Tíminn - 20.11.1983, Side 27
SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
27
V/ASUM67t)d
/fs/eo
tha/laa/p
AF6HAf//SrA//
t/rcAXÁOUA
/h/j/rd//en
TCHAD
■ CIA menn eru önnum kafnir viða um heim um þessar mundir.
verið Alexander Haig og næstráðandi
hans, Thomas O. Enders, sem hafi átt
frumkvæðið.
Aðgerðir
Hér á eftir verður drepið á nokkrar
þær aðgerðir sem hafa verið fram-
kvæmdar í valdatíð Caseys:
Miðameríka: Parna er um að ræða
þær leynilegar aðgerðir CIA sem mest
hefur verið deilt á og sem mesta athygli
vekja. Til þeirra hefur verið kostað um
80 milljónum dollara og fer þetta fé í að
skipuleggja víðtækt stríð gegn stjórn
Nicaragua. Það er notað til að halda úti
tíu þúsund mönnum á vígvelli, til loft-
árása og njósnastarfsemi í Nicaragua.
Þá er það notað til þess að fjármagna
hvers kyns áróðursherferðir gegn stjórn
sandinista sem grafa eiga undan völdum
þeirra.
Þessu er öllu stjórnað frá bandarískum
stöðum í Honduras, Costa Rica og E1
Salvador. Vopn, lyf og aðrar nauðsynjar
eru fluttar flugleiðis til uppreisnarmanna
frá E1 Salvador í C-47 flutningavélum.
Menn frá E1 Salvador hafa nú tekið við
stjórn flugvélanna af Bandaríkja-
mönnum. Amerískir embættismenn
segja að markmiðið sé að láta hlutina
gangá fljótt fyrir sig. CÍA, utanríkis-
ráðuneytið og Pentagon t úja að upp-
reisnarmenn hafi ekki nem: sex mánuði
til stefnu og ef til vill aðe.as þrjá. Þá
verða þeir að vera búnir aö sanna að
uppreisn þeirra hafi fest rt'tur í öllu
Nicaragua. „Sandinistar geta beðið, en
það getur þingið ekki,“ hefur meriskur
embættismaður sagt.
Afghanistan: Leynilegir erindrekar
CIA birgja afganska uppreisnarmenn
upp með vopnum og skotfærum fyrir
2800 milljónir ísl. króna og nota til þess
leynileg sambönd sín í Pakistan og
Mið-Austurlöndum. Þá segja kunnugir
að CIA hafi líka haft hönd í bagga með
atburðum í Pakistan, til þess að verja
hina amerísk-sinnuðu stjórn Zia ui-Haq
áföllum.
íran: CIA styður íranska flóttamenn í
Tyrklandi, ,sem vinna að falli stjórnar
Khomeiny. Ekki spillir að þessir menn
flytja einnig upplýsingar frá íran yfir hin
löngu og lítt vöktuðu landamæri landsins
og eru því mikilsverðir sem njósnarar.
Afríka: CIA veitir upplýsingar og
beina aðstoð til þeirra sveita sem veita
viðnám innrásarliði Lybíumanna í
Tchad. Þá er veitt þjálfun, vopnabúnað-
ur og bein efnahagsaðstoð til sveita í
Eþíópíu, Angola og í Súdan. Tvær
leynilegar aðgerðir voru stöðvaðar,
vegna beinna afskipta þingsins. Þar var
um að ræða áform um að fá fjand-
mönnum Libíymanna á Mauritus vopn í
hendur og einnig andstæðingum Gaddafi
heima í Libyu.
Asía: CIA hefur veitt Thailandsher
stuðning með þjálfun í fjarskiptum og
með upplýsingamiðlun, svo hann megi
ná meiri árangri í baráttu gegn heroin-
framleiðslu og hreinsistöðum fyrir eitur-
lyf í sjálfu Thailandi og í baráttu gegn
innflutningi á þessum efnum frá Burma.
Þá hefur CIA samvinnu við Kínverja um
að útvega vopn handa Pol Pot, svo hann
geti beitt sér harðar gegn núverandi
stjórn Kampucheu, en hún var studd af
Vietnömum.
„Mesta vandamálið hjá Casey, þegar
að því kom að framkvæma allar þessar
áætlanir, var það að mikill skortur
reyndist á hæfum mönnum,1* segir einn
kunnugra. Menntun og þjálfun leyni-
þjónustumanns er verk sem tekur fleiri
ár. Því hefur sá sem eftirlit hefur haft
með leynilegum aðgerðum, 51 árs gamall
maður að nafni John Stein, blátt áfram
verið fluttur af fyrra verksviði og fengið
í hendur það hlutverk að endurskipu-
leggja skráningu og þjálfun nýliða. Með-
an þeim málum er kippt í lag neyðist
Casey til þess að gera skammtímasamh-
inga við um það bil 800 gamla „agenta",
sem létu af störfum á árunum 1977-1980.
Hjálparmeðul
Þá reyndist ekki síður erfiðleikum
bundið að hafa uppi á öllum þeim
hjálparkokkum í mynd einkafyrirtækja
og félaga, sem stofnunin studdist við fyrr
á tíð. Hér var um að ræða flugfélög,
banka innan Bandaríkjanna og utan,
minnst eina stóra vopnaverksmiðju, og
tyrirtæki á sviði inn og útflutnings. Þessi
skortur átti sök á því sem kom í Ijós er
verið var að styðja við bakið á uppreisn-
armönnum í Nicaragua, að CIA gat ekki
útvegað Mið-Ameríkumönnunum áhöld
sem ekki var hægt að rekja til uppruna
síns, - svo sem tékknesk og vestur-þýsk
vopn og rússnesk vopn, sem tekin höfðu
verið herfangi. Nú mun hafa verið úr
þessu bætt, - að miklu leyti á þann hátt
að ísraelsmenn eru sagðir láta CIA í té
margvíslegan útbúnað sem þeir hafa
tekið herfangi í Líbanon.
Til þess að bæta upp ýmsa ágalla sem
standa CIA fyrir þrifum hefur Reagan
stjórnin gripið til þess ráðs að koma upp
nýrri upplýsingaþjónustu, sem er algjör-
lega sjálfstæð. Það er upplýsingaþjón-
usta hersins, „Army Intelligence Sup-
port Activity (AISA). Um þessa stofnun
vissu ekki eiitu sinni þeir þingmenn sem
best fylgdust með, þar til rétt nýlega.
Var það við yfirheyrslur fyrr á árinu að
upplýsingar um þessa stofnun komu
fram fyrir óaðgæslu. Hún mun eiga að
taka að sér ýmsar áhættusamar sendi-
ferðir og gera út hjálparleiðangra í
erfiðum tilvikum. Hún var stofnuð eftir
hrakfarir leiðangursins sem átti að frelsa
gíslana í íran, en hann fór út um þúfur
m.a. af þeim sökum að CIA átti þá ekki
einn einasta njósnara eftir í íran.
Enduruppbyggingin á njósnastarfsemi
CIA er langtímaverkefni, en til þess að
bæta það upp hefur Casey lagt áherslu á
að endurbæta úrvinnsluna úr þeim mikla
straumi upplýsinga sem berst frá njósna-
gervihnöttum og hlerunarbúnaði ýmiss
konar. Inn í þennan straum berst og
firnamagn af öðrum upplýsingum, sem
óskilgreindir vélgengir eða mannlegir
njósnarar hafa aflað. „Casey hefur góða
hæfileika til þess að vinna úr þessu efni,“
segir einn þeirra manna sem við móttöku
þess hefur starfað. „Hann hefur reynt að
gera skýrslur sínar styttri og aðlagar þær
aðstæðum hvers tíma.“
Þeir sem vinna úr upplýsingum hjá
CIA senda frá sér 50 skýrslur á hverju
ári um þessar mundir í stað 10-12 áður.
Nú ber ekki jafnmikið á skoðanaágrein-
ingi á milli hinna ýmsu deilda eins og
áður var, vegna þess að Casey hefur
lagni til þess að lofa fleiri sjónarmiðum
að koma fram. Hann hefur einnig til siðs
að senda vikulegar skýrslur til fjölmiðia
og hann tekur saman sérstaka vikulega
greinargerð handa forsetanum og öðrum
æðstu embættismönnum. Þar fá þeir
upplýsingar um væntanlega övænta at-
burði.
Spádómar CIA hjafa í stórum dráttum
verið komnir fram í tíma og þeir hafa
staðist all nákvæmlega, þegar um mikils-
verð mál hefur verið að ræða. Þar á
meðal má nefna útnefningu Jurij And-
ropov og heilsufarsvandamál hans, inn-
rás Libyumanna í Tchad, afsögn Begins
og setningu herlaga í Póllandi. En að
sögn embættismanna í Washington mun
CIA hafa spáð miklu meiri andspyrnu
pólsks almennings, en raun varð á. Þá
var það ekki nógu gott að CIA hafði ekki
sagt fyrir um að sveitir ísraelshers
mundu ráðast svo langt inn í Líbanon og
raun varð á.
Sumir af upplýsingaþjónustumönnu-
num hafa sagt að CIA hafi verið kunnugt
um að mikil hætta var farin að steðja að
Anwar Sadat, skömmu áður en hann var
myrtur. En ekki var gert nægilega mikið
úr þssum upplýsingum og forstöðumað-
urinn gaf þeim því ekki nægan gaum.
Líklega hefur honum verið full hlýtt til
Sadats, til þess að hann vildi ónáða hann
með slíkum fréttum.
Á sama hátt óttast margir að samband
Bandaríkjanna við stjórnirnar í Saudi-
Arabíu, Jórdaníu og á Filippseyjum
verði til þess að CIA og bandarískir
valdamenn kjósi að loka augunum fyrir
víðtækum óróa í þessum löndum innan
tíðar.
s
B
Erlingur Isleifsson
Kvöldsími 76772
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
. GÓÐAFERÐ!
UUMFERÐAR
RÁÐ
ÞAÐ ER FUNDIÐ!
HVAÐ?
★ Nýtt efni, sem breytir ryði í fast efni!
★ Hindrar frekari ryðmyndun!
★ Sandblástur eða ryðslípun ónauðsynleg!
★ Grunnur óþarfur!
★ Einfaldlega borið á með pensii yfir flötinn sem
tæring hefur myndast á.
★ Leiðbeiningar á íslensku.
Hefur verið notað á verkstæði okkar
í tvö ár og er reynslan sú sem eftir
hefur verið leitað.
Er fáanlegt í 0,251., 0,501., 1,01. og
25,01. umbúðum.
ER drjúgt í notkun.
Bitreiöaverkstæöi
Heildverslun
Bílaleiga
Tangarhöfða 8-12 HOReykjavík Símar: (91 )-85504-85544
r
Verslanir
Fyrirtæki
i'
Póstkröfu-
handbók
kemur út með
Tímanum
1. desember n.k.
Þeir sem hafa hug á að
minna á vörur vegna póst-
kröfusendinga, vinsamlega
hafi samband í
síma 72250 kl. 9-20
eða 18300 kl. 9-17.