Tíminn - 22.01.1984, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.01.1984, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 22. JANUAR 19M Bfámfam 17 skák Áhrifa- mikið ■ Hverju leikur hvítur? Formáli flestra leikfléttna er ann- aðhvort mát, eða liðsvinningur. (Nokkrar lenda þar fyrir utan, þar er markmiðið t.d. jafntefli, með þrá- skák eða patti.) Liðsvinningur bygg- ist oftast á því að drepa fleiri eða verðmætari menn heldur en and- stæðingurinn. En leiði flétturnar til frípeðs í næsta nágrenni við upp- komureit, má ýmislegt leggja í sölurnar. Sé peði breytt í drottningu, breytast hlutföllin óneitanlega á áhrifamikinn hátt. í þessari skák sýndi svartur hvíta frípeðinu ekki tilskilda virðingu. Einnig sýnir tafl- mennska hvíts, góða uppstillingu gegn „gúmívörn" svarts. Ivanov: Bonin New York 1983. 1. c4 c5 2. Rf3 b6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Bb7 5. Rc3 Rf6 6. f3 e6 7. e4 d6 8. Be2 Be7 9.0-0 0-010. Be3 a611. Db2 Rb-d7 12. Hf-dl He8 13. Bfl Dc714. Ha-cl Ha-d8 15. Df2 Db8 16. b4 d5? (Oft gefst þetta vel í svipuðum stöðum. En hér hefði svartur átt að vera þolinmóðari. Best var trúlega Hc8.) 17. cxd5 exd5 18. Rxd5 Rxd5 19. exd5 Bxb4 (19. . Bxd5 20. Rf5 gefur hvítum ótvíræða yfirburi, hann fær biskupaparið í opinni stöðu.) 20. Rc6 Bxc6 21. dxc6Bc5?? (Eftir 21. . Rc5 Dh4 Ba3 gat svartur barist áfram.) 22. Hxd7 Bxe3 (Eða 22. . Hxd7 23. cxd7 Hxe3 24. Hxc5!. Eða 23. . Bxe3 24. Dxe3 Hxe3 25. Hc8t) 23. Dxe3 Hxe3 (Eða 23. . Hxd7 24. cxd7 Hxe3 25. Hc8f) 24. c7 Gefið. Þvinguð fórn jafnvel þó hægt sé að finna haldgóða vörn á svart. Róleg taflmennska hefði ekki gefið hvítum mikla möguleika. En það sem raunverulega skeði var það, að svartur missti móðinn. Fórn hvíts stóðst ekki hörðustu gagnrýni, en var hreinlega þvinguð. Sex: Timman OHRA 1983. Sikil- eyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 a6 6. Rc6 (Venjulega eru þessi uppskipti vafasöm, en Sax teflir þetta oft. A6 er leiktapí því fram- haldinu.) 6. . bxc6 7. Bd3 Dc7 8. 0-0 Rf6 9. f4 d5 10. e5 Rd7 11. Ra4 g6 12. c4 Rc5 13. Be3 Rxa4 14. Dxa4 Dd7 15. Ha-cl Be7 16. cxd5 (Byggt á röngum útreikningi.) 16. . cxd5 17. Dd4 0-0.18. Hc2 (Áætlunin var 18. f5 exf5 19. Bh6 He8 20. e6, en hann gleymdi Da7..) 18.. Hb 8 19. a3 Bd8 20. Dx3 Da4 ■ Margar óljósar fórnir eru aðeins gruggugar með tilliti til þeirra loka sem þær eiga að gefa. Fórn á borð við þessa frá hvíts hendi í eftirfarandi skák, er ekki hægt að gagnrýna, (Nú er ljóst, að svartur hefur gott frípeð á miðborðinu, en peðameiri- hluti svarts á drottningarvæng er að skorðast. T.d. 21. . b4 Bd7 ásamt Bb5. Þetta sér ungverski stórmeistar- inn, og tekur djarfa ákvörðun.) 21. f5I? exf5 22. Bh6 d4?? (Tapar. Betra er 22. . Bb6t 23. Khl d4, en það besta er 22. . He8, og eftir 23. e6 f6 er ekkert að óttast.) 23. Dc5 He8 24. e6. (Með hótuninni De5, og setur á g7 og b8. f6 er svarað með 25. e7! Bxe7 26. Dd5t Kh8 27. Df7, eða 25. . Hxe7 26. Dd6, og nú er sett á b8 og d8.) 24. . Da5 25. exHt Kxf7 26. Bc4t Be6 27. Da7t (Eða 27. Bxet Kxe6 28. He2t Kd7 29. Dxd4t Kc6 30. Hxe8 Bb6 31. He6t og vinnur.) 27. . Be7 28. Bxeót Kxe6 29. He2t Kf6 (Eða 29. . Kf7 30. Hxe7t) 30. Dxd4t Gefið. Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skák Helgarskák- mótið í Ólafsvík ■ Fyrir Reykvíkingana voru vinningarnir harðsóttir á 23. helg- arskákmóti Tímaritsins Skákar og Skáksambandsins, sem haldið var í Ólafsvík 7. og 8. janúar. Tólf keppendur úr Reykjavík flugu vestur um hádegi á föstudag, og áætlað var að koma aftur seinni hluta sunnudags. Þá var hinsvegar komið versta veður, og engin von með flug til Reykjavíkur. Að- komumenn urðu því að gista um nóttina og bíða færis. Á mánudags- morgun var veðurútlit engu betra, og því ákveðið að taka áætlunarbíl- inn sem fara átti suður fyrir hádegi. Hinsvegar láðist að tilkynna bíl- stjóranum að skákmennirnir hygð- ust fljóta með suður, og því renndi bifreiðin úr hlaði á tilskyldum tíma. Inni á hóteli varð uppi fótur og fít meðal skákmannanna, þegar farkosturinn hvarf út í sortann, enda ekki meiningin að eyða sumarfríinu í Ólafsvík. Eftir miklar símhringingar tókst þó að stoppa manninn af, en allt þetta umstang hafði kostað rúmlega klukku- stundar töf. Þessi klukkustund reyndist sérlega afdrifarík fyrir Helga Ólafsson sem fyrir bragðið missti af fluginu til Noregs, þar sem hann hugðist tefla á alþjóð- legu móti í Gausdal. Helgarmótið í Olafsvík var tileinkað minningu helsta skákáhugamanns Snæfells- ness um árabil, Ottós Árnasonar. Keppendur voru 42 talsins, þó slæmt veður hamlaði frekari þátt- töku, bæði af Snæfellsnesinu og Reykjavíkursvæðinu. Helgi Ólafs- son sigraði rétt einu sinni, með 6 1/2 vinning af 7 mögulegum, og komu þau úrslit lítt á óvart. Hitt var öllu óvæntara, að í 2.-3. sæti urðu Jóhann Þ. Jónsson og einn yngsti keppandinn, Guðmundur Árnason. Jóhann hefur aðallega fengist við skákstjórnina á helgar- skákmótunum, en brá sér þarna í annað hlutverk með góðum ár- angri. Jóhann tryggði sér 2.-3. sætið í síðustu umferð með sigri yfír Karli Þorsteins, en á meðan sigraði Guðmundur í skák sinni gegn Tómasi Björnssyni. Óli Valdimarsson fékk öldungaverð- launin og bestu útkomu Snæfell- inga fékk Hilmar Viggósson, Hell- issandi. Hann þótti tefla eina allra bestu skák mótsins, og við skulum líta á snilldina. Hvítur: Hilmar Viggósson Svartur: Arnór Björnsson Meran-vöm. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 (Venjulega kjósa menn frekar 3. Rf3, því eftir hinn gerða leik hvíts, gæti svartur brugðið sér út í hið tvíeggjaða Winawer bragð, með 3.. e5!?) 3... Rf64. Rf3 e6 5. e3 (Eftir 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5 10. Bxg5 er komið upp mjög hvasst albrigði sem Arnór teflir jafnan á svart, fái hann tækifæri til þess.) 5... Rb-d7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bb3 (Eins og ótal dæmin sanna, borgar sig ekki alltaf að leika sterkasta teoríu- leiknum. Skákfræðin gefur þessum leik vegna þess að svartur geti nú náð góðu tafli með 8...b4! En þessi ieikur hvíts, slær Arnór út af laginu.) 8...Bb7(?) 9. 0-0 Be7? (Full hægfara. Betra var 9... Bd6.) 10. Re2 b4 11. Re2! (Riddarinn skal til f4, þar sem hann verðurógnandi.) 11.. . 0-0 12. Rf4 Db6 13. e4 Hf-d8 abcdefgh STÖÐUMYND 14. Bxe6! fxe615. Rxe6 h6 (Svörtum líst ekkert á sóknarmöguleika hvíts eftir 15... He8 16. Rf-g5. Ef þá 16... h6 17. Db3 hxg5 18. Rxg5+ Kh8 19. Dh3+ og mátar.) 16. Rxd8 Hxd8 17. Db3+ Kh8 18. Rh4 Rf8 19. Rf5 Hd7 20. Bxh6! Falleg cndalok. Ef nú 20... gxh6 21. Df7 Bd6 22. Dxf6+ og mátar. Svartur gafst því upp. Jóhann Örn Sigurjónsson Jóhann Örn Sigurjónsson skrifar um skák HÓTEL BORG Sími 11440. Veist þu að þorrinn er byrjaöur Þorramatur og ??? Hvað er betra? Seljum einnig út til einstaklinga og hópa. ÞORRABAKKINN íár — 16teg.r ca 1 kg. Verðið er aðeins KR. 149,00 BAKKINN. Útvegum þorramat í smærri og stærri veislur. OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA — FIMMTUDAGA TIL KL. 19.00, FÖSTUDAGA TIL KL. 19.30, LAUGARDAGA TIL KL. 16.00. «3'E l^——— I • tunocAP HOLAGARÐUR KJORBÚÐ, LÓUHÓLUM 2 — 6, SÍMI 74100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.