Tíminn - 02.12.1983, Page 11

Tíminn - 02.12.1983, Page 11
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 ■ Henni var misþyrmt og hún myrt 14. mars si. Myndirnar tala sínu máli. 80% jarðnæðis er í höndum tíunda hluta þjóðarinnar. 8% þjóðarinnar hagnýtir um 50% þjóðartekna. 60% þjóðarinnar er ólæs og óskrifandi. Aðeins 3 læknar eru á hverja 10 þúsund íbúa. Stuðningur Regans Stuðningur Bandaríkjastjórnar við herforingjastjórnir í El-Salvador á sér langa sögu. Forsetinn sem nú er, Ronald Reagan, lítur á stríðið í El-Salvador sem valdabrölt kommúnista og á þeim grund- velli styður hann ofbeldisstjórn bæðj hernaðarlega og efnahagslega. Kirkjan Romero erkibiskup var einn af stofn- endum Mannréttindanefndarinnar. Hann naut virðingar og barðist fyrir bættum kjörum alþýðu. Hann var drep- inn vorið 1980. Eftirmenn hans hafa haldið hlífiskyldi yfir Mannréttinda- nefndinni og höfuðstöðvar hennar eru í skjóli biskupsins í El-Salvador. Þá hafa kirkjunnar menn tekið höndum saman og stofnað Alþýðukirkjuna og tekur hún upp hanskann fyrir almenning. Sú kirkja er ofsótt. BK Ég græt að morgni í 3. útgáfu Útgáfan HILDUR hefur gefið út Ég græt að morgni, ævisögu Lillians Roth sem seldist upp í fyrra. Nú kemur hún út í III. úgáfu í takmörkuðu upplagi. Þessi sívinsæla bók sem segir frá örlögum heimsfrægrar konu sem berst hetjulegri baráttu við alkaholið en sigrar að lokum. Bókin er sígild saga örlaga miljóna manna þar sem sigur og ósigur skiptast á. HAMSKIPFIN Franz Kafka var fæddur í Prag árið 1883 og af gyðingaættum. Hann nam í háskóla germönsk fræði en síðan lögfræði og varð doktor í þeirri grein. Hann lést úr tæringu árið 1924. Að Kafka látnum gaf vinur hans Max Brod út margt sem eftir hann lá, þar á meðal skáldsögurnar Réttarhöldin og Höllin. - í eftirmála þýðingar Hamskiptanna rekur þýðandi æviatriði höfundar og telur rit hans. Hamskiptin eru nú gefin út á íslensku með styrk úr Þýðingarsjóði. Bókin er 111 blaðsíð- ur. Oddi prentaði. „Hamskiptin“ eftir Kafka í endurskoðaðri þýðingu Iðunn hefur gefið út Hamskiptin, sögu Franz Kafka í þýðingu Hannesar Pétursson- ar. Bókin er gefin út í tilefni þess að í ár er öld liðin frá fæðingu Kafka, eins hinna miklu brautryðjenda nútímalegs skáldskapar í lausu máli. Hann hefur haft drýgri áhrif í bókmenntum aldarinnar en flestir höfundar aðrir, en Hamskiptin er hin eina af lengri sögum hans sem þýdd hefur verið á íslensku fram til þessa. Sagan kom út í þýðingu Hannesar Péturssonar árið 1960 og er sú útgáfa löngu horfin af markaði. Nú hefur Hannes endurskoðað þýðinguna og breytt henni verulega, svo að í raun er um nýja þýðingu að ræða. Hamskiptin samdi Kafka árið 1912 og var langlengsta saga höfundar sem birtist að honum lifandi. oa HVtTHATTAKLMN Hin fjögur fræknu Tvær nýjar bækur um hin fjögur fræknu Iðunn hefur gefið út tvær nýjar bækur í hinum vinsæla teiknimyndasagnaflokki um hin fjögur fræknu. Nefnast þær Hin fjögur fræknu og F-sprengjan og Hin fjögur fræknu og hvíthattaklíkan. Þetta eru fimmtánda og sextánda bókin í flokknum. Sögur þessar voru upphaflega gefnar út á frönsku. Teikn- ingar eru eftir Francois Craenhals og texti eftir Georges Chaulet. Aðalpersónur eru þau Búffi, Lastík og Doksi, ásamt hundinum Óskari. Þessir félagar eiga jafnan í höggi við misindismenn og skortir ekkert á æsilega atburði og spennu í frásögn. Texta hinna nýju bóka um hin fjögur fræknu þýddi Jón B. Guðlaugsson. Bækurnar eru gefnar út í samráði við Casterman í París. Maðurinn sem féll til jarðar framtíðarsaga eftir Walter Tevis Iðunn hcfur gefið út skáldsöguna Maðurinn sem féll til jarðar eftir bandariska höfundinn Walter Tevis. Þorsteinn Antonsson þýddi. Saga þessi segir frá manni, sem raunar var enginn maður sem kemur til jarðar frá annarri stjörnu, vitjar jarðarbúa utan úr geimnum og vill beina lífi þeirra í hollari farvegi. Maðurinn sem féll til jaröar skiptist í þrjá hluta sem eru afmarkaðir í tíma. Fyrsti hluti, Ikarus á niðurleið, hefst árið 1985, annar hluti, Hrokkinskinni, árið 1988, hinn þriðji, lkarus drukknar, árið 1990. Sagan er víðkunn og hefur verið kvikmynduð. Iþeirri mynd fór David Bowie með aðalhlutverkið. Maðurinn sem féll til jarðar er 200 blaðsíðna bók. Oddi prentaði. Bláalónið Gistihús við Svartsengi Bláalónið er 1. flokks hvíldarstaður við hið frábæra Bláa lón. Dvöl þar getur gert kraftaverk, og endur- nýjað bæði sál og líkama. 1. flokks herbergi með baði og nuddsturtu; sjónvarp og vídeó á öllum herbergjum. Allar veitingar á lágu verði. Yndislegt útivistarsvæði í nágrenninu tilvalið til gönguferða, og sundsprettur í Bláa lóninu gerir ölium gott. Gisting aðeins: 1 nótt kr. 1000..........................fyrir 2 m/fullu fœði kr. 1600.- ..................fyrir 1 mlfullufæði kr. 2200.- ...................fyrir 2 3 dagar m/fullufœði kr. 4500.- ..........fyrir 1 3 dagar mlfullu fæði kr. 6000.- ....... fyrir 2 7 dagar m/fullufæði kr. 10.000,- ........fyrir 1 7 dagar mlfullu fæði kr. 14.000.- .......fyrir 2 Skortir þig þrek? Skortir þig þor? Sæktu það í Bláalónið Bláalónið su

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.