Tíminn - 22.01.1984, Qupperneq 14

Tíminn - 22.01.1984, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1984 Texti og myndir: Guðjón Einarsson ■ Skemmtistaðurinn 't Curiosahuys er byggður úr gömlu f jósi og hlöðu, og þar inni gilda serstakir peningar. Þar má borða og drekka eins og hver vill. Þér er færð leðurtuðra og sett um háls þér, en í henni eru spilapeningar í öllum regnbogans litum, sem maturinn er borgaður með. Auðvitað drekkur þú fritt með eins og þú getur. Þarna eru einnig skemmtiatriði af gamla skólanum. ATTU ORD...? ■ Hérna sést hvernig húsin eru falin í skóginum Hollandi með Samvinnuferðum4.andsýn ■ Það er eðlilegt að það vefjist fyrir þeim mörgu Islendingum, sem fóru til Emhof í Hollandi síðastliðið sumar á vegum Samvinnu- ferða-Landsyn, að kalla þessa paradís einung- is „Sumarhús í Hollandi“. Þessi hús eru mjög vönduð óg það er búið í þeim allt árið, nýtingin er 95%. Nú hefur staðið yfir verðlaunakeppni á vegum Samvinnuferða-Landsýnar, „Átt þú orð“, um nýtt nafn á þessi orlofshús. Til- lögurnar skipta orðið þúsundum, segir í frétt frá ferðaskrifstofunni, en með samkeppninni er leitað að nýju nafni á húsin, sem yfirleitt hafa verið kölluð „sumarhus“ í Hollandi. Fyrstu verðlaun eru þriggja vikna ferð fyrir sigurvegarann og fjölskyldu í Emhof eða Kempervennen. Urslit verða kynnt í lok janúar 1984. ■ Tiggeler sölustjóri og forráðamenn Sporthuis Centrum sýna íslenskum blaðamönnum orlofsbúðirnar. ■ Hollendingar borða reyktan ál eins og sælgæti. Hér er Helgi Jónsson, fréttamaður, og Helga Jónsdóttir, kona hans, að bragða á lostætinu ■ Barnaleiktæki fyrir yngri kynslóðina i Kempervennen ■ Magnús Oddsson afhendir Eysteini Helgasyni Arnarflugsvél til eigin afnota, vegna kvörtunar Eysteins um plássleysi í Arnarflugsvélum. ■ í ævintýragarðinum De Efteling Það má geta þess að þetta fyrirtæki heitir futlu nafni SPORTHUIS CEN- TRUM RECREATIE og á sjö orlofs- búðir í Hollandi og aðrar í Belgíu. Sporthuis Centrum er í eigu fimmtugs Hollendings. Hann átti 25 sportvöru- verslanir, sem hann seldi, og byggði upp orlofsbúðir smátt og smátt. Velgengnin var mikil, hann harður karl og vinsæll, enda er hann orðinn stórveldi í dag í ferðamálum. T.d. eru 600 hús í Emhof einu og þar af hundrað hús sérstaklega fyrir fatlaða. Það vakti undrun okkar, sem vorum á ferð þarna í sl. september í 20 stiga hita á vegum Samvinnuferða-Landsýnar og Arnarflugs, en frá hlut Arnarflugs segi ég í annarri grein. Það vakti aðdáun okkar hvað allt var slétt og gert ráð fyrir að fatlaðir kæmust allra sinna ferða, t.d. í verslanir. veitingahús, um allar götur o.fl. Það var sl. sumar að Samvinnuferðir- Landsýn seldu ferðir í sumarhús í Hollandi og slík aðsókn var í þessar ferðir, að leyfi fyrir þá 1800 dvalargesti, sem ferðaskrifstofan hafði í Emhof, seldust upp á tæpum mánuði. Nú hafa Samvinnuferðir-Landsýn gert nýjan samning og reikna með að 3600 manns dvelji í Emhof og Kempervennen, sem eru nýjar búðir, mjög glæsilegar og nýtískulegar. 15 milljóna samningur Það má geta þess að aðeins átta prósent þeirra 7 milljóna gistinótta í Sporthuis Centrum á ári eru seidar útlendingum, þ.e. Þjóðverjum, Belgum og íslendingum, en ekki öðruni þjóðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.