Tíminn - 25.11.1983, Qupperneq 4

Tíminn - 25.11.1983, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Laus staða Staða bifreiðaeftirlitsmanns við Bifreiðaeftirlit ríkisins á ísafirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknin berist Bifreiðaettirliti ríkisins, Bílds- höfða 8, fyrir 15. desember n.k. á þar til gerðum eyðublöðum, sem stofnunin lætur í té. Reykjavík, 23. nóv. 1983. Bifreiðaeftirlit ríkisins. Bíldudalur Starfsfólk óskast í fiskvinnu við pökkun og snyrtingu. Upplýsingar í símum 94-2110, 94-2116 og 94- 2128. Fiskvinnslan hf. Bíldudal. Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Vióhald iHHV'' Mj samvirki JS\i Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. Auglýsing til bænda Höfum nú fyrirliggjandi sérframleitt þaramjöl, pakkaö í 25 kg pappírspoka. Verð kr. 8 pr. kg. Vinsamlegast gerið pantariir sem allra fyrst í símum 93-4740 eða 91-16299 Þörungavinnslan h.f. Reykhólum Refir til sölu 50 blárefs og Shadowlæöur til sölu. Jpplýsingar á kvöldin í síma 99-5019. fréttir Göngur og réttir á Ing- jalds- sandi ■ Á Ingjaldssandi var göngum frest- aö um þrjá daga vegna góðviðriskafla sem kom loks eftir rigningarnar í sumar og náðu sláttur og réttir saman á einstaka bæ. Að áliti glöggra bænda bættu dilkar verulega við sig við þenn- an sumarauka. Hreppsnefnd Mýrar- hrepps hefur vald til að fresta eða flýta göngum, en göngur þarf að sam- rýma hér og vestan heiða. Hjá bændum á Ingjaidssandi eru þetta 3ja daga göngur í senn. Fyrsta daginn eru leitarsvæðin sjö, en fimm annan daginn. Gist er eina nótt á skipsbrots- mannaskýli á Skaga. Þar ríkja ýmsar venjur og hefðir sem eru ekki leiknar nema á gangnadaginn. Skipsbrotsskýlið1 er búið 6 kojum og þrem aukabeddum. Hver gagnamaður á sína koju sem hann hefur unnið-sér með hefð. Ka- byssan er kynt með rekabreki og kolamolum. Ákveðinn gangnamaður sér um kabyssuna hverju sinni og þarf hann að vakta hana hvort sem honum líkar vel eða illa, en það verður honum yfirleitt andvökunótt. Nýliðar eru and- vaka fyrstu nóttina vegna þess að þeim er sagt að talað verði illa um þá ef þeir sofna á undan hinum. Síðla kvölds er farið út í Skagavita og þar er sagt frá ýmsu sem bara er hægt að segja þarna á Skaga og sýna menn oftast á sér nýjar hliðar. Þar rétt hjá er leiði tveggja Fransmanna sem hafa verið drepnir og grafnir þar. En enginn þorir að gjóa augum þangað þetta síðsumarskvöld. Daginn eftir skipta menn sér þannig að þrír menn fara út á Ytri Hlíðar ogreka út á Ingjaldssand, en sjö menn fara inn Hlíðar og reka á Alviðrurétt. Daginn eftir er Ingjaldssandur smalaður og réttað samdægurs í Sandsrétt. Það er hátt á fjórða þúsund fjár á fimm bæjum, það er heldur færra en í fyrra en fólkið var á annað hundrað. Þegar menn koma saman með safnið segir hver frá sinni ævintrýraför og viðureign við þessar villtu kindur í þessum hrika- legu fjöllum og ýmsir hafa lent í tæpu og núna lenti einn maður í því að aflífa nokkrar kindur sem höfðu hrapað. FK/BK ■ WiUiam Douglas gangnamaður Helga Árnasonar í Alviðru, gefur seppa „það besta af sviðonum“, en enginn veit hvað það var í þetta sinn. ■.....Leifi og Jón H. voru kófsveittir í svitabaði eftir að hafa handsamað Hyrnu hina víðfrægu fjallabikkju við mildnn eltingarleik í almenningnum. ■ Rekið í réttirnar. Samsafn af fólki og fénaði að koma af fjalii á Ingjaldssandi. Um fjögurþúsund fjár og á annaðhundrað manns var á Sandsrétt. Þorsteinshom með Brekkudal og Hálsdal sitt hvoru megin í baksýn og býlið Brekka. Myndin sýnir endarekstur seinni daginn. ■ Jóna i Alviðru, við heimkeyrsluna á Arnanesi, gefur Skagamönnum kaffi og með því. Talið frá vinstri. Jólakakan á toppi bflsins, Jóna og kaffikannan, Jói krýpur, Obbi drekkur, Kristján á Brekku, Helgi í Alviðru, Ámi á milli og Doglas við staurinn ■ Réttarpelinn dreginn upp eftir dráttinn. Beta, Pétur með pelann, Jói með gleraugun og Hilmar með vindilinn. Þekkja má Guðna á Sæbóli fyrir aftan, að benda á Golsu sina. Tímamyndir Finnbogi Kr. ■ „Hver á þig?“ Segir Kristján á Brekku réttarbóndi á Sandsrétt um leið og hann gripur í homið á einni óskilakindinni. Þekkja má Sigga á Kirkjubóli, dregur dilk, Elísabet í Bolungarvík heldur í lamb.við hlið hennar er Helga í Tröð og Jói á Brekku er við Brckkudilkshliðið. ■ Vasahnífurinn og sviðin. Guðmundur á Brekku, Torfí á Felii og Helgi í Alviðm brytja í sig sviðin og seppi fýlgist vel með ef einhver skvldi missa bitann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.