Tíminn - 04.11.1983, Page 3

Tíminn - 04.11.1983, Page 3
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 3 fréttir NYJA PLATAN MEÐ HALFT I HVORU HALFT ÍHVORU Blönduósi, föstudag 4. nóvember Hrísey, sunnudag 6. nóvember Akureyri, sunnudagskvöld 6. nóvember Húsavík, mánudag 7. nóvember Laugum, S-þing., þriðjudag 8. nóvember. Miðgaröi, Skagafiröi,miðvikudag 9. nóvember Siglufriði, fimmtudag 10. nóvember Sauðárkróki, föstudag 11. nóvember halftíhvoru VISNA VINIR Fulltrúar frá jarðskjálfta- rannsóknanefnd Evrópuráðsins í heimsókn: ísland mikilvægt í jarðskjálfta- rannsóknum ■ Hér á landi eru nú staddir tveir fulltrúar nefndar sem Evrópuráðið hefur skipað til að vinna að samræmdum rannsóknum á jarðskálftum. Þetta eru þeir Mendes Victor forstöðumaður portugölsku jarðeðlisfræðistofnunarinn- ar og formaður nefndarinnar, og Ula Dahlman yfirmaður jarðskjálftarann- sóknardeildar á vegum sænska hersins. Þeir eru hingað komnir til að ræða við íslenska aðila um mötun ýmissa verkefna á vegum nefndarinnar en sérstök áhersla er lögð á ísland í þessu sambandi ásamt löndum í suður-Evrópu. Á fundi með fréttamönnum sagði Mendes Victor að nefndin hefði verið sett á fót árið 1979 með það fyrir augum að reyna að þróa spár um jarðskjálfta. Síðan hefði rannsóknin beinst að or- sökum jarðskjálfta og einnig hvernig hægt er að skipuleggja jarðskjálftasvæði þannig að sem minnst tjón hljótist af jarðskjálftum ef þeir verða. Mendes Victor sagði að ísiand væri mjög mikilvægt land í jarðskjálftarann- sóknum þar sem það er enn í mótum og gæti því verið lykill að skilningi á ■ „Hvaða kvenmaður er þetta...?“ nefnist skemmtidagskrá sem Leikfelag Keflavíkur frumsýnir í kvöld kl. 20.30 í Glóðinni í Keflavík. Skemmtidagskráin erísamantekt KulbrúnarHalldórsdóttur sem er jafnframt leikstjóri. Á myndinni sjást félagar ieikfélagsins skoða „kvenmanninn“ ■ Brottvísunin en þar segir: „Þú hefur beðið um leyfi til að heimsækja Bretland í tvær vikur sem gestur en ég er ekki fullviss um að þú sért í rauninni að sækja um það sem aðeins gestur í þennan takmarkaða tíma.“ Þetta er svo undirritað af lögreglustjóranum. ■ Mike Pollock, söngvari hljómsveit- arinnar Frakkarnir, var handtekinn á Glasgow-flugvelli, er vél hans á leið til London millilenti þar. Honum var haldið í yfirheyrslum og einangrun í 8 tíma og hann síðan sendur úr landi aftur án sýnilegrar ástæðu. Vegna þessa máls er Mike nú að undirbúa málshöfðun gegn breska ríkinu og hefur breska sendiráðið hér sent telexskeyti til lögreglustjórans á flugvellinum, þar sem skýringa er krafist á þessu máli, en atburður þessi var sl. mánudag. „Ég var handtekinn í tollinum á flugvellinum og færður inn í herbergi til yfirheyrslu og taldi að þetta væri bara rútína hjá þeim, enda öll mín skjöl og pappírar í fullkomnu lagi,“ sagði Mike Pollock í samtali við Tímann, en til London ætlaði hann með nýja LP plötu Frakkanna sem átti að skera og pressa hjá Utopia Records í London. „Yfirheyrslan stóð þar til vél til London var farin og var ég spurður alls konar persónulegra spurninga, sem þeir svo reyndu að snúa út úr jafnóðum. Eftir það var ég svo færður í annað herbergi, þar sem framkvæmd var það sem þeir kölluðu æðaleit á mér og virtust þeir verða fyrir nokkrum vonbrigðum er ekkert kom út úr henni. Hirtu þeir allt lauslegt af manni og var ég færður í eitt herbergið enn til áframhaldandi yfir- heyrslu. Þá var ég orðinn mjög hræddur og hélt að þeir væru að taka mig í misgripum fyrir einhvern annan. Bað ég þá um að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík til að fá það staðfest að ég væri að segja sannleikann, en þeir neituðu því og var mér sagt að íslensk stjórnvöld myndu ekki blanda sér í þetta mál.“ sagði hann. Beiðni hans um að fá að hringja til Utopia Records til að stað- festa að hann ætti pantan tíma hjá þeim vegna plötunnar, var svarað með því að hann var beðinn um að halda kjafti. Mike var síðan settur í nokkurskonar bás meðan beðið var eftir Flugleiðavél á leið til íslands aftur og þar náði hann tali af franskri flugfreyju, sem tókst að útvega honum aftur símabók hans og þar með tókst honum að hringja í Utopia Records, sem svo aftur höfðu samband við lögreglustjórann og skýrðu málið, en án árangurs. Lögreglustjórinn, Renfrewshire Paisl- ey, fylgdi svo Mike út í Flugleiðavélina og sagði einum áhafnarmeðliminum þar, að þessi maður mætti ekki yfirgefa vélina á leiðinni frá Glasgow til Islands, en áhafnarmeðlimurinn hló við og spurði hvort hann teldi að Mike ætlaði að stökkva úr henni yfir miðju Atlantshaf- inu. „Samkvæmt því sem ég frétti hjá lögreglunni í Keflavík, þá fær maður svona meðferð aðeins ef maður er á sakaskrá eða eftirlýstur af Interpol, en um hvorugt er að ræða í mínu tilfelli og ég' ætla í mál við breska ríkið vegna þessa, enda ekki um annað að ræða, maður er stimplaður glæpamaður þar núna“ sagði Mike Pollock. - FRI IMMIGRATION ACT 1971 REFUSAL OF LEAVE TO ENTER To Kr Hichael D POLLOCK - You have asked for leave to enter the United Kingdom as a visitor for two we ka but I an not aatisfied thot you are genuinely seeking entry as a viaitor only for thia limited period I therefore refuse you leave to enter the United Kingdom I have given/paopaeevWL^iee directions for your removal on 31 ic 83 by FI 233 lo Keflavik You are entitled under tection 13(1) of the Act to appeal agamst refusal of leave to enter but only after you have left the United Krngdom Any such appeal w.11 b* ronskfered by the independent appeliale authonties estabhshed for the purposes of the Act If you dec.de to appeal after you have left the United Kingdom you should ccmplete the attached form and return it to me addressed to HM Inspector, HH Imnigration Office, Glaagow Airport, Þaisley, 'nenfrewahire. If you dec.de to appeal. the United Kingdom Immigrants Adv.sory Service. a voluntary orgamsat.on independent of the Governmem. will arrange if you wish for one of its stafl to attend the hearing of ybur appeal and present your s.de of the case or help a relative or friend of yours to do so These services are provided fiee ol charge The London ofhce of the Service is at 7th f loor. Brettenham House. Savoy Street, Strand, London WC2E 7EP The Service alsohasofficesatB.rmingham.Folliestone Leeds.Manchester. Southampton and Heathrow Airport It you would like to have the help of the Service in bnnging an appeal. you should enter ' the UK Immigrants Advisory Service" on your notice of appeal as the name of your representative. vou can also enter the name of a relative or friend in the Un ted Kingdom in addition to the Service. orsökum jarðskjálfta. Hann sagði einnig að íslendingar væru komnir langt í sambandi við rannsóknir á jarðskjálftum og einnig í skipulagningu almannavarna. Það væri greinilegt að íslendingar hefðu þekkingu og tæknikunnáttu í ríkum mæli en vantaði aðstöðu og fjármagn og vonandi yrði starf nefndarinnar til þess að fjársterkir aðilar komi til liðs í því sambandi. - GSH ■ Mendes Victor formaður jarð- skjálftarannsóknarnefndar Evrópuráðs- ins og Ula Dahhnan. Timamvnd GE Mike Pollock vísað frá Bretlandi án sýnilegrar ástæðu: / / „ÆTIA f MjU. VIÐ BRESKA RIKW” — segir hann. Yfirheyrdur og hafður í einangrun í 8 tíma á Glasgow flugvelli

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.