Tíminn - 28.12.1983, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983
Valda koddarnir okkar gigt?
■ Á markað er komin í
Kanada ný tegund af
koddum, sem þarlendur
læknir hefur hannað að
undangengnum rannsókn-
um á gigtarsjúklingum, en
hann er yfirmaður gigt-
lækningardeildar sjúkra-
húss í Toronto.
Læknirinn, dr. Hugh Smythe, komst
að raun um að sú tegund af koddum,
sem algengust er í Evrópu og Ameríku,
veitir hálsi sofandi manns engan
stuðning. Afleiðinguna scgir hann vera
þá, að röntgenmyndatökur hafi leitt í
Ijós að 70% íbúa þessara landa þjáist
vegna þess að hálsliðir hafi skekkst.
Þar sem hálsliðirnir séu hættir að gegna
hlutverki sínu, missi hryggurinn þann
stuðning, sem honum ber, og fari að síga
undan eigin þunga, með þeim afleiðing-
um, að hryggjarliðirnir fari að nuddast
saman. Útkoman verður gigt.
í framhaldi af þessum niðurstöðum
tök læknirinn sig til og rannsakaði kín-
verska, afríkanska og egypska kodda
og komst að því, að þeir eru allir þannig
lagaðir, að þcir gefa nægan stuðning
hálsi sofandi manns. Dr. Smythe hann-
aði þá nýtísku útgáfu skv. fyrirmynd
bestu gerða koddanna og notaði sérlega
þétt frauðplast í fyllinguna. Hann heldur
því fram, að 80% þeirra, sem reynt hafa
þessa nýju kodda, gefi þeim bestu með-
mæli.
Fyrstu merki þess, að hryggjarliðirnir
séu í hættu, segir læknirinn þau, að fólk
vaknar með verki í hálsi. Sérfræðingar
halda því fram, að ef þessir verkir geri
vart við sig í nokkurn tíma, geti þeir bent
til þess, að gigt eða brjósklos sé í aðsigi
og ættu því ekki að vera' látnir afskipta-
lausir. Sérfræðingarnir halda því þó
fram, að draga megi úr hættunni með
fyrirbyggjandi aðgerðum. Skv. nýút-
kominni bók í Bandaríkjunum, er bent
á eftirfarandi:
Líkamsþjálfun - sund er besta æfingin,
sem hugsast getur. Reyndar er tekið
fram, að því mýkri sem líkamsæfingarn-
ar eru, því betra.
Líkamsstelling - Standið rétt og bein
í baki. Það hindrar að líkamsþunginn
dreifist ójafnt. Standið ekki til lengdar
jafnfætis. Reynið að lyfta öðrum fætin-
um og látið hann hvíla á einhverju, s.s.
handriöi eða stól. Skiptið síðan um fót,
stígið í þann fótinn, sem áður var lyft,
og lyftið hinum í staðinn.
Þegar þið sitjið, þá er um að gera að
sitja bein í baki á stól, sem styður við
mjóhrygginn og þið getið beygt ykkur
áfram í, en ekki á stól, sem hallarykkur
á bakið.
Svefn - Sofið á þéttum rúmdýnum,
því harðari sem þær erti því betra fyrir
hrygginn. Besta stellingin er að liggja á
hliðinni og draga annan fótinn upp, eða
liggja hreinlega á bakinu. Hins vegar er
stranglega varað við því að. sofa á
maganum. Það segir bókarhöfundur
leiða til þess að sveigja komi á hrygginn.
■ Nýi koddinn, sem kanadíski læknirinn hefur fundið upp, styður við hálsinn og
kemur þannig í veg fyrir að spenna myndist í hryggnum.
■ Enn er tími til að koma
sér upp sætum einföldum
sparibol til að skrýðast á
gamlárskvöld og árshátíð-
unum í vetur. Leiðbeining-
arnar eru einfaldar og auð-
velt að fara eftir þeim og
efnið, sem til þarf, ætti
ekki að vera neinni buddu
ofviða.
Efni: 0,50 m af 90 cm
breiðu efni. 90 cm af 1 cm
breiðum satínborða, 2,25
m af 0,5 cm breiðum græn-
um silkiborða, 4,75 m af
0,5 cm breiðum hvítum
silkiborða (í hlýra og
slaufur).
Snið og saumaleiðbeining-
ar: Teiknið sniðið upp eftir
meðfylgjandi munstri og
látið eina rúðu jafngilda
2x2 cm.
Saumið hliðarsauma og
pressið.
Breiði borðinn er saum-
aður í efri brún til að hylja
rykkingarsauminn.
Faldið bolinn að neðan.
Klippið til hlýrana (tvö-
falt báðum megin) u.þ.b.
40 cm langa, eða eftir
óskaðri lengd.
Saumið hlýrana á.
Slaufurnar eru ekki
bundnar, heldur lagðar
niður eins og litla myndin
sýnir.
Klippið mjóu borðana í
15 cm langa búta og látið
endana vera á ská.
„Stráið“ nú slaufunum
yfir hægri hlið bolsins og
allt yfir á bak, yfir hliðar-
sauminn.
Saumið eina slaufu á
hægri hlíra.
Bætið við 1 cm í saumfar
alls staðar.
Þræðið rykkiþræði í eftir
merkjunum og rykkið
ofurlítið.
9$
— BOLUR STÆRÐ 40/42
1 rnAfi Tvl om
NEYTENDABLAÐIÐ,2
tbl. þessa árgangs, er nýkomið út og er
eins konar afmælisrit vegna 30 ára
afmælis Neytendasamtakanna sl. vor.
Ber efni blaðsins þess mcrki í margs
ko’nar upprifjun frá starfi samtakanna
frá stofnun þeirra, cn þau munu vera
þriðju elstu neytendasamtök í heirni.
M.a. rifjar Svcinn Ásgcirsson, aðal-
hvatamaöur að stofnun samtakanna,
upp þcgar Itann sat stofnfund Alþjóð-
lcgu neytendasamtakanna í Haag
1960. Þar vakti það ekki síst athygli
viðstaddra, að íslensku samtökin
vcittu meðlimum sínum ókeypis lög-
fræðingsþjónustu og upplýsingar
vegna kaupa á vörum eða þjónustu og
hafði gert það 7 undanfarin ár. Þannig
hafa íslensku Ncytcndasamtökin verið
í fararbroddi á ýmsum sviðum.
í blaðinu cr að finna margar athygl-
isvcrðar greinar, flciri en svo að unnt
sé að gera þeim skil hér í fáum orðum,
cn að fengnu góðfúslegu leyfi Neyt-
endasamtakanna, má búast við, að
sitthvað úr blaðinu verði tekið upp hér
á síðunni síðar.
Félagsmcnn í Neytendasamtökun-
um fá Neytcndablaðið sent heim sér að
kostnaðarlausu. Blaðið verður vænt-
anlcga til sölu í bókavérslunum á,
næstunni í lausasölu og kostar 100 kr.
SÆTUR OG EINFALD-
UR „VEISLUTOPPUR“