Tíminn - 03.11.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1983, Blaðsíða 2
Kristján Ragnarsson á LIU þinginu: INNLEND NÝSMfÐI 40-50% DÝRARI ■ „Samtök útvegsmanna hafa ítrekaö varaö útgerðarmenn við nýbyggingum fiskiskipa á þeim forsendum, að útilokað væri að standa í skilum með afborganir og vexti. Sérstaklcga hefur það átt við um innlenda nýsmíði, því hún hefur í flestum tilvikum verið 40 til 50% dýrari en erlend,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, í setningarræðu á þingi LIÚ á Akureyri í gær. „Þessar viðvaranir hafa einnig og ekki síst verið settar fram, vegna þess, að ekki var þörf á fleiri skipum og skipa- stóllinn var þegar orðinn of stór til að hagnýta fiskistofna okkar,“ sagði Kristján. Hann sagði, að þrátt fyrir viðvarnir og stundum hrein andmæli hefði verið hald- ið áfram ár frá ári að stækka fiskiskipa- flotann með þeim afleiðingum sem öllum ættu nú að vera ljósar, þegar 20 skip væru í vanskilum við Fiskveiðasjóð um 400 milljónir króna. Þá talaði Kristján um að Hagfræðideild Seðlabankans hefði lýst furðu sinni á aðvörunum stjórnar LÍÚ. Ekki væri að sjá að gagnrýni Seðlabankans hefði verið raun- sæ. „Ef menn eru sammála um, að ástand fiskistofna okkar sé slæmt og sóknin sé of mikil, ættu menn ekki að þurfa að deila um, að óhjákvæmilegt er að stöðva um sinn skipasmíði. Nauðsynlegt er að úrelding flotans virki að hluta til minnkunar. Það er heldur hjákátlegt að heyra forstöðumenn skipasmíðaiðnað- arins vera að reikna hvað flotinn sé gamall, hve endurnýjunarþörfin sé mikil og hve lengi skip muni endast. Um endingartíma gildir almennt sú regla að hann ræðst af viðhaldi skipa. Eigendur skipasmiðjanna virðast hafa mestar áhyggjur af bátaflota okkar og reikna og reikna endurnýjunarþörfina. Þeir gæta ekki að því, að verulegur hluti þessa flota hefur verið stórlega endurbættur, þar sem skrokkur skipanna einn getur talist til þess tíma, er skipin voru smíðuð. Það þarf því engan að undra þótt háar tölur komi út úr reiknidæmum þeirra,“ sagði Kristján. Síðan sagði hann, að eitt það óskyn- samlegasta, sem gerst hcfði í innlendum skipasmíðum, væri raðsmíðaverkefnið svokallaða, sem átti að vera til að endurnýja bátaflotann, en í raun hefði verið viðbót við togaraflotann þar sem um væri að ræða litla togara. -Sjó ■ Kristján Ragnarsson flytur yfirlitsræðu sína á aðalfundi LÍÚ sem hófst á Akureyri í gær. Tímamynd: GK Ljós og hiti um borð í skipi við bryggju: Ljósavélarnar ódýrari en adkeypta orkan og nú væri hún víða fyrir hendi. Hins mun dýrari en orkan frá ljósavélum vegar væri nú svo komið að hún væri skipanna. —Sjó Þorskaflinn í ár: Ekki minni siðan 1948 ■ „Er nú svo komið, að ódýrasta rafmagnið sem fáanlegt er frá landi er 40% dýrara, en rafmagn framleitt með olíu um borð í fiskiskipunum og dýrasta rafmagnið er á 200% hærra verði. Það er því ástæða til að vara menn við kaupum á þessu rafmagni og framleiða heldur rafmagn með olíu, þótt dýrt sé,“ sagði Kristján Ragnarsson, á þingi LIÚ á Akureyri í gær. Hann greindi áður frá því, að við olíuhækkunina 1979, hefði verið talið æskilegt, að þegar skip væru í höfn, væri sparað hið dýra innflutta eldsneyti og notuð ódýr raforka frá landi til að hita og lýsa skipin með. Aðstaða hefði ekki verið fyrir hendi nema í undantekninga- tilfellum. Á undanförnum árum hefði verið unnið að því að koma henni upp ■ „Þorskaflinn mun að líkindum verða aðeins um 290 þúsund lestir á þessu ári, en hann var 362 þúsund lestir 1982 og 460 þúsund lestir 1981. Þetta er minnsti þorskafli á Islandsmiðum síðan á árun- um 1947 og 1948. Hver og einn getur í huga sínum borið saman sóknarmáttinn þá og nú,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra út- vegsmanna, meðal annars í setningar- ræðu sinni á þingi samtakanna á Akur- eyri í gær. Hann sagði að mest munaði um vér- tíðarafla bátaflotans, en hann minnkaði um 45 þúsund lestir eða 30% milli ára. Þorskafli togara hefði minnkað um 17 þúsund lestir, þrátt fyrir aukna sókn. Annar botnfiskur hefði verið 225 þúsund lestir fyrstu níu jnánuði ársins eða um 9 þúsund lestum meiri en árið áður, Hann sagði að heildaraflinn á árinu 1982 hefði verið um 780 þúsund lestir, en nú væru horfur á að hann yrði 70 þúsund lestum minni, þegar ekki væri tekið tillit til loðnuveiða. -Sjó ■ Halldór Ásgrímsson flutti tíðindin um tillögur fiskifræðinganna á þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins í gær. Við hlið hans situr Ingólfur Falsson, fráfarandi formaður sambandsins. Tímamynd GE. „Mjög alvarleg tídindiM segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsrádherra, um skýrslu fiskifræðinga ■ „Þetta eru aö sjálf- sögöu mjög alvarleg tíð- indi. Við höfum vitað að ástandið væri slæmt, en við höfum alls ekki reiknað með, að það væri svona slæmt,“ sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráð- herra m.a. í samtali við Tímann í gær er hann var spurður um þýðingu þess að fiskifræðingar hafa nú mælt með því að þorskafli landsmanna næsta ár verði ekki meiri en 200 þúsund tonn, eða þriðjungi minni en gert hefur verið ráð fyrir að hann yðri. „Þetta þýðir að tekjumöguleikar þjóð- arbúsins á næsta ári eru mun minni en við höfum ætlað og verið að áætla út frá. Að mínu mati er hér komið upp viðbótar vandamál, sem skiptir miklu máli hvern- ig á er tekið,“ sagði Halldór. „Við þurfum að haga fiskveiðistefnunni í samræmi við það, - fjárfestingastefnu einnig og launakjör í landinu verða að miðast við það, og þá ekki síður fyrirætl- anir opinberra aðila um fjárfestingu og rekstrarútgjöld. Það er ekki nóg að ætlast til þess að sýnt sé aðhald í sjávarútveginum og að þar séu hlutirnir reknir með skynsamlegum hætti. Sama hugsunin verður að koma til í bönkun- um, í heilbrigðiskerfinu, í þjónustu- greinum, og reyndar alls staðar í þjóðlíf- inu. Það er sú tilhneiging í landinu, að mínu mati, að ætlast til þess að sjávarút- vegurinn skili meiri og meiri verðmætum til að standa undir vaxandi kröfum þjóðfélagsins. Nú er það ekki einu sinni hægt, þar sem þessi verðmæti verða mun minni en menn höfðu í reynd ætlað. Það verður því á næstu tveimur ntánuðum eða svo að reyna að leita leiða til þess að komast sem best frá þessu dæmi.“ Aðspurður um hvort hann hygðist fara að tilmælum fiskifræðinga um þorskveiðikvótann sagði sjávarútvegs- ráðherra: „Ég get ekki sagt neitt um það á þessu stigi. Það að minka þorskaflann urn þriðjung frá því sem er í ár, er svo alvarlegt mál gagnvart ýntsuin þáttum í þjóðfélaginu, að menn hljóta að hika áður en slík ákvörðun er tekin. Hins vegar hika menn einnig við að ganga nær stofninum en mælt er með.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.