Tíminn - 02.12.1983, Qupperneq 10

Tíminn - 02.12.1983, Qupperneq 10
10_______ teknir tali FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 Wmnm ■ „Eftir dauða Maríanellu García Villas, sem var formaður Mannréttinda- nefndar El-Salvador, hafa ofsóknir á hendur fólki í Mannréttindanefndinni farið mjög vaxandi“ sagði Patricio Fu- entes fulltrúi Mannréttindanefndar El- Salvador, en hann er nú staddur hér á landi til þess að kynna ástandið í heimalandi sínu, en nefndin leggur nú gífurlega áherslu á að fínna friðsamlega lausn á ástandinu og reynir að þrýsta á ríkisstjórnir lýðræðisríkja um að þxr vinniaðþví á alþjóðlegum vettvangi að þrýsta á friðsamlega lausn svo að þessu olbeldis og ógnarástandi, sem tæpast á sér hiiðstæðu í samtíðinni, megi linna. í El-Salvador hafa ríkt herforingja- stjórnir síðan 1932, en þá voru þúsundir bænda drepnir í uppreisn. Allan síðasta áratug óx sterkum almannasamtökum fiskur um hrygg undir merkjum lýðræðis- baráttu, en það kallaði á nýja ógnaröld sem hófst með herforingjabyltingu 1979. Nú logar landið í átökum. Þar starfar skæruliðahreyftng FMLN og pólitísk hreyfing FDR, hvorttveggja skipulegar hreyfingar sem miða að því að ná völdum í landinu og hafa náð þeim í afmörkuðum héruðum. Mannréttinda- nefndin er hins vegar stofnuð 1978 og hefur það markmið að upplýsa um þær ógnir og það ofbeldi sem ríkir og vinna ■ Patricío Fuentes fulltrúir Mannréttindanefndar El-Salvador ræðir við blaðamann, ásamt túlki sínum Þráni Hallgrímssyni fulltrúa Mannréttindanefndarinnar á íslandi. Tímamynd Róbert í öðru lagi beinist kúgunin að þeim sem veljast til einhverskonar forystu í verkalýðsfélögum eða almannasam- tökum. Þeir eru miskunnarlaust ofsóttir og drepnir, dregnir út af heimilum sínum og misþyrmt og þeir myrtir. í þriðja lagi er kúgunin gagnvart þeim sem hafa nám að baki, gagnvart læknum og lögfræðingum og kennurum. Það er sérstaklega hættulegt að vera kennari í El-Salvador. í fjórða lagi beinist ógnin að almenn- ingi án tillits til stéttar. Til dæmis er ráðist að skólabörnum og þau drepin í þeim tilgangi að skapa ótta.“ Ofbeldið tekur á sig ný og ný form „Langmesta ofbeldið er gagnvart al- mennum borgurum. Og það tekur á sig ný og ný form. Efnahernaður færist í vöxt. Notaður er hvítur fosfór í duft- eða sprengjuformi. Hann brennir af lík- amshluta. Afleiðingin er oft sú að börn missa hendur og fætur. Heilbirgðis- ástandið á þeim svæðum þar sem skæru- liðar ráða er vægast sagt slæmt og oft er það eina sem læknir getur gert þegar sýking kemur í sár að höggva af hinn sýkta lim.“ Óhugnaðurinn í El Salvador aldrei meiri: „ÞRÝSTUM A RÍKISSTJÓRN- IR LYÐRÆÐISRlKJA UM AD FINNA FRIÐSAMLEGA1AUSN” — segir Patricío Fuentes, fulltrúi Mannrérttindanefndar El Salvador að því að aflétta þessu hryllilega ástandi og að fólkið í landinu fái sjálft að velja sér stjórn t.d. í lýðræðislegum kosning- um. „Astandið er sprottið af gífurlegu félagslegu óréttlæti", segir Patricio. Þetta er ekki barátta milli hugmynda- kerfa. „Fólkið í El-Salvador er einfald- lega að berjast fyrir lífi sínu. Berjast fyrir því að lifa af, að hafa í sig og á. Lögfræðingur Mannrétt- indanefndarinnar myrtur Við í nefndinni söfnum gögnum um ofbeldið, tökum ntyndir af limlestu fólki og líkum, gröfum upp lík, aðstoðum börn sem misst hafa foreldra sína. Eftir að Marianella er öll er miklu meira gert af því að ógna nefndarmönnum og drepa þá. Nú hafa sex af félögum í nefndinni verið myrtir, tveir eru í fangelsi, fjórir eru horfnir. Fyrir tveim vikur var lög- fræðingur nefndarinnar myrtur fyrir utan skrifstofu sína í San Salvador. Eftir það hefur nefndin engan lögfræðing á sínum snærum og er það mjög alvarlegt mál“. Konum nauðgað „Það má lýsa ógnaröldinni í fjórum meginatriöum" heldur Patricío áfram: „í fyrsta lagi er það ógnunin á hendur konum. Flestar konur sem eru teknar höndum eru beittar kynferðislegu of- beldi. Allt frá 3ja til 4urra ára gömlum og uppúr. Hermenn segja brandara um þetta ofbeldi sitt og sá er ekki maður með mönnum sem ekki hefur nauðgað og misþyrmt konu á þennan hátt. ■ Maríanella García Villas lögfræðing- ur var formaður Mannréttindasamtaka El-Salvador. Róbert tók þessa mynd er hún var stödd hér á landi í fyrrahaust. ■ Eitt mikilvægasta starf Mannréttindanefndarinnar er að safna gögnum um misþyrmingar. Þetta barn hefur orðið fyrir barðinu á eiturefnahernaði stjómarinnar. Hefur fcngið framan í sig hvítan fosfór sem brennir eins og eldur. Ljósmynd Marianella García Villas. 52000 óbreyttir borgarar drepnir „Stríðið í landinu hefur kostað hvorki meira né minna en 52000 óbreytta borg- ara lífið síðan í október 1979 og frá því á árinu 1982 hafa u.þ.b. 5000 manns horfið. Meðal þess sem Marianella var að vinna að þegar hún var myrt var að kanna áhrif eiturefnanna og safna um þau gögnum. Hún var pyntuð til dauða 14. mars sl. Nefndin hefur ákveðið að heiðra. minningu hennar með því að veita henni svokölluð „friðarverðlaun alþýðu“ og safna fé til mannúðarverk- efna sem henni voru hugleikin. Fjöldi þingmanna í Svíþjóð hefurt.a.m. skrifað undir áskorun til almennings um þetta efni. Von okkar er sú að íslendingar láti ekki sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og mannréttindum í El-Salvador og styðji þannig Mannréttindanefnd El-Sal- vador. Minnsta land í Mið-Ameríku „El-Salvador er aðeins 22000 ferkíló- metrar eða fjórum sinnum minna en ísland. Það liggur milli Nígaragúa og Hondúras og íbúar eru 4 til 4V5 milljón., Það er ekki vitað nákvæmlega, vegna þess hve margir hafa flúið en íbúðarnir voru 5 milljónir fyrir fimm árum. Land- inu er stjórnað af fjórtán fjölskyldum, 60% landsbúa eru bændur. Útflutningur er aðallega kaffi og bómull og ýmiskonar litarefni. Nærri helmingur barna deyr áður en þau hafa náð fimm ára aldri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.