Tíminn - 20.11.1983, Page 2

Tíminn - 20.11.1983, Page 2
2 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 ■ Það eru milir kærleikar með apanum og matmóður hans, enda matar hún hann á ýmsu grænmetisgóðgæti og hann kyssir hana og knúsar í þakklætisskyni Og ef honum sýnist svo, þá stingur hann einum og einum bita upp í hana. Dýragarðurinn 1 Hannover ■ Það er eitthvað ógnvekjandi við stærð f ílanna, þó þeir líti meinleysislega út. ■ Með svona langan háls er næstum allt mögulegt, þegar um fæðuöflun er að ræða. ■ Svona skilti var hjá hverju svæði fyrir sig, og eins og sjá má þá er merkingin afskaplega góð. Fyrst er nafn tegundarinnar gefið, Rauðar risakengúrur og þá latneska nafnið. Þessu næst er lýsing á þvi hvar Rauða risakengúran lifir, hvers vegna og að lokum litarmunur karl- ög kvendýrsins. Tímamyndir — Agnes. ■ Þó svo að ég eigi bágt með að slíta mig frá upprifjunum mínum af heimsóknum minum í Móseldalinn, þá er nú rétt að hverfa á önnur Þýskalandsmið, og hyggst ég helga þessa síðu dýragarði nokkrum sem í Hannover er, en að mínu mati er þar einn fallegasti og skemmtileg- asti dýragarður sem hægt er að hugsa sér. Skemmtilegheit dýragarðsins eru í ýmsu fólgin. Fyrst er til að nefna að þýskt skipulag í sinni jákvæðustu mynd blasir hvarvetna við í þessum dýragarði, sem er ekki nema nokkurra ára gamalí. í öðru lagi, þá ákvaðu dýrafræðingar og landslagsarkitektar þeir sem hönnuðu dýragarðinn, að gera nokkrar tilraunir, sem hafa að því er talið er, heppnast einkar vel. Par ber hæst, hversu lítið er um girðingar í dýragarðinum. Þar er mun meira um afmörkuð svæði, gryfjur þar sem nauðsyn krefur, runnar sem skipta svæðinu milli dýrategunda og þar fram eftir götum. Það kemur gesti garðs- ins sem er í fyrsta sinn á þessum stað, til' að mynda heilmikið á óvart að sjá svæði, með trjám á stangli, þar sem kengúrur hlaupa og stökkva um allt, en engar girðingar í kringum þessi dýr, sem geta þó svo sannarlega bæði stokkið hátt og langt. A þessu fengum við skemmtilega skýringu hjá einum varðanna í dýragarð- inum. Hún var á þá leið, að þegar garðurinn var tilbúinn til þess að taka við dýrunum, þá var ákveðið að reyna að gera kengúrurnar, ýmsar tegundir þeirra, það hagvanar, að þær litu á það svæði sem þeim var úthlutað í garðinum, sem heimkynni sín. Þetta kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn, því kengúrurnar tóku undir sig stökk og voru horfnar út í buskann fyrsta mánuðinn, áður en varði, en alltaf fóru verðir, hönnuðir eða dýrafræðingar á eftir þeim, eltu þær uppi og fluttu þær til baka á „umráðasvæði þeirra". Eftir mánaðar púl fór árangur að koma í Ijós. Dýrin voru farin að líta á svæðið sem sín heimkynni, þar sem þau þyrftu ekki að berjast við aðra um fæðu og þyrftu ekki heldur að óttast átroðning eða árásir annarra dýrateg- unda. Brá nú svo við að kengúrurnar stein- hættu að stökkva yfir runnana sem umkringdu svæði þeirra, sem þær þó svo léttilega gátu, og héldu sig einungis á sínu umráðasvæði og hafa gert síðan. Annað atriði sem til hreinnar fyrir- myndar er í Hanrfoverdýragarðinum, eru merkingarnar hjá hverri dýrategund. Þar fræðist maður um helstu lifnaðar- hætti dýrsins, hvaðan það kemurog hver megineinkenni þess eru. Sem sagt upp- lagður vettvangur fyrir náttúrufræði- og dýrafræðinemendur. Vísa ég í því sam- bandi til myndar af skilti um risakengúr- ur sem eru hér á síðunni, en þá mynd tók ég í þeim tilgangi einum að sýna hversu góðar merkingarnar eru og fræð- andi. Það allra skemmtilegasta við þennan dýragarð er samt sem áður apanýlendan, þar sem hinar fjölbreytilegustu apateg- undir eru saman komnar í hitabeltislofts- lagi og virðast una hag sínum hið besta, að undanskilinni mjög fúllri górillu, sem barði glerið á búri sínu svo að buldi í. Simpansar og aðrir apar voru hins vegar feykilega skemmtilegir á að líta, einkum þegar matmálstími þeirra kom, og vísa ég einnig í því sambandi til mynda hér á síðunni, því sjón er jú sögu ríkari. Umsjón Agnes Bragadóttlr A faralds fæfi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.