Tíminn - 04.11.1983, Qupperneq 12

Tíminn - 04.11.1983, Qupperneq 12
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 12 hann hafði aldrei lent í „svona löngu slysi" eins og hann sagði. Svona leið mér, þegar cg átti að skrifa fimm vélritaðar síður um cinn dag í lífi mínu. Pótt, ýmislegt geti komið fyrir, þá hleypur maður nú ekki með allt í hlöðin! Ég vaknaði klukkan 6. Hvaða upp- ákoma var nú þetta, - ég sem þurfti ekki að vakna fyrr en klukkan korter í sjö. Ég var eitthvað svo upprifin, þá það. Ég fór upp í eldhús og kveikti á kaffivélinni. Mamma setur í könnuna á kvöldin, því að talningin á morgnana hefur ekki gefist alltof vel. f>að var föstudagur. Ég dreif mig í sturtu og klæddi mig. Maður hefur nú ekkert fyrir því að setja á sig andlit svona snemma morguns, - stríðsmálningin bíður kvöldsins. Týndi úrinu mínu í Hollý Ég tók meðdæmin upp í eldhús. Við vinkonurnar höfðum legið yfir þessum dæmum til klukkan 2 um nóttina, en gátum ekki leyst eitt þeirra. En ég fékk enga hugljómun yfir kaffibollanum. Pá var að drífa sig í strætó. Klukkan í eldhúsinu var að verða hálf átta og tími kominn til að hlaupa upp á stoppustöð. Þessa dagana set ég allt mitt traust á eldhúsklukkuna - strætó- klukku- klukkuna í Háskólanum - úti í „Verk og Raun" - niðri á torgi og í útvarpinu. Þær eru svo sem úti um allt þessar klukkur en ég sjálf er klukku- laus, því ég missti armbandsúrið mitt í troðningi í Hollý um daginn, og það virðist sjaldgjaft í dag að fólk hafi fyrir því að skila óskilamunum. það kemur eflaust sá dagur að ég fæ mér nýtt úr. Vonandi kemur úrið mitt sér vel þar sem það er niður komið. Ekki þurfti ég að bíða lengi eftir vagninum. Oftast er hann troðfullur, en meðan beðið er gælir maður við þá hugsun að vera heppin og næla sér í sæti, - eða vinna þó ekki væri nema smábíl í happdrætti. Dæmið - dæmið - dæmið! Það átti að skila dæmum í línulegri algerbru og endanlegri stærðfræði. Hvað þetta er? Það get ég ekki sagt ykkur, - en þessa stundina var ég í tölvunaríræði. Ég kem upp á safn og þar eru fleiri en ég sem höfðu átt í erfiðleikum með heimadæmin, en þar voru allir á fullu. Þeir, sem höfðu getað leyst dæmin af sjálfsdáðum eða fengið hjálp, miðluðu hinum af þekkingu sinni. Svo fékk Amma vakti mig og mamma kom og við fórum í Bóksölu stúdenta. Þar tók ég til bækur. Þá stóð allt í einu við hlið mér nafna mín úr Versló og sagði: „Þú kaupir ekki þessa bók, ég get lánað þér hana, og þessa á vinkona mín í næsta húsi.“ Þetta var nú tilviljun og heppni, því útgjöld tii bókakaupa eru ansi mikil. Ég tala nú ekki um, þegar tekið er upp á því að vera í tveimur deildum á sama mánuði. Ekki mátti gleyma „Lögum unga fólksins“ Tíminn leið og ekki mátti ég gleyma útvarpinu. Mamma keyrði mig niður eftir. Ég var með þau bréf, sem höfðu orðið fyrir valinu, en svo var að finna til plöturnar og hlusta á lögin til að ganga úr skugga um að engin af plötunum væri rispuð eða gölluð. Ég verð að vera mætt í útvarpinu fyrir klukkan 4, svo ég komist inn í tónlistar- deildina því um það leyti fara flestir og þá er öllu lokað. Ég vélrita alltaf upp kveðjurnar, því að bréfin eru nú ekki alltaf nógu vel skrifuð, og þegar það er bein útsending er betra að lesa af vélrituðu blaði en að reyna að stauta sig fram úr óþekktri skrift, vegna þess, að það sem er þegar sagt verður ekki aftur tekið. Ég hljóp þarna fram og til baka á tónlistardeildinni og loksins var þetta búið. Ég var búin að skrifa hjá mér hvað af plötunum var 45 snúninga og hvað 33. Það er ekki vinsælt að fá lögin leikin á vitlausum hraða, en það henda stundum mistök. „Halló ert þú ný hérna?“ Þá var að komast í ritvél til að gera skýrsluna fyrir Stef - en af því ég er ekki enn þá búin að vinna bílinn í happdrættinu, er það alltof mikið mál að fara heim í millitíðinni. Hver stendur þá ekki þama, - nema sjálfur Helgi Pétursson fréttamaður! Ja, hefði þetta skeð fyrir 10 árum, þá hefði mér verið allri lokið. Því þá vorum við vinkonurnar allar svo dauð- lega skotnar í Helga, og máttum ekki missa af neinum auglýsingatíma í sjónvarpinu, ef Hann skyldi birtast í Ljómaauglýsingunni! Síðan er alltaf keypt Ljómasmjörlíki á mínu heimili. Segið svo að máttur auglýsinga sé ekki mikill. Ég hringdi svo á leigubíl. Því að eina hugsunin var að komast heim í hvelli. Ég settist inn í bílinn og skildi ekkert í því að hann fór ekki af stað. Ekki fyrr en leigjubílstjórinn spurði eftir nokkra bið, hvort það kæmu fleiri. Ha, nei, nei, - Hvert á þá að fara? - Heim. Bílstjórinn varð eitthvað skrýtinn á svipinn sem von var. Hvernig átti hann að vita hvar mitt „heim" var? Svona getur maður orðið utan við sig af öllum hlaupunum! Skonrokk eða Mozart? Það var gott að vera komin heim. Ég náði rétt að sjá Skonrokkí sjónvarp- inu. Allt heimilisfólkið sat við sjón- varpið, en ég og Gerður systir fórum að taka fram stríðsmálninguna, því nú var kominn tími til að hitta vinina, fara í partý og líklegast í Hollý á eftir. Allt í einu fannst mér þetta eitthvað skrýtið - einhverjir fettu sig og brettu í sjónvarpinu, en tónlistin var eftir Mozart! Pabbi hafði þá laumast til að kveikja á útvarpinu og skrúfað niður í sjónvarpinu, en á þessu heimili er oft ágreiningur um hvort horfa eigi á - sjónvarpið eða hlusta á útvarpið. Þetta er þó ekkert miðað við þegar við bjuggum úti í Frakklandi, og hægt var að ná sex stöðvum á sjónvarpinu, 3 frönskum og 3 þýskum. En pabbi komst ekki upp með þetta. Hann varð að láta sig og fara í arinkrók og hiusta á útvarpið þar, en við hækkuðum í Skonrokkinu uppi. Eftir þáttinn slökktum við á sjónvarp- inu og fórum niður og kveiktum upp í kamínunni og settar voru plötur á toninn. - inn á milli plötur fyrir pabba, eins og t.d. ungverskan dans. Sem sagt, eitthvað fyrir alla,, konur og karla. Síðan var rokið af stað í partýið og svo í Hollý. Þar var margra metra biðröð fyrir utan, en nú var bara að troðast inn með röðinni. Svo þegar inn var komið. Þá var ekki þar með allt búið, því þar var biðröð í fatahengið, á barnum og á klósettinu! Eftir ballið þá var aftur troðningur í fatahenginu og svo út, en þegar út var komið var náttúrulega enginn leigubíll fyrir utan, svo nú gilti það bara hver var fljótastur að hlaupa. Jæja, það er algjör misskilningur að lífið sé saltfiskur. a.m.k. hér í Reykja- vík. Lífið er: Hlaup, troðningur og biðraðir. heimilistímínn’• umsjón B.St. og K.L. ■ Þóra Björg Thoroddsen er fædd í Reykjavík og hefur búið þar, að undanskiidum 16 mánuðum sem hún bjó í Strasbourg í Frakklandi árin 1978-’80. Á vetrum hefur hún gengið í skóla og á sumrin unnið ýmis störf, eins og gengur, - passað börn, verið sendisveinn í samgönguráðuneyti og síðar vélritari þar. Síðastliðin tvö sumur hefur hún unnið á skrifstofu hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, og einnig hefur hún unnið ígrípavinnu í Hlíðargrilli. Núna stundar Þóra Björg nám í viðskiptafræði í Háskólanum, og sér um útvarpsþáttinn Lög unga fólksins á föstudagskvöldum. Maður hleypur nú ekki með allt í blöðin! Þegar ég var beðin um að skrifa um einn dag í lífi mínu rifjaðist upp fyrir mér sagan af Sigga bróður, þegar hann kom heim með fyrsta ritgerðarefnið sitt, - sem átti að vera fimm stílabókar- blaðsíður í aðra hverja línu, og rit- gerðarefnið átti að vera, slys eða óhapp. Hann var gráti næst. Þar sem ■ Þóra Björg situr með bréfabunka með óskum og kveðjum í „Lög unga fólksins“. þessi að skrifa upp eftir þessum og hinn hjá hinum, svo þetta hafðist allt. Þá átti ég að gera forrit i tölvunar- fræði. Ég fór út í tölvustofuna „Sumar- húsið“... Settist fyrirframan tölvuna... Það þyrmdi yfir mig og ég hugsaði: Hvað er ég eiginlega að gera hér? Sit hér fyrir framan steinþegjandi tölvu - hundleiðinlegt! Ég „vertera“ yfir í viðskiptafræði Ég stóð upp og labbaði upp í háskóla, fékk viðtal við Sven, ráðgjafa fyrsta árs-nema í tölvunarfræði. Ég talaði og talaði, og af tali mínu ályktaði hann, að viðskiptafræði myndi nú líklega vera það sem hentaði mér betur en tölvunarfræði. Ég gæti tekið einhverja kúrsa í tölvunarfræði síðar meir. Þá var bara að „vertera" - sem sé, enda sínu kvæði í kross. Ég gerði mér strax grein fyrir því, að þar yrðu hlaupin og stressið ekkert minna. Það eru um 230 nemendur í viðskiptafræði, svo maður verður að mæta fyrir allar aldir til að fá sæti framarlega. Eftir það þarf svo að berjast við svefninn í þessum þægilegu stólum í hátíðarsaln- um og hlusta með athygli. Hlaupa svo niður í kjallara, á kaffistofuna þar í frímínútunum í biðröð eftir afgreiðslu. Svolgra í sig úr tveimur kaffibollum, svo maður haldi sér nú vakandi. Klukkan tólf er venjulega hl'aupið út í matsölu stúdenta í enn eina biðröð- ina. Þar fær maður sér að sjálfsögðu kaffi, og kaupir ýmist samloku eða borðar bara sína heimasmurður sam- loku, sem er misgóð, en það fer eftir ástandinu á morgnana. En í dag ætla ég til ömmu Doddu. Ég er svo heppin að eiga ömmu, sem býr á Aragötunni. Hún er alltaf tilbúin að gefa manni að borða eða drekka, og það sem mest er um vert - það er hægt að tala um allt við hana. Og hún er heima. (Annars er það að verða þannig, að það er ekkert á ömmunum byggjandi lengur. Þær eru flestar komnar út á vinnumarkaðinn). Ég fór til ömmu og við töluðum fram og aftur um námið. Henni fannst þetta ágætt hjá mér að drífa bara í þessu strax að skipta, úr því ég hafði hug á því. Hún setti kaffið á en ég hringdi í mömmu til að segja henni tíðindin, og bað hana að lána mér pening, svo ég gæti fengið mér nýjar námsbækur. Jæja,við amma borðuðum saman og hún stakk upp á því að ég legði mig fyrir í smástund, henni fannst mér ekkert veita af því. Æ hvað það var þægilegt að láta segja sér fyrir verkum - þó mér líki það nú ekki alltaf jafnvel. ■ Það er oft sett plata á fóninn heima hjá útsendingu á ótvarpsþættinum. Björgu, enda er eins gott fyrir hana að kunna vel á grammófón í beinni Ég stóð þetta nú af mér, skrifaði skýrsluna og labbaði svo niður í bæ og keypti pylsu með öllu, nema hráum. Fékk mér DV ti! að athuga hvað væri vinsælast á Reykjavíkurlistanum. Þá var að koma sér uppeftir aftur. í hvert skipti, sem ég geng undir bygg- ingarkranann hjá Seðlabankabygging- unni er ég dauðhrædd um að fá hann í hausinn. Þá yrði tilkynnt í útvarpinu klukkan átta, - að nú væru næst „Lög unga fólksins”, en Þóra Björg væri bara ekki mætt, svo nú yrði spiluð sinfónía. í þetta sinn skeði ekkert, en þegar ég settist í þularstofuna sá ég að þátturinn var skráður í 50 mínútur, en ekki 40 mínútur eins og venjulega. Svo nú voru góð ráð dýr. Ég þaut upp og fram á tónlistadeild og greip einhverja plötu úr skápnum, þar sem vinsælustu plöturnar eru geymdar, og mér tókst að ná því að semja eina „klístraða kveðju" frá Hólsfjöllum áður en þátt- urinn var kynntur. Næsta 50 mínúturnar hugsaði ég nú ekki um annað en að hitta á rétta takka og réttan stað á plötunum, og alltaf léttir mér þegar þessu er lokið - slysalaust. Lífið er: Hiaup,troðn- ingur og biðraðir Dagur í lífi Þóru Bjargar Thoroddsen, háskólanema og umsjónarmanns þáttarins „Lög unga fólksins“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.