Tíminn - 16.10.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.10.1983, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Finngálkn réttarsalanna Þeir Andrei Wyschinsky og Roland Freisler voru tvær álnir af sama klæði. Annar endaði lífdaga sína í rústum Berlínar en hinn andaðist í New York sem fulltrúi lands síns á þingi S.Þ. ■ Það er gömul reynsla mannkynsins að þegar „miklir menn“ byrja að lappa upp á ástand þess með háleita kenningu í annarri hendinni en vöndinn í hinni, mega smælingjarnir fara að biðja fyrir sér. „Gra er öll kenning,“ mun Göthe hafa sagt og gleggst hafa dæmin gerst um það á þeirri öld sem við nú lifum á og opinberuðust í því harðræði sem framruðningur sannfæringa Stalíns í Rúss- landi og Hitlers í Þýskalandi bakaði milljónum manna. Þar var réttlæti mælt á stiku einnar stefnu og löggæslan og dómstólarnir urðu að finngálkni sem minnstu skeytti um sök eða sakleysi, en hirti helst um að tæta án vægðar í sig þá bráð sem harðstjórinn fleygði fram fyrir það. Réttarsal- urinn varð einskonar hringleikahús þar sem skylminga- þrællinn átti sér engrar undankomu von, hversu fimlega sem hann varðist. Á öllum afvegaleiddum tímum hafa komið upp persónu- gerðir sem virst hafa sem sérstaklega til þess sniðnar að þéna undir hið illa, þrátt fyrir vitsmuni og hæfileika ofan við meðallag. Af nógum dæmum er að taka, en hér veljum við úr tvo sérkennilega menn sem náðu heimsfrægð í dómarasæti. Annar þeirra var Rússinn Andrei Januarew- itsch Wyschinsky, en hinn var Þjóðverjinn Roland Freisler. ■ Roland Freisler. ■ Andrei Wyschinsky.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.