Tíminn - 02.12.1983, Síða 24

Tíminn - 02.12.1983, Síða 24
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91 >7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR 8c ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 abriel HÖGGDEYFAR m _ |_ ■ . * namarsnoíc (jjvarahlutir simiaesio. Hamarshöfða 1 CtTS'ítni Ritstjorn 86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Föstudagur 2. desember 1983 Hvað gerist ef beitt hefur verið of miklu harðræði við handtöku? „MEMN EKAROTA SKAÐABÓT- IIM EFTIR AIMENNUM REGLUM — segir Eiríkur Tómasson, kennari f opinberri stjórnsýslu við Háskólann V ■ „Handtaka í skilningi réttarfarsreglna nær bæði til þess þegar maður er tekinn úr umferð og eins tekur það til framhalds á þeirri frelsissviptingu, þar til maðurinn er annaðhvort látinn iaus eða hnepptur í gæsluvarð- hald. Þessi tími á auðvitað að vera eins stuttur og mögulegt er, það er rauður þráður í gegnum iögin, að handtaka á ekki að valda mönnum meiri miska en brýn nauðsyn ber til. I fyrsta lagi á auðvitað ekki að handtaka menn nema brýna nauðsyn beri til og í öðru lagi ber að sýna fyllstu varúð við handtökur“ sagði Eiríkur Tómasson héraðs- dúmslögmaður og kennari í op- inberu réttarfari við lagadeild Háskóla íslands, þegar Tíminn bað hann að rekja helstu laga- reglur um handtökur og rétt þeirra sem verða fyrir frelsis- sviptingu. „Fyrsta reglan í sambandi við handtökur er að tilefni sé til þeirra og ekki sé hægt að leysa málið með friðsamlegri hætti. Lögreglan hefur heimild til að handtaka mann ef sérstakar á- stæður eru fyrir hendi. Þá ber lögreglu að handtaka mann til að halda uppi lögum og reglu, þ.c. ef hann hefur uppi háreysti og óspektir, og sé umhverfi sínu • hættulegur. Réttindi manna sem hand- teknir hafa verið, eru margvís- leg. í fyrsta lagi ber lögreglu að vekja athygli manna á að þeir eiga rétt á að fá réttargæslu- mann, þ.e. lögfræðing, strax og handtaka hefur farið fram, og ef aðstæður leyfa sem getur e.t.v. verið erfitt mat. Ef menn eru til dæmis ölóðir þýðir varla að gera það fyrr en mesti móðurinn er runninn af þeim. Menn eiga að sjálfsögðu rétt á að mál þeirra sé tekið fyrir dómara sem fyrst. Og einnig er sá réttur skýr að menn séu ekki beittir meira harðræði við hand- töku en ástæða er til. Þá hafa menn einnig ákveðinn rétt við yfirheyrslur: þeir eru ekki skyldugir til að svara spurningum sem varða sakarefni, en það getur verið þeim í óhag. Menn hafa einnig rétt til að hafa samband við ættingja og aðra vandamenn eftir handtöku nema sérstök ástæða sé fyrir hendi, t.d. ef menn eru grunaðir um refsivert athæfi og ástæða er til að ætla að þeir vilji bera sig saman við ættingja. Ef einhver réttindi eru brotin á mönnum við handtöku getur komið til skaðabóta. Menn eiga rétt á bótum ef handtaka er ólömæt, og á ekki við rök að styðjast upphaflega, samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Ef menn hafa verið beittir of miklu harðræði þ.e. lögregla hefur gerst offari, eiga menn rétt á skaðabótum eftir almennum bótareglum. Pá er einnig hugsanlegt að höfða opinbert mál á hendur lögreglumönnum ef þeir hafa valdið þessu tjóni af ásettu ráði en ekki af gáleysi. Þetta er lagabókstafurinn í stórum dráttum, sagði Eiríkur Tómas- son að lokum. GSH Kviknar í skipi í Dal- víkurhöfn ■ Eldur kom upp í fiskiskip- inu Blika EA-12 í gær þar sem það lá í Dalvíkurhöfn. Slökkvi- liðið kom á staðinn um kl. 15.45 og lauk slökkvistarfi um hálftíma seinna. Að sögn lögreglunnar á Dal- vík er talið að eldsupptök séu neisti frá rafsuðu en bátsverjar voru að vinna í bátnum. Ekki var vitað nákvæmlega um skcmmdir í gær þar sem ekki var lokið við að dæla sjó og slökkvifroðu úr bátnum en eldurinn mun hafa verið einna mestur í ganginum og þar í kring. Rannsóknarlögreglan á Akureyri mun rannsaka málið nánar. -GSH BE ■ Ekki var hann nú hcinlínis þéttskipaður bekkurinn í Háskólabíó í gær, þar sem fullveldisfagnaður stúdenta fór fram í umsjón Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Yfirskrift hátíðarhaidanna var „Friður-frelsi- mannréttindi“. Meðal dagskrárliða á fullveldisfagnaðin- um voru ávarp formanns 1. des. nefndar, Gunnars Jóhanns Birgissonar, og háskólarektors, Guðmundar Magnússonar, einleikur Péturs Jónssonar á gítar, lestur Matthíasar Jóhannessen úr eigin verkum, hátíðarræða borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddsonar, söngur Fóstbræðra og samleikur Hrannar Geirlaugsdóttur og Guðna Þ. Guðmundssonar á fíðlu og píanó. I gærkveldi var svo fullveldisdansleikur á Hótei Sögu. -AB Tímamyndir - Arni Sæberg Sakfellisdómur kveðinn upp í Spegilsmálinu: „SÝNIST MKMLDA- MYRKUR VERA AÐ SKEUAAÁDÓMS- MÁIASVKHNU” —segir Úlfar Þormóds- son.rifstjóri Spegilsins, sem hefur áfríaðdómin- um til Hæstaréttar ■ „Mér sýnist að það sé að skella á miðaldamyrkur, ekki aðeins á þjóðmálasviðinu held- ur einnig á dómsmálasviðinu" sagði Úlfar Þormóðsson rit- stjóri Spegilsins eftir að hann hafði verið dæmdur sekur í Sakadómi Reykjavíkur fyrir brot á 125. grein hegningarlag- anna unt guðlast og einnig fyrir klám. Úlfar var dæmdur til að greiða 16.000 króna sekt til ríkissjóðs en sæta 20 daga varð- haldi ella. Aðalkröfu ríkissak- sóknara, um að 2. tölublað Spegilsins og 1. tölublað Sam- visku þjóðarinnar væru gerð upptæk, var hafnað en vara- krafa, um að þær síður t blöðunum sem ákæran byggð- ist á væru gerðar upptækar, tekin til greina. Úlfar var einn- ig fundinn sekur um brot á prentlögum, og dæmdur til að greiða málskostnað, þ.a.m. 15.000 krónur í saksóknarlaun og 15.000 krónur t málsvamar- laun. Jóhann Abraham Ólafsson sakadómari kvað upp dóminn í gærmorgun. Meðdómendur voru Eysteinn Sigurðsson bók- menntafræðingur og Bjarni Sigurðsson dósent. Dómi saka- dóms hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar að hálfu Úlfars. -GSH dropar Karlarnir mæta ekki hjá konunum og öfugt ■ Ágæt framsöknarkona hér í bæ benti Dropum góðfúslega á, eftir að Dropar greindu frá því að þrjár framsóknarkonur hcfðu sótt fund framsóknar- manna, þar sem Albert Guð- mundsson og Alfreð Þorsteins- son ræddu hugsanlega sölu ríkisfyrirtækja, að framsóknar- konur í Keykjavík hefðu sömu viku og ofangreindur fundur var haldinn haldið hinn ágæt- asta fund með Alexander Stef- ánssyni félagsmálaráðherra, og Ólafi Jóhannessyni alþingis- manni, þar sem lífeyrismál hefðu verið á dagskrá. Fundur- inn hefði verið öllum opinn, en aðeins cinn framsóknarkarl- maður hefði mætt á fundinn að ráðherranum og þingmannin- um undanskildum. Það væri því alveg gagnkvæmt í flokkn- um - karlarnir mættu ekki á fundum sem konurnar boða til og konurnar ekki hjá körlun- um. Ja, þvflíkt og annað eins! „Af hverju ertu að útiloka að embættismenn séu sjálfstæðismenn?,, ■ Það var glatt á hjalla i Þingholti, á Hótel Holti í gær, þar sem velflestir greinarhöf- undar í bókinni Bjarni Bene- diktsson, í augum samtíðar- manna voru samankomnir, en forráðamenn AB sem gefur bókina út kynntu frétta- mönnum og greinarhöfundum bókina. Gylfl Þ. Gíslason ritar einn kafla í bókina, sem nefnist Mótherji - samherji. Þegar farið var að ræða bókina vítt og breitt, sagði Gylfl, og það heldur hreykinn á svip: „Fyrir utan cmbættismennina, er ég víst eini ekki sjálfstæðismaður- inn sem skrifar í bókina.“ Hlutu þessi orð Gylfa undraágætar undirtektir annarra fundar- manna, þar tii Geir Hallgríms- son spurði kíminn mjög: „En afhverju ertu að útiloka það að embættismennirnir séu sjálf- stæðismenn?“ Hvað hlaut enn betri undirtcktir! Einnig hjá embættismönnunum. Krummi... ...gæti trúað því að sumar eiginkonur vildu notfæra sér hina nýju lögregluþjónustu við að hafa upp á ektamökunum þegar þeir lenda í slarki.'

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.