Tíminn - 22.01.1984, Síða 12
12
■ „Einn mann þurfið þið að hitta. Hann er
hluti af þessum dal. Þið getið ekki látið hjá líða
. að koma við hjá Didda Morthens. Hann er
óviðjafnanlegur,“ sagði Kristján á Grjóteyri í
Kjós, þegar við litum inn hjá honum á dögun-
um. Diddi málari Morthens, öðru nafni Krist-
inn Morthens, reyndist okkur fágætur dýr-
gripur. Hann kom til dyra eins og hann var
klæddur, í lopapeysu með grænu kollhúfuna
sína. „Ég kann betur við mig þannig eftir að ég
fékk svolítinn skalla“, segir hann. Höfðings-
lundin leynir sér ekki. Hann er keikur í spori.
Nokkrar myndir standa uppi í stofunni, ófrá-
gengnar: vatnslitamyndir liggja á borðinu.
Inni er hlýtt og notalegt, en úti grenjandi
gaddur. Okkur er boðið upp á Fjallkofabjór.
„Við notum bara puttana eins og Gísli á
Uppsölum“, segir málarinn: þegar hann ber
fram glösin og fer fínum fingrum um glasa-
randirnar. Er þetta áfengt? Ja, ætli maður væri
að þessu annars? Það er gaman að þessu, ha!
Ekki mikið gerbragð, er það nokkuð? Við
spyrjum Didda fyrst um menninguna í sveit-
inni og þann mikla anda, sem hann teygaði hér
áður fyrr í höf uðborginni, þegar allt endaði inn
við Hlemm. Já, menninguna, þú segir nokkuð
maður.
Texti: Þráinn Hallgrímssoit
Myndir: Ami Sæberg
■ Er þetta minn eða þinn sjóhattur? Þennan sjóhatt fékk Diddi í
Sjóklæðagerðinni fyrir meira en hálfri öld. Hann ætlar að bjóða þeim hann
aftur...
Mimm
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
mmm
wm
^imm
WBSB/BSBBSSBSBBBBiBSSBSBBSBSBSSBiSBBBIBBBBB
m Það yrði laglegt ef synirnir sjá mig við þetta, hellandi miðinum hér
uppfrá í hjá kunnugum. Ég segi þeim nefnilega, að ég drekki aldrei hérna....
Ég er hundleiður á menningunni. Ég
finn þetta vel þegar ég er á leið úr og í
Reykjavík. Þegar ég fer upp Ártúns-
brekkuna léttist ég allur. Það fer eitt-
hvert ógurlegt þyngsli af brjóstinu á
mér. En á leiðinni í bæinn, finn ég þessi
þyngsli aukast jafnt og þétt hið innra
með mér. Ég er leiður á mcnningunni.
Það er svo erfitt að búa í Reykjavík. Ég
er leiður á borginni, vil ekki síma hingað
upp eftir. Til hvers? Til að hinir og þessir
færi mig nær þessu öllur aftur? hvað gera
þeir svo gömlu kunningjarnir? Á morgn-
ana er skroppið á Borgina, sötrað kaffið;
Síðan skroppið út aftur og þá setið á
Borginni eða annars staðar fram að
seinna kaffi. Er þetta eitthvað til að
sækjast eftir? Þannig spyr málarinn og
býður gestum sínunt eðal úr uppsalaglös-
um. „Nú skálum við piltar", En hvers
konar myndir málar Diddi?
Svo til eingöngu í landslagsmyndum.
Maður er alltaf blankur svo maður
verður að selja þetta jafnóðum. Helstu
mótífin; ja, ætli það séu ekki Hekla,
Svínhraunið og Hellisheiðin. Já ég mála
eftir minni. Ég hef frá barnsaldri mikið
sjónminni. Skissa þetta upp eftir hug-
myndum. Minnið er gott. Ég get sagt
ykkur sögu af því. Það var hérna fyrir
nokkrum árum, að ég kom í hús og hitti
þar mann. Ég sagði honum, að ég hefði
séð hann áður. Maðurinn aftók það.
Knnaðist ekki við mig. En hvað kom
upp úr dúrnum? Við höfðum hist í tjaldi
kvöldstund tuttugu og fimm árum áður
í Þjórsárdal. Óhugnanlegt minni, sagði
kunninginn við mig;
Því mála ég eftir minni, ég þekki
afstöðu hluta í því landslagi, sem ég
mála. Litina þekki ég, en svo impróvis-
era ég einnig, gef af mér sjálfum.
Eitthvað af skáldinu þarf til. Minn
skáldskapur verður til með penslum á
lérefti.
Það er gaman að vatnslitunum. Þeir
eru erfiðir. Með þeim þarf maður að
ganga frá í eitt skipti fyrir öll. Þar má
ekki laga mikið. Ég gleymi mér alveg
þegar ég er byrjaður að mála. Það er
alveg eins og þegar maður er byrjaður á
flösku. Manni líður vel. Maður málar.
Hauglyktin er
mitt parfum
Nei, ég sakna ekki Reykjavíkur. Því
ætti ég að gera það? Ég er mikill
sveitamaður í eðli mínu. Sveitin er minn
háskóli. Hér nýt ég kyrrðar. Mér hefur
aldrei liðið betur en hér. Ég man það
líka þegar ég var að fara í sveitina í
gamla daga. Þegar maður fann hauglykt-
ina. Það var góð lykt. Betri en parfum.
Já, hauglyktin, hún er mitt parfum, segi
ég. Kannski eru þetta bara gamlar
minningar úr barnæsku, sem koma svona
til manns aftur. Verða bóndi, ég?
Nei, það gat aldrei orðið. Hann fór
með mann í gönur þessi. (Diddi rennir
augunum niður eftir lopapeysunni og
þau staðnæmast neðan beltis) Nei. hann
fór alveg með mann í gönur þá. En í þá
daga var hægt að fá jarðir fyrir lítið
maður, ef peningar voru til. Fyrir stríð.
Tvö til þrjú þúsund krónur fínustu
jarðir. En ég hef aldrei átt fjármuni til.
Aldrei átt peninga. Gæti vel hugsað mér
að vera hér með hænsni. En ég held ég
megi það ekki. Þetta er eiginlega ekki
annað en sumarbústaður hérna. Til þess
þarf lögbýli, svo hægt sé að vera með
skepnur. Hér er þó allt fyrir mig gert.
Allt fyrir mig gert. Það var annað en í
Reykjavík í gamla daga.
Vatnslitaði umsóknina
Þá sótti ég einu sinni um í verka
mannabústöðunum íborginni. Þeirvildu
ekkert gera fyrir mig. Sótti um í Selja-
hverfi. Hvaða möguleika átti maður svo
sem til að fá þetta? Ég skrifaði svo með
svörtum vatnslitum á umsóknina; ja,'
svona líka til að stríða þeim í og með:
„Með bættrí aðstöðu má gera betrí
myndir.“ Þetta setti ég í kolsvartan
vatnslit. Já, svona til að stríða þeim líka.
Vissi að ég fengi aldrei hvort eð er. Það
var verið að spyrja mann á blaðinu,
hvernig maður ætlaði að fjármagna þetta
og svoleiðis? Með bættri aðstöðu má
gera betri myndir, er það ekki satt? En
auðvitað hugsuðu þeir: Maðurinn er
kolvitlaus. Ég veit, að Albert hefði
hjálpað mér eða Árni Gunnarsson. Ég
kærði mig ekki um það. En aðrir fengu.
Það var svoldið sárt að horfa upp á það.
Ýmsir aðrir fengu. Það voru kannski
forlög?
Já, kannski forlög. Ég ætla að deyja
hérna. Það er búið að ákveða það. Meira
að segja er búið að ákveða, að það á að
pútta mér niður hérna á Reynivöllum í
Kjós. Það er góður staður að liggja í.
Það er gott fólk hérna. Vill allt fyrir
manngera. Annaðen íhenni Reykjavík.
Ætli ég sé ekki eini maðurinn á
landinu, sem hef fengið hjálp frá bygg-
ingafulltrúanum á staðnum til að byggja?
Hann hjálpaði mér, bar meira að segja
inn með mér ofninn. En maður má víst
ekki segja þetta! Þetta er ekki tjald
hérna, heldur hús. Og hann bar inn með
mérofninn. Nú kraumarhún Krafla mín
frammi í forstofunni. (Krafla, olíumask-
ína Didda málara svarar með því að
senda þungar stunur fram i stofuna.) Já,
ég er víst dálítið sérstakur hérna í
sveitinni.
Málarinn stendur upp. Horfir hugs-
andi yfir Meðalfellsvatnið, pírir augun.
Hann er ánægður. Augun leita gísla-
áuppsalaglasanna. Meiri fjallkofabjór,
strákar? En teiknar hann aldrei strákana
sína?
Mála Bubba með kamb
Tolli (Þorlákur Kristinsson) er úti í
Þýskalandi. Bubba (Morthens) ætla ég
ekki að mála fyrr en hann er kominn
með kamb á hausinn, eins og indjánarnir
þarna úti. Guð minn, að sjá þá strákana
þarna úti með rautt og bleikt, kambinn
beint upp úr hausnum. Guð, það er
agalegt. Svo mála þeir sig í framan og
allt. Já, maður hélt nú jafnvel að þetta
gæti orkað tvímælis. Það sæist ekki hvort
kynið væri! Ha? En þá mála ég Bubba,
þegar hann er kominn með kantbinn eða
þannig. Svoleiðis eru þeir úti strákarnir
í myndunum.
Hvernig fannst honum myndin um
Söndru? Sandra vargóð. Égvaránægður
með Söndru. Ég talaði líka um það við
stelpurnar sem bjuggu hana til. Jú, þeir
léku vel strákarnir. Þeir voru töff eins og
þeir eru strákarnir mínir. Einhversagði,
að ekkert hefði farið að ske fyrr en þeir
Morthens-bræður birtust? Já, þannig
eru þeir þræltöff. Annars er besta mynd-
in sem ég hef séð lengi sú, sem var sýnd
um bóndann um daginn eftir Eyvind
Erlendsson. Hún var listaverk. Lista-
verk.
Hvernig gengur að selja? Selja? Ég se!
allt jafnóðum. Vantar alltaf peninga. Ég
hélt sýningu hérna í Félagsgarði í fyrra,
Hún gekk vel. Seldi vel. Svo viljá sumir
skipta við mig. Nú þegar kofinn er
orðinn svo vélvæddur, gæti ég tekið við
rollukjöti fyrir myndir. Þyrfti að láta
bændur vita. Fengi bara rollukjöt RS
staðinn. Hef allt sem til þarf. Rafmagn
og ljósavél, hakkkavél. Já, gæti meira að
segja selt hamborgara við Meðalfells-
vatn. En mig vantar sárlega ráðskonu.
Ekki úr barneign
Hvernig ætti hún að vera? Ja, hún rná
ekki vera af elliheimilinu. Það þýðir
ekkert. Bestar eru þær ungar ogferskar.
Má ekki vera komin úr barneign. Ég skil
■ „Tonlistin er Ifka i strák-
unum“, segir Diddi. Hluti af
hljomsveitinni Ego á kyn að
rekja til Didda Morthens eins
og margt annað i tonlistinni
undanfarin ár.
I *
mm?
m
■ Hann Asbjöm
(Olafsson) sagði alltaf:
„Talaðu bara við
litla kommúnistann þarna
og benti á mig.“
hann ekki hann Gísla á Uppsölum í
Selárdal. Skil ekki þann einbúa. Vilja
húka þarna einn. Mig vantar sárlega
ráðskonu. En ætli hún yrði ekki bara
eins og Sandra? Kynni ekkert nema á
pulsur. Auðvitað væri gott að fá hafra-
sevðið á morgnana. Það minnir mig á
hann Jökul (Jakobsson) hún dóttir hans,
Elísabet, kom hér um árið með fólki.
Hún yar eitthvað yrkja hér í gestabók-
ina. Ég er nú enn ekki farinn að geta
lesjð það I ítilræði. Hann var stórkost-
legur maður. Jökull. En það er verra
með konurnar. þegar það á að fara að
stjórna manni. Það er erfitt, strákar.
Meiri dalakofabjór?
/ Það yrði laglegt ef synirnir sjá mig við
þetta. hellandi miðinum hér uppfrá í hjá
kunnugum. Ég segi þeim nefnilega, að
ég drekki aldrei hérna. Hér sé ég til að
vinna. Þeir eru ágætir strákarnir,
skémmtilegri. Bubbi ætlar til Amríku.
Hcldur virkilega, að hann komist
þangað Eftir öll áróðurslögin. Ég hef
sagt það við hahn. Þetta er allt helvítis
áróður, sem þú ert að syngja; hvernig
heldur þú að þérverði hleypt inn? Þetta
stendur allt í umsókninni þeirra. Bubbi
heftir alltaf veriö vinstramegin eins og
hinir - í Fylkingunni. En maður má til
áð hella á sigstundum hérna uppfrá. Hér
áöur én hítinn kom í húsið gat orðið
óskaplega kalt.
Einu síríríí kom ég hingað upp eftir
alvegskelþunnur. lá hérna alveg gaddað-
ur, fréðinn. Fór í margar lopapeysur.
Lagðist undir sæng og feld. Það var allt
kJakaö. Mér var svo kalt, að ég varð að
fara út til að halda á mér hita. Ganga
um. Os þegar maður þurfti að losa sig,
þá lá viö að þyrfti að brjóta frá eins og
hjá Peter Freuken og félögum, til að
koma velgjunni frá sér. Það var agalegt.
Nú er þctta allt annað. Nú er maður
llóðlýstur í bak og fyrir. Hiti næt and
dei. Bura að þetta væri svoldið stedi híti.
Þá myndi maður setja upp svo sem
hundrað lítra af hvítvíni.
Skásta dópið
Þú talar mikið um brennivínið Diddi?
Já, brennivínið er skásta dópið, þó gott
sé að vera alveg laus við það. Mikið böl,
brennivínið. Ég var hér einu sinni á
kenderíi með Ásbirni Ólafssyni og Geir
Sigurðssyni skipstjóra. Ásbjörn var að
tala mikið um áfengið. Allir vorum við
sammála um, hvað þetta væri mikið böl.
Ásbjörn kemur þá með tvö glös. Við
heyrum að það hringlar í. Þetta er meira
bölið, segir hann. Ætli sé ekki bara best
að gleypa bölið, strákar? Einstakurmað-
ur Ásbjörn.
Já, það má ýmislegt segja um brenni-
vínið. Verst hvað það gerir menn sóða-
lega. En þetta er ekkert gaman nema
nokkra daga Það er ósköp gott daginn
eftir. Þá vaknar maður og opnar augað.
Það sér rétt skima í birtuna. Eins og
þegar gaddfrýs á rúðunni. Þá fær maður
sér einn. Og gatið stækkar. Það lýsir
mann upp hið innra. Og annan. Það cr
eins og þegar maður er að mála. Maður
sér smám saman stærri og stærri flöt, þar
til yndisleg heiðríkja tekur við. Þá eru
komin nokkur glös. En ég fer ekki ofan
af því. Áfengið er skásta dópið. Enginn
vafi.
En hvað vill hann segja um pólitíkina?
Ég er eins ópólitískur og hægt er. Mér
finnst allt vera í molum hjá þeim. Þetta
gengur allt í að reyta fjaðrirnar af þeim
lægst launuðu. Skömm að því. Þó er
spor í rétta átt að lækka verðbólguna og
vextina. En ég skil ekki kjarabaráttuna.
Af hverju eiga álversmenn, hálauna-
mennirnir núna að fá 40% kauphækkun?
Er ekki nóg að þeir fái 20% ? Hvernig
væri það? Það þarf að rassskella verka-
lýðsforystuna!
Krossaðir
kommar hættuiegir
En þú hefur alltaf verið vinstri sinni?
Já, vinstra megin, já. Fyrst krati meðan
ég vissi ekki, hvað þetta var. Síðan með
Helgar-Tíminn tekur hús á Didda málara
Sttriiif^íitiíib'‘i‘i,w-“iitÉltfrf‘•aiíMÍÍt-
Alþýðubandalaginu. Hann Ásbjörn
sagði alltaf: Talaðu bara við litla komm-
únistann þarna og benti á mig.
En er Diddi málari alltaf sáttur við
kommana? Nei, þeir mega vara sig.
Krossaður kommi er hættulegur. Hann
er óvirkur eins og alkóhólistarnir. Alveg
lamaðir, þegar þeir eru búnir að fá
orðurnar, blessaðir. Óvirkir, gera ekki
neitt. Gvendur Jaki er til skammar og
háðungar. Afbrýðisamur af því hann
fékk ckki að fara til Njú Jork. Ég vil hafa
þessa karla harða. Eins og þegar ég var
að alast upp. Þá vissi maður hvar maður
hafði þá. Og verkantenn vissu hvað þeir
vildu. Þá voru aðrir tímar. Bilið var svo
óbrúanlegt milli þeirra sem höfðu vinnu
og hinna, sem höfðu enga. Þess vegna
trúi ég því ekki, þegar hún Aðalheiður
(Bjarnfreðsdóttir) er að tala urn fátækt í
Reykjavík núna. Hún er ekki til. Ekki
eins og þá.
Þorsteinn fasisti
Um stjórnmálamennina? Núna? Þeir
voru haldbetri þeir gömlu. Fastari fyrir.
Maður gat treyst þeim. Jafnvel gömlum
jálkunt eins og Óla Thors. Núna er ekki
einu sinni hægt að treysta á flokksbræður
sína. Allt í upplausn. Það cr grúppa í
kring um hvern mann. Mér fannst Frið-
rik Sófusson ekki verri kandítat í for-
manninum hjá íhaldinu. Þar er kominn
fram sá allra harðasti maður sem sést
hefur á sviðinu lengi. Þorsteinn Pálsson.
Hreinn fasisti að mínu áliti. Byggi þetta
á tali hans. Hann geíur algeran skít í
verkalýðshreyfinguna. Hitler gaf skít í
verkalýðshreyfinguna. Þessir ntenn hafa
allt fjármagnið hér á landi. Svo gerði
hann grín að ASI-forystunni. Hann
fyrirlítur verkalýðshreyfinguna. Bjarni
Ben var einn traustasti foringi þeirra.
Albert er ágætur að því leyti, að hann
hjálpar náunganum. En hann er tak-
markaður sem fjármálaráðherra. Hefur
ekkert vit á pólitík.
Já, það hefur margt breyst, strákar.
Það cr eitthvað annað, þegar maður var
smápatti að leita sér að vinnu við
höfnina. Ég var alltaf svo lítill. Sást varla
í hópnum. Þeir komu og pikkuðu þá út
úr sem sköguðu fram úr hópnum þá
stærstu. En ég var svo lítill, að ég fékk
bara að rífa ofan af stíunum. Ég varð að
skríða á maganum við þetta verk. Maður
reif fiskinn niður. En svo var það slútt.
Ég var afskrifaður, þegar þeir stóru gátu
tekið við. Þannig er það. Þannig er það
í lífinu, strákar.
Krafla er farin að láta ófriðlega.
Listamaðurinn bregður sér fram í for-
stofuna. Það kraumar og sýður. Vélin
stynur. Diddi málari bætir á vatni. Hann
tekur eldgamlan sjóhatt ofan af snaga.
Krafla þagnar.
Er það minn eða þinn sjóhattur?
Þennan hatt fékk ég í Sjóklæðagerðinni
fyrir líklega meira en hálfri öld. Ég er að
hugsa um að færa þeim hann aftur. Erfði
þetta eftir karl.
En hvað um lífið sjálft? Já, lífið. Ég
er leiður á lífsgæðakapphlaupinu. Búinn
að koma mínum krökkunt upp. Skil ekki
menn sem nenna að streita sig á þessu.
Vinna allar stundir. Segjast aldrei hafa
tíma til að gera neitt. Ég geri engar
kröfur lengur. Kannski cr það vegna
þess, að allt keppnisskap er farið úr
manni. Nú vil ég skoða hið innra,
ferðast. Ég fer mikið á fjall. Njóta
listarinnar. Mála. Mér líðurvel þegarég
mála. Tónlist með. Það hefur áhrif á
myndina. Þetta eru allt tónar. Ég spilaði
mikið hér áður. Tónlistin er líka í
strákunum. Svo velti ég mikið fyrir mér
mystík, jóga stúdera ég. Já, mér líður
vel hérna í dalnum hjá góðum grönnum.
Hér cr gott að lifa - og gott að deyja;
Málarinn kveðurokkur. Útiernapurt.
Þar er myndefnið hans Kristins málara
Morthens. Það var rétt. Hann var óviðj-
afnanlegur. Hluti af dalnum. Þ-H