Tíminn - 18.11.1983, Síða 4

Tíminn - 18.11.1983, Síða 4
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 wm Verslanir - Fyrirtæki Póstkröfu- handbók kemur út með Tímanum 1. desember n.k. Þeir sem hafa hug á að minna á vörur vegna póst- kröfusendinga, vinsamlega hafi samband í síma 72250 kl. 9-20 eða 18300 kl. 9-17. fÍMÍM Eftirsóttu „Cabína“ rúmsamstæðurnar komnar aftur Verð óbreytt kr. 11.900.- Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Loðdýra- bændur ath. Tökum aö okkur verkun á refaskinnum. Verkunarkostnaður á skinn kr. 150.- Upplýsíngar í sima 95-5318. Me|rakki h.f. Sauðárkróki. Kjararannsóknanefnd og ríkisskattstjóri leita að láglaunahópunum: HVERJIR ERU í RAUN 0G VERU LÁGLAUNAFÓLK! ■ „Ég er að undirbúa viðræður við forystumenn í launþegahreyfmgunni,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í samtali við Tímann í gær, „og ég ætla að stefna að því að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, að fá fram viðræður um ástandið í efnahags- málum og horfur." Forsætisráðherra sagði að í undirbún- ingi væri allvíðtæk athugun á því hverjir væru í raun og veru láglaunafólk. í því sambandi hefði verið samið við Kjara- rannsóknarnefnd um að hún tæki að sér þá rannsókn. Jafnframt hefur forsætis- ráðherra haft samráð við ríkisskattstjóra um að úttekt væri gerð á skattafram- tölum, með það fyrir augum að einangra þann hóp sem við lökust kjör byggi. Aðspurður um hvað ríkisstjórnin teldi vera láglaunafólk, sagði forsætisráð- herra: „Við vitum að lægstu launin eru um 11 þúsund, og sá hópur sem hefur þau laun, er tvímælalaust láglaunahóp- ur. Sömuleiðis verður því ekki neitað að öryrkjar með um 9 þúsund á mánuði og aldrað fólk með tekjutryggingu, tilheyrir tvímælalaust láglaunafólki. Spurningin er sú, hve langt upp er hægt að teygja sig, án þess að sprengja upp allan ■ „Þetta eru bæði teikningar, unnar með krít og blýanti, og olíumyndir, líkt og ég hef mest unnið með áður,“ sagði Þorbjörg Höskuldsdóttir myndlistarmaður í samtali við blaðið í gær en hún opnar sýningu á verkum sínum í Listmunahúsinu við Lækjar- götu á laugarþag kl. 14:00.“ Þetta er mjög í svipuðum anda og fyrri sýningar mínar, ýmis konar náttúrustemningar." Ég sýndi síðast í haust á samsýningunni Vetrarmynd í Listasafni ASÍ, og nokkrar skalann. Ég fagna því mjög að bæði B.S.R.B. Verkamannasambandið og A.S.Í. hafa mjög tekið undir það, að áherslu þurfi að leggja á, að bæta kjör láglaunahópa og þess vegna erum við að reyna að aðstoða við það með því að skoða þetta á breiðum grundvelli." Steingrímur sagði að kjarasamning- arnir yrðu vitanlega í höndum aðilja vinnumarkaðarins, en það væri ekkert ólíklegt að ríkisvaldið kæmi þar inn, „til dæmis með einhverri skattahagræðingu fyrir láglaunahópana," sagði forsætis- ráðherra. Aðspurður álits á þeim orðum Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra V.S.Í. um að ekkert svigrúm væri til kauphækkana, sagði forsætisráð- herra. „Ég skal ekki meta það, en ég tel að þeir sem lægstu launin hafa verði að fá kjarabót, en svo er það spumingin með hvaða hætti það getur gerst og hvað fær ríkisvaldið mikið fjármagn til þess að veita svigrúm til að svo megi verða.“ Það er því ekki eingöngu spurning um það hvað mikið svigrúm vinnuveitendur hafa. Það er hins vegar ekki hægt að segja neitt til um fjárþörfina, fyrr en við sjáum um hvað stórt dæmi er að ræða.“ myndanna sem ég sýni þar eru með hér en flestar þeirra eru nýjar. hafa aldrei verið sýndar áður. Þetta eru alls um 30 titlar sem ég sýni hér og sumar myndanna eru samsettar, svo að segja má að þetta séu um 40 myndir.“ Sýning Þorbjargar er sölusýning og verður opin virka daga nema mánudaga kl. 10.00- 18.00 og laugardaga og sunnudaga kl. 14.00- 18.00. Henni lýkur 4. desember. -JGK Lést af völd- um fallsins — en ekki af voðaskoti ■ Við krufningu á líki unga mannsins sem lést af slysförum í Sæmundarhlfð á þriðjudag, kom í Ijós að hann lést ekki af völdum voðaskots eins og sagt var frá hér í blaðinu, heldur af völdum falls. Hann mun hafa runnið til í hlíð og ient á steinnibbu og hlotið af því sár sem dró hann til dauða. Það skal tekið fram að Tíminn hafði sínar upplýsingar frá Slysavamarfélagi íslands og birti þær í góðri trú. Blaðið biðst hér með afsökunar á þeim óþæg- indum sem þessi frétt kann að hafa valdið aðstandendum og vottar þeim samúð sína. - GSH Utanferð skólafulltrúa í Kópavogi: Ekki nóg að senda borðfána — segir formaður skólanefndar ■ „Það sem að baki liggur er að skólanefndin samþykkti einróma að mæla með því við bæjarráð að skóla- fulltrúinn færi í þessa ferð. Við töldum þctta mjög mikilvægt, þetta er kennslugagnasýning og aðaltemað er tölvan og notkun tölva við kennslu. Þetta er það sem koma skal og við verðum að vera viðbúin að mæta,“ sagði Hákon Sigurgrímsson formaður skólanefndar í Kópavogi, en eins og fram hefur komið í Tímanum þá gerðu tveir bæjarráðsmenn athugasemdir og voru mótfallnir því að skólafulltrúi færi á sýningu og ráðstefnu í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. „Þó að sparnað- ur sé góður og sjálfsagður þá verða menn að sjá lengra en rétt fram fyrir tærnar á sér þegar um svona hluti er að ræða“, sagð Hákon ennfremur. - BK Gódir gestir til hjálpræðis- hersins ■ Nú dveljast hér á vegum hjálp- ræðishersins majorarnir Svend og Sól- veig Björndal, en þau veita forstöðu æskulýðsstarfi Hjálpræðishersins í Noregi, Færeyjum og íslandi. Þau koma nú til íslands í fyrsta sinn. Næstu samkomur þeirra verða á Akureyri í kvöld, á iaugardag og á sunnudag, síðan verða samkomur í Reykjavík og samkoma t' Hveragerðiskirkju 23ja nóvember. Majorarnir hafa í rúm 20 ár starfað sem trúboðar í Afríku, auk þess sem þau störfuðu um skeið í Suður-Ame- ríku. Efnt verður til kristniboðskvölda með þeim þar sem þau segja frá starfi sínu í Afríku í máli og myndum. Þau Sólveig og Svend Bjömdal eru norsk. Þau dveljast hér til 27. nóvember. - BK/DÓ AB ■ Þorbjörg Höskuldsdóttir með eitt verlta sinna. Tímamynd GE Þorbjörg sýnir í Listmunahúsinu Snjóruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar. Staliækni sf. Síðumúla 27, sími 30662

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.