Tíminn - 02.12.1983, Qupperneq 6

Tíminn - 02.12.1983, Qupperneq 6
6______________ f spegli tfmans mmm FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 -frétti þvi síðust allra að hún hefði sigrað! ■ Eva Reuber-Staier, Ungfrú heimur 1969, fann hamingjuna eftir að sigurárið var liðið. Með tímanum varð hún þekkt lcikkona og fyrirsæta í hcimalandi sínu og giftist sjónvarps - • stjóranum Konald Fouracrc. Hann lést af hjartaáfalli þrem mánuðum áður en Eva ól son þeirra, Alexander. ■ Eins og kunnurg er, er ekki langt um liðið síðan krýnd var ný Ungfrú heimur. Að þessu sinni var það ungfrú Bretland, sem hnossið hreppti, en hún Unnur okkar Steinsson lenti að lokum í 4. sæti. Ekki þykir öllum það jafneftirsóknarvert að hljóta fyrsta sæti í þessari keppni, þó að þær taki þátt í henni. Meðal þeirra er austurríska stúlkan Eva Reuber Staier, sem var Ungfrú hcimur 1969. Eva, sem nú er orðin 34 ára, segir, að það, sem bjargaði henni í gcgnum hreinsunareldinn, sem hún gekk í gegnum á sínum tíma, hafi verið sú afstaða að líta á allt tilstandið mcira sem grín en alvöru. - Hvernig á að vera hægt að velja bara eina stúlku svona og segja að hún sé fegursta stúlka heimsins? Þegar allt kem- ur til alls, hefur fólk mjög ólíkar hugmyndir um fegurð, það sem einum þykir Ijótt, þykir öðrum fagurt og öfugt, segir hún. Tildrögin að því, að Eva lenti í keppninni á sínum tíma voru þau, að ungur maður, sem Eva var á þeim tíma í tygjum við, var svo ánægður með útlit elskunnar sinnar, að hann tilkynnti hana í keppnina um titilinn Ungfrú Austurríki. Þó að Eva væri síður en svo hrifín, lét hún tilleiðast, því að hún vildi allt fyrir vininn sinn góða gera. Sér til mikillar skelfíngar vann hún titilinn. Hún hélt, að þar með væri hún laus allra máia. Hún hafði ætlað að giftast kærastanum og búið var að ákveða dagsetninguna fyrir brúðkaupið. Þar sem fcgurðar- drottningar mega ekki vera giftar, áleit hún það sjálfgert að hún slyppi við frekari þátttöku í slíkri keppni. En þá brást kærast- inn henni aftur. Hann tilkynnti, að hann væri fús til að bíða meö brúökaupiö þar til út væri runnið sigurár Ungfrú heims, ef það mætti verða til þess, að Eva bæri sigur úr býtum í þeirri keppni! Þar með var hann búinn að missa Evu fyrir fullt og allt. Eva tók ekki þátttöku sína í keppninni hátíðlegar cn svo, að hún hafði ekki cinu sinni kvöld- kjól í farangri sínum, þcgar hún kom til London. Og þar sem ekki hafði hvarflað aö henni að sigur- líkurnar væru henni í hag og hún skildi ekki orð í ensku, hafði hún enga hugmynd um, hvað um væri að vera, þegar úrslitin voru tilkynnt. Það var ekki fyrr en einhverjum tókst að smeygja á hana borðanum með áletruninni „Ungfrú heimur“, að upp rann fyrir henni Ijós! Arið, sem á eftir fór, gegndi Eva samviskusamlcga skyldum sínum og hafði raunar gaman af öllum ferðalögunum og ævintýr- unum. Hún tók fljótlega eftir því, að venjulegir karlmenn forðuðust hana, en einn tryggan aðdáanda átti hún þó, afríkansk- an prins, sem bað hennar með vissu millibili, bréflega! En þó henni hafí þótt heldur gaman að öllu umstanginu, þegar á hólm- inn var komið, var hún samt ósköp fegin, þegar árið var liðið og hún gat leyft sér að vera aftur hún sjálf. Að fenginni reynslu vill Eva gefa eftirkomendum sínum í þessu starfí þau ráð, að taka þetta ekki of hátíðlega og binda ekki alltof miklar vonir við alls konar draumsýnir um frama á hvíta tjaldinu eða sem fyrirsæt- ur. Hún segir stúlkur, sem standa föstum fótum á jörðinni, geta haft i heilmikið gaman og lærdóm af þátttöku sinni í fegurðarsam- keppni, en þær trúgjörnu geti orðið fyrir iniklum vonbrigðum. ■ Þar sem ekki að Evu, að hún myndi bera sigur úr býtum í keppninni, fylgdist hún ekkert með þegar úrslitin voru tilkynnt. Hún var því enn talsvert annars hugar, þegar búið var að koma henni í skrúðann. vidtal dagsins Bókasafn Seltjarnarness í nýju húsnæði: „HÖFUM VERIÐ MEÐ 20 ÚTLÁN Á ÍBÚA SÍÐUSTU10 ÁRIN" segir Finnur Sigurjónsson forstöðumadur safnsins ■ „Lifa þar fáir og hugsa smátt,“ var einu sinni ort um Seltjarnarnesið, en nú er öldin önnur, þar lifa margir og hugsa stórt. Meðal þess sem benda má á því til staðfestu er að bókasafn bæjarins er nú flutt í ný húsa- kynni, sem það deilirmeð heilsu- gæslustöð og tónlistarskóla, en áður var safnið til húsa við Mýrarhúsaskóla. Við slógum á þráðinn til Finns Sigurjónssonar forstöðumanns safnsins vegna þessara tímamóta. „Þetta er nýtt hús 1000 fer- metrar hvor hæð og við erum á annarri hæðinni ásamt tónlistar- skólanum. Þetta er gífurlegur munur. gamla húsnæðið okkar var 80 fermetrar." Er mikil ný þjónusta sem þið getið veitt, sem ekki hefur verið til staðar áður? „Það kemur til með að verða það, þegar allt er komið í gangið eins og áætlað er að hafa það. Við verðum í framtíðinni með tónlistardeild, útlán á kassettum og slíku, en það cr ekki komið ennþá. Hugsanlega verður líka vídeoleiga, en það er ákveðið Finnur Sigurjónsson P Tímamynd GE.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.