Tíminn - 22.01.1984, Side 4

Tíminn - 22.01.1984, Side 4
4 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 ■ Þegar hann vaknar á morgnana og lítur út um gluggann, sér hann lögregluþjonana á götunni fyrir neðan. Úti standa einnig verðir, en bíll lögreglunnar stendur þarna samt dag og nótt. Ef allt virðist með felldu, þá tekur hann upp símtólið og lætur fylgdarmenn sína vita um, að hann sé á leiðinni. Þeir eru sjö, sem fylgja honum daglega heiman að - í f jórum bílum! Hann tilkynnir þeim að hann sé nú tilbúinn til að halda af stað til starfa. Lítið Ijós berst inn um litaglerið á Alfa Rómeónum. Þégar að dómhúsinu kemur, fer hann rakleið- is inn á skrifstofuna og lokar að sér. „Þetta er ekki annað en lifandi lík“ segja lögfræðingarn- ir í húsinu um hann. Hver er hann þessi maður? Giovanni Falcone, fjörutíu og sex ára að aldri. Verkefni: Að finna höggstað á Mafíunni á Ítalíu. Enginn sem til þekkir, myndi veðja einni líru að hann verði fjörutíu og sjö ára. Menn bíða bara eftir því, hvaða aðferð verður notuð. Munu þeir sprengja hann í loft upp? Þannig fór fyrir Rocco Chinnici dómara, sem varð of afskiptasamur við glæpahringi Ítalíu. Eða fær hann að deyja eins og hinn dáði Dalla Chiesa, sem vann glæsilegan sigur á öfgaöflum Rauðu herdeildanna á Ítalíu á sínum tíma, en það tók Mafíuna aðeins nokkrar vikur að leggja hann að velli. Giovanni Falcone er ekki gefið um spádóma af þessu tagi. Hann vill helst ekki ræða um forvera sína í baráttunni við Mafíuna. Sjálfvirkur hurðaopnari En hann hefur tekið veigamikla ákvörðun. Að taka starf sitt alvarlega og gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að losa ítalskt þjóðlíf við krabbameinið. Til þess þarf hann að fórna sínu persónu- lega lífi. Veggir skrifstofu hans eru þaktir skjöldum. Þar eru samankomin öll rannsóknargögn um morðið á Dalla Chiesa. Hann getur stjórnað sjálfvirkum hurðaopnara úr hægindastól sínum. Hann ferekki lengur í bíó. Hann borðar aldrei úti lengur. Þegar einhver stingur upp á því að hitta hann á veitingahúsi, þá segir hann: „Nei takk, ég held það fari ekki vel með heilsuna." En innandyra er hann í essinu sínu. Hann tekur þátt í orðræðum, borðar glaðlega, reykir og gerir að gamni sínu. Samvcrkamenn hans segja frá því, að þegar hann hefji yfirheyrslur yfir mafíós- um, þá byrji hann jafnan á því að segja: „Við erum ríkisvaldið ekki þið!“ Þegar þetta er sagt sýndu glæpamenn Mafíunnar jafnan merki taugaveiklunar. En það er rétt, að Giovanni Falcone í stuttu máli sagt lagt þá að velli hægt en öruggt stóru risana í glæpaheiminum á innan við einu misseri. Og glæpirnir kring um þetta lið eru ekki af smærri endanum: Giovanni Falcone rannsakar hvorki meira né minna en sextíu morð fyrir utan fjölda glæpamála, sem tengjast Mafíunni beint eða óbeint. Höggormsblóð í æðum... i „Hann er með höggormsblóð í æðum“, segja þeir um hann. í hvert sinn sem samverkamaður hefur fallið í valinn, hefur hann riðið netið þéttar, sem á að tryggja hagsmuni ríkisins og vernda hann gegn leyniskyttum Mafí- unnar. Hann vinnur starf sitt af þolgæði og samviskusemi. Sagt er að hann geti yfirheyrt fjórtán menn sama daginn - án þess að taka sér nokkra hvíld. Samverka- menn hans segja, að hann sé með rafmagnsheila". Starfið hefur gert hann tortrygginn. Hann tekur ákvörðun um það að kvöldi, hver hinna sjötíu fylgdarmanna á að gæta hans daginn eftir. Hann ákveður ekki fyrr en á síðustu stundu á morgn- ana, hvernig fötum hann verður í þann daginn. Hann getur kallað til hvaða aðstoð sem er á augnabliki og hann reynir að sjá fyrir högg andstæðinganna. Honum hefur tekist að halda einkalífi sínu alveg leyndu. Enginn veit með vissu með hverjum hann býr. Hann lætur ekki ljósmyndara koma sér á óvart og gefur blaðamönnum ekki færi á sér. Engar yfirlýsingar til fjölmiðla, takk. Til þess að sigrast á Mafíunni, hefur hann tamið sér hugsunarhátt þeirra sem standa í eldlínunni hinum megin. „Hvernig færi ég að ef ég væri einn af þeim", segir hann. Mafían er eins og allir vita flókið fyrirbæri. Margt smátt gerir eitt stórt. Falcone er farinn að finna fyrir ýmsum sendingum glæpamann- anna. Hann fær hótunarbréf, aðvaranir, • * ■ Lögreglan fylgir Giovanni Galcone dómara hvert fótmál Sá sem lætur vel að tígriniun ....hætHr á aö missa höndina Sjötíu lögreglumenn gæta Giovanni Falcone dómara, sem lagt hefur til atlögu við Mafíuna á Sikiley táknar einmitt ríkisvaldið; það eina vald, sem komið getur Mafíunni á kné... Og Falcone hefur ekki afrekað svo litlu. Þegar hefur hann komið því til leiðar, að heróínkonungur Sikileyjar er kominn bak við lás og slá. Hann heitir Gerlando Alberti og hugsardómaranum litlar þakkir. Hann er búinn að koma öðrum stórlax í glæpaheimi eyjarinnar á kaldan klaka. Það er höfuð Greco ættar- innar, sem sagður er hafa lagt á ráðin um morðin á Dalla Chiesa. Þar að auki eru glæpaseggir Salvo ættarinnar, sem fjár- magna ósómann á Sikiley að stórum hluta undir hamri dómarans. Hann hefur sem hann nemur og túlkar eftir bestu hyggju. Aðvörun þarf ekki endilega að koma eins og vænta má. Hún getur komið í formi ráðleggingar, jafnvel með blíðmælum. Stundum er honum hrósað til þess eins að aðvara hann. Aðvörun getur t.d. hljómað þannig: „Sá sem lætur vel að tígrinum, hættir á að missa höndina“. Miklu gildir að kunna að ráða í merkin. Sextíu og níu þúsund undir eftirliti Til að gefa örlitla rnynd af því gífur- lega vandamáli sem Mafíuófögnuðurinn er á Ítalíu, má geta þess að nærri sjötíu þúsund manns er-u nú undir smásjá bankaeftirlits og stjórnvalda á Sikiley. Mjög hörð lög gegn Mafíunni og óaldar- liði hvers konar komu til framkvæmda á ítalfu árið 1982 og síðan hefur sigið á ógæfuhliðina hjá mafíósum jafnt og þétt með einstaka stórum undantekningum eins og þegar þeim tókst að myrða Dalla Chiesa, en sá atburður vakti gífurlega reiðiöldu á allri Ítalíu og gerbreytti viðhorfi margra til Mafíunnar. Rannsóknarmenn glæpastarfsemi á Ítalíu benda á svipaða afstöðu mafíufor- ingja og leiðtoga Rauðu herdeildanna, meðan þær voru og hétu. Mafíumenn eiga það til að svara spurningum þannig við yfirheyrslur, að „þeir séu beittir ranglæti" alveg á sama hátt og hryðju- verkamenn sem segjast vera fórnarlömb hinnareinu sönnu Mafíu: Ríkisvaldsins. En svo vel hefur yfirvöldum miðað gegn Mafíunni að undanförnu að ættar- laukarnir eiga það nú til að „iðrast" gerða sinna. Greinilegt er að ýmis þau bönd sem menn töldu órofa, eru að bresta. Engu að síður gerir Giovanni Falcone sér ekki gyllivonir um skjóta og farsæla lausn. Hann veit, að hann á við fyrirbæri að etja, sem þróast og breytir sér eftir umhverfinu. Verkefni hans verða aldrei auðveld. Mafían mun halda áfram í einhverjum mæli að dæla fjármagni út úr ríkiskassanum, spilla opinberum starfs- mönnum og drepa á götunni. Veldi hennar er einnig óbugað í fangelsunum. Þar ganga mafíuforingjar enn um á silkitreyjum, láta sýna sér klámmyndir á notalegum síðdegisvökum og vekja öf- und og furðu hinna fanganna. Ef aðeins Giovanni Falcone tækist.... Þýtt/endursagt/þh. Le Nouvel Observateur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.