Tíminn - 03.11.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.11.1983, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 19&3 á vettvangi dagsins ■ Það er mér, sem ráðherra félags- mála, sérstakur heiður og ánægja að fá tækifæri til að vera hér viðstaddur og ávarpa ykkur í upphafi landsþings Þroskahjálpar. Ég flyt öllum þeim sem að landssam- tökunum Þroskahjálp standa heillaóskir og þakkir fyrir hið mikla og árangursríka brautryðjendastarf í þágu þroskaheftra hér á landi. - Þetta fórnfusa starf verður seint metið að verðleikum, en jákvæður árangur starfsins er jú mesta gleði þeirra sem vinna að slíkum velferðarmálum. í afmælisriti Styrktarfélags vangefinna ljóst er að framkvæmd laganna kallar á stóraukið fjármagn, að sjálfsögðu verður að framkvæma þessi mál í áföngum. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og sam- drátt í ríkisfjármálum vona ég að hægt verði að þoka þessum málum fram á við. - Víðs vegar um land er hafinn marg- víslegur undirbúningur og aðgerðir til að skapa aðstöðu til hagsbóta fyrir fatlað fólk, verkefnin blasa hvarvetna við, koma þarf upp heimilum fyrir þroska- hefta, auka atvinnumöguleika fatlaðra, koma uppvernduðumvinnustöðum, lag- færa húsnæði, með tilliti til aðgengis Tillögur nefndarinnar skal leggja fyrir Alþingi til staðfestingar. Þessi nefnd er að störfum, tillögur hennar munu verða lagðar fyrir Alþingi sem tekur síðan ákvörðun um hvenær og hvernig ráðist verður í þessa miklu framkvæmd. Ég vil.láta það koma fram hér, að ég tel að við eigum að vanda vel til um ákvörðunártöku í þessum málum - ekki síst með tilliti til aðstæðna í efnahags- málum þjóðarinnar. - Ég tel að við eigum að beina því fjármagni sem við höfum yfir að ráða í næstu framtíð að Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra: með daggjöldum. í fjárlögum ’84 er reiknað með 331,3 stöðugildum sem er fjölgun um 84,55 stöðugildi frá árinu í ár. Á ný heimili eru 44,9 stöðugildi, á heimili sem áður nutu daggjalda 34,55 og fjölgun starfsliðs hjá svæðisstjórnum um 5,2 stöðugildi. Af nýjum stofnunum sem komust inn á fjárlög 1984 til rekstrar vil ég nefna: Sambýli: að Víðihlið 11 Reykjavík, á > Akranesi, Siglufirði og Egilsstöðum. Skammtímavistun: Víðihlið 9, Reykja- vík, Egilsá, Skagafirði og í Keflavík. Verndaðir vinnustaðir: Bjarg, Akureyri, Vestmannaeyjum og Kópavogi. Þjónustumiðstöð: Bræðratunga, ísa- firði. Fjárveiting til Framkvæmdasjóðs fatl- Ræða flutt við setningu landsþings Þroskahjálpar 1978 voru lokaorð Magnúsar Kristins- sonar þáverandi formanns samtakanna: „Við skulum vona, að sá tími komi, að við þurfum ekki að tala um baráttumál, heldur að vangefnir einstaklingar njóti sama réttar og aðrir þjóðfélagsþegnar". Vissulega hefur vel miðað í rétta átt í málefnum þroskaheftra síðan þessi orð voru skrifuð, en baráttan heldur áfram. Ég er sannfærður um að hin opna umræða í þjóðfélaginu og jákvæð um- fjöllun fjölmiðla, hefur orðið til að auka og glæða skilning landsmanna fyrir högum fatlaðra og knýjandi nauðsyn á samfélagslegu átaki til að tryggja fötluð- um jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þegna þjóðfélagsins - skapa skilyrði þeim til handa til að lifa eðlitegu lífi og nýta starfskrafta þeirra og hæfileika fyrir þjóðfélagið við ýmis störf. Ég var svo lánsamur, er ég tók sæti á Alþingi 1978 að tengjast strax félagsmál- um og kynnast sérstaklega málefnum fatlaðra með þátttöku í félagsmálanefnd Alþingis - og taka þannig virkan þátt í löggj afarstarfi við að koma þessum mál- efnum til betri vegar sbr. lög um aðstoð við þroskahefta 1979 og ný lög um málefni fatlaðra s.l. vor. Ég sagði lánsamur, ég vil undirstrika það sérstaklega, vegna þess, að ég tel mig hafa öðlast dýrmæta reynslu við það eitt að kynnast gegnum þessi félagsmála- störf hversu víðtæk og aðkallandi þörf er á raunhæfum félagslegum umbótum fyrir mikinn fjölda samborgara okkar sem eiga við ýmis konar fötlun að stríða - og eiga sannarlega fullan rétt á slíkum umbótum. - Og í annan stað, að kynnast því mikla fórnfúsa starfi fjölda fólks, jafnt einstaklinga sem samtaka, sem berjast fyrir rétti fatlaðra til framfara. Á síðasta Alþingi voru samþykkt ný lög um málefni fatlaðra nr. 41/1983. Þessi lög taka gildi 1. janúar n.k. Með lögum þessum er steypt saman í einn lagabálk með ýmsum lagfæringum og betrumbótum, lögum um aðstoð við þroskahefta, lögum um endurhæfingu og lögurn um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila. Með þessum nýju lögum er nú í fyrsta sinni komð á heildarskipulagningu fé- lagslegrar þjónustu opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, við fatlað fólk í öllu landinu, án tillits til þess hver fötlunin er, þar sem markmiðið er að stuðla að jafnrétti og fullkominni þátttöku fatl- aðra í daglegu lífi. .Enginn vafi er að þessi lög marka tírrfamót í málefnum fatlaðra, sérstök deild í félagsmálaráðuneytinu vinnur nú að undirbúningi á framkvæmd laganna. Þessi nýju lög gera ráð fyrir stóraukn- um framkvæmdum og aukinni starfsemi í þágu fatlaðra, verksvið svæðisstjórna er aukið og gerðar verða áætlanir um land allt til að mæta þörfum fatlaðra, fatlaðra, stóraukin og bætt heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta o.fl. Ég vil trúa því að jákvæður skilningur sé fyrir hendi hjá stjórnvöldum, aðilum vinnumarkaðar og meðal allra iands- manna að fylgja fast fram tilgangi laga um málefni fatlaðra í næstu framtíð, það er heillarík ákvörðun fyrir þjóðina í heild. Eitt fyrirferðarmesta ákvæði laganna er kaflinn um Greiningarstöð ríkisins - í ákvæðum til bráðabirgða í þessum lögum var ákveðið að félagsmálaráð- herra skuli þegar í.stað skipa 5 manna nefnd, sem hafi það verkefni að gera tillögur um fyrirkomulag á framtíðar- skipan Greiningarstöðvar ríkisins í sam- ræmi við ákvæði 16. gr. Menntamálaráð- herra skipar einn fulltrúa frá Athugunar- og greiningardeildinni Kjarvalshúsi, heilbrigðisráðherra einn fulltrúa frá ný- buradeild Landspítalans, félagsmálaráð- herra einn fulltrúa að fenginni tillögu svæðisstjórna, Landssamtökin þroska- hjálp og Öryrkjabandalag íslands einn fulltrúa hvort. úrlausnum sem hægt er að ná fram víðsvegar um land á tiltölulega stuttum tíma og koma strax að fullum notum fyrir fjölda einstaklinga sem hafa litla sem enga aðstöðu í dag. Ég nefni sem forgangsverkefni, sam- býli, aðstöðu fyrir skammtímafóstur- heimili, leikfangasöfn, sumardvalar- heimili og síðast en ekki síst verndaða vinnustaði. - Þá er mikilvægt að vel sé búið að þeim stofnunum og heimilum sem fyrir eru. Ég sé að samkvæmt dagskrá þingsins munu öll þessi mál tekin til meðferðar. Það er mikilvægt að landsþing ykkar komi fram með ábyrga og raunhæfa stefnu í þessum málum. Ég er persónulega andvígur uppbygg- ingu á stórum stofnunum fyrir fatlað fólk. Við höfum á undanförnum árum byggt upp fullkomnar skólastofnanir og heilsugæslustöðvar og íþróttaaðstöðu víðs vegar um landið. - Er ekki sjálfsagt að vinna að því að aukin þjónusta við fatlað fólk fari fram á þessum stöðum og slíkir einstaklingar njóti jafnréttis á þessum stofnunum? Við eigum einnig að nýta samstarf og samvinnu við félagasamtök í landinu sem vilja leysa þessi mál á hagkvæman hátt, þar sem því verður viðkomið. Það má ekki skilja orð mín svo, að ég sé á móti byggingu greiningarstöðvar ríkisins - svo er ekki, en ég vil nýta fyrst fjármagn til að leysa vanda margra víðs vegar sem ekki væri hægt ef fjármagn til framkvæmda er fest um of í fjárfrekar fjárfestingar sem tekur mörg ár að byggja upp. í sambandi við gildistöku nýrra laga um málefni fatlaðra 1. janúar n.k. náðust fram verulegar breytingar við gerð fjár- lagafrumvarps fyrir árið 1984.Skilningur var jákvæður fyrir því að auka verulega fjármagn til þessa málaflokks umfram aðra. Heildarkostnaður hækkar úr 70,8 millj. í fjárlögum þessa árs í 148 millj. eða 108%. Tekin er inn fjarveiting til 15 nýrra heimila fyrir fatlaða þar af fjögur sem áður hafa fengið rekstrarfé greitt aðra skv. nýju lögunum verður verulega skert, gera má þó ráð fyrir að framlög til sjóðsins þ.m.t. erfðafjársjóður verði rúmar 60 millj. á næsta ári. Eftir er að setja reglugerðir vegna laga um málefni fatlaðra - aðeins er komin út reglugerð um verndaða vinnustaði. Ég nefni hér tilnefningu Landssam- bands Þroskahjálpar og Óryrkjabanda- lagsins á 3 mönnum í stjórnarnefnd og svæðisstjórnir. Æskilegt er að þessi sam- tök komi sér sanian um fyrirkomulag tilnefningar. Ég mun á næstu dögum skipa vinnu- nefndir til þessa verkefnis, verða frum- drög að reglugerðum síðan send viðkom- andi aðilum svo sem Alþingi, svæðis- stjórnum, Samtökum sveitarfélaga o.fl. til umsagnar. En nauðsynlegt er að vel sé vandað samnitigu reglugerða um framkvæmd laganna. Um leið og ég endurtek heillaóskir til samtakanna óska égeftirgóðu samstarfi, ráðuneyti félagsmála mun ekki liggja á liði sínu til að reyna að þoka málefnum fatlaðra til betri vegar. Fatlaðir einstaklingar njóti jafnréttis í þeim stofnunum sem öllum eru ætlaðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.