Tíminn - 04.11.1983, Síða 1

Tíminn - 04.11.1983, Síða 1
Dagskrá rfkisfjölmidlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 4. nóvember 1983 256. tölublað - 67. árgangur Siðumuta 15—Postholf 370 Reyhiavm — Rrtstjorr 8630C- Augíysmgar 18300— Atgreiösia og askrift 86300 - Kvötdsimar 86387 og 86306 Stoppar fiskiskipaflotinn vegna olíuskulda? OLÍUFÉLÖGIN ÁBYRG FYRIR LÁNUM BANK- ANNA TILIÍTGERDA! — sem nú eru öll meira og minna komin í vanskil ■ „Þad sem nú er að gerast er að við látum okkur ekki nægja að fá olíuna greidda hverju sinni. Við viljum líka fá vanskilin greidd. Ábyggilega eru þegar mörg skip stopp vegna þessa, sum hafa verið meira og minna stopjp í lengri tíma,“ sagði Þórð- ur Ásgeirsson, forstjóri OLÍS, í samtali við Tímann. Hann sagði, að skuldbreyting- arlánin, sem féllu í gjalddaga í september, væru meira og minna öll í vanskilum. Þau væruolíufél- ögunum erfið þar sem þau væru sjálf í ábyrgð fyrir þeim. „Þó að um hafi verið að ræða lán frá bönkunum til útgerðarinnar til að greiða olíuskuldir eru olíufé- lögin, svo undarlegt sem það er, sjálf í ábyrgð. Þannig að ef lánin lenda í vanskilum skuldfærir bankinn einfaldlega viðkomandi olíufélag fyrir vanskilaupphæð- inni,“ sagði Þórður. Hann sagði ennfremur að í mörgum tilfellum hefði veriö reynt að semja um þessi vanskil. í gær hefði OLÍS samið við tvær útgerðir, sem lagt hefðu fram greiðsluáætlanir, sem hægt hefði verið að sætta sig við. „Svo verður bara að treysta því að félögin standi við þessar áætlan- ir. Ef það hins vegar gerist ekki fá þap enga olíu,“ sagði Þórður. Þórður hafði ekki á takteinum um hve háar fjárhæðir væri að ræða vegna vanskila á skuld- breytingarlánum. En ísctningar- ræðu Kristján Ragnarssonar for- manns LÍÚ, á þingi samtakanna, sem nii siénuUr yiif, IvOíii ífáíti að vanskilaskuldir útgerðarinnar við olíufélögin nema 700 milljón- um króna. -Sjó. Geir Hallgrímsson á landsfundi: „ÚTUTIÐ ER DÖKKT’ ■ Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins, ásaint borgarstjór- anum í Reykjavík, sátu fyrir svörum fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Sigtúni í gærkvöldi. Er formaður flokksins, Geir Hallgrímsson var spurður um ástandið í efnahagsmálum, einkum með tilliti til „svartra“ skýrslna fískifræðinga sagði hann útlitið vera dökkt og bætti við: „Hafí einhver álitið að ríkisstjórnin hafí gripiö til of róttækra ráð- stafana þá skal það ítrekað að svo er ekki“. Fjármálaráðherra var spurður hvernig sala ríkisfyrirtækja stæði og upplýsti hann að frum- varp um hvert ríkisfyrirtæki sem væri á sölulista væri nú í vinnslu. Hann upplýsti jafn- framt að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn væru sammála í þessu eins og í öðru. Þá upplýsti hann jafnframt að frumvarp um virðisaukaskatt er taka skal við af núgildandi söluskattskerfi væri nú til at- hugunar í báðum þingflokkum stjórnarflokkanna. Fyrirspurnir bárust margar til allra ráðherranna og um- ræður stóðu fram eftir kvöldi. -AB Fjármálarádherra: NÝGYGGING- UM VERÐI FREST- AÐ í EITT ÁR Kannski opnad f Bláfjöllum um helgina: „VANTAR ÖRLITIA BLEYTU í SNJÓINN” segir Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkur ■ „Þeir sögðu mér að það vantaði mjög lítið á að komið væri sæmilegt skíðafæri. Það er fallinn talsverður snjór, en það vantar í hann örlitla bleytu. Ef snjórinn blotnar nægilega, sem við vonum að hann geri, verður opnað um helgina,“ sagði Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkur, þegar hann var spurður hvort þess væri langt að bíða að skíðalandið í Blá- fjöllum opnaði og lyftur yrðu settar í gang. Hann sagði að nýja stólalyft- an, sem sett var upp í sumar, væri tilbúin, en ekki yrði hægt að vígja hana um heigina vegna þess að beðið væri cftir manni frá Austurríki til að gera á henni úttekt. Hann væri vænt- anlcgur innan skamms. —SJó ■ Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sagði á Alþingi í gær, að ef illa gengi að selja ríkisskuldabréf til að afla viðbót- arfjár í húsnæðismálakerfið, mundi hann leggja til við þá sem fara ætla að reisa hús, að þeir dragi í ár að hefja framkvæmdir. Hann sagði að hann mundi frem- ur skera ríkisútgjöld niður enn frekar en áætlað er, en að taka meiri erlend lán, meiri yfirdrátt í Seðlabanka eða leggja meiri skatta á landsmenn, til að standa við þau fyrirheit að hækka lán til húsnæðismála um 50%. Til að standa við þetta sagðist hann gera ráð fyrir góðri aðstoð 60 þingmanna, sem eflaust vildu allir leysa vanda húsbyggenda. Síðan ítrekaði hann að hann mæltist til þess að þeir sem hyggja á nýbyggingar fresti þeim um eitt ár eins og opinberir aðilar. OÓ ■ Kankvísleg bros við upphaf Landsfundar. Geir Hallgrímsson, Kjartan Gunnarsson, og Matthías Bjarnason ræðast við. Tímamynd: Róbert „MISKUNNARLAUST STARF AÐ VERA FORMAÐUR SJALF- STÆÐISFLOKKSINS” sagdi Geir Hallgrímsson, fráfarandi formadur, vid upphaf Landsfundar ■ „Ég minnist þess ávallt, þegar Bjarni Benediktsson sagði einu sinni á góðri stundu í hagstæðum byr: „Það er ekki mikill vandi að stjórna landi, en það er miskunnarlaust starf að vera formaður Sjálfstæðis- flokksins,“sagði Gcir Hall- grímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins m.a. í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins við setningu fundar- ins í Háskólabíói í gær, en hann kom þar að í máli sínu að hann ræddi þá ákvörðun sína að hætta nú formennsku Sjálf- stæðisflokksins, og fögnuðu landsfundarfulltrúar formanni sínum með lófataki er hann mælti þessi orð. Formaðurínn sagði nokkru síðar ( máli sínu: „Það er verkefni þessa landsfundar að skipa flokknum nýja forystu. Því valdi scm landsfundarfull- trúar hafa í því efni fylgir mikil ábyrgð, þar vcrður hver og einn fyrst og fremst að gera upp hug sinn í samræmi við það, sem hann telur að verði sjálfstæðisstefnunni og Sjálf- stæðisflokknum heilladrýgst í framtfðinni. En umfram allt verða þó allir að vera á einu máli um það, að þegar talningu atkvæða í formannskjöri, og eftir atvikum varaformanns- kjöri, lýkur, þá er kosninga- baráttunni um þessi embætti lokið, þá er fengin cndanleg niðurstaða, niðurstaða sem aliir, undantekningalaust, verða og eiga að virða. Það má ekki undir neinum kringum- stæðum kalla ýfir Sjálfstæðisf- lokkinn, togstreitu milli lands- funda vegna skipunar í æðstu trúnaðarstöður hans, slík tog- streita leiðir aldrei til annars en ógæfu fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og stuðlar að framgangi stjórnmálastefna, scm eru andstæðar grundvallaniðhorf- um sjálfstæðisstefnunnar.“ Geir Hallgrímsson minntist í upphafi ræðu sinnar dr. Gunnars Thoroddsen, fyrrver- andi forsætisráðherra og fyrr- verandi varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, og bað að því loknu fundarmenn að rísa úr sætum sínum og minnas't Gunnars Thoroddsen. Landsfundurinn stendur fram á sunnudag og fer hann fram í Sigtúni.Kosning for- manns fer fram cftir hádegi á sunnudag, svo og kosning vara- formanns.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.