Tíminn - 16.10.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.10.1983, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Skinner-hjónin ásamt dótturinni Debbie, þá 13 mánaða að aldri, í hinum umdeilda uppeldisklefa. ■ Skinner með dúfurnar sínar á tilraunastofu i er tekin árið 1951. Harvard háskóla. Myndin ,.Er í engu frábriigðinn Burrhus Frederic Skinner salfræðingur. Hann er nú 79 ára að aldri. s „Hér er Kölski sjálfur kominn/‘ sagði I.A.Ric- hards eitt sinn á fimmta áratugnum við nem- endur sína í Harvard háskóla þegar samkenn- ari hans Burrhus Frederic Skinner mætti í tíma hjá honutn til að flytja erindi. Stúdentarn- ir vissu strax við hvern var átt. Sálfræðingur- inn Skinner var í aúgum þeirra þverhausinn frægi sem vísaði huga manna og tilfinningum, trúarbrögðum og frelsi, á bug og hélt þess í stað fram hugmyndum um „virka skilyrðingu“; að atferli manna stjórnaðist af umbunum og refsingum, en þá ályktun dró hann af tilraun- um sínum með dúfur. Kirkjunnar menn og margir háskólakennarar höfðu snúist gegn honum, og þess voru dæmi að stúdentar gæfu sig fram við skólalæknlnn í Harvard í uppnámi eftir að hafa hlustað á hinn róttæka boðskap Skinners; var í því sambandi talað um sjúk- dóminn „Náttúruvísindi 114“, en það var nafnið á námskeiðinu sem Skinner hélt við skólann í sálarfræði athafna. dúfunum mínum” segir bandaríski sálfræðingurinn B. F. Skinner, frægasti talsmaður atferlishyggjunnar, en fæstir sálfræðingar eru sammála honum ■ B.F. Skinner er nú 79 ára að aldri, og lét af kennslustörfum við Harvard háskóla árið 1974. Hann býr í kyrrlátri götu í gráu nútímalegu húsi í Cambridge í Massaschusetts. Enda þótt hann eigi við sjóndepru að stríða og hafi misst heyrn að hluta til gcngur hann á hverjum degi á skrifstofuna sem hann hefur enn í Harvard háskóla en það er nú rúmlega þriggja kílómetra gönguleið. Frá því hann hætti kennslustörfum hefur hann samið sjö bækur, og tvær þeirra eru einmitt ný-komnar út: Enjoy Old Age (Njótið ævikvölds) scm hann samdi í félagi við sálfræðinginn M.E. Vaughan, og A Matter of Consequences (Afleið- ingum tekið), sem er þriðja og síðasta bindi sjálfsævisögu hans. Skinner er enn sannfærður um réttmæti þeirra kenninga sem hann hefur haldið fram í hálfa öld: frelsi er blekking; atferli manna jafnt og rotta og dúfna ræðst af ytri þáttum, en ekki innri. í augunt Skinners er þetta fjarska cinfalt: það atferli manna og dýra sem hlýtur umbun er endurtekið, og hitt sem enga hvatningu fær deyr út eða „slokknar" svo notað sé eitt af fræðihugtökum hans. Pað sem við köllum tilfinningar eða andlega starf- semi er í hans augum merkingarlaust aukaatriði í endalausri keðju áreitis og andsvara. Hann kemst svo að orði: „Atferli manna ræðst ekki af neinum vísindalegum rannsóknum." Og þarsem Skinner er samkvæmur sjálfum sér fellst hann á að hann hafi enga ástæðu til að vera hreykinn af æviverki sínu; allt hans starf og allar hans kenningar eru einungis afurð umhverfis sem vinnur með lífveru á ákveðinn hátt. „Ég get fallist á það að ég hafi framið hugmyndalegt sjálfsmorð með því að skrifa þessa ævisögu," segir hann í lokakafla þriðja bindis. Með því að hafna hugmyndum um sköpunarmátt og frelsi segist Skinner hafa útilokað möguleika sinn á því að verða nefndur „Mikill hugsuður." Leggur ekki mat á eigið atferli í samræmi vð áhugaleysi sitt um frumspeki og tilfinningamál fjallar Skinner ekkert um ástvinamissi, dauð- ann eða merkingu lífsins á bókinni Enjoy Old Age. Hins vegar er í bókinni fjöldi heilræða fyrir gamalt fólk (s.s. hafið regnhlíf alltaf hangandi á hurðar- húni ef spáð er rigningu; lesið klámrit til að efla og auka kynlífið; undirbúið gestaþrautir og gátur fyrir barnabömin ef þau skyldu líta inn). Lykillinn að farsælu ævikvöldi felst í því að skapa sér rétt umhverfi. „Ef þú getur, reyndu þá að búa þér þinn eigin heim, þar sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af slæmri sjón eða heyrn, ogekki að hafa áhyggjur af því að gleyma eða láta þér leiðast" Ævisaga Skinners er af ásettu ráði hcldur þurr lestur, safn staðreynda um feril hans, úrklippur úr blöðum og tímaritum, og dagbókarslitur, þar sem næstum aldrei verður vart við persónu- legar tilfinningar. „Ég reyndi að skrifa öðruvísi ævisögu en við erum vön", segir hann. „Ég reyni einfaldlega að greina frá lífsferli mínum eins og hann var í raun og veru, frá einu skrefi til annars, og af öllum mætti reyndi ég að forðast að leggja mat á atferli m itt." Bjó til Skinnerbúrið Skinner segist sjálfur vera fúskari sem gaman hafi af því að finna upp á ýmsum hlutum. Hann bjó til hið fræga Skinnner- búr sem mikið er notað í rannsóknum á námssálarfræði. Búr þetta er eins konar lokaður kassi. A öðrum gafli þess er stutt þverslá og undir henni matarskál. skálina má tengja slánni, þannig að sé ýtt á slána, komi matur í skálina úr geymi, sem er utan á búrinu. Inni í slíku búri hefur hann jafnvel kennt dúfum að leika borðtennis að því cr sagt er! í síðari heimsstyrjöldinni hannaði hann eld- flaugakerfi sem átti að geta lotið stjórn dúfu, en varnarmálaráðuneytið vildi ekkert hafa með það að gera. Yngri dóttir Skinners, Deborah, var alin upp í sérstökum klefa sem var lokaður, hljóðeinagngraður og nákvæm- lega fylgst með hitastigi hans. Skinner sætti þá miklum ámælum opinberlega, og var sakaður um ógeðfellt uppeldi, en báðar dætur hans hafa vaxið úr grasi sem heilbrigð börn og dafnað vel. Allt snýst um kenningarnar Allt líf Skinners hefur snúist um kenn- ingar hans í atferlissálarfræði. Þegar hann skoðar veðhlaupahesta á hrossabúi í Kentucky lætur hann þau orð falla að sannarlega væri hægt að þjálfa hestana til að hlaupa hraðar með því að hafa í grennd hvatningahróp á segulbandi, og búa til áreiti sem líkist hesti sem er í fararbroddi. Á málstofu háskólakennara greip sálfræðingurinn Erich Fromm eitt sinn reiðilega fram í fyrir honum og sagði að menn væru eitt og dúfur annað, eins og andmælendur Skinners benda raunar oft á. Einu viðbrögð Skinners voru að velta því fyrir sér hvort hann geti örvað slíka framkomu af Fromms hálfu með því að kinka kolli og brosa í hvert skipti sem sálfræðingurinn léti hönd sína síga! Skinner lætur ævikvöld sitt ekki fara til spillis, og leggur gjörva hönd á margt. Hann situr t.d. löngum stundum við að þýða margs konar skáldskap jafnt sem fundarsamþykktir yfir á tæknimál atferl- ishyggjunnar. Hann les fjölbreytilegasta efni, en hefúr lítið álit á húmanískum fræðum; telur þau nánast einskis virði. I einkalífi sínu rekst hann á hindranir í mannræktarstarfinu. „Það er vandi að vera saman", sagði hann eitt sinn um Evu konu sína. „Ég geng hraðar en hún og lengur. Hún þarf á skemmtunum (kvikmyndum. sjónvarpi. leikritum) að halda en ég get verið án þeirra. Hvað er sanngirni? Hve langt á ég að ganga í því skyni að gera hana hamingjusama þegar ég veit að það gerir mig síður ánægðan." „Hef misst stjórn á þessu“ Sjálfur er Skinner ekki yfir sig hrifinn af þeim góðu viðtökum sem verk hans hafa hlotið hér og hvar. „Ég hef misst stjórn á þessu," segir hann. „Að sitja einn við skriftir, það er eina málatferlið sem ég get reitt mig á.“ Árið 1953 trúði Skinner þremur nem- endum sínum fyrir því að það væri mikið undur ef kenningar hans yrðu enn hafðar í hávcgum aldarfjórðungi síðar. Nú segir hann að ástæðan fyrir því að sálfræðingar sem aðhyllast atferlishyggju eru orðnir svo fáir sem raun ber vitni sé sú að fá störf séu í boði í tilraunasálar- fræði í háskólum, og vegna þess að þeir sem kosið hafa að vinna með roftur og dúfur á tilraunastofum eru ekki alltaf skemmtilegasta fólkið í háskólunum." En hann er sannfærður um að atferlis- hyggjan eigi engan raunverulegan keppi- naut sem geti velt henni af stalli. „Hún hefur," segir hann, „fyrir fullt og allt leyst aðrar skýringaraðferðir í sálarfræði af hólmi.“ Flestir sálfræðingar ósammála Skinner Áhersla Skinners á að atferli skipti meira máli en tilfinningar hefur víða haft áhrif á hugmyndir manna, t.d. hvað varðar refsingar og uppeldi, og einnig gætir þessara áhrifa í geðlækningum. En Skinner er full drjúgur með sig þcgar hann staðhæfir að atferlishyggjan eigi cngan hættulegan keppinaut. Sú niður- staða málfræðingsins Normans Chomsky að djúpgerð mannlegs máls sé ásköpuð hefur lengi verið talin meiri háttar áfall fyrir atferlishyggju, sem gengur út frá því að máltaka, eins og allt annað atferli manna og dýra, sé einfaldlega viðbragð við umhverfinu. Nú á dögum eru flestir sálfræðingar ósammála Skinner um að hægt sé að skýra mannlegt atferli með hugtökum eins og umbun og refsing. Fergus Craik, sálfræðingur við Toronto háskóla, segir: „Við getum ekki fallist á þá staðhæfingu Skinners að engin starf- semi eigi sér stað í huga mannsins." Skinner ver þó kenningar af fullri hörku og heldur því jafnan fram að gagnrýnendur sínir hafi misskilið sig. Hann er staðráðinn í að halda enn á brattann og brydda upp á nýjum efnum. Enginn neitar því að hann er einna fremstur þeirra hugsuða sem halda því fram að engin hugsun sé til. Hann segir: „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri öðruvísi en dúfurnar mínar." Lausl. þýtt úr TIME.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.