Tíminn - 20.11.1983, Page 26
■ Frá íran (t.v.) og frá Thailandi.
tekur fram skeggið og
bláu gleraugun að nýju
Sagt frá aukmim umsvifum leyniþjómistu Bandaríkjanna, CIA, undir stjórn William Casey
■ í fjölda tyrkneskra bæja hafa starfsmenn
Central Intelligence Agency (CIA), sem er
nafn bandarísku leyniþjónustunnar, haft
bækistöðvar til þess að geta annast leynilega
aðstoð við íranska útlagahópa, sem berjast
gegn Ayatollah Khomeiny. 3000 kílómetrum
fjær, í pakistönsku borgunum Peshawar og
Islamabad, starfa aðrir sendimenn að því að
deila út á laun fjármunum og birgðum til
uppreisnarflokka þeirra, sem veita sovéska
hernum í Afganistan viðnám.
■ William Casey, forstöðumaður CIA.Hann hefur byggt upp
víðtækt njósnanet á örskömmum tíma.
Einnig veitir CIA hjálp vinveittum
öflum í Tchad, Eþíópíu, Angóla og í
Súdan, - og stofnunin hefur komið upp
yfirgripsmiklu kerfi njósna, loftárása,
áróðurs og fleiri þátta, til þess að auka
það „leynilega stríð“ sem nú er raunar
alfrægt orðið og er snúið gegn hinni
leynilegu sandinistahreyfingu í Nicarag-
ua. Það er því lítill vafi á því að þeir hafa
tekið fram skeggið .og bláu gleraugun í
höfuðstöðvum CIA í Langley í Virginíu.
Hvort sem mönnum líkar það betur eða
verr, þá er CIA nú farið á stað með
leynilegt ráðabrugg rétt eina ferðina.
Þetta ráðabrugg er í gangi um heim allan
og viðfangsefnin eru stærri en þau
nokkru sinni urðu á blómaskeiði stofn-
unarinnar fyrir 20 árum.
Neðanjarðar
Yfirmaður CIA er þannig maður
ásýndum að enginn mundi trúa að ó-
reyndu að hann væri viðriðinn
upplýsingaþjónustuna. Hann heitir
William J. Casey. Undir hans stjórn
hefur CIA fært út kvíarnar, stjórnar-
formið hefur verið betrumbætt og við-
námsþrótturinn gegn óvinveittum öflum
um heim allan þar með aukinn. Casey
hefur mjög látið til sín taka á tveimur
sviðum sem varða bandarískan þjóðar-
hag og eru mjög til umræðu: Er þar í
fyrsta lagi um að ræða baráttu gegn því
að fleiri tonn af banvænum eiturlyfjum
séu flutt inn í Bandaríkin árlega og í
öðru lagi er um að ræða baráttuna gegn
því að „ræningjar" komist yfir háþróað-
an tæknibúnað, sem síðan er fram-
leiddur í samkeppnislöndum eða í óvina-
ríkjum. Það hve Casey gengur vel að
koma áhugamálum sínum í framkvæmd
á hann að þakka nánum og stöðugum
tengslum við forsetann, en þeir hittast
tvisvar í viku og tala mikið saman í síma.
Þá er ekki minna virði samstarf við
starfsbræður í ráðuneytunum, en Casey
er fyrsti forstöðumaður CIA, sem á sæti
í ráðuneyti.
Aukning CIA á leynilegum aðgerðum
hefur vakið upp umræðu um hve
skynsamlegar þær séu, heiðarlegar eða
gagnlegar. Þeir innan ríkisstjórnarinnar
og utan hennar, sem gagnrýna Casey,
segja að hann hagi sér eins og gamall
stríðsmaður. Hann lætur hvergi bifast af
tilhugsun um það að einhver ráðagerðin
fari út um þúfur og hvergi smeykur við
þær hættur sem jafnan eru tengdar
leynilegum sendiferðum. Loks skilur
hann alls ekki hvers vegna þingið ætti að
hafa nasasjón af athöfnum stofnunarinn-
ar, og það þótt þær snerti hin viðkvæm-
ustu svið. „Við erum eins og sveppir,“
segir demokrataþingmaðurinn Norman
Mineta, sem sæti á í þeirri nefnd þingsins
sem fjallar um upplýsingamál. „Þeir láta
okkur vera í myrkri og bera í okkur
tóma mykju."
Mikið gekk á þegar þessi upplýsinga-
nefnd ákvað í sumar sem leið að fella
niður alla aukastyrki til þeirra hópa sem
berjast gegn sandinistum í Nicaragua.
En þetta var þó aðeins táknræn aðgerð,
þar sem þingið féllst ekki á ákvörðun
nefndarinnar.
Umræðan
Nú hefur staðið mikil umræða yfir í
Bandaríkjunum, vegna undirbúnings
þingsins að útgjöldum til hernaðarmála
á árinu 1984. Sagt er að þessi útgjaldalið-
ur hafi vaxið um 17% á ári í sl. þrjú ár.
Það er meira en hermálaráðuneytið
hefur áætlað. Horfurnar á því að til
einhvers niðurskurðar komi eru þó ekki
bjartar. Kemur það til vegna „áreitni-
stefnu Sovétríkjanna“, en þegar rætt er
um hana eiga menn við það er kóreanska
þotan var skotin niður og fjandsamlega
afstöðu til síðustu tillagna Bandaríkj-
anna um takmörkun kjarnorkuvígbún-
aðar.
Raddir heyrðust í flokki repúblikana
þegar árið 1980, sem bentu til þess að
CIA færi af stað með leynilegar aðgerðir
að nýju innan skamms: „Við viljum gera
ríkisstjórn okkar kleift að hafa áhrif á
atburði á alþjóðlegum vettvangi, sem
varða öryggi þjóðar okkar. Bandaríkin
eru eina stórveldið sem haldið hefur að
sér höndum á þessum vettvangi," sagði
einn ræðumanna.
Andstæðan við árin sem Carter var
forseti gæti ekki verið meiri. Á þeim
árum var upplýsinganefnd þingsins látin
fá vitneskju um eitt eða tvö meiri háttar
mál sem leyniþjónustan vann að á ári
hverju. Á valdatíma Caseys hefur leyni-
þjönustan verið með 12-14 leynileg mál
í takinu og þar af sjö eða átta sem kalla
má mjög veigamikil, en raunar leggja
stjórnvöld nú til að menn noti orðin
„sérstakar aðgerðir" f staðinn fyrir
„leynilegar aðgerðir.“ Fjöldi leynilegra
starfsmanna CIA hefur aukist og er nú
yfir þúsund og í þessum flokki má finna
fjölda gamalla starfsmanna sem komnir
voru á eftirlaun. Þeir hafa nú verið
kallaðir inn að nýju, þar sem skortur er
á mönnum með verulega reynslu.
Casey lá svo mikið á að byggja
leyniþjónustukerfið upp, að kunnugir
menn segja að ekki hafi liðið nema vika
frá því er hann tók við embætti, þar til
hann hafði lagt blessun sína yfir áætlanir
sem Carter hafði látið gera um stuðning
við andstæðinga Khomeiny. Varla mán-
uði síðar var svo búið að blessa yfir
áætlanir um aðgerðir í Libyu og í
Niearagua, þótt aðrir fullyrði að það hafi
Frá Afganistan.