Tíminn - 28.12.1983, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1983
18
menningarmál
Endurhæfing á
landsbyggðinni
■ Sveinn poppari (Þórhallur) kemur í skólann
■ Sjónvarpið: HVER ER... Leikrit
eftir Þorstein Marrelsson. Leikstjórn
og stjórn upptöku: Hrafn Gunnlaugs-
son. Myndataka: Örn Sveinsson.
Hljóð og hljóðsetning: Böðvar Guð-
mundsson. Klipping: Jimmy Sjöland.
Lcikmynd: Gunnar Baldursson.
Gaman er að sjá framför sjónvarps-
ins í gerð leikinna kvikmynda. Nauðug
viljug, lcikrit Ásu Sólveigar var veru-
legur áfangi að því leyti, og Hver er...,
verk Þorstcins Marelssonar sem frum-
sýnt var á annan í jólum, vottar enn
frekar vaxandi vald sjónvarpsmanna á
list sinni. Og leikrit Þorsteins hefur
það fram yfir að hér er undirstaða sem
á verður byggt, handritið hafði þann
bakfisk sem til þurfti að búa til leiksýn-
ingu sem hélt athygli og áhuga áhorf-
andans vakandi frá upphafi til loka,
rúmlega hálfa aðra klukkustund. Hver
er... mun vera síðasta leikritið sem á
upptök sín í frægu námskeiði sem
sjónvarpið hélt fyrir leikritahöfunda
árið 1979. Að vísu man ég óglöggt sum
þau verk sem af því spruttu, en mikið
má vera ef leikrit Þorsteins Marelsson-
ar er ekki þerra best.
Efni myndarinnar þarf vart að rekja
fyrir lesendum: Auðnulaus popptón-
listarmaður gengur með þá grillu að
hann sé fær um að semja mikilsháttar
hljómkviðu, er með tónverk eins og
menn segja í háði. Hjónabandið er í
upplausn, en fyrir frændsemi konu
sinnar við skólastjórafrú í heimavistar-
skóla ,Túti á landi“ eins og Reykvíking-
ar segja um þann hluta Islands sem
tekur við handan Elliðaáa, fær Sveinn
poppari að taka viö kcnnslu og reyna
svo að koma sér á réttan kjöl. Þctta fcr
svo allt á verri veg en til var stofnað,
eins og menn hafa séð.
Hin efnilega uppistaða er hnökra-
laus og auðvelt að taka hana gilda í
framvindu leiksins. Hugmyndin er
auðvitað gamalkunn úr skáldskap:
borgarbúinn sækir í sveitina þegar allt
er komið í hönk. Hins vegar mun
enginn sem þekkir til heimavistarskóla
láta sér til hugar koma að slíkt setur sé
einhver griðastaður til að einbeita sér
að andlegri iðju. Annað sem áhorfand-
inn á bágt með að sætta sig við, eftir á,
er að eiginkonan skuli hringja í Svein
snemma í endurhæfingardvölinni og
segjast hafa sótt um lögskilnað. Þarf
annars ekki skilnað að borði og sæng á
undan lögskilnaði? En sleppum slíkri
smásmygli.
Hugmyndin um landsbyggðina sem
félagsheimilisþættirnir, vansællar
minningar, byggðist á kemur aftur í
Hver er.....Úti á landi“ er smábor'garu-
háttur, þröngsýni, fals og hræsni yfir-
þyrmandi, og auðvitað blöskrar frjáls-
lyndum og víðsýnum borgurum Reykja-
víkur slíkt. En þessir fordómar gengu
upp í leikriti Þorsteins, komu heim við
alla mannlífsmynd verksins sem öðlað-
ist þannig vitrænt samhengi, en það
var ckki hægt að segja um skrípaleik-
ina úr félagsheimilinu. Sú raunsanna
afstaða sem landsbyggðaskólastjórar
hafa, með réttu eða röngu, til „vand-
ræöaunglinga" úr Reykjavíka sem ver-
ið er að troða upp á þá, er liður í
tragidíunni sem hér er sett fyrir sjónir.
Nemandinn Ólöf hefur alltaf mátt þola
vantraust og hornauga. Henni er út-
skúfað, alveg á sama hátt og ræfildóm-
ur Svenna poppara kemur honum á
kaldan klaka, jafnt í borg og sveit.
Hrafn Gunnlaugsson hefur líkt og
stundum áður leitað til fólks sem ekki
er atvinnuleikarar, eða a.m.k. ekki
Gunnar E lá 1
Stefánsson
skrifar
um leiklist
vant sviðsleik. Það getur verið tvíeggj-
að en hér heppnast það ágætlega:
Þórhallur Sigurðsson (Laddi) er alveg
trúverðugur í hlutverki Sveins.
Auðnuleysið skín af honum, og kemur
hér í ljós að Laddi er til fleiri hluta fær
en skrípaleika. Hann er jafnan eðli-
legur í fasi og framgöngu, nema helst
við þær erfiðu aðstæður þegar hann
missir stjórn á skapi sínu. - Jón Viðar
Jónsson sýnir á sér nýja hlið. Hann
hefur ágæt tök á hlutverki skólastjór-
ans: harðýðgin, falsiðog faríseaháttur-
inn geislar af honum svo hroll setur að
áhorfandanum andspænis þessum upp-
eldisleiðtoga. Kona skólastjórans sem
Guðrún Þórðardóttir lék, er lítið hlut-
verk og hefði höfundur mátt láta koma
betur í ljós hver heimilisharðstjóri
maður hennar hlýtur að vera: en
kúgunin er að vísu einkar glögg and-
spænis veslings ráðskonunni sem Jón-
ína H. Jónsdóttir lék. Önnur hlutverk
eldri leikara eru veigalítil nema helst
María, kona Sveins sem Elfa Gísla-
dóttir skilaði af þokka, en það hlutverk
er raunar ekki annað en framhlið:
leikritið snýst sem sé ekki um hið
hrunda hjónaband þeirra Sveins held-
ur um hann sjálfan og kennarastarf
hans í skóla Rögnvalds.
Nemendurnir voru allir einkar frjáls-
legir og meira að segja framsögn
þeirra, sem oft er erfitt við að eiga,
kom vel fram. Hér mæddi að sjálf-
sögðu langmest á Yifu Edelstein sem
Ólöfu. Hún kom eðlilega og þvingun-
arlaust fram: heilbrigður unglingur
sem ómanneskjulegar skólastofnanir
eru að eyðileggja.
Sjónvarpið hefur oft sætt harðri
gagnrýni fyrir leiksýningar sem þar
hafur verið stofnað til, og ekki að
ástæðulausu. Því meira tilefni er til að
lýsa ánægju sinni þegar tekst að búa til
góða kvikmynd úr haldgóðum efnivið,
setja okkur fyrir sjónir mannlífsmynd
sem okkur kemur við. Það hefur lánast
að þessu sinni.
____Jil viÓskiptamanna_
banka og sparisjóða
Lokun
2. janúar
og afsagnir
víxla
Vegna áramótavinnu veröa
afgreiðslur banka og sparisjóða
lokaðar mánudaginn
2. janúar 1984.
Leiðbeiningar um afsagnir víxla
liggja frammi
í afgreiðslum.
Reykjavík 20. desember 1983
— Samvinnunefndbankaogsparisjóóa
Starf við
upplysingaþjonustu
Rannsóknaráð ríkisins óskar að ráða til starfa á
upplýsingaþjónustu Rannsóknaráðs áhugasam-
an bókasafnsfræðing eða mann með reynslu og
áhuga á tæknilegu upplýsingastarfi. Leitað er að
duglegum starfsmanni með góða málakunnáttu,
vélritunarkunnáttu og helst nokkra reynslu af
skrifstofustörfum. Góð framkoma og hæfileiki í
samskiptum við fólk. Starfið er fólgið í virkri
aðstoð í upplýsingaleit við fyrirtæki, stofnanir og
almenning. Um framtíðarstarf er að ræða. Laun
samkvæmt kjarasamningum BSRB.
Umsóknum með upplýsingum um fyrri störf sé
skilað fyrir 4. janúar n.k.
Upplýsingar veittar í síma 21320.
Stofnfundur
Áður boðaður fundur um stofnun félags er standa skal að rekstri Tímans verður
haldinn að Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 28. des. kl. 17.
Undirbúningsnefnd
Kvikmyndir
SALUR 1
Jólamyndin 1983
Nýjasta James Bond
myndin
Segðu aldrei
aftur aldrei
Hinn raunvemlegi James Bond
er mættur aftur til leiks í hinni
splunkunýju mynd Never say nev-
er again. Spenna og grín í há-
marki. Spectra með erkióvininn
Blofeld veröur að stöðva, og hver
getur það nema James Bond. Eng-
in Bond mynd hefur slegið eins
rækilega I gegn við opnun I Banda-
rikjunum eins og Never say never
again.
Aðalhlutverk: Sean Connery,
Klaus Maria Brandauer, Barbara
Carrera, Max Von Sydow, Kim
Basinger, Edward Fox sem „M“.
Byggð á sögu: Kevin McClory,
lan Fleming. Framleiðandi: Jack
Schwartzman. Leikstjóri: Irvin
Kershner. Myndin er tekin f
Dolby Sterio.
Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.25
Hækkað verð.
SEAN CONNERY
JAME5 BONDOOtJ
SALUR2
Skógarlíf
og jólasyrpa af
Mikka mús
Einhver sú alfrægasta grínmynd'
sem gerð hefur verið. Jungle Book
hefur allstaðar slegið aðsóknar-
met, enda mynd fyrir alla aldurs-
hópa. Saga eftir Rudyard Kipling
um hið óvenjulega lif Mowglis.
Aðalhlutverk: King Louie,
Mowgli, Baloo, Bagheera,
Shere-Khan, Col-Hathi Kaa.
Sýnd kl. 3,5 og 7.
Sá sigarar sem þorir
(Who dares wins)
Frábær og jafnframt hórkuspenn-
andi stórmynd. Aðalhlutverk:
Lewis Collins og Judy Davis.
Sýnd kl. 9 og 11.25
SALUR3
LaTraviata
Sýnd kl. 7
Seven
Sýnd kl. 5,9.05: og 11.
Dvergarnir
Hin frábæra Walt Disney mynd
Sýnd kl. 3.
SALUR4
Zorroog hýra sverðið
Sýndkl. 3,5 og 11.
Herra mamma
Sýnd kl. 7 og 9.
J