Tíminn - 02.12.1983, Page 15

Tíminn - 02.12.1983, Page 15
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1983 „Geymdu ekki gjafir þínar“ Heiðrekur Guðmundsson: MANNHEIMAR Úrval Gísli Jónsson valdi Ijóðin Almenna bókafélagið Reykjavík. ■ Margir kannast við þetta erindi eftir Stephan G: „Þann ferðamann lúinn ég lofa og virði sem lífsreynsluskaflana brýtur á hlið en lyftir samt ævinnar armæðu byrði á axlirnar margþreyttu og kiknar ei við.“ Þetta erindi verður mér ofarlega í huga yfir ljóðasafni Heiðreks Guð- mundssonar. Hann hefur hlotið sinn skerf af „ævinnar armæðubyrði“. Það fá þeir sem horft hafa opnum augum á mannlíf þessarar aldar og gæddir eru næmri tilfinningu og hlýrri samúð með mannfólkinu almennt. En Heiðrekur kiknar ekki undir sinni byrði. Gísli Jónsson ritar formáia að þessari bók og rekur þar skáldferil Heiðreks. Hann gerir í stuttu máli glögga grein fyrir skáldskap, formi og efni. Hann segir þar að bestu kvæði Heiðreks séu með einhverjum hætti tragisk. Og víst er það satt að þar ber mikið á trega en hann er ekki tilefnislaus. Heiðrekur veit að það veitir ekki sælu og fullnægju að hafa allt sem hugurinn girnist. Það segir hann m.a. í kvæðinu Að loknum sigri: „Þú settir þér takmark Og nú er því náð. En nú hefur slaknað þinn strengur. Því allt sem þú girntist, það hefurðu hreppt °g hryggist og gleðst ekki lengur.“ Þú ættir að fagna. Því allt er nú tryggt, og ekki nein hindrun í vegi. En þó skortir lífið hinn Ijúfa seið. Þú leitar- og finnur hann eigi.“ Maðurinn finnur ekki hinn Ijúfa seið lífsins þegar hann finnur sig ekki hafa neitt til að keppa að - neitt til að berjast fyrir. Það er ógæfa velmegunar og of- sældar - næsta algengt og dapurlegt fyrirbæri í velferðarþjóðfélagi. Það mætti skrifa langt mál um skáld- skap Heiðreks og úrval Ijóða hans. Það verður ekki gert nú. Aðeins skal því fagnað að þetta úrval er komið út og síðan vitnað í Heilræði ömmu þinnar: „Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini - í dánarkrans.“ En það er unnt að finna mörg heilræði önnur í þessum úrvalskvæðum. - H.Kr. Augna- bliks- myndir Birgir Svan Símonarson: FÓTMÁL Ljóð Gefið út á kostnað höfundar. Reykjavík 1983 ■ Þetta Ijóðakver er myndskreytt og það hefur Sigrid Valtingojergert. Ljóðin eru öll stutt, myndir af landi og mannlífi. Mörg þeirra eru haglega gerð. Eitt heitir: Gömul frétt og ersvona: „fallorka társins í kerskálum holdsins sprengikraftur svitaholunnar í landssmiðju vanmáttarins aflvél óttans í frystihúsum valdsins fallhamar brjóstsins í steðju niðurlæginarinnar.“ Þetta er mannlífsmynd þar sem saman er fléttað orðaleikjum og líkingum og tekst stundum vel. Birgir Svan yrkir um árstíðir og veðr- áttu svo sem lengi hefur verið gert. Vetur heitir þetta: Svo sem sjá má þykir óþarfi að nota upphafsstafi og greinarmerki í þessum skáldskap. Kannske er það meinlaus sérviska eða tilgerð en það út af fyrir sig gerir ekki ritað mál skáldskap. Sumar ljóðmyndirnar í þessu kveri leyna á sér og búa yfir meiru en einu. Þetta er kallað Utan dagskrár: „framá sjávardröngum stendur ölóður maður á rifinni skyrtu og steytir hnefa að briminu öskrar ókvæðisorðum í vindinn.“ Þar eru ýmis dæmi að menn steyti hnefa og öskri ókvæðisorð að náttúru- lögmálunum þó að þeim verði ekki breytt og manneskjan verði að aðlaga sig þeim ef hún vill lífi halda og njóta þess. Drottinn blessi heimilið heitir þetta: „hún fleygði í hann fjallahringnum hamrabeltinu þessum dýru erfðagripum og ók úr hlaði án þess að kveðja.“ Þessi sýnishorn ættu að nægja til að votta að hér er unnið af nokkurri íþrótt þeim til yndis sem njóta hagleiks í máli. - H.Kr. „kominn er hann með kalið hjarta frostrós í barmi gráhærða hörkutólið hcfur bókað sig inná hótel ísland tekur upp úr töskum frostmyrkur og storma grýlukerti og kvilla. kominn til langdvalar.“ lb H. Cavling Stúlkan frá Rapallo Bókaútgáfan HILDUR hefur gefið út margar bækur eftir Ib. H. Cavling.kemur nú 24. bók þessa vinsæla danska höfundar, sem látinn er fyrir fáum árum. Bókin nefnist Stúlkan frá Rapallo. Syni ítalska dómsmálaráðherrans er rænt og eiginkona enska sendiráðunautar- ins, Sir Rogers Winthers, hverfur á dular- fullan hátt. Skömmu síðar fær ráðherrann bréf með kröfum um að hann láti lausa tvo mafíuforingja, sem sitja í fangelsi. Saga ástar, örlaga, lífshættu og sigra að lokum. BÖRNIN Á HVUTTAHÓUIM KOMA í BÆJNN Mauri Kunnas „Börnin á Hvuttahólum" ný saga eftir Mairi Kunnas Iðunn hefur gefið út bókina Börnin á Hvuttahólum koma í bæinn eftir finnsku höfundana Mairi Kunnas og Tarja Kunnas. Álfhildur Álfþórsdóttir þýddi söguna. Eftir sömu höfunda er Jólasveinninn, saga af jólasveininum og búálfum hans á Korvafjalli sem út kom í fyrra. Börnin á Hvuttahólum koma í bæinn er myndasaga í litum og segir frá því þegar Else og Kalli fá að fara í sína fyrstu löngu heimsókn til frændfólksins í bænum. Bömin á Hvuttahólum er 40 síður í stóru broti. Ásetning annaðist setningu. ÍSLENSKIR SAGNAÞÆTTIR íslenskir sagnaþættir II. bindi Bókaútgáfan HILDUR gefur út íslenska sagnaþætti II. bindi, samantekna af Gunnari Þorleifssyni. Efnið er tekjð saman úr ýmsum áttum, úr gömlum blöðum og bókum. Hug- myndin er að halda þessari útgáfu áfram og birta smám saman þætti alls staðar að af landinu, gamla og nýja og mun kappkosta að hafa efnið sem fjölbreytilegast. I þessu II. bindi íslenskra sagnaþátta eru m.a. þessir þættir. Sagnaþættir, þjóðlífsþættir, skipsströnd, þættir fyrri alda, sérkennilegir menn o.fl. „Þjóð í kreppu" í bókarformi ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur sent frá sér ritið „Þjóð í kreppu“, en það eru 21 erindi flutt á ráðstefnu Lífs og lands þ. 19. nóvem- ber s.l. Ritið er geftð út í samvinnu við Líf og land, það er 137 bls. að stærð og útsöluverð er kr. 389.00 Búvélar á vetrarverði 15 Sláttuvélar Heyþyrlur rnn Múgavélar ROKE Baggavagnar Sláttutætarar Fjölnotavagnar ^l\EW HOLLAfsD Rúllubindivélar Hr .INEW HOLLAIND Heybindivélar NH 378 4=rSEW HOLLAIND Baggafæribönd KVERNELAND Gnýblásarar KVERNELAND Heykvíslar KVERNELAND Plógar VrHOWARD Mykjudreifarar i Heyhleðsluvagnar G 65 - 30 rúmm Moksturstæki Hafið samband sem fyrst. Góð greiðslukjör. Globuse LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 1 f STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.