Tíminn - 25.11.1983, Qupperneq 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústssón, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Vill Sjálfstæðisflokk-
urinn ekki samkeppni?
■ Ríkisstjórnin stefnir að því að draga verulega úr verðlags-
höftum og verðlagsfyrirmælum fljótlega eftir áramótin. Þetta
er vafalítið vel ráðið.
Hér hafa verið lengur meiri verðlagshöft en víðast annars
staðar eru dæmi um. Þau hafa gert eitthvert gagn, en einnig
í öðrum tilfellum ógagn. Mikil hætta er á, að þau hafi oft
stuðlað að óhagstæðum innflutningi, þar sem álagningarhagn-
aðurinn verður meiri eftir því sem varan var dýrari í innkaupi.
Af þessum ástæðum gagnrýndu Framsóknarflokksmenn á
Alþingi þetta fyrirkomulag í tíð viðreisnarstjórnarinnar, en
hún hélt eigi að síður fast í höftin.
Þess ber að sjálfsögðu að gæta í þessu sambandi, að viss
skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, þegar dregið er úr
verðlagshöftunum. Þessi skilyrði eru fyrst og fremst að.
fullnægjandi samkeppni sé fyrir hendi. Verðlagsyfirvöld
þurfa því áfram að fylgjast með verðlagi og grípa í taumana,
ef þ<"'rf krpfur.
Það gerir afnám verðlagshafta auðveldara nú en oft áður,
a<) i«v"or tekmn til slarfa á vegum kaupfélag.n'u.i uýr
stórmarkaður í Reykjavík, Mikligarður. Hann irmn auka
samkeppnina milli verzlana kaupmanna og kaupfélaga í
höfui/i.-wigi.ini. Þetta mun áreiðanlega verða neyteuuum ul
hagnaðar og draga úr þörf fyrir höftin.
Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir sig fylgjandi samk.'rnnis
verzlnn telur aðra flokka andvíga henni Framsé'-'inr-
flokkinn kefur þó jafnan lýst yfir því, að hí.nn .eldi
samKcp, i:: milli kaupmanna og kaupfélaga bezta vei <»im;.>eft-
irlitið.
Svo kynlega bregður nú við, að málgögn Sjálfstæðisflokks-
ins í höfuðborginni, Morgunblaðið og DV, taka Miklagarði
miðlungi vel, svo að ekki sé meira sagt. DV er jafnvel með
hótanir og gefur í skyn, að borgaryfirvöld kunni að stöðva
rekstur Miklagarðs innan 36 mánaða.
Af þessu verður vart önnur ályktun dregin, en að
Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki eins ákveðið fylgjandi sam
keppni og hann vill vera láta. Hann virðist ekki una annarri
verzlun en kaupmannaverzlun.
Það er áreiðanlega mikill misskilningur, að öll kaupmanna
verzhm h' erfi úr sögunni með tilkomu Miklagarðs. Þvcrt á
móti mun tilkoma Miklagarðs verða til að bæta kaupmanna-
ver/iuiin.u. Otrúlegt er annað en að kaupmenn bregðist
þannig við aukinni samkeppni. Þær verzlanir, sem bezt
reynast, munu halda velli, hvort heþdur sem þær eru reknar
af kaupmönnum eða kaupfélögum. Á þessu munu neytendur
hagnast.
En ástæða er til að spyrja vegna skrifa flokksblaðanna
Morgunblaðsins og DV: Vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki
samkeppni?
Ný sigurför forseta íslands
■ Þær fréttir, sem hafa borizt af heimsókn forseta íslands,
Vigdísar Finnbogadóttur til Portúgal, eru á sömu leið og
frásagnir af fyrri heimsóknum hennar sem þjóðhöfðingja
tii aniicura landa. Þetta hefur verið sannkölluð siguiför og
mikil og góð kynning fyrir ísland.
Á því þurftu íslendingar líka að halda, því að þeir hafa
haft mikil samskipti við Portúgal og þurfa ekki aðeins að
halda þeim við, heldur auka þau.
Stundum hefur það verið gagnrýnt, að kostnaður við þessi
ferðalög forsetans væri of mikill. Þar er þó um smámuni að
ræða, miðað við margt annað. Sennilega hafa engin útgjöld
ríkisins borgað sig betur á síðastliðnu ári en kostnaðurinn við
Bandaríkjaför forsetans. Svo góð kynning var þetta ferðalag
fyrir ísland.
Þ.Þ.
FÖSTODAGDR 25. NÓVEMBER 1983
skrifað og skrafad
Er ísland
grasræktar-
land?
■ Bjarni E. Guðleifsson
hjá Ræktunarfélagi Norður-
lands veltir þeirri spurningu
fyrir sér í Frey, hvort ísland
sé fallið til grasræktar. Niður-
staða hans er sú að svo sé en
er í vafa um hvort íslendingar
séu grasræktarmenn, fyrst og
fremst vegna þess að faglega
þekkingu skorti. Leggur
Bjarni til að rannsóknum á
þessu sviði sé meira sinnt en
gert er.
Hann lýkur grein sinni
þannig:
„Ymsir kunna að segja að
við séum svo fáir og smáir og
fátækir að við höfum ekki
efni á slíkri rannsóknastarf-
semi. Því er til að svara að
þessi rannsóknastarfsemi
hefði ekki kostað nema örlít-
ið brot af því fjármagni sem
farið hefur í misheppnaða
ræktun, misheppnaða endur-
vinnslu, áburðareyðslu,
kjarnfóðurkaup, heyflutn-
inga, afurðatjón og niður-
skurð sem afleiðingu af lé-
legri uppskeru. Rannsóknir
hefðu hugsanlega getað forð-
að okkur frá einhverju af
þessum áföllum. En því mið-
ur er alltaf auðveldara að fá
fjármagn til beinna fram-
kvæmda en til þekkingarleit-
ar sem ekki er auðséð að skili
beinum arði strax. Þannig er
í síðasta fjárlagafrumvarpi
lagt til að fella niður innflutn-
ingsgjöld af gervigrasi á sama
tíma og fjárveitingar til rann-
sókna á lifandi grasi eru stór-
lega skcrtar.
Raunar óttast ég að við
föllum víða í sömu gryfjuna.
hvernig er t.d. með loðdýra-
ræktina, nýja búgrein sem á
að leysa mörg af vandamál-
um landbúnaðarins núna?
Þar cru lagðir undir miklir
fjármunir, en höfum viðaflað
okkur nægrar vitneskju til að
takast á við vandamál
loðdýraræktar?
Það er enginn tilviljun að
á ýmsum erlendum málum er
notað sama orðið yfir ræktun
og menningu, hvorttveggja
nefnist „kultur". Hin fyrsta
menning byggðist á ræktun.
Mér er nær að halda að hér á
landi vanti jarðræktarmenn-
inguna, það vantar vísinda-
lega þekkingu og fræðslu um
það hvernig eigi að breyta
Tandri skrifar
óræktuðum jarðvegi í ræktar-
mold og hvernig eigi að við-
halda henni í rækt. Það er
ekki víst að nóg sé að grafa,
jafna, plægja, tæta, sá, bera
á og valta eftir hinum hefð-
bundnu aðferðum. Ræktun-
armenning hlýtur að byggja
á faglegri þekkingu, líkt og
önnur menning. Ef við legg-
jum okkur fram um þetta, þá
gæti hér í framtíðinni dropið
smjör af hverju strái, svo sem
Þórólfur smjör vildi forðum
hafa, og þetta væru þá líklega
vallarfoxgrasstrá. Þá færi það
saman að hér væri grasrækt-
arland setið grasæktar-
mönnum."
Landsfund-
urinn mikli
Magnús Bjarnfreðsson
fjallar um landsfund Alþýðu-
bandalagsins í DV og er á
þeirri skoðun aðeinhugurinn
og einlægnin hafi ekki verið
eins mikil þar og látið er í
veðri vaka. Magnús skrifar:
„En einhvern veginn bera
fréttir af flokksþinginu það
með sér að þar hafi ekki allt
verið kyrrt. Enginn vafi er á
því að þærskipulagsbreyting-
ar, sem samþykktar voru,
eiga sér harðsnúna and-
stæðinga, sem sjá í þeim
upplausn flokks og stefnu.
Mig grunar að þeir hafi rétt
fyrir sér. Ýmsir stjórnmála-
menn halda nú að það sé
líklegt til vinsælda að leggja
stjórnmálaflokka hálft í
hvoru niður. Gera þá að
einhverju laustengdu sam-
sulli ýmissa hagsmunahópa.
Stundum er þetta kallað
regnhlífasamtök, stundum
grasrótarsamtök. Hvorugt
orðið er skiljanlegt venjulegu
fólki, enda ekki til þess
ætlast. Með þessu er reynt að
læða því inn hjá fólki að
tengsl við hinn almenrta
flokksmann eða kjósanda séu
aukin, hann hafi meiri áhrif
á stefnumótun en í hinum
hefðbundnu stjórnmála-
flokkum.
Allt er þetta endemis rugl.
Hinn almenni kjósandi á
minni möguleika ef nokkuð
er til þess að koma sjónar-
miðum sínum á framfæri.
Þeir sem í valdastólum sitja í
„samtökunum" eru lausari
við nuddið á almúganum en
þeir sem stjórna venjulegum
flokkum, þar sem hefðir og
venjur tryggja hinum al-
menna flokksmanni það að
geta komið skoðunum sínum
á framfæri, þótt í misríkum
mæli sé. En vera kanna að
þetta lýðskrum geti slegið
ryki í augu einhverra í eins
og einar kosningar. Til þess
eru refirnir væntanlega
skornir.
Verkalýðsarmur Alþýðu-
bandalagsins kvað vera sár
yfir kosningum á flokksþing-
inu. Ekki veitéghversvegna.
Mér er ómögulegt að sjá að
Vilborg Harðardóttir sé
minni verkalýðssinni en
Kjartan Þjóðviljaritstjóri.
Raunar eru þau það hvorugt,
heldur fulltrúar flokkseig-
endanna, Kjartan þó líklega
fremur. Alþýðubandalagið
og forverar þess, Sósíalista-
flokkur og Kommúnista-
flokkur, hafa löngum reynt
að koma því inn hjá verka-
lýðnum að hann réði ein-
hverju í stefnu þeirra. Slíkt
er þó ekkert annað en mis-
skilningur. Þar hafa alltaf
ráðið ferðinni menntamenn,
háskólaborgarar og kennarar
og munu gera það áfram.
Verkalýðssamtökin hafa ald-
rei ráðið þessum flokkum,
þeir hafa hins vegar löngum
getað stjórnað verkalýðs-
hreyfingunni og att henni út
í hver þau átök sem þeir hafa
talið að myndu þjóna hags-
munum sínum. Þar hefur
engin breyting orðið á og
stóð ekki til að hún yrði.
Raunar var hálfkátbroslegt
að sjá hinn galvaska formann
Alþýðubandalagsins tína það
fram sem sönnunargagn fyrir
áhrifum verkalýðsins að
flokksþingið hefði samþykkt
stuðningsyfirlýsingu við hann
í baráttu við ríkisstjórnina.
Rétt eins og fólk hefði ekki
vitað að Alþýðubandalagið
væri í stjórnarandstöðu! Það
sem í raun var að gerast var
að flokkurinn var að móta
stefnu fyrir sendisveina sína
innan verkalýðshreyfingar-
innar, sem sumum í forystu-
sveitinni þykja óþarflega
deigir upp á síðkastið. Þessi
„stuðningsyfirlýsing" við þá
var dagskipun um að fara að
brýna busana. Eitthvað verð-
ur að fara að gera, því annars
stendur ríkisstjórnin með
pálmann í höndunum á út-
mánuðum.
Já ráðherra
■ Það er ekki oft sem Tandri gerist sekur um ritstuld, en í
síðasta tölubiaði Þjóðmálaritsins SYN er athyglisverð grein
eftir Þórð Ingva Guðmundsson, stjórnsýslufræðing, þar sem
hann m.a. fjallar um æviráðningu opinberra starfsmanna.
Þórður segir: „Rúmlega 40% allra starfsmanna ríkisins eru
æviráðnir. í þessum hópi eru yfirleitt stjómendur ríkisstofn-
ana, fyrirtækja og sjóða, forstöðumenn ráðuneyta, deildar-
stjórar og jafnvel fulltrúar í ráðuneytum. Skipulagsbreytingar
og hagræðing í fyrirtækjum í einkarekstri hefur undantekning-
arlítið í för með sér breytingar á mannahaldi, jafnvel
uppsagnir og nýráðningar. Til að tryggja árangursríka hagræð-
ingu er oft nauðsynlegt að koma með ferkst blóð, ef svo má
að orði komast, inn í fyrirtækið. Nákvæmlega sama lögmál
gildir í ríkisrekstri og í einkarekstri að hagkvæmni í rekstri er
grundvallaratriöi. I ríkisrekstrinum er hins vegar ákaflega
erfitt að hreyfa til mannaflann, m.a. vegna æviráðningarinnar,
hvað þá að segja vanhæfum stjómendum upp. Af þessum
sökum er mun erfiðara að koma við árangursríkri hagræðingu
í ríkisrekstrinum og ber því að telja æviráðninguna eitt af
meginvandamálum íslensku stjórnsýslunnar“.
Þetta er eins og talað úr hjarta Tandra. Hann minnist
viðskipta sinna við ýmsa opinbera starfsmenn, sem njóta
þeirrar náðar að vera æviráðnir. Hann minnist líka þeirrar
löngunar að segja við viðkomandi að þeir séu með öllu óhæfir
og væru best geymdir á safni.
Það kemur fram í tillögum Stjómkerfisnefndar sem skilaði
áliti fyrr í vikunni að það er vilji nefndarinnar að æviráðning
embættismanna í stjómarráðinu verði afnuminn og að em-
bættismenn flytjist á milli staða eftir ákveðnum reglum,
þannig að enginn geti setið lengur í starfi í sama ráðuneyti
lengur en 12 ár. í samtali sem Tíminn átti í gær við Eirík
Tómasson, formann Stjómkerfisnefndar, kemur fram að
nefndin leggur til að ráðningartíminn verði að jafnaði 6 ár, en
gert ráð fyrir að það megi endurráða.
Tillögur nefndarinnar hans Eiríks em um margt merkilegar
og væri þó merkilegast ef þær næðu fram að ganga. Tilfellið
er að embættismannavaldið cr gifurlega sterkt og það mun
leggjast gegn breytingum af öllum þeim þunga sem það á til í
fórum sínum. Það er til dæmis líklegt að þetta „vald“ muni
alfarið hafna þeirri hugmynd að hvert ráðuneyti beri ábyrgð í
auknum mæli á sínum Ijárrciðum og (járreiðum þeirra
stofnana sem undir það heyra. Þá er ekki síður líklegt að
valdið - eða kerfið öllu heldur - muni hafna þeirri hugmynd
að breyta starfi aðstoðarráðherra - gera það valdameira.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem
hlýtur að koma í kjölfarið á tillögum Stjórnkerfisnefndarinnar.
Hvað segja t.d. ráðuneytisstjórar um að ráðuneytum verði
fækkað úr 13 í átta? Munu þeir koma saman á fund og ræða
sín á mUli hvernig hægt verði að svæfa tUlögur Eiríks og félaga
- og getur verið að sá fundur verði með líku sniði og sjá mátti
í þáttunum „Já ráðherra"?