Tíminn - 20.11.1983, Page 7

Tíminn - 20.11.1983, Page 7
SUNNIJDAGIIR 20. NÓVFMRFR 19M bækur „Vala og Dóra“, fimmta Dórubókin komin út IÐUNN hefur gefið út í annarri úgáfu unglingasöguna Völu og Dóru eftir Ragn- heiði Jónsdóttur. Þetta er fimmta bókin í sagnaflokki Ragnheiðar um þessar stallsyst- ur, en sögurnar gerast í Reykjavík á stríðsár- unum og þar á eftir. Vala og Dóra kom fyrst út árið 1956. Hún er beint framhald sögunnar Völu sem kom í nýrri útgáfu í fyrra. Efni sögunnar er kynnt svo á kápubaki. „Hér segir frá skólagöngu þeirra vinstúlkna, striti þeirra og áhyggjum og líka ánægjuefnum oggleði- stundum." Vala og Dóra er prýdd teikningum eftir Ragnheiði Gestsdóttur og gerði hún einnig kápumynd. Hún er 129 blaðsíður. Oddi prentaði. Saga Hafnarf jarðar 1908-1983 Út er komið fyrsta bindi af þremur af Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983, sem Ásgeir Guð- mundsson sagnfræðingur hefur skráð af til- efni 75 ára kaupstaðarafmælis Hafnarfjarðar. Öll þrjú bindin verða milli 1200 og 1300 blaðsíður, í stóru broti, og í ritinu verða yfir 1000 ljósmyndir auk korta og uppdrátta. Saga Hafnarfjarðar er hér rakin frá upphafi og fram til afmælis bæjarins, sem var hinn 1. júní s.l. 1 fyrsta bindi ritsins, því sem út er komið, er eftirfarandi efni: Formáli höfundarins. Inngangur, sem fjallar um sögu bæjarins fram til 1908. Hafnarfjörður verður kaup- staður. BæjarStjórn í Hafnarfirði 1908-1983. Hafnarfjarðarkjördæmi. Lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Bæjarlandið. Krýsuvík. Skipulagsmál. Fjármál. Hafnarfjarðarhöfn. Atvinnumál. í öðru bindi ritsins er fjallað um: Raf- magnsmál. Hitaveitu. Vatnsveitu Hafnar- fjarðar. Slökkvilið Hafnarfjarðar. Löggæzlu. Skólamál. íþróttir. Heilbrigðismál. Kirkju- mál. - Annað bindi ritsins kemur út síðast í þessum mánuði. í þriðja bindi, sem kemur út í aprílmán- uði á næsta ári, verður fjallað um: Stéttarfé- lög. Verzlun og viðskipti. Tónlistarmál. Menningar- og félagsstarfsemi. Samgöngu- og vegamál. Prentsmiðjur og útgáfustarf- sémi. Félagsmálastofnun og æskulýðsstarf- semi. Æviágrip bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. Myndaskrá. Nafnaskrá. Heildarefnisyfirlit. Saga Háfnarfjarðar 1908-1983 verður, þeg- ar öll þrjú bindin eru komin út, eitt mesta rit sinnar tegundar, sem út hefur verið gefið hérlendis. Fyrir utan hinn óhemju mikla fróðleik um Hafnarfjörð, sem texti ritsins hefur að geyma, segir hið mikla magn ljósmynda, korta og uppdrátta sína sögu. Myndjrnar í Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983 sýna vel þá miklu breytingu, sem á bænum hefur orðið þann tíma, sem sagan spannar yfir. Og margar þessara ljósmynda hafa aldrei fyrr birst á prenti. Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar hf. Káputeikningu gerði Dóra Dal. Útgefandi er Skuggsjá.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.