Tíminn - 22.01.1984, Qupperneq 8

Tíminn - 22.01.1984, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjpri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritsfjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Ðlaoaprent hf. ——mmimm^—mm—mmmmm—m^^—mmmámm Edlileg viðskipti eða happdrættí ■ Takmarkað lánsfjármagn og skrykkjótt verðbólga hefur gert fasteignamarkaðinn að hreinasta happdrætti. Sambland af verð- tryggðum og óverðtryggðum lánum hefur gert vinnings- eða taplíkur mun óvissari. Hægt er aðgræðaeða tapa á fasteignakaup- um allt eftir því hvenær kaupin eru gerð, um hvers konar fasteignir er að ræða eða hvort samið er um verðtryggð viðskipti eða óverðtryggð. Petta er í rauninni óviðunandi ástand og hefur verið lengi. Verð á fasteignum og söluskilmálar eru þeim mun viðkvæmari en önnur viðskipti að allflestir einstaklingar eiga bókstaflega aleigu sína í íbúðarhúsum og íbúðum. Sjálfseignarstefnan hefur leitt til þess að um 80 af hundraði landsmanna búa í eigin húsnæði og eiga reyndar ekki annarra kosta völ, því leigumarkaður er ótryggur. Oft er kvartað yfir að sparifé sé lítið í bönkum og margir eiga þann draum að velta sparifé landsmanna í fyrirtækjum. En varla er hægt að ætlast til þess að sparifé liggi á lausu þegar nær allar umtalsverðar eignir einstaklinga eru bundnar í umgerðinni um heimilislífið. Flestir verða að leggja mikið á sig til að eignast íbúð og gangurinn hefur yfirleitt verið sá að menn byrja smátt og verja- nokkrum áratugum ævi sinnar og tekjum til að stækka við sig. Aleigan heldur því áfram að vera bundin í steinsteypu, en aðeins í meira magni eftir því sem á lífshlaupið líður. Aðstaða einstaklinganna til íbúðakaupa er ákaflega mismun- andi. Það réttlæti sem felst í hinum svokölluðu félagslegu íbúðum eykur mismuninn, þótt síst sé ástæða til að amast við því að fátæku fólki sé gert kleyft að búa við heimilisöryggi. Frjálsi markaðurinn er happdrætti. Fyrir ekki löngu síðan hlutu þeir góðan vinning sem voru í náðinni er lóðum var úthlutað og mun ódýrara var að byggja en kaupa tilbúið. Nú er því dæmi snúið við. Því verð á notuðu húsnæði er orðið talsvert lægra en byggingakostnaði nemur. I vikunni kynnti Fasteiignamat ríkisins ástandið á fasteigna- markaði og komu þar skrýtin dæmi upp. Þau hafa verið kynnt svo vel í fjölmiðlum að óþarft er að rekja þau. Það er athyglisvert hve gífurlegur munur er á kjörum eftir því hvort samið er um íbúðarkaup á grundvelli verðtryggingar eða samkvæmt eldri skilmálum. Verðbólguþróunin ræður því hvort menn græða eða tapa allt eftir því hvernig gengið var frá skilmálum. Þá liggur í augum uppi að þegar kaupandi hefur ávinning af skilmálum og efnahagsþróun tapar seljandi. Á sama hátt getur kaupandi orðið fyrir fjárhagstjóni sem kemur seljanda fasteignar til góða ef þróun stefnir í aðra átt. Það má segja að allt jafni þetta sig upp, en óneitanlega hljóta þessir viðskiptahættir að hafa varanleg áhrif á efnahag einstaklinga til hins verra eða betra, og þeir sem bera skarðan hlut í lotteríinu geta orðið fyrir alvarlegum efnahagslegum áföllum. Hafa verður í huga að yfirleitt eru menn að versla með aleigu sína þegar staðið er í fasteignaviðskiptum og því á ekkert kæruleysi við um þau efni. Fasteignasala er blómlegur atvinnuveg- ur og þeir sem við hana fást bera mikla ábyrgð. Sveiflur í efnahagslífinu verða ekki skrifaðar á reikning fasteignasalanna en óhjákvæmilega hljóta þeir að vera helstu ráðgjafar fólks um þessi viðskipti, og ættu að gera sitt besta til að tryggja hag bæði seljenda og kaupenda. Um skeið hafa fasteignir verið seldar með tvenns konar skilmálum, og er það samkomulag kaupenda og seljenda hvor aðferðin er viðhöfð. Þetta hlýtur að vera óeðlilegt og gera allan þennan mikla og fjárfreka markað mun óvissari en ella og gætu fasteignasalar beitt áhrifum sínum til að koma þarna á þeim viðskiptaháttum að allir sitji við sama borð. En með meiri stöðugleika í almennu efnahagslífi hlýtur fasteignamarkaðurinn að komast í eðlilegt horf og fjárskuldbind- ingar hætta að vera eins og tombóla þar sem þátttakendur græða eða tapa eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Því fyrr sem stöðugleiki kemst á því betra. -O.Ó. kjarnavopn Pershing 11 flaugarnar komnar ■ Nú hafa bandarísku cldflaugarnar í V-Þýskalandi vitað það um skeið hvert þeim er ætlað að þjóta, ef til átaka kemur, því nú hefur stýribúnaður þeirra verið settur á sinn stað, - og í samband. Á seguldiska eru letruð fyrirmæli sem stýribúnað- urinn les úr á radarkorti. Þessi kort eru mismunandi frá einum kjarnaoddinum til annars, en hver þeirra vegur 80 lestir. Þar með er nákvæmur stýrigeisli kominn sem beinir flauginni á tiltekna staði á vesturhéruðum Sovétríkjanna. Eftir að frágangi var lokið var yfirstjórn Nato tilkynnt: „Mission accomplished" (Verkefninu er lokið). Þar með hafa flaugarnar hlotið sinn sess í vígbúnaðarkerfinu. Enn hafa Bandaríkin aðeins ákveðið um þessi vopn í V-Þýskalandi, sem ná marki sínu á 14-30 mínútum. En þetta er fyrsta skrefið í gríðarmikillivígbúnaðaráætlun og munu vopn eins og MX- eldflaugar, kafbátaflaugarnar Trident II og 5000 Cruise eldflaugar brátt fylgja í kjölfarið. Hlutverk 1. herdeildarinnar í Mutlanden er í því fólgið að hafa jafnan kveikt á búnaðinum sem senda skal flaugarnar af stað og sjá um að þeim sé hægt að skjóta innan 15 mínútna frá því er skipun þar um berst frá höfuðstöðvum Nató, „Shape.“ Þá er liðinu ætlað að styðja við framsókn herja Nato í atómstríði með atómvopnum, sem skjóta skal eftir því sem nánar verður um ákveðið. Það er Ijóst af fyrirmælum Pentagon um varnarmál fyrir árið 1985-1989 að Pershing II eldflaugunum er ætlað meira hlutverk en það að vera miðlungsdrægar eldflaugar á þessu svæði. Þar segir á þá leið að ekki skuli flokka þau hlutverk sem kjarnavopnum eru ætluð of nákvæmlega. Þannig gæti Pershing II hlotnast margvísleg ætlunarverk í allsherjarkjarn- orkustríði. í gagnið Sé litið á Evrópu eina hefur Pershing II þó feiknamiklu * hlutverki að gegna. Á friðartímum eru stöðugt til taks 250 sprengjuoddar, bornir af eldflaugum og flugvélum. En þegar lýst er yfir hættuástandi („advanced readiness level") bætast 550 oddar við og í neyðartilvikum („maximum posture level“) eru allir sótraftar á sjó dregnir sem kjarnorkuvígbúnaðurinn tekur til og er þá um að ræða alls um 2000sprengjuodda. Því nær sem dró að uppsetningu eldflauganna í Þýskalandi ætluðu Bandaríkamenn þeim stærra hlutverk. Hæfni flaug- anna til þess að hæfa með nákvæmni skotmörk á sovésku landsvæði erætlunin að nota til fullnustu samkvæmt hernaðar- áætlunum Bandaríkjanna. Niles J. Fulwyler, forstjóri kjarna- vopnadeildarinnar í Pentagon segir: „Pershing II gefur okkur færi á að hæfa mikilvæg skotmörk í vesturhluta Sovétríkjanna sem við höfðum ekki tök á að ná til áður.“ Samkvæmt leynilegum plöggum í Bandaríkjunum geta flaugarnar hæft 65% allra hernaðarlegra skotmarka í Sovétríkjunum. Þar er um að ræða allar SS-4 og SS-20 stöðvarnar. Sovétríkin geta hins 'vegar næstum alls ekki hæft Pershing II flaugarnar, vegna þess hve auðhreyfanlegar þær eru. Að vísu er vitað að ætlunin er að koma þeim upp innan tíðar í Baden Wúrtemberg, en herfræðingar segja að ætti að eyði- leggja þær mundu Sovétmenn þurfa að gera hreina skyndiárás. Menn reikna nefnilega með því að fá eins til tveggja daga fyrirvara til undirbúnings, áður en til kjarnavopnaátaka kemur og þá mundu Pershing II flaugarnar hafa dreifst hingað og þangað. Þeim má skjóta hvaðan sem er, eða eins og einn hershöfðinginn orðar það: „Við þurfum aðeins skógarrjóður með tveggja metra opi á milli trjátoppanna til himins.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.