Tíminn - 25.11.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 25.11.1983, Qupperneq 2
Afstaða ráðherra og þingmanna misjöfn til tillagna Stjórnkerfisnefndar: „ÞARF AÐ BORÐA MARG- AR MALTÍÐIR ÁÐUR EN ÉG KEM ÖLLU NIÐUR” — segir heilbrigðis- og tryggingaráðherra Fæddi frumburð sinn á þilfari póstbátsins Anný: „Strákurinn er alveg eldhress” — segir Marsibil Erlendsdóttir frá Dalatanga sem varð fyrir hinni óvæntu Iffsreynslu ■ Ef að líkum lætur, eiga tillögur stjórnkerfisnefndar um breytingar á lögum um Stjórnarráð íslands eftir að hljóta misgóðar undirtektir ráðamanna þjóðfélagsins, enda er gert ráð fyrir1 verulega róttækum breytingum á mörg- um sviðum. Tíminn spurði í gær ráð- herra og þingflokksformenn stjórnar- flokkanna álits á þessum breytingartil- lögum stjórnkerfisnefndarinnar. Páll Pélursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins: „Ég tel sumt af þessu vera mjög til bóta, en ég vil alls ekki taka ábyrgð á því að ég verði með öllu, þegar þar að kemur. Mér líst til dæmis ekki þannig á það, að sé til bóta að steypa landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðuneyti saman, en hins vegar held ég, að hreyfing á embættismönnum innan stjórnarráðsins sé til bóta og reyndar margt fleira. Ég hef hins vegar ekki skoðað þessar tillögur nógu nákvæmlega til þess að ég vilji á þessu stigi vera að taka endanlega afstöðu til einstakra atriða." Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra: „Ég þarf að skoða-þessar tillögur betur, áður en ég greini frá mínu áliti á þcim í einstaka atriði." Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra: „Ég tel margt vera til bóta í þessum tillögum, en ég þarf nú reyndar að kynna mér þær betur. Varðandi hugmyndina um að leggja niður við- skiptaráðuneytið og sctja málaflokka þess undir forsætisráðuneyti og utanrík- isráðuneyti, þá vil ég segja það, að það segir sig sjálft að til þess að fylgjast með tímanum, þá verður utanríkisþjónustan að koma miklu sterkar inn í viðskipta- málin en nú er. Það þarf að setja upp sterkar verslunardeildir við sendiráð okkar út í heimi, sem vinna að því að afla markaða, því sala okkar á íslenskum afurðum, er náttúrlega undirstaða vel- megunar í landinu. Ég tel því að þessi breyting yrði til bóta. Hins vegar er ég ekki ánægður með það að nefndin gerir ekki tillögur um að öll peningamálin 'heyri undirfjármálaráðuneytið. Þeirátta sig ekki á því, að ég er þarna bara tímabundið! Hið rétta er náttúrulega að bankarnir heyri undir fjármálaráðherra, því heilsteypt fjármálastefna næst ekki, nema fjármálunum sé stjórnað frá einum stað. Varðandi þá tillögu að fella niður embættisheitið ráðuneytisstjóri, þá héld ég að það yrði svo til eingöngu um nafnabreytingu að ræða, því skrifstofu- stjórinn yrði samkvæmt þessu í svipuðu hlutverki og ráðuneytisstjóri er í dag. Ég tel einnig að það geti verið til bóta að afnema æviráðningu, og í heild sinni er ég alls ekki svo frábitinn þeim hugmynd- um sem þarna koma fram, a.m.k. vil ég ekki hafna neinni þeirra á þessu stigi.“ Alexander Stefánsson, félagsmálaráð- herra: „Ég er fyllilega sammála því að róttæk endurskoðun á þessum lögum fari fram, en við fyrsta yfirlestur, þá get ég alls ekki verið sammála þeim tillögum sem stjórnkerfisnefndin gerir þarna. Mér finnst vanta rökstuðning fyrir mörg- um breytingartillögunum og mér sýnist að margar hugmyndir séu sóttar í stjórn- arfar Svía og Finna, sem henta okkur alls ekki. í fyrsta lagi tel ég óeðlilegt og raunar skaðlegt fyrir okkar stjórnkerfi, að dreifa skyldum málaflokkum inn á mörg ráðuneyti. Ég hefði kosið að endurskoðun hefði miðað að því að lagfæra það ástand sem er í dag, því með breytingunum sem gerðar voru 1970, þá gerðist þetta einmitt að skyldum mála- flokkum var dreift á mörg mismunandi ráðuneyti. Ég nefni sem dæmi úr til- lögum nefndarinnar, að hún vill dreifa málefnum sveitarfélaga inn á mörg ráðu- neyti. Ég er jafnframt ósammála því að undir forsætisráðuneytið verði sett mörg mál, svo sem vinnumarkaðsmál og fleira, þessi mál eiga einfaldlega ekki heima þar. Þá virðist mér að þessir tíu ráðherr- ar sem nú sitja, hafi næg verkefni allir, þannig að ég álít að nefndin hafi ekki áttað sig á þeim þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa hjá okkur, og þeim framtíðarmarkmiðum sem augljós eru, varðandi nýja tækni og fleira.“ Matthías Bjarnason heilbrigðis, trygg- inga og samgönguráðherra: „Ég þarf nú að borða margar máltíðir, áður en ég kem öllum tillögum nefndarinnar niður!“ Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra: „Ég tel tillögur stjórnkerfisnefnd- ar vera mjög athyglisverðar. Ég er þeirrar skoðunar að róttækar breytingar í stjórnkerfinu þurfi að fara fram. Hvort þær eiga að fara fram með þeim hætti sem þarna er lagt til eða ekki, má alltaf um deila. Ég sé að það sem nefndin hefur í huga, er heildarsjónarmið, en ekki sjónarmið einstakra atvinnugreina. Það kemur til dæmis fram að nefndin telur heppilegast að sameina sjávarút- vegsráðuneytið og landbúnaðarráðu- neytið, en ég hefði nú talið að það væri ekki heppilegasta sameiningin. Sjávarút- vegurinn stendur nú einu sinni undir mest allri útflutningsframleiðslu lands- manna og ég tel að margt af því sem heyrir undir önnur ráðuneyti, færi mjög vel saman við sjávarútvegsráðuneytið, svo sem siglingamál, öryggismál sjó- manna, fiskeldi og fleira, þannig að sumt af því sem er í landbúnaðarráðuneytinu í dag, og í öðrum ráðuneytum reyndár einnig gæti fallið vel að því starfi sem fram fer í sjávarútvegsráðuneytinu, en annað ckki. Ég er almennt þeirrar skoðunar að það eigi að stefna að stærri ráðuneytum. og sameiningu, því það verður til þess að starfsemin verður hagkvæmari og kraftarnir verða meira sameinaðir.“ Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins sagðist þurfa að kynna sér tillögurnar betur. -AB ■ „Ég hefði átt að mæta í skoðun á Neskaupstað og ætlaði mér ekki til baka fyrr en ég væri búin að fæða. En um fjögur leytið aðfaranótt miðviku- dagsins fór ég að finna til og varð fljótlpga Ijóst hvað væri að gerast. Ég fór þá með bíl til Mjóafjarðar og þaðan áleiðis til Neskaupstaðar með póstbátnum Anný. En strákurinn mátti ekki vera að því að bíða eftir því að við kæmumst á sjúkrahús og hann fæddist í þann mund sem við vorum að leggja að bryggju. Og úti á þilfari, því að það var ekki hægt að koma sjúkra- börunum sem ég lá á inn um dyrnar á bátnum." Þetta sagði Marsibil Er- lendsdóttir frá Dalatanga f samtali við blaðið í gær, en hún varð fyrir þeirri óvanaiegu reynslu á miðvikudaginn var, að fæða fyrsta barn sitt, 11 marka strák, undir beru lofti um borð í bát. „Það kom Ijósmóðir á móti okkur á ■ Vegna slyssins á loðnumiðunum í fyrrinótt hefur Sjómannasamband ís- lands sent ríkisstjórninni eftirfarandi bréf: Loðnuveiðarnar á hafsvæðunum norður af íslandi hafa þegar kostað eitt mannslíf. Ekkert hjálparskip hefur verið á loðnumiðunum frá því veiðarn- ar hófust og er því enga aðstoð eða lækni eða neyðarþjónustu að fá þegar umrætt slys átti sér stað. ítreka verður að loðnuskipin sjálf hafa hvorki aðstoð né viðbúnað til að sinna slíkri þjónustu hvert við annað. Hafsvæði það sem loðnuflotinn heldur sig nú á er eitt það hættulegasta hér við land, ekki síst á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Óverjandi verður því að teljast að ekki skuli vera hjálparskip í fylgd með loðnuflotanum sem hafi lækni innan- borðs og búnað til að yeita alla nauð- synlega neyðarþjónustu. Sjómannasamband íslands vill því af gefnu tilefni krefjast þess að allt gúmíbát og kom um borð hérna rétt hjá Norðfjarðarnípunni. Það mátti raunar ekki tæpara standa því að fæðinguna var þá alveg að bera að. Það var vel búið um mig á dekkinu, veðrið var gott og hvorugu okkar varð meint af, strákurinn er alveg eldhress. Hann var strax vafmn inn í handklæðí þegar hann var fæddur og okkur komið inn í sjúkrabíl sem beið á bryggjunni og við drifin á sjúkrahúsið. Með Marsibil í þessari ævintýralegu ferð voru systir hennar og kona frá Mjóafirði og svo auðvitað maður hennar, Heiðar Jones, en þau hjónin reka búskap á Dalatanga, þar sem faðir Marsibil er vitavörður. Marsibil bað fyrir þakklæti til þeirra sem að- stoðuðu hana á leiðinni og blaðið óskar þeim hjónum til hamingju með frumburðinn. verði gert sem í mannlegu valdi stend- ur til að tryggja öryggi loðnusjómann- anna og neitar að trúa því að óreyndu að stjórnvöld meti þyngra sparnaðar- sjónarmið en líf og öryggi þeirra sjómanna sem eru við störf við þessar hættulegu aðstæður. Sjómannasam- band íslands gerir ennfremur þá kröfu til stjómvalda að nú þegar verið gerðar ráðstafanir til að senda varðskip með lækni innanborðs og skal það fylgja loðnuflotanum eftir og ánnast neyðar- þjónustu fyrir hann. Þá leggur Sjó- mannasamband íslands áherslu á að hið fyrsta verði gerðar ráðstafanir til að kaupa þyrlu til Landhelgisgæslunn- ar í stað þeirrar sem fórst nú nýverið. Sú þyrla hefur margsinnis sannað gildi sitt í björgunar og hjálparstarfi svo óþarft er að rökstyðja frekar nauðsyn slíkra björgunartækja. Sjómannasam- band íslands væntir þess að ríkisstjórn- in veiti þessum nauðsynlegu öryggis- málum sjómanna lið og grípi til nauð- synlegra aðgerða þegar í stað. -GSH -JGK „LOÐNUVEIÐARNAR ÞEGAR KOSTAÐ EITT MANNSLÍF” Pólskar nunnur í Hafnarfjardarklaustur: Koma til landsins slyppar og snaudar biðja íslensku þjóðina um stuðning ■ A anna tug pólskra nunna hefur lýst áhuga sínum á að setjast að í Klaustrinu í Hafnarfirði og hefja þar bænahald að nýju, en sem kunnugt er lagðist það af í sumar. Biða þær aðeins eftir nauðsvn- legum leyfum stjórnvalda, sem munu væntanleg innan skamms. Nunnurnar sem héi um r.eðir eru úr Karmelklaustri í Elblag í Póllandi. Fjár- hagur klaustursins mun mjög bágborinn og þess vegna geta nunnurnar nær ekkert haft meðferðis hingað til lands og er stuðningur vel þeginn. Þeir sem vilja styðja nunnurnar til að koma sér fyrir í Hafnarfirði, en þar er nú allt tómt innanhúss, eru beðnir að notg gíróreikn- ing 19600-2. Kenniorðið er „Karmelsyst- ur“. Þeir sem kynnu að vilja gefa muni, svo seiu hvers konar innanstokksmuni rúmföt eða búsáhöld, eru beðnir að liafa samband við prestana í Landakoti, Há- vallagötu 16, í síma 25619 eða 25697. -SJÓ. ALVARLEGT UM- FERÐARSLYS! — ekið á ungan dreng við ElliðavogT og annan vegfaranda við Suðurgötu ■ Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Elliðavogi fyrir neðan Laugarásbíó þeg- ar ekið var á ungan dreng á gangbraut um kl. 17.00 í gær. Að sögn lögreglu slasaðist drengurinn lífshættulega og lá hann á gjörgæsludeild í gærkvöldi. Ekki er enn fulljóst um aðdraganda slyssins. Þá var einnig ekið á gangandi vegfar- enda á Suðurgötu á móts við Háskólann um kl. 18.15 í gær. Aðsögn lögreglunnar slasaðist vegfarandinn ekki alvarlega. ■ Af slysstað á Elliðavogi í gær, þar sem ekið var á ungan dreng á gangbraut með þeim afleiðingum að hann slasaðist lífshættulega. Tímamynd Sverrir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.