Tíminn - 18.11.1983, Side 11

Tíminn - 18.11.1983, Side 11
Karatemót í Ásgarði á morgun hjá Stjörnunni og Gerplu ■ Á morgun verður háð hörkukeppni í KARATE í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Eru þar karatemenn Stjörn- unnar f Garðabæ og Jerplu í Kópavogi ' samankomnir, og refnist mótið Karate- mót KTS og KTG. Keppt verður batði í KATA og KUMITE, en það er frjáls bardagi, þó undir mjög ströngum reglum. Mótið hefst klukkan 14.00 f Ásgarði, og stendur eitthvað fram eftir degi. -SÖE Selfosshlaup Fjórða víðavangshlaup vetrarins: ■ Fjóða vfðavangshlaup vetrarins verður á morgun, 19. nóvember. Hlaup- ið hefst klukkan 14 á íþróttavellinum. Keppt vcrður í tveimur flokkum, karla hlaupa 10 km. og konur hlaupa 4 km. Ailir hlauparar, skokkarar og trimmarar eru velkomnir í hlaupið. Umsjón með hlaupinu hefur Gísli Magnússon, og er heimasfmi hans 99- 1819. -SÖE. Aðalfundur -Handknattleiksdeildar Þróttar ■ Aðalfundur handknattleiksdeilar Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn f Þróttheimum fimmtudaginn JA. þessa mánaðar. Fundurinn hefst kiukkan 20. Á fundinum fara fram venjuleg aðal- fundarstörf. Ný stjórn vcrður kosin. Állir flokkar mæta. Framtíðaráform verða til umræðu. Gamlir og nýir Þrótt- arar og velunnarar velkomnir. Aðalstjórn 1‘róttar boðar til þessa fundar. íþróttablaðið komið út ■ íþróttablaðið er komið út. Þetta er 5. tölublað blaðsins 1983. í blaðinu er margt af fróðlegu efni eins og endranær, greinar, viðtöl og stuttar fréttir. í blaðinu er, fróðleg viðtöl við Grím Sæmundsen, knattspyrnumann og lækni um íþróttir, íþróttamciðsl og það að hann stefnir á sérnám í lækningum íþrótta- meiðsla. Þá er í blaðinu viðtal við Jónas. Tryggvason fímleikamann og verðandi íþróttafræðing, scm stundar erfitt nám í Moskvu, og gerð er úttckt á íslandsmót- inu í knattspyrnu 1983. Að auki eru viðtöl við Einar Bollason þjálfara Háuka í körfuknattleik, og besta leikmann Hauka, Pálinar Sigurðsson. Auk þcssa erfjallað um maraþonhlaup, handknatt- lcik og margt annað í blaðinu. íþróttablaðið, íþróttir og útilíf er * málgagn íþróttasambands íslands og er gefið út af Frjálsu framtaki hf. Ritstjóri er Stcinar J Lúðvíksson. -SÖE. MGGVI, KRISTÍN OG RAGNHEIÐUR KOMA HEIM! í Bikarkeppnina í sundi sem verður um helgina ■ Um helgina verður keppt í 1. deild Bikarkeppni Sundsambands íslands. Mótið verður haldið í sundlauginni í Hafnarfirði, og búast sundmenn við hörkuspennandi keppn-þeirra 5 liða sem eru í 1. deild og er talið að allt geti gerst, flestir unnið og flestir fallið í aðra deild. Sundfólk Islands, sem æfir og keppir erlendis kemur heim til að taka þátt í hörkuspennandi keppni þeirra 5 liða sem keppninni, Tryggvi Helgason HSK frá Svíþjóð, Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA einnig frá Sviþjóð og Kristín Guðmunds- dóttir Ægi frá Danmörku. il presi Áeús Femu Ágústsdóttur Ægi, sem hefur verið sterkust í sínum greinum undanfar- in ár, sérstaklega er talið að keppni verði hörð hjá Guðrúnu í 100 metra bringu- sundi og 100 metra skriðsundi. Guðrún Fema á íslandsmetið í báðum greinum, en Ragnheiður Runólfsdóttir hefur náð að synda undir bringusundsmetinu á æfingum. Þá hefur Bryndís Ólafsdóttir, sundstúlkan efnilega úr Þorlákshöfn, dóttir Hrafnhildar Guðmundsdóttur sunddrottningar á árum áður, höggvið ■ Tryggvi Helgason: kemur heim í Bikarkeppnina. mjög nærri íslandsmeti Guðrúnar Femu í 100 metra skriðsundi. Mjög er taldið óvíst hvaða lið fer með sigur af hólmi í keppninni, en fimm lið eru í fyrstu deild, HSK, Ægir, ÍA SH og UMFN. Fari svo að Guðrún Fema verji met sín, og boðsundsgreinar syndist eftir áætlun er Ægisfólk talið hafa mikla sigurmöguleika, en um leið og eitthvað gerist óvænt getur allt gerst. Vitað er að HSK fólk stendur sterkt, hefur æft stíft. Stór hópur frá félaginu fór í æfingabúðir til Þýskalands sl. sumar, og þar hefur mikið verið æft. ÍA og Njarðvík eru einnig sterk lið, og SH vaxandi, kom upp sl. ár. - SÖE Unglingameistar- ar frá Danmörku með á AfnwHtmóti Víkktgt í bwbnhitM ■ Badmintondeild Víkings heldur um nxstu helgi Afmælismót í badminton í Laugardalshöllinni í tilcfni 75 ára afmxlis Knattspyrnufélagsins Vtkings og 10 ára afmxlis Blakdeildarinnar. Mótið hefst á morgun, og hefur badmintondeild Vik- ings fengið tvo sérstaka gestaleikmenn til að taka þátt, Morten Sandal og Henrik Olsen, unglingameistarana dönsku, en eins og kunnugt er eru Danlr meðal fremstu þjóða heims í badminton. Reiknað er með mildlli þátttöku i mótinu, og að badmintonleikarar alls staðar að af landinu lomi og keppi. Keppt verður í öllum flokkum unglinga á mótinu. Keppnin hefst klukkan 13.00 á morgun og verða síðan leildn undanúrslit og órslit á sunnudag. - SÓE. Hvert einasta skúmaskot þaulkannað Öryggisgæsla vegna leiksins við Maccaby í hámarki ■ Mikil öryggisgæsla fylgir liðið Israelsmannanna, sem keppa við FH i kvöld. Samkvæmt heimildum Tím- ans hefur hvcrt einasta skumaskot i bæði I.augardalshöllinni og íþrótta- húsinu í Hafnarfirði verið kannað til hlýtar, og önnur slík nákvæm könnun mun eiga sér stað áður en lið Macc- aby kemur á leikstað. Vopnaöir veröir munu fylgja lið- inu, og mikil óryggisgæsla vera með- an leikirnir tveir fara fram. Engum verður t.d. leyft að vera á gólfinu fyrir framan áhorfendabekkina, í hvorugu húsinu. þareðaöryggisgæsl- an krefst þesS'og mun framfylgja því ef á þarf að halda. Það er því fuil ástæða til að vara alla við því að vera með einhver fíflalæti viö öryggisgæsluna, eða trufla starfsmenn hennar á einhvern hátt. Israelsmenn eru orðnir vanir hinum ótrúlegustu árásum og hermd- arverkum, og í þeirra hug er ekki hægt aðgera grín aðslíkum hlutum. . - SÖE GLÆSILEGIIR SKUR IStfÚSKIM VMJIYRH — sigrudu Bandaríska landsliðið í handknattleik 23:22 ■ íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik sigraði það bandaríska í lands- leik í íþróttahúsi Seljaskóla 23-22 í hörkuleik. Sigurinn var sanngjarn, eftir að Bandaríkjastúlkurnar höfðu komist í 2-0 tóku þær íslensku forystuna, og höfðu alltaf frumkvæðið eftir það. ísland sigraði eftir æsispennandi lokamínútur, þar sem bandarísku stúlkurnar náðu nærri' að vinna upp þriggja marka forskot. Staðan í hálfleik var 11-9 íslandi í hag. íslenska liðið byrjaði af krafti, en sökum dálítils óstyrks í sókninni komust Bandaríkjastúlkumar í 2-0. En með marki frá Margréti Theódórsdóttur og tveimur gullfallegum línumörkum Erlu Rafnsdóttur komst ísland í 3-2, og 4-2 með fallegu marki Emu Lúðvíksdóttur úr vinstra horninu. Þær bandarísku fylgdu eftir, en ísland hélt eins til tveggja marka forskoti og 11-9 í hálfleik. Eftir fyrri hálfleik, sem var mjög kryddaður með frábærri frammistöðu Erlu Rafnsdóttur á línunni, blómstraði Guðríður Guðjónsdóttir. Hún gaf falleg- ar línusendingar, skoraði með gegnum- brotum, og úr vítaköstum. Hraðaupp- hlaupin voru vel unnin af Ernu Lúðvíks- dóttur, Erlu Rafnsdóttur og Kristínu Pétursdóttur sem lék mjög vel. Eftir að jafnt var 12-12, 13-13, 14-14 komst ísland í 16-14, en þær bandarísku jöfn- uðu 16-16. ísland komst í 18-16, 19-17, og síðan náðist fyrst þriggja marka forskot, 21-18. Eftir að Bandaríkjastúlk- urnar höfðu minnkað muninn í 21-20, komst ísland í 23-20, og Bandaríkin náðu 22-23. íslendingar misstu svo bolt- ann á lokasekúndunum, en héldu sínu. Erla Rafnsdóttir, Guðríður Guðjóns- dóttir, Erna Lúðvíksdóttir og Kristín Pétursdóttir voru .bestar í góðu íslensku liði. Það skyggði þó á frammistöðuna, að markvarsla var léleg, alls varin 5-6 skot í leiknum. Best af Bandaríkjastúlk- unum var Jones, geysisterk vinstrihand- arskytta sem varla tók feilskot, og Sherry Winn, hörð í gegnumbrotum, línu og hornamennsku. Mörkin: ísland: Guðríður 8/4, Erla 6, Erna 4, Kristín 2, Ingunn Bernódusdótt- ir 2 og Margrét Theódórsdóttir 1. USA: Jónes 9, Wynn 4, Stinger 3, Dwight 3, Hale 2 og Stone 1. Dómarar voru Stefán Amaldsson og Rögnvaldur Erlingsson og dæmdu þeir jafnt og vel. _sÖE ■ Eitt marka íslands að verða stað- reynd, Ingunn Bemódusdóttir gefur stórgóða sendingu ó Erlu Rafnsdóttur á línunni, Eria náði boltanum og skoraði. Þannig urðu til mörg falleg mörk, ís- lensku skytturnar gáfu fallegar linusend- ingar, og Eria tók vart feilskot. -SÖE/Tímamynd Róbert. Island Bandaríkin íkvöld: Forleikur ad Evrópuleiknum ætti að verda góð kynning á kvennahandknattleik OLLU SEM VIÐ EIGUM 77 segir Geir Hallsteinsson þjálfari FH sem leikur við Maccaby Tel Avib Aviv í kvöld í Laugardalshöll ■ „Ég er alveg sannfræður um að þetta er mjög gott lið, þrátt fyrir að við höfum ekki fengið miklar upplýsingar um lið Maccaby. Það er alveg víst að við þurfum að taka á öllu sem við eigum til að komast áfram í keppninni", sagði Geir Hallsteinsson þjálfari handknatt- leiksliða FH í samtali við Tímann í gær. „Ég hef fengið upplýsingar frá Björgúlfi Gunnarssyni sem býr í Tel Aviv um liðið, og einnig skoðað myndbönd af leik Israelsmanna í Heimsmeistarakeppninni í fyrra, t.d. gegn Hollandi. Þar voru þrír leikmenn Maccaby. Þá hcfur Bogdan gefið þær upplýsingar sem hann hefur í SUÐURNESJASLAGUR — í körfuboltanum í Njarðvík í kvöld gegnum sinn feril, marga þessa leikmenn kannast hann við. Ut frá þessu held ég að óhætt sé að segja að liðið sé sterkt, auk þess sem ég ber virðingu fyrir Israelsmönnum, þeir eru miklir keppnis- menn“. sagði Geir. Geir sagðist halda að liðið yrði sterk- ara en menn halda. „ísraelsmenn eru miklir keppnismenn, bardagakarlar og þeir gefa hvergi eftir.“ sagði hann. „Það eru reyndar miklar breytingar á þessu liðið frá ári til árs“, sagði Geir. Margir leikmanna eru útlendingar, Þjóðverjar, Sovétmenn o.s.frv., sem eru í gæslu- sveitum á svæðinu. Maccaby lék gegn Grikkjum í undankeppninni, og burstaði ■ í kvöld er aldeilis framundan Suður- nesjaslagur í körfuboltanum, Keflvík- ingar bregða undir sig betri fætinum og fara til Njarðvíkur og eiga við nágrann- ana í úrvalsdeildinni. Ekki hefur Kefl- víkingum enn tekist að sigra Njarðvík- inga í vetur, en það má gjarnan fylgja sögunni að Njarðvíkingar höfðu ekki gert mikið af að sigra Keflvíkinga í opinber- um mótum fyrir veturinn í vetur. Bæði þessi lið leika sífellt leiki sína á heima- velli á föstudagskvöldum fyrir fullu húsi, svo ekki er ólíklegt að troðfullt verði í Njarðvík. í síðasta leik liðanna sigruðu Njarð- víkingar með nokkrum stigum, en á óvart kom hversu mótstaða Keflvíkinga var öfluggegn þeim. Þá var Njarðvíking- um fyrirfram bókaður sigur, enda þeir taplausir í deildinni og höfðu unnið í Reykjanesmótinu örugglega. Nú aftur á móti hafa Njaðvíkingar sýnt á sér veikan punkt, töpuðu fyrir botnliði ÍR, en reyndar sigrað Vai síðan. Keflvíkingar hafa á meðan tapað tveimur heima- leikjum í eymd og volæði, en iíklegt þykir þó að þeir rífi sig upp í kvöld, enda þyrstir þá í stig, og hvers vegna ekki að taka þau frá erkióvininum...? Leikurinn er í íþróttahúsinu í Njarð- vík og hefst klukkan 20.00. Tveir leikir eru aðrir í körfunni í kvöld, Grindavík og UMFL mætast í íþróttahúsinu í Keflavík klukkan 20.00, í fyrstu deild karla, og í fyrstu deild kvenna keppa Snæfell og Njarðvík, í Borgarnesi klukkan 19.00. -SÖE Geir Hallsteinsson, þjálfari FH. þá. - En ég ber mikla virðingu fyrir Israelsmönnum, þeir geta hvergi hallað höfði sínu vegna hættu á hryðjuverka- mönnum,og það þykir þeim illt að búa við. Ég man alltaf eftir því að þegar ég var fánaberi fyrir íslenska Ólympíuliðið árið 1972 í Múnchen, ræddi ég töluvert við ísraelsmanninn sem var fánaberi þeirra á generalprufu fyrir skrúðgöng- una. Við ræddum um land hvors annars og þjóð, og hann minntist á það, hve leiðinlegt væri að geta ekki verið í sömu álmu og við, því öllu var raðað í stafrófsröð. En vegna öryggisástæðna urðu ísraelsmennirnir að vera annars staðar. Síðan var það þessi maður, sem var keppandi í lyftingum, sem reyndi að stöðva hryðjuverkamennina er þeir ruddust inn í búðir ísraelsmannanna, og þeir skutu hann gegnum hurð sem hann reyndi að læsa. Þetta sló mann þá, og sýnir hve mikla hörku þessir menn þurfa að búa við. Þeir verða áreiðanlega erfiðir í leikjunum.“ Geir sagði að allir leikmenn FH væru við góða heilsu, Atli Hilmarsson og Guðmundur Magnússon hefðu átt við smávægileg meiðsli að stríða, en þeir væru í meðhöndlun og mundu mæta galvaskir í leikinn í kvöid. „Við lofum áhorfendum því að sýna góðan og skemmtilegan bolta, vera hressir og kátir og sýna bolta sem ekki er sýndur á hverjum degi. Við erum í góðu formi, og okkur hefur gengið vel að undanfömu. Við höfum skoðað okk- ar mistök það sem af er, þökk sé myndbandatækninni, og reynum að gera enn betur en við höfum gert.“ _ §ÖE ■ Annar landsleikur íslands og Banda- ríkjanna í kvennahandknattleik verður forleikur að Evrópuleik FH og Maccaby í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn mun hefjast Idukkan 19.05, en leikur FH og Maccaby hefst síðan klukkan 20.30. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni landsleikjanna við Bandaríkin sögðu forráðamenn kvennalandsliðsins það vera tómt mál að tala um, að fá áhorfendur að einhverju marki á leikinn, meðan EvrópUleikur FH og Maccaby stæði, svo tekið hefði verið það ráð að kynna kvennahandboltann með þessu. Tímasetning leiksins er í fullu samráði við stjórn FH, og leikurinn því forleikur að Evrópuleiknum. Ekki er vafi á að þetta úrræði getur orðið kvennahandknattleik til fram- dráttar, því helsti vandi kvennahand- knattleiksins hefur hingað tii verið sá að áhorfendur sem koma á leikina eru fáir, ef miðað er við karlaboltann, og með því að sýna góðan handbolta í kvöld sýna stúlkurnar fólki að þeirra bolti sé þess virði að sjá hann. -SÖE Ókeypis að borðum... ekki borgað inn á billjardstofur ■ Það snerist örlítið í höndum blaðamanns penninn í vikunni, er fjallað var um nýbreytni Gylfa Snædahls Guðmundssonar í billjard- stofunni Ballskák, þar sem hann býður upp á ókeypis kennslu og aðgang að billjardborð- um. Sagt var í fréttinni aðum ókeypis aðgang að billjardstofu væri að ræða, og því er hægt að misskilja fréttina. Fólk borgar sig ekki inn á billjardstofur, heldur aðgang að borðum. Gylfi Snædahl og aðrir billjardspilarar og stofustjórar eru beðnir fdrláts á þessu. -SÖE ■ Lið FH sem leikur gegn Maccaby i kvöld og á sunnudagskvöld. Á myndinni eru: Efsta röð frá vinstri: Guðjón Ámason, Guðmundur Ó. Óskarsson, Hans Guðmundsson, Kristján Arason, Atli Hilmarsson, EgiU Bjaraason, form. handknattleiks- deiidar. Miö röð frá vinstri: Guðmundur „Muggur“ Jónsson, Óskar Ármannsson, Sveinn Bragason, Eggert ísdal, Theodór Sigurösson, Jón E. Ragnarsson, Magnús Áraason, Geir HaUsteinsson, þjálfari og Helgi Ragnarsson, Uðsstjóri. Fremsta röð frá vinstri: Þorgils Ó. Mathiesen, Valgarður Valgarðsson, Haraldur Ragnarsson, Guðmundur Magnússon, Sverrir Kristinsson, Páimi Jónsson og Finnnr Áraason. Ríkharður skoraði 40 slig Snæfeli vann tvo leiki í 2. deild um helgina ■ Ríkharður Hrafnkelsson ætlar að reynast félögum sínum í Snæfelli frá Stykkishólmi drjúgur, en þessi hittni stigaskorari flutti síðastliðið vor heim til Stykkishólms, og varð því að hætta að leika með Vaí. Hann ieikur nú með Snæfelli í annarri deildinni í körfuknatt- leik, og skoraði um helgina 40 stig í leik gegn Tindastóli. Þá skoraði Rikki 20 stig gegn Breiðabliki, en þann Ieik vann Snæfell með einu stigi. Kári Marísson sá gamalreyndi kappi skoraði 13 stig fyrir Tmdastól gegn Snæfclli. Úrslit í annarri deiid karla í körfu- knattleik urðu þessi um helgina: Snæfell-llndastóU ......1A-VÍ SnæfeU-Breiðablik ... '..56-55 ÍA-Tindastóll............82-49 I ieik Snæfells og Breiðabliks hitti skrattinn ömmu sína, ef svo má segja, því stór hluti Breiðabliksmanna eru fyrrum Stykkishólmsbúar.í liði Breiða- bliks varð Ragnar Bjartmarz stigahæstur með 17 stig, cn auk hans leika í Breiðabliki Lárus Svanlaugsson, Sigurð- ur Hjörleifsson og fleiri Hólmarar. Stykkishólmur hefur alið margan góðan körfuknattleiksmanninn, og nægir að nefna þá Ríkharð ogKrístján Ágústsson . körfutröll í Val því máli til stuðnings. -SÖE Landsmót UMFÍ í Keflavík 1984: Forkeppnií . knattspyrnu að mestu lokið ■ Forkeppni i knattspyrnu fyrir 18. landsmót U.M.F.Í., sem haldiðAerður i Keflavík og Njarðvík dagana 13.-15. júlí 1984, er nú aö mestu lokið. Sex lið hafa unnið sér rétt til þátttöku á Landsmótinu en óvíst er hvaða tvö lið fylgja þeim þar sem þurft hefur að fresta tveimur leikjum fram á næsta vor. í tveimur riðlum er keppni lokið, í B riðli sigraði UMSS, hlaut 8 stig, UÍÓ varð í öðru sæti -\ > 6 stig, USAH hlaut 4 stig, HSS 2 si.g.og USVH ekkert stig. UMSS og UÍÓ fara því afram í úrslit. - í D-riöli sigraði UMF Grindavíkur í þriðja sæti með 4 stig og HSK hiaut ekkert stig. UMF Keflavíkur og UMF Njarðvíkur komast því áfram. í tveimur riðlum cr keppni ólokið, í A-riðli hefur UMSK 6 stig, HSH 2, UMSB 2og UDN ekkért. UMSK kemst áfram, ogannaðhvort HSHeð., UMSB. í C-riðli er HSÞ efst með 4 stig, UÍA og UMSE hafa ekkert stig, en USVS hætti kcppni. HSÞ fer áfram, og annað hvort UÍAeða UMSE. Oftast hafa lið UMSK eða UMFK sigrað á landsmótum, enda leikmenn þeirra liða að mestu leyti leikmenn Breiðabliks annars vegar og ÍBK hins vegar. - SÖE. Aðal- fundur - körfuknatt- leiksdeildar KR. ■ Aðalfundur körfuknattleiksdeildár KR. verður haldinn i félagsheimili KR. við Frostaskjól, fimmtudaginn 24. nóv- ember 1983 kl. 20:30. Dagskrá: Vénju- leg aðalfundarstörf. Stjórn Körfuknatts- leiksdeildar KR boðar til fundarins. -SÖE. ■ . 3 ■ - ■m

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.