Tíminn - 22.01.1984, Síða 6

Tíminn - 22.01.1984, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 ■ Hvað rekur ungt og dugmikið fólk, sem tíýr við góðan kost meðal f jölskyldu og vina, til að heimsækja okkur hingað upp á klakann? Hvernig stendur á því, að ungur maður í sérhæfðu starfi og unnusta hans taka sig upp og ákveða að eiga vetursetu í Kjós? Er það landið, sem heillar þau úr fjarlægð? Eða er það ævintýraþrá í ungum hjörtum? Eða eitthvað allt annað? Hver veit? Til að fá svör við þessum spurningum og ýmsu öðru, lögðum við leið okkar í vikunni að Grjóteyri við Meðalfellsvatn íKjós, þar sem sómahjón búa fyrirmyndarbúi. Þau Kristján Finnsson bóndi og kona hans Hildur Axelsdóttir, fengu á síðastliðnu hausti sendingu mikla alla leið úr Svíaríki, ungan mann Ola Sundquist og unn- ustu hans Karin Solem. Þau yfirgáfu fjöl- skyldu og vini, búgarð og störf til að kynnast okkur hér á ísnum. Við hófum samtalið með því að spyrja þetta unga fólk, hvert mætti rekja áhuga þeirra á landi og þjóð og hvernig það hefði æxlast, að þau komu til vetursetu hjá hjónunum að Grjóteyri. Ola varð fyrst fyrir svörum. starfi mínu lausu. Um annað var ekki að ræða. Allt annað mál hefði verið ef ég hefði getað sagt, að ég væri að fara í þróunarhjálp. Þá hefði leiðin verið greið. En því miður get ég nú ekki sagt, að þetta sé beint þróunaraðstoð sem við veitum hérna í Kjósinni! Gítarsmíði er fágæt iðngrein. Hvað kannt þú að segja okkur um hana forvitnilegt? „Já, handsmíðaðir gítarar eru í raun- inni aðeins framleiddir á tveimur stöðum í Svíþjóð. Við framleiðum um tvö hundruð hljóðfæri á ári og seljum þá til fjögurra verslana í Svíþjóð. Ég hef verið að læra þessa iðn í sex ár og er alls ekki fullnuma. Ég get enn mikið lært og þarf aðstoð föður míns við smíðina, því þetta er mikið vandaverk, ef allt á að ganga saman. Við kaupum mestallt efni að, því viður í gítarefni vex ekki á okkar slóðum nema lítið eitt“. Til fróðleiks má geta þess að gítarar þeir, sem Óla og faðir hans smíða kosta um þrju þúsund út úr verslun í Svíþjóð þ.e. í íslenskum krónum og þetta eru sómagripir. Einn slíkur stendur í stof- unni að Grjóteyri, gjöf frá þeim hjónum til vina sinna og lærimeistara í íslenskum búskap. Það er greinilega mikið í hann lagt. En hvernig er mannlífið þarna við Jormvatnið? „Það er alls ekki svo ósvipað og hér. Þó er allt hér miklu frjálsara", segja þau. Fólk hefur meira frjálsræði um alla hluti hér á íslandi. í Svíþjóð er meiri agi á hlutunum. Ekki má gera hitt og þetta. Hér leyfist allt. En það er ekki svo ýkja stór munur á fólkinu þar og hér. Fólkið þarna norður frá í Svíþjóð er býsna heiðarlegt oggott fólk. Alvegeins og hér í Kjósinni, þar sem býr sérstaklega gestrisið fólk. Fólkið hér að Grjóteyri hefur tekið okkur að sér á sérstakan hátt“. Og þið komið að einhverju gagni við sveitastörfin? „Við göngum að öllum verkum með Kristjáni og Hildi eins og við getum. Við vinnum í fjósinu, en það verður auðvitað meira að gera í vor og sumar við búskapinn. Svo erum við að læra að temja hestana hérna, sem við keyptum okkur. Það eru tvær skjóttar merar og það gengur bara nokkuð þokkalega að temja þær,“ sagði Ofa .. „Hann ríður út í hvernjg veðri sem er,“ skýtur Hildur inn í. „Hann er óskaplega áhugasamur um hestana og þeim gengur vel að temja, enda hafa þau góða tilsögn hjá Kristjáni," bætir hún við. „Já, það er heilmikið gagn að þeim“, segir Kristján. En er búskapurinn hér í Kjósinni eitthvað svipaður og gerist við Jormvatt- net? „Það er óskaplegur munur á landbún- aði í Suður-Svíþjóð og norðar í land- inu,“ segir Óla. Hjá okkur eru þetta frekat lítil bú. en stóru búin sunnar eru óskaplega vélvædd og tölvur sjá um • mikið af því, sem maðurinn vinnur á litlu búunum. T.d. vinna tölvurúr hverskyns upplýsingum um nyt kúnna á stórkúa- búum, þannig að bóndinn getur fylgst Texti: Þráinn — Myndir: Árni Sæberg „Við komum frá litlu þorpi, sem heitir Jormvattnet í Norður-Svíþjóð. Þar búa um hundrað manns og menn hafa at- vinnu af búskap og viðarhöggi. Algengt er, að fólk hafi þar lítil bú, svona þrjár kýr og tíu til fimmtán ær, Við faðir minn vinnum við gítarsmíði, það er dálítið sérstök atvinna. Allir okkar gítarar eru handsmíðaðir. Af þessu höfum við feðg- ar meginstarf okkar, en sinnum bú- skapnum í hjáverkum. Þannig vildi svo til, að bróðir minn hafði kynnst eiginleikum íslenska hestsins. Hann kom til okkar og sagði, að við þyrftum að fá okkur slíka hesta, því þeir væru kjörgripir. Við kynntum okkur málið og sáum, að hann hafði lög að mæla. Fjölskylda mín hefur alltaf lagt mikið upp úr þvt að eiga góð hross, en mjög erfitt er að fá íslenska hesta í Svíþjóð. Þetta varð svona kveikjan að því, að við ákváðum að koma til íslands, fá að vera hér um tíma til að kynnast landi og þjóð, en nota jafnframt tímann til að verða okkur úti um hross af góðu kyni. Við fórum að leita fyrir okkur með samskipti við íslendinga, sáum þá meðal annars grein um fjölskylduna hérna að Grjóteyri. Við vildum gjarna komast í sveit þar sem væri fjölbreyttur búsmali. Hér eru bæði ær og kýr. Við skrifuðum á nokkra staði, sendum auglýsingu í blöðin og fengum fimm eða sex svör frá nokkrum bændum. Það varð síðan úr, að við réðumst hingað, en áður höfðum við komið á bæ vestur í Dölum.“ Og það hefur ekki verið erfitt fyrir þig Karin að fá ársfrí ■ vinnunni? „Jú, það var einmitt meinið. Ég gat ekki fengið svona langt frí. Ég starfaði sem aðstoðarstúlka á tannlæknastofu. Vinnuveitandinn var ekki beint hrifinn, þegar ég sagði honum að ég hefði áhuga á að fá ársfrí til að fara til íslands. Það kom ekki til mála, svo ég varð að segja «* ' m & ■ Ola gitarsmiður og Karin unnusta hans láta vel að hrossum sínum. Þau vildu ekki annað en skjótt. Ola riður út i hvernig veðri sem er, lætur ekki gaddinn á sig fá, enda vanur miklum frosthörkum heima við Jormvattnet. Gítarsmiðurinn að Grjóteyri „Ekki beint í þróunar- aðstoð í Kjósinni” „Skógurinn er hluti af okkur” segja Karin Solem og Ola Sundquist, sem eiga vetursetu að Grjóteyri í Kjós

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.