði Þrótt að velli örugglega 3-1, á
Loks fékk Kári ■
metið staðfest!
■ Þau gleðilcgu tíðindi hafa borist
suður fyrir, að Akureyringum hafl
nú loksins tekist að efna til löglegs
móts í kraftlyftingum þar sem Kári
Elísson lyftingakappi lyfti eins og
venjulega yfir gildandi meti í bekk-
pressu.
Kári hefur lyft margsinnis í ár yfir
gildandi met í bekkpressu í 75 kg
flokki nyrðra, en met hans hefur ■
aldrei fcngist staðfest vegna þess að ®
ekki hafa verið þrír löglegir dómarar I
viðstaddir. Um helgina lyfti Kári 163 _
kg., sem er nýtt íslandsmet. Kára er |
hér með óskað til hamingju með ■
metið og Lyftingaráði Akureyrar ■
sömuleiðis með bættan árangur í ■
starfi. - SÖJeJJ
sunnudagskvöldið í Hagaskóla. Þá sigr-
aði ÍS Þrótt í kvennaflokki 3-1 og tryggði
sér Reykjavíkurmcistaratitilinn.
Framarar létu engan bilbug á sér finna
í leiknum gegn Þrótti. Hinn nýi þjálfari
þeirra og fyrrum Þróttari sem einnig
mun leika með í vetur, Sveinn Hreins-
son, lék ekki með, heldur stjórnaði af
bekknum. Það gerði einnig hinn spilandi
þjálfari Þróttar Guðmundur E. Pálsson
„Fommi“, sem nú hefur snúið heim frá
Noregi. Báðir eru ekki orðnir löglegir
með félögum sínum. - Framarar sigruðu
í tveimur fyrstu hrinunum, 15-12 og
15-13, en síðan small Þróttarmaskínan í
gang og Þróttur sigraði í þriðju hrinu
15- 3. I fjórðu hrinu var stiginn mikill
darraðardans, og lauk með sigri Fram,
16- 14.
ÍS-stúlkurnar sigruðu nokkuð örugg-
lega í úrslitaleiknum við Þrótt. Þróttur
vann fyrstu 15-10, en síðan varörugglega
leikið Stúdentamegin, 15-12, 15-9 og
15-6.
- SÖE
Gunnar lék
fyrsta leikinn
með Osnabruck
— í þýsku bikarkeppninni um helgina
■ Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn:
Gunnar Gíslason lék sinn fyrsta leik
með Osnabruck um helgina. Var það í
1-2 tapleik liðsins gegn fyrstudeildarlið-
inu Braunschweig í annarri umferð
bikarkeppninnar. Þýska pressan segir
að þessi 22 ára gamli ísienski landsliðs-
maður hafi virkað taugaóstyrkur í
leiknum, en þjálfari Bruhl hyggist halda
áfram að prófa Norðlendinginn.
Gunnar var reyndar nálægt því að
skora mark í leiknum, en með 25 metra
úthlaupi tókst markverði Braunschweig
að hirða boltann af tám hans, er hann
komst í skyndiupphlaup. - MÓ/SÖE