Tíminn - 20.11.1983, Side 14
14
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
15
„Jesús Kristur talaði
og kenndi í dæmi-
sögum og iíkingum.
Hann segir t.d. Ef
hönd þín hneykslar
þig þá sníð hana af.
Það meinar
hann ekki
bókstaf-
„Að sjálfsögðu kemur maðurinn fyrir
dóm, einhvers konar reikningsskil, en
hann þarf ekki að kvíða þeim dómi
sjái hann að sér og gefi sig á vald
þeim Guði sem hann trúir á“
"3:
„Heimilið ér sú stærsta
gjöf sem Gúð hefur
gefið mannfélaginu“
W%'.
kirkjunnar í -
friðarmálum þarf að
heyrast, því að sá
friður sem kirkján
boðar, hinn innri f riður,
sátt við Guð og menn,
er einn þess megnug-
ur að bjarga heim-
inum frá kjarn-
orkuvá og tor-
tímingu“
„Island getur haft alveg sérstöku hlutverki að
gegna í|f riðarm0imf
■ Við erum stödd á skrifstofu biskupsins
yfir íslandi hr. Péturs Sigurgeirssonar og
ætlunin er að ræða við hann um kirkjuna og
trúmálin. Um þessa 2000 ára gömlu arfleifð
sem enn lifir göðu lífi þrátt fyrir heim sem
alltaf er að breytast. Trúmálin víkja ekki frá
manninum, segir Pétur um leið og hann býður
til sætis. Þau hafa alltaf fylgt manninum og
munu leita á hann meðan mannkyn er til.
Skrifstofa biskups er frekar rúmgóð og úr
henni sér yfir þök nærliggjandi húsa, en það
sem grípur hugann og gefur stofunni sérstak-
an andblæ eru málverk af biskupum landsins,
allt frá Geir Vídalín, til kennimannsins Sigur-
bjarnar Einarssonar. Og eitt málverkið minnir
á manninn sem situr bak við skrifborðið.
Sigurgeir Sigurðsson faðir Péturs var biskup
íslands á árunum 1939-1953. Pétur fræðir
mig um forvera sína og eftir dágott spjall um
hagi þeirra þá snúum við okkur að efninu og
ég spyr biskup að því hvort Kirkjuþing, þessi
æðsta samkunda kirkjunnar gefi rétta mynd
af viðhorfum kristinna manna?
— rætt við biskup Islands hr. Pétur Sigurgeirsson
„Það er rétt að segja frá því strax að
Kirkjuþing er skipað fulltrúum presta og
leikmanna af öllu landinu. Ég álít að
nýliðið Kirkjuþing endurspegli viðhorf
kristinna manna í þessu landi ekki síður
en önnur Kirkjuþing. Við sjáum það
best, er við athugum fjölbreytni þeirra
mála, sem um var fjallað. Mig langar til
að nefna nokkur þessara mála:
Frumvarp til laga um starfsmenn
kirkjunnar. Þar er gerð heildarendur-
skoðun á löggjöf um það efni, og ekki
var vanþörf á því. Hér er um samantckt
og breytingar að ræða á lögum og
tilskipunum allt frá 13. öld. Það er
kominn tími til að Alþingi taki þetta mál
sem önnur lögggjafaratriði upp því að
mikið af þeim lögum sem í gildi eru fyrir
kirkjuna voru sniðin fyrir allt aðrar
aðstæður en nú er.“
Sérstakt kirkju-
máiaráðuneyti
„Þá var gerð tillaga um sérstakt
kirkjumálaráðuneyti. Það er löngu tíma-
bært að sameina öll málefni kirkjunnar
í eitt og sama ráðuneyti, en sú tillaga
kom áður fram á Kirkjuþingi 1974, flutt
af sr. Bjarna Sigurðssyni. Til dæmis er
meðferð kirkjujarða í höndum Land-
búnaðarráðuneytisins. Þá var fjallað um
gagngera endurskoðun á nefndafyrir-
komulagi kirkjunnar, samþykktar reglur
um notkun safnaðarheimila og endur-
skoðuð þingsköp og reglur um kirkju-
þing.“
Friðarmálin - mál málanna
„Þá vil ég nefna friðarmálin sem nú
eru hvarvetna mál málanna. Rödd
Biskupshjónin hr. Pétur Sigurgeirsson og frú Sóiveig Asgeirsdóttir á heimiii sínu.
kirkjunnar í friðarmálum þarf að heyr-
ast, því að sá friður sem kirkjan boðar,
hinn innri friður, sátt við Guð og menn,
er einn þess megnugur að bjarga heimin-
um frá kjamorkuvá og tortímingu. Sá
Guðs friður þarf að ná til allra þjóða, þá
fyrst stöðvast vígbúnaðarkapphlaupið.
Þegar sýnt er, hvert kjarnorkuvígbún-
aður og hemaðarbrölt er að leiða heim-
inn afvega til glötunar, þá álít ég að
ísland hafi stóru hlutverki að gegna í
friðarmálum. Það kennir saga íslands.
Hér er elsta þjóðþing veraldar. Hér var
ekki barist um kristnitökuna, heldur
samið friðsamlega, sem og er einstætt í
veraldarsögunni. ísland öðlaðist sjálf-
stæði sitt á málefnalegum gmndvelli, en
ekki með blóðsúthellingum. ísland
endurheimti sinn dýrmæta bókmennta-
arf með framréttri hönd menntamálar-
áðherra Danmerkur. ísland vann þor-
skastríðið með varðbátum einum gegn
miklu herveldi. Tilvera íslands, menning
sem og sigrar hafa byggt á réttlæti,
samningum og almenningsáliti. Það
bjargar heiminum ekkert annað í dag en
breytt hugarfar og leiðin til samkomu-
lags. Þetta kennir saga íslands sem má
heita ein allra þjóða sem ekki kennir
börnum sínum vopnaburð til mannvfga.
Guð hefur útvalið íslensku þjóðina til að
vera boðberi friðar á jörðu.
Kirkjuþingið varaði við hryllings-
myndum, ræddi um fíkniefnavandamál-
ið, hvatti til aðgæslu og öryggis í
umferðarmálum. Rætt var um stofnun
umræðu og leshópa um biblíuna, í tilefni
af því að á næsta ári eru 400 ár frá því
að Guðbrandsbiblía kom út, þá var rætt
um hvernig bæri að fallbeygja nafn Jesú.
Alls voru 40 mál tekin upp á þinginu.“
„Jú, vissulega komu fram skoðana-
skipti og mismunandi sjónarmið. En
þingið bar einnig gæfu til að standa
saman. Það tel ég mikils virði. Að gefnu
tilefni vil ég taka fram að leikmenn á
þinginu létu sinn hlut ekki eftir liggja.
Þeirra þátt tel ég mikilsverðan“.
Gott samkomulag milli
leikmanna og presta!
Er ekki skoðanamunur milii leikm-
anna og presta?
„Nei, það er ekki hægt að merkja það
á nokkum hátt að leikmenn og prestar
hafi sérsjónarmið í þeim málum sem
voru til umræðu. - Prestar og leikmenn
skiptast ekki í fylkingar í afstöðu til
mála. í nýjum þingsköpum Kirkjuþings
er gert ráð fyrir því að varaþingforsetar
sem em tveir, að annar þeirra verði
leikmaður.“
Er hægt að una skeytingaleysi ríkis-
valdsins í málefnum kirkju og krístni,
sem endurspeglast t.d. í þvi, að ekkert
af málum Kirkjuþings frá 1982 hefur
veríð tekið upp á Alþingi?
„Nei, því er ekki hægt að una. Það
verður að segjast eins og er. En ég hef
von um að úr þessu rætist. Alþingi fann
sjálft að við svo búið mátti ekki standa.
Með lögum frá 26. febrúar 1982 var
stofnuð samstarfsnefnd Alþingis og
Þjóðkirkjunnar. f þeirri nefnd eiga sæti
fulltrúar frá hverjum þingflokki, - og
Kirkjuráð. Forseti sameinaðs Alþingis
og biskup eru sjálfkjörnir og fara með
formennsku sitt árið hvor. Tilgangur
nefndarinnar er eins og segir í lögunum
„að vinna að auknum skilningi í lög-
gjafarstarfi á vandamálum ogverkefnum
kirkjunnar". Eins og fram hefur komið
þá er kirkjulöggjöfin í endurskoðun. Sú
endurskoðun er árangurslaus, ef Alþingi
vill ekki taka á þeim málum sem koma
frá Kirkjuþingi“.
í sumum löndum gefst
fríkirkjufyrirkomulagið vel
Erekki kominn tími til þess að kirkjan
segi sig úr lögum við ríkið?
„Það yrði allsendis útilokað. Það á við
okkur enn í dag, sem Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði sagði fyrir nærfellt 1000 árum:
„Það mun verða satt, er vér slítum í
sundur lögin, að vér munum slíta og
friðinn". Ég tel að gagnkvæmur stuðn-
ingur ríkis og kirkju sé þjóðinni fyrir
bestu. Þetta samband þarf að efla. Hitt
er svo annað mál að kirkjan þarf að
verða miklu sjálfstæðari stofnun en hún
er gagnvart ríkinu t.d. í skipulags og
fjármálum.
Nú gefst fríkirkjufyrírkomulagið víða
vel?
„Já, í sumum löndum gefst fríkirkjuf-
yrirkomulagið afar vel eins og t.d. í
Ameríku, en ég fæ ekki séð að hér á
landi sé sami grundvöllur fyrir hendi.
Þjóðin er nærri öll sömu trúar þannig að
eðlilegt er að til komi stuðningur ríkis-
ins. Ég held að aðgreining sé ekki
æskileg. Kirkjan má ekki aðgreina sig
frá þjóðfélaginu. Hún verður að lifa við
þau vandamál sem þeir hafa er í landinu
búa og þess vegna er óheilbrigt að hún
sé að greina sig frá. Þá má ekki gleyma
því að í strjálbýli yrði afar erfitt að halda
uppi starfi ef til aðskilnaðar kæmi.“
Hvcrnig finnst þér sjálfum sem biskupi
að sxkja undir ríkisvaldið með mál?
„Ég fæ ævinlega góðar viðtökur og hef
gott samstarf bæði við kirkjumálaráð-
herra og dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
ið. En biskupsembættið og kirkjan eru í
fjárþröng og það veldur umtalsverðum
erfiðleikum. Þetta er ekki nýtilkomið,
sem dæmi get ég nefnt ið allt frá 1970
hefur verið heimild í lögum til að ráða
sjúkrahúsprest. Hingað til hefur ekki
verið hægt að ráða hann vegna þess að
fé hefur ekki fengist til þess á fjár-
lögum.“
Mótum við Krist,
eða mótar Kristur okkur?
Mótum við Krist, eða mótar Kristur
okkur?
„Meðan þrælastríðið stóð yfir í Amer-
íku var Abraham Lincoln skrifað á
þessa leið: „Ég bið til Guðs að hann sé
þín megin í baráttunni". Lincoln svar-
aði: „Ég hef engar óskir um það að hafa
Guð á mínu bandi - Ósk mín er sú að ég
sé Guðs megin í þessari baráttu".
Ég hygg að það sé oft tilhneiging hjá
okkur, að láta Krist þjóna þeim tilgangi,
sem við í eigingirni okkar erum að keppa
að, - en tökum það ekki eins alvarlega
að þjóna honum, hans vilja. En um það
hugsaði séra Matthías líkt og Abraham:
„Ég vil ó ég vil, að minn vilji sé þinn, og
verða þér líkur, ó frelsari minn“.
Þegar þú lítur út um gluggann og
skoðar mannlífið, finnst þér sem streymi
hjá Ixrisveinar Krists?
„Við erum nú langt frá því að geta
fylgt honum, heyrum honum til, erum í
hjörð hans eigið að síður. Við erum á
veginum á leiðinni, sem hann hefur lagt.
Annað mál er svo hversu langt eða
skammt við erum komin að helga honum
líf okkar. Það er ekki gott að verða
sjálfumglaður í trú sinni. Þá er oft stutt
í trúarhrokann. Stutt í Faríseann. Er
maður ekki orðinn hreinræktaður Farís-
ei ef maður telur trú sína fullkomna?"
Farísear nútímans
Eru prestar okkar og biskupar kannski
Farisear nútímans?
„Guð forði okkur frá því. Ég held að
það sé okkar sameiginlega sjónarmið að
við teljum okkur þjóna, en þó ónýta
þjóna. Ef við þjónum eins og vera ber,
þá erum við aðeins að gera það eitt sem
við erum skyldugir að gera. íslensk
prestastétt er mjög mikilvæg fyrir land
okkar og þjóð. Ég hef hugsað til þess
undanfarna daga - þegar öll þessi hræði-
legu slys hafa dunið yfir - þar veit ég að
prestarnir hafa unnið ómetanlegt hugg-
unar- og sálgæslustarf. Þetta starf er
unnið í kyrrþey. Um það er ekki eitt orð
í blöðum eða fjölmiðlum."
Hvernig f relsaði Kristur oss?
Með hvaða móti frelsaði Kristur okkur?
„Með því að hjálpaokkur að sigra illt
með góðu. í Faðir-vorinu kenndi hann
okkur að biðja: Frelsa oss frá illu. f
bæninni felst og bænheyrslan, Kristur
sjálfur. Hann gaf okkur kærleika Guðs,
og gerði það á þann eina hátt, sem hægt
er að tjá kærleikann, - með fórn. Við'
vitum ekkert um kærleikann fyrr en
hann fórnar. Þá kemur hann fyrst í Ijós.
Það er ekki hægt að sýna hann með öðru
móti. Með fórn Krists varð ást Guðs á
mönnum þekkjanleg og í trúnni öðlast
menn þessa ást Guðs. Baráttan við synd
er manninunL ásköpuð, en það skiptir
sköpum hvort sú barátta er jákvæð eða
neikvæð. Með kærleika Krists í hjarta er
Viðtal Baldur Kristjánsson
Tímamyndir: Róbert