Tíminn - 12.10.1983, Qupperneq 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag
FJÖLBREYTTflRfl
OG BETRA BLAD!
Miðvikudagur 12. október 1983
236. tölublað - 67. árgangur
Siðumula 15—Posthotf 370 Reykjavik—Rrtstjorn86300—Augiysingar 18300— Afgreidsla og áskrift 86300 — Kvóidsimar 86387 og 86306
Formannaslagurinn hefst fyrir alvöru í Sjálfstæðisflokknum:
BREYTTflR REpUIR UM FOR-
MANNSKJÖR AIANDSFUNN?
— Krafan um að formannsefni fái meirihluta atkvæða gæti orðið til
þess að sá þremenninganna sem undir verður ráði því hvor hinna
verður kjörinn við aðra umferð
■ „Það er vitað mál að tillögur
munu koma fram á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins um breyttar
reglur um kjör formanns," sagði
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins í samtali við Tímann í gær-
kveldi að loknum miðstjómar-
fundi flokksins, þar sem m.a.
breytt tilhögun á kjöri formanns
var rædd, en Samband ungra
sjálfstæðismanna hefur gert til-
lögu um að frambjóðandi verði
að hljóta hreinan meirihluta at-
kvæða til þess að vera kjörinn
formaður flokksins.
Ef nýjar reglur um kjör for-
manns \'erða samþykktar á
landsfundinum sem verður
haldinn í byrjun október, þá
verður næsti formaður kjörinn
með þeirri tilhögun, og eru heim-
ildarmenn Tímans á þeirri
skoðun að þessi nýja tilhögun
verði samþykkt. Það hefði það
hugsanlega í för með sér að
kjósa þyrfti tvisvar á landsfundi
ef enginn frambjóðenda fengi
hreinan meirihluta í fyrstu
umferð. Hér er það haft í huga
að þeir þrír, sem helst hafa verið
orðaðir við formannsframboð
Birgir ísleifur Gunnarsson,
Friðrik Sóphusson og Þorsteinn
Pálsson, verði allir í framboði og
atkvæðin dreifist það mikið að
enginn nái meirihluta. Þá myndi
atkvæðafjöldi þess sem fæst at-
kvæðin fengi og dreifing þeirra á
hina tvo frambjóðendurna í
seinni umferðinni, geta ráðið
úrslitum um það hver yrði næsti
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Tíminn reyndi ítrckað að ná
sambandi við þessa þrjá menn í
gærkveldi, en án árangurs, og
sögðu heimildarmenn blaðsins
að það hefði orðið að samkomu-
lagi kandídatanna þriggja á
miðstjórnarfundinum í gær að
gefa engar yfirlýsingar um fram-
boðsmál á sama degi og formað-
ur flokksins, Geir Hallgrímsson
lýsti því yfir að hann yrði ekki
aftur í kjöri til formanns. -AB
■ Við upphaf miðstjórnarfundar Sjálfstæðisflokksins í gær, þar sem Geir Hallgrímsson lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Honum á hægri hönd er
Friðrik Sóphusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Tímamynd - Róbert
Fjárlög næsta árs:
T ryggingakerfið spari
300 milljónir króna
■ Fjárlagafrumvarpið fyrir I heilbrigðis- og tryggingaráðu- I herra upplýsti blaðamenn um á I heilbrigðis- og tryggingaráð- I sparnaðar í tryggingakerfinu.
árið 1984 gerir ráð fyrir því að neytið finna leiðir til þess sparn- fundi í gær. herra hefðu orðið ásáttir um -AB
sparaðar verði 300 milljónir aðar, samkvæmt því sem Albert Sagði fjármálaráðherra að þessa upphæð, en það kæmi í I,
króna í tryggingakerfmu og mun | Guðmundsson, fjármálaráð- | hann og Matthías Bjarnason | hlut Matthíasar að finna leiðir til | Sjá bakSIOU Og blS. 3
Geir Hall-
grfmsson:
HÆTTIR
EFTIR
10 ARÍ
■ „Ég ætlaði mér aldrei
að gegna formannsstarfi
lengur en 10 ár,“ sagði
Geir Hallgrímsson for-
maður Sjálfstæðisflokksins
í samtali við Tímann, eftir
miðstjórnarfund Sjálf-
stæðisflokksins þar sem
hann lýsti þeirri ákvörðun
sinni að vera ekki í fram-
boði til formannsembættis
Sjálfstæðisflokksins á
næsta landsfundi.
Geir sagðist engan veg-
inn vera hættur afskiptum
af stjórnmálum, hann
myndi halda áfram að
. reyna að gera veg sjálf-
stæðisstefnunnar sem
mestan.
Aðspurður hvort hann
væri sáttur við að hætta
formennsku nú, sagði
hann: „Mjög svo,“ og er
Tíminn spurði hann hvort
hann hlakkaði ef til vill til
þess að láta af formennsk-
unni, svaraði hann: „Já,
það er ekjri laust við það!“
- AB
Gleyptu
160grömm
af amfeta-
míni!
Handtekn-
ir við komu
hingað til
lands og
úrskurdaðir
í viku gæslu-
varðhald
■ Fíkniefnalögreglan handtók
tvo menn á Keflavíkurflugvelli á
Iaugardag við komu frá Luxem-
burg, vegna gruns um að þeir
væru að smygla fíkniefnum til
landsins. Við rannsókn kom í
ljós að mennirnir höfðu gleypt
gúmmípoka og eftir að pokarnir
höfðu skilað sér rétta boðleið
reyndust þeir innihalda samtals
160 grömm af amfetamíni og
tálsvert magn af kókaíni.
Mennirnir voru úrskurðaðir í
viku gæsluvarðhald á sunnudag
og sitja þeir enn inni.
Að sögn fíkniefnalögreglunn-
ar er málið enn í rannsókn en
mennirnir munu hafa farið í
þessa ferð á eigin vegum og
fjármagnað hana sjálfir. Þess
má geta að í viðtali við Gísla
Björnsson lögreglufulltrúa, sem
birtist í Tímanum fyrir skömmu,
kom fram að verðið á amfeta-
míngramminu hérlendis er um
4000 krónur. GSH