Tíminn - 02.12.1983, Page 2

Tíminn - 02.12.1983, Page 2
2______ fréttir FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Forvitnileg bók um Bjarna Benediktsson skrifuð af samtlðarmönnum: VILIN FA NÓBELSSKALMÐ I FORSETflFRAMBOÐ 1968! „Eitt af því sem ég man best eftir úr samtölum okkar Bjama Benediktssonar eru þau orö hans aö ég skyldi fara á fund Halldórs Laxness upp í Gljúfrastein þegar sýnt var á árinu 1967 að Asgeir Ásgeirsson léti af forsetaembætti næsta sumar og bjóða honum stuðning. Það gerði ég og er mér undrun nóbelsskálds- ins ógleymanleg. Þegar ég áður en þetta var lagði upp í fyrsta samtalið við Halldór í ritstjóratíð Bjarna hafði Bjami sagt við mig með stríðnisbrosi: „Það er ágætt, Matthías minn, en farðu ekki á fjórum fótum, berðu höfuðið hátt.“ Svo segist Matthíasi Johannesscn ritstjóra frá í grein sinni sem hann ritar í bókinni Bjarni Benediktsson í augum samtíð- armanna, sem forsvarsmenn Almenna bókafélagsins og greinarhöfundar kynntu blaðamönnum. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmda- stjóri AB sagði m.a. á fundi með frétta- mönnum í gær: „Tilefni þess að við hittumst hér nú, er að samgleðjast yfir því að okkur hefur tekist að koma bók um Bjarna Benediktsson út til dreifing- ar. Það er ekki við hæfi að ég sé að hafa mörg orð um Bjarna heitinn Benedikts- son, en það er við hæfi að Almenna bókafélagið gefi út bók um Bjarna. Hann var jú einn af stofnendum og frumkvöðlum Almenna bókafélagsins og formaður þess á meðan honum entist aldur.“ Það var Ólafur Egilsson sem hafði með höndum ritstjórn þessa verks, og er hann fór nokkrum orðum um verkið, sagði hann m.a. „Höfundarnir eiga það allir sameiginlegt, að þeir þekktu Bjarna ■ Ahuginn leynir sér ekki í svip fjögurra greinarhöfundanna, því þegar bókin var kynnt á fundi með fréttamönnum í gær, þá höfðu höfundarnir ekki séð neitt í bókinni, nema þann kafla sem þeir höfðu sjálflr ritað. Frá vinstri: Olöf Benediktsdóttir, systir Bjarna, en Olöf ritar fyrsta kafla bókarinnar, og var henni á fundinum í gær afhent fyrsta eintak bókarinnar, Geir Hallgrímsson, Gylfl Þ. Gíslason og Matthías Johannessen. Benediktsson mjög náið. Þeir segja frá atburðum sem, þeir upplifðu með hon- um eða hafa af öðrum ástæðum sérstak- lega góða aðstöðu til þess að fjalla um. Atburðum sem þeir sáu innan frá, marga hverja, ef svo má segja. Þættirnir hafa því allir sérstakt sögulegt gildi. Með þeim skerfi sem höfundarnir 16 hafa lagt fram, má ætla að bjargað hafi verið frá glötun ýmsum heimildum og upplýsing- um frá einu viðburðaríkasta tímabili íslandssögunnar og um mann sem átti flestum stærri þátt í sköpun þeirrar sögu.“ Bókin hefur verið í vinnslu undanfarin ár, en hugmyndin að bókinni fæddist fyrir sex árum eða svo, eins og fram kom á fréttamannafundinum í gær. Höfð var hliðsjón af því, með útkomutíma bókar- innar, að á þessu ári eru 75 ár liðin frá fæðingu Bjama Benediktssonar. Bókin skiptist í þrjá meginkafla: í þeim fyrsta er æviskeið hans rakið, í öðrum er svipmyndum frá einstökum atburðum eða starfsvettvangi brugðið upp og í þriðja kaflanum gera nokkrir menn m.a. grein fyrir ákveðnum tímabilum í starfs- ferli Bjarna, svo sem ritstjórnarstörfum hans og fleiri. Höfundarnir eru 16 talsins: Ólöf Tímamynd - Arni Sæberg Benediktsdóttir, systir Bjarna, Baldur Möller, Birgir ísleifur Gunnarsson, Agnar Kl. Jónsson, Ásgeir Pétursson, Jónas H. Haralz, Matthías Á. Mathie- sen, Árni Grétar Finnsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Davíð Ólafsson, Magnús Jónson, Pétur Ólafsson, Gylfi Þ. Gíslason, Andrew G. Gilchrist, Matt- hías Johannesson og Geir Hallgrímsson. Bókin er með fjölda mynda frá starfs- ferli Bjama Benediktssonar, og nafna- skrá og atriðisorðaskrá fylgja verkinu. Bókin er 262 blaðsíður að stærð og er hún unnin í Prentsmiðjunni Odda. AB Veðdeild Landsbanka íslands: KREFST NAUÐUNGARUPP BOÐS Á426 FASTEIGNUM ppSegi starfi mínu fyrr lausu en láta selja húseignir ofan af barnafólki’% segir lögfræðingur deildarinnar Fjölbreytt dagskrá á Loftleiðum f desember: Danskt jóla- borð í Blómasal ■ Sérstök joladagskrá verður að Hótel Loftleiðum í desember að venju. Danskt jólaborð verður í Blómasal frá 1. des, og frá þeim tíma verður einnig hægt að fá jólaglögg og piparkökur í veitingasölum hótels- ins. Aðventukvöld vcrður sunnudag- inn 4. des. með fjölbreyttri dagskrá og síðan eru norskir dagar í Blómasal 9. og 10. dcs. þar sem hinn kunni vísnasöngvari Finn Kalvik skemmtir. Lústukvöld vcrður aö vanda 11. des. og loks verða jólapakkaköld 17. og 18. des. með fjölbreyttri dagskrá og happdrætti þar sem aðalvinning- urinn er flugfar fyrir tvo til Kaup- ntannahafnar. Kynnir á öllum kvöldunum verður Hcrmann Ragnar Stefánsson. -FRI Alþingi: Kosið til allra sveitar- * stjórna samtímis ■ Alexander Stefánsson félags- málaráðherra hefur mælt fyrir frum- varpi um sveitarstjórnarkosningar. Höfuðbreytingarnar frá núgildandi lögum eru að kjördagur verður sá sami í öllum sveitarfélögum og er stungið upp á að þær fari fram í síðari hluta aprílmánaðar. Ekki er gerður munur á hreppum og kaupstöðum, en þó cr haldið í þann mun sem geröur hefur verið á hreppum og kaupstöðum varðandi meðmælendur til framboðs. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að nýkjörin sveitarstjórn taki við störf- um 15. næsta mánaðar eftir kjördag og að kosningaaldur lækki í 18 ár. Kosningar verða ekki úrskurðaðar ógildar nema að ætla ntegi að það sem áfátt er hafi haft áhrif á k.osn- ingaúrslit, jafnvel þótt frantbjóðandi hafi átt í hlut. Sérstök kjörnefnd fer með úr- skurðarvald um gildi kosninga í stað sveitarstjórnar. Kveðið er á um sér- stakar reglur um meðferð sveitar- stjórnarmála meðan úrslit kosninga eru í óvissu. Heimild sveitarstjórnar sem situr í óvissutímabili til að inna af hendi greiðslur og gangast undir skuldbindingar er takmörkuð. Allntiklar umræður uröu eftir framsögu félagsmálaráðherra og einkum gagnrýndu þingntenn þann tíma sem írumvarpið gerir ráð fyrir að sveitarstjórnarkosningar fari fram, og töldu liann óhentugan og voru flestir á að heppilcgast væri að kosningarnar færu fram í júnímán- uði. Alexander Stefánsson sagði að Al- þingi væri í sjálfsvald sett að ákveða kjördag og mundi það að sjálfsögðu vera athugað í nefnd. - AB. ■ í nýjasta hefti Lögbirtingablaðsins eru 426 nauðungaruppboð á fasteignum auglýst að fara muni fram þann 12. janúar nk. að kröfu Veðdeildar Lands- bankans, en samkvæmt heimildum Tím- ans er hér um óvenjumörg tilfelli að ræða. Tíminn sneri sér til Braga Björnssonar lögfræðings í lögfræðideild Landsbank- ans og spurði hann hvort hann hefði upplýsingar um tíðni svona krafna: „Ég verð að segja það alveg eins og er, að hér er um alveg óvenjulega mikið magn að ræða,“ sagði Bragi , „ég tók saman yfirlit um tíðni þessara uppboðsbeiðna í fyrra, en þá fóru á árinu um 13000 uppboðsbeiðnir frá Veðdeildinni til emb- ættanna. Þar af fóru um 1500 kröfur áfram og voru þingfestar og um 500 sem þar af héldu áfram í raun og veru. Til samanburðar get ég nefnt þér að núna, á einum degi, þá þingfestum við fyrir bæjarþingi Reykjavíkur 430 mál, svo aukningin er gífurleg. Að vísu eru þarna mörg gömul mál, og það verður að hafa í huga, því hjá embættinu hafa orðið skipulagsbreytingar." Bragi sagði, þegar hann var spurður hvað hann vildi um það segja, að aðeins fimm til tíu eignir seljist á ári á uppboð- um: „Þegar sagt er að aðeins 5 til 10 eignir seljist á uppboði á ári, þá segir það ekki hálfa söguna, vegna þess að maður veit það, að ef fólk lendir í þeirri aðstöðu að eign þess sé seld á öðru eða síðasta uppboði, þá fær það aðeins slikkprís fyrir eign sína. Því er það þannig, að allir heiðarlegir kröfuhafar gefa fólki kost á, að selja íbúðina eða húseignina á frjáls- um markaði, til þess að það fái sem best verð fyrir hana og á venjulegum kjörum. Ég gæti því trúað því að það væru að minnsta kosti tuttugu sinnum fleiri eignir sem væru seldar raunverulega, vegna þessara krafna, heldur en skýrslur þar um segja. Ég segi bara fyrir mig, að ég geri það ekki að selja ofan af barnafjöl- skyldum. Það bara kemur ekki til greina. Ég leita allra annarra ráða, heldur en að setja slíkar eignir á síðustu sölu. Það má kannski segja að þetta sé ekki voðalega góður innheimtumáti, en maður verður að hafa hið mannlcga sjónarmið í huga.“ Bragi var spurður hvort þeir fjölmörgu sem taldir eru upp í auglýsingum Lög- ■ „Að sjálfsögðu mun ég, og ég held öll húsnæðismálastjórn gera það sem við getum til þess að framfylgja stefnu félagsmálaráðherra í húsnæðismálalán- um,“ sagði Þráinn Valdimarsson nýskip- aður formaður húsnæðismáiastjórnar í samtali við Tímann í gær. Alexander Stefánsson félagsmálaráð- herra skipaði Þráin sem formann og Gunnar Helgason varaformann stjórnar- innar, en aðrir í stjórn eru þau Guðrún Hallgrímsdóttir, Jóhann Petersen, Jón H. Guðmundsson, Gunnar S. Björnsson, Kristín Blöndal, Björn Þór- birtingablaðsins og skulda ekki nema á hilinu 2 til 10 þúsund, þó svo að talsverður fjöldi sé einnig með umtals- verðar skuldir sem skipta tugum, jafnvel hundruðum þúsunda, gætu ekki flestir bjargað sér fyrir horn með greiðslur: „Ja, þaðer nú einu sinni svo, aðþeirsem skulda minnstu fjárupphæðirnar, eins og þeir sem skulda 2 til 10 þúsund krónur, sem hringja í mig, og segja mér að þeir nái ekki saman heimilisreikningum, raf- magnsreikningum og hitaveitureikning- um. Dæmið gangi einfaldlega ekki upp hallsson og Grétar Þorsteinsson. Auk þess eru tilnefndir 9 varamenn. Þráinn sagði jafnframt: „Við erum í raun og veru mjög ánægð með það, að“ það er þó virkilega viðleitni til þess að beina auknu fjármagni til húsbygginga, eins og sést best með hækkun húsnæðis- lána um 50%. Ekki nóg með það að þessi lán hækki hjá þeim sem nú eru húsbyggjendur, heldur nær þetta tvö ár aftur í tímann, og það er að mínu mati stórkostlegt skref sem stigið hefur verið í þessu máli, sérstaklega með tilliti til þess samdráttar sem á sér stað á flestum og ekkert sé eftir til þess að standa í skilum við Húsnæðismálastofnun. Þetta er yfirleitt heiðarlegasta og besta fólkið sem hringir og segir mér þetta. Hvað á ég að gera þegar ég fæ svona upphring- ingar - ég get bókstaflega ekkert gert,“ sagði Bragi. Bragi sagðist í lengstu lög reyna að gera eins gott úr hlutunum og hægt væri. Hann myndi fyrr segja upp starfi sínu en láta selja húseignir ofan af barnafólki. Enda væri sjálfsagt engum hagur í slíkum aðgerðum. _AB öðrum sviðum. Ég verð að segja það alveg eins og er, að þetta tel ég vera 'vísbendingu um að við höfum fengið góðan, duglegan og einarðan félags- málaráðherra og mér finnst það ganga kraftaverki næst, hverju hann hefur áorkað í ríkisstjórninni, á sama tíma og dregið er úr fjárveitingum á öllum sviðum.“ Þráinn benti á, að hann gæti svo sem ekki mikið tjáð sig um hvaða starf hans biði sem formaður húsnæðismálastjórn- ar, þar sem hann hefði nú ekki verið skipaður fyrr en í fyrradag. -AB Hækkun húsnæðismála um 50%: „Firmst það ganga kraftaverki næst” — segir Þráinn Valdimarsson, nýskipaður formaður húsnæðismálastjórnar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.