Tíminn - 04.11.1983, Qupperneq 8

Tíminn - 04.11.1983, Qupperneq 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstotustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð f lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Öflugt flokksblað sjötíu ára ■ Morgunblaðið á sjötugsafmæli um þessar mundir. Það væri ótilhlýðilegt af Tímanum að minnast þess ekki, því að svo oft hafa þessi tvö blöð átzt við sem aðalmálgögn tveggja stærstu stjórnmála- flokkanna í landinu. Morgunblaðið hefúr verið að mörgu leyti erfiður andstæðingur og þó einkum vegna hinnar miklu útbreiðslu sinnar. Vegna hennar hefur það óneitanlega haft mikil áhrif á skoðanamyndunina og tvímælalaust verið sterkasta vopn Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðis- flokkurinn væri minni flokkur, ef Mbl. hefði ekki notið við. Margt er það, sem hefur stuðlað að gengi Mbl., en hæst ber þó tvennt. í fyrsta lagi var Mbl. gefið út af kaupmönnum og þannig tryggt frá upphafi, það að yrði mesta auglýsingablað landsins. Þannig var fjár hagslegur grundvöllur þess tryggður. í öðru lagi var Morgunblaðið um allangt skeið eina blaðið, sem kom út á morgnana, og hafði tryggt sér stöðuna sem morgunblað áður en önnur morgunblöð komu til sögunnar. Á þeim tíma voru morgunblöðin yfirleitt útbreiddari en síðdegisblöðin, t.d. á Norðurlöndum öllum. Nú er þetta snúið við. Síðdegisblöðin hafa tekið forustuna, hvað útbreiðslu snertir. Pessu valda gerbreyttar aðsæður. Þetta gera útgefendur Morgunblaðsins sér vel ljóst. DV virðist orðið líklegt til að fá meiri útbreiðslu en Mbl. Þess vegna undirbýr Mbl. nú stórsókn. Auk framangreindra aðstæðna hefur Mbl. notið hæfra ritstjóra og blaðafólks. Núverandi ritstjórar Mbl., Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, hafa haldið vel uppi merkjum þeirra Vilhjálms Finsen og Valtýs Stefánssonar. Ranglátt væri að minnast ekki einnig framkvæmdastjóra blaðsins, en þeir hafa aðeins verið tveir á sjötíu ára starfsferli þess. Tvímælalaust eiga þeir stóran hlut í gengi þess. Morgunblaðið hefur frá fyrstu tíð verið öflugt málgagn Sjálfstæðisflokksins, áður íhaldsflokksins. Þess vegna er vægast sagt dálítið skrýtið, að Mbl. skuli keppast við að lýsa yfir því, að það sé ekki flokksblað. Manni finnst eins og ritstjórar hafi undir niðri lítið á Sjálfstæðisflokkinn eins og Eva á óhreinu börnin sín. Þótt Morgunblaðið hafi verið trútt Sjálfstæðisflokknum, hefur það verið enn trúrra hinum svonefndu flokkseigendum, sem hafa ekki sízt tryggt yfirráð sín í flokknum með því að ráða yfir Morgunblaðinu. Tíminn og Mbl. hafa oft deilt hart. Blaðadeilur eru nauðsynleg- ar í stjórnmálabaráttunni. Deilurnar hjálpa til þess að koma í veg fyrir spillingu og kyrrstöðu, en mega þó ekki standa í vegi þess, að andstæðingar geti tekið höndum saman, þegar mest á ríður. Deilur Tímans og Morgunblaðsins hafa vafalítið verið hollar og gagnlegar fyrir stjórnmálaþróunina, þótt stundum hafi verið skotið yfir markið. Það væri áfall fyrir lýðræðið, ef slíkar deilur féllu niður og einn aðili fengi einokun í blaðaheiminum. Svartasta skýrslan Hafrannsóknastofnunin hefur sent frá sér svarta skýrslu, sem er enn svartari en allar svartar skýrslur, sem áður hafa komið frá henni. Samkvæmt henni leggur stofnunin til, að þorskveiðarnar minnki um helming, miðað við það, sem hún lagði til fyrir þrem árum. Það yrði mikið áfall, ef þessi spá reyndist rétt, þegar því er spáð jafnframt, að loðnuveiðarnar þurfi að vera mun minni á næsta ári en á þessu ári. Þótt svörtu spárnar, sem hafa komið frá Hafrannsóknastofnun- inni, hafi oft reynzt rangar, verður vissulega samt að taka tillit til þessara nýju spádóma. Þjóðin verður að þrengja mittisólarnar til þess að afstýra þeim voða, sem annars gæti verið framundan. Þ.Þ. skrifað og skrafað FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Skyndibrullup ■ Það mun ckki fáheyrt og síst nú á tímum að cfnt sé til skyndibrullupa og þá oft með stuttum aðdraganda, en af- leiðingarnar mismunandi langvinnar, eins og gefur að skilja. En hitt mun einsdæmi að fólk sem hittist í fyrsta sinn á hádegisbar um helgi og nánast fyrir tilviljun, skuli pússað saman úti á gangstétt á lögformlegan hátt. Og komast svo að því löngu síðar að það er harðgift, án þess að nokkru sinni hafi reynt á réttindi eða skyldur þær sem hjónabandi fylgja. Samkvæmt frásögn DV í gær kom þetta fyrir unj>a stúlku og pilt sl. sumar. An þess að þau þekktust fyrir gáfu þau sig á tal hvort við annað í gleðskaparhúsi og slóst þriðji maður í hópinn. Sá er forstöðumaður löggilds safnaðar og hefur rétt til að framkvæma giftingar. f gleð- skap og gáska kom þeim þrem sama um að upplagt væri að efna til giftingar og snöruðust þau út á gangstétt þar sem athöfnin fór fram. Þau nýgiftu sáust ekki meir fyrr en löngu síðar er ung- mennin komust að því, að samkvæmt lögum eru þau hjón og hafa þau nú farið fram á ógildingu vígslunnar. Vígslumaður tilkynnti rétt- um aðilum, að hann hafi framkvæmt athöfnina og í bókum hins opinbera eru skötuhjúin löglega gift. Það gefur auga leið að allt þetta er gert í gáska og sér til skemmtunar, ef marka má frásögn blaðsins. En heldur er það gáleysislegt af löggild- um vígslumönnum að fram- kvæma giftingarathöfn undir svona kringumstæðum, og barnaskapur af þeim, sem játast undir giftingarformál- ann á þennan hátt. Auðvitað er þetta ekkert verra en spari- merkjagiftingarnar, sem fó- getar og prestar framkvæma, væntanlega án þess að vita hvað undir býr. Vel má færa rök að því, að ásatrúargifting af þessu tagi sé heldur ekkert verri en mörg þau brullup, sem fram fara með alvöruheitstreng- ingum, þegar sambúðin verð- ur eins og á milli hunda og katta þegar til alvörunnar kemur. Óvígð sambúð á mjög upp á pallborðið um þessar mundir, og er það athæfi algjörlega gagnstætt því sem fram fór á gangstéttinni. Þá kemur fólk sér saman um að haga sér eins og hjón á þess að giftast, en parið á barnum giftist án þess að stofna til sambúðar, ekki einu sinni nánari viðkynningar. Margt af þessu sambúðar- eða giftingarstússi er ekkert annað en formleysa sem ein- kennir svo mörg svið þjóð- lífsins, og er stundum kennt við frelsi og frjálslyndi og guð má vita hvað, og fæstir hafa uppburði til að sporna á móti. Lög um hjónaskilnaði hafa verið rýmkuð mjög, en samt er langt því frá að það sé einfalt fyrir hjón að slíta samvistum og fá lögformleg- an skilnað og tekur slíkt sinn tíma og fullnægja þarf margs kyns formsatriðum. En að vígjast í hjónaband er ekki f flóknara en svo að það er hægt að gera á milli sjússanna á öldurhúsi. Upplausn fjölskyldunnar og fjölskylduvernd er mikið í munni stjórnmálafélaga og fleiri aðila og ekki að ástæðu- lausu. En aðförin að fjöl- skyldunni heldur áfram án þess að nokkrum aðilum detti í hug að sporna þar við fæti, því ekki dettur nokkrum manni í hug að hinn mark- lausi kjaftháttur um fjöl- skylduvernd þjóni neinum tilgangi. I Ijónaskilnuðum fjölgar ár frá ári og er enginn hissa. Fyrir nokkrum árum varfjall- að tim þessi mál á ábúðamikl- um vandamálaþætti, eins og sjónvarpið setur stundum á svið. Ekki man undirritaður neina þá hugsun sem þar var sett fram, nema að félagsráð- gjafi sem þátt tók í umræðum skaut fram þeirri spurningu, hvort ekki væri tími til kom- inn að gera fólki svolítið erfiðara fyrir að ganga í hjónaband en gildandi lög mæla fyrir um. Þetta rök- studdi félagsráðgjafinn með því að það væri mannleg náttúra að reyna að varðveita það betur sem eitthvað þarf fyrir að hafa að eignast, ef rétt er munað. Og einnig hitt að margföld reynsla væri fyrir því, að fólk hlypi saman í hjónaband eftir stutta við- kynningu, en ætti enga samleið þegar á reyndi og væri þetta skýringin á mörg- um hjónaskilnuðum, sem fram fara tiltölulega skömmu eftir að heitin um ævilanga tryggð eru unninn. Þessi hugsun fékk ekki inn í það klisjusafn sem vanda- málaumræða einkennast af og málið látið niður falla hið snarasta. Á meðan japlað er á fjöl- skylduvernd, frelsi einstakl- inganna undan oki heimil- anna og umfram allt þau hryllilegu vandamál sem börn eru, og óendanlegar kröfur gerðar til þjóðfélags- ins til að losa foreldrana und- an þeirri hremmingu að ann- ast afkvæmi sín og ala upp, hlaupa strákar og stelpur saman í hjónabönd á götu- hornum. Og allt er þetta löglegt og siðlegt. O.Ó Tandri skrifar Blásið í lúðra Al- þýðubandalagsins ■ Það er búið að blása í herlúðra Alþýðubandalagsins. Hið heilaga stríð er hafið. Raunar má segja að það hati byrjað þegar Guðmundur Jaki stóð fyrir framan kamarinn hjá Reykjavíkurhöfn í sjónvarpsþætti Alþýðubandalagsins sl. vor. Annar hluti liófst eftir kosningar þegar Ijóst var að Olafur Ragnar myndi ekki verma bekki Alþingis sem aðalmaður. Það var þá sem hann náði taki á þeirri blekbyttu á Þjóðviljanum, sem aðeins er notuð þegar á að sverta mannorð andstæðinga komma. Verulcgt borð er komið á byttuna - enda frussast blekið í allar áttir. Það verður undirritaður að játa að alltaf skal Alþýðubanda- lagið hafa lag á að koma á óvart. Eitt sinn sat Svavar í ráðherrastól og skar launin niður við trog fjórtán sinnum. Nú er fortíðin gleymd og grafin - sem og bíllinn sem Lúðvík keypti ineð hagstæðum kjörum með aðstoð ríkisins. Sálfræðingar tala stundnm um skammtímaminni og telja illt ef það er í lakara lagi. Þrátt fyrir fyrri syndir og þá staðreynd að félagi Svavar eigi mikinn þátt í verðbólgu uppá rösk 100 prósent (með dyggri aðstoð Hjörleifs og Ragnars) heldur forysta komma því stíft fram að lækkun verðbólgu sé í raun kjaraskerðing af versta tagi - eða það má amk. skilja á Þjóðviljanum. Hver veit nema óðaverðbólga sé einmitt það ástand sem Svavar og Olafur Ragnar telja ákjósanlegt fyrir Alþýðubandalagið? Hver veit nema Alþýðubandalagið og púkinn á fjósbitanum eigi sitt hvað sameiginlegt. Og hver veit nema þeir kumpánar Olafur Ragnar og Svavar hafi hnippt hvor í annan þegar vcrðbólgu- vísirinn sneri 130% og sagt: I.eiðin til fyrirheitna landsins stvttist óðum lélagi. Síðan hafa þeir vinirnir horft dreymandi í austurátt og dæst. Eftir fáar vikur munu þeir Alþýðubandalagsmenn blása fastar í lúðrana í nýju höllinni við Hverfisgötu. Eflaust verða notaðir gylltir lúörar ættaðir frá Yolgubökkum, sem félagi Andrópoff hefur afhent einhverjum flokkshestinum, þegar verðbólgan var hæst og vonin mest. Næst verður sumsé blásið til verkfalla. Þjóðviljinn mun næstu vikur birta hverja útsíöufréttina á fætur annarri þar sem núverandi ríkisstjórn er hýdd á allar hliðar - en á innssíðum mun Ólafur Ragnar leita að nýjum gulgrænum ávirðingum í þeirri von að þær nægi að lokum til að velta stjórninni úr sessi. Ef að líkum lætur mun prófessorinn ekki spara persónulegar svívirðingar enda hefur hann löngum talið að þær væru beittasta og besta vopnið. Drengilegar lcikreglur hafa aldrei verið hans ær og kýr. í byrjun desember mun Þjóðviljinn fara að lýsa því að hundruð fjölskyldna í landinu geti ekki keypt jólagjafir vegna ráðstaf- ana ríkisstjórnarinnar, en hann mun láta ósvaraö þeirri spurningu hve margir hefðu haft peninga til jólagjafakaupa ef vcrðbólgan hefði ætt áfram eins og Alþýðubandalagið vildi. það verða dregnir fram tryggir flokkmenn sem segja nákvæm- lega það sem flokksforystan hefur sagt þeim að segja. Annars er það óþarfi aö senda blaðamenn til að taka viðtölin, þau eru samin á ritstjórninni af Ólafi Ragnari. Nóg er að ýta Ijósmyndaranum af stað og fá myndir af viðkomandi. En Svavar og Ólafur Ragnar mega blása sig hása í lúðrana hans Andrópoffs. Þeir vita ekki sem er að landsmenn vilja ná verðbólgunni niður, þeir vilja að efnahagsmálin verði tekin föstum tökum af mönnum sem geta horft í aðrar áttir en austur. Tandri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.