Tíminn - 22.01.1984, Síða 20

Tíminn - 22.01.1984, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 19M I því er talsvert af A og D-vítamínum Fyrsta vísbending gef ur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og f immta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending 1. Það er talið geta komið í veg fyrir hjartaáföll og kransæða- sjúkdóma í þvi er talsvert af A og D vitamínum Það hefur sérstaklega góð áhrif á vöxt tanná og beina og mælt er með því gegn ýmiss konar algengum kvillum Það er selt i 220 gramma skömmtum í öllum matvöru- búðum Þér fannst það hræðilega vont á morgnana, þegar þú varst krakki. 2. Á latínu ber það nafnið em- petrum nigrum Þetta er jarðlægur smárunni með rauðbrúnum greinum. Vex um allt land. Einstaka sinnum eru aldinin hvít, en það heyrir til undantekninga Krumma finnst þau afskap- lega góð. Þau þykja líka góð i sultu og salt. 3. Hún kom fyrst út fyrir alda- mótin 1800 á dönsku. Auk þess kom hún út á þremur öðrum höfuðtungum V-Evrópu í meira en heila öld var hún eina heildarlýsingin sem til var af landinu. Höfundarnir komu báðir til háskólanáms í Kaupmanna- höfn árið 1746. Þeir gátu sér báðir gott orð fyrir náms- störf sín og gáfu út ritgerðir um náttúrufræðileg efni. Annar höfundurinn drukkn- aði á Breiðafirði árið 1767. 4. Tegundarheiti hans á vís- indamáli er Haliaeetus albic- illa. Hljóðum hans er þannig lýst, að hann gefi frá sér hrjúft urgandi „Kri, krí, krí“ og lægra geltandi, „krá". Þjóðverjar kalla hann „Seea- dler" Hann er mjög stór og lura- legur með geysimikið vænghaf. Hann verpir í björgum, á klettastöpum og stundum á jörðu niðri. 5. Hann er talinn fæddur árið 1564. Gekk að eiga Önnu nokkra að þvi er talið er dóttur Rik- harðs Hathaways. Hann yfirgaf heimabæ sinn líklega árið 1585 og kom til London ári síðar. Fræðimenn hafa skrifað langar bækur um leikrit hans. Hann samdi m.a. leikritið „Macbeth" 6. Súmerar fundu það upp um 3500 árum fyrir Krist. Það hafði afgerandi áhrif á þróun samgöngutækni í heiminum. Farartæki byggð á þessu apparati ruddu sér vart til rúms hér fyrr en undir sið- ustu aldamót. Það var hluti af Thomsens- bílnum sem kom hingað til lands árið 1904. Þú hefur not af þvi á hverjum degi t.d. þegar þú ferð í vinnuna á morgnana. 7. Hún heillaði landkönnuði frá öllum heimshornum öldum saman. Uppruni hennar var land- könnuðum þó sífelld ráðgáta, en hún hélt þó áfram að renna yfir bakka sína i sept- ember á hverju ári á heitasta árstíma á þessum slóðum. Um 460 f. Krist fór gríski fræðimaðurinn Heródót upp hana og komst allt að Ass- uanflúðunum. Við ósa hennar stendur ein stórborg Miðjarðarhafsins. Um hana hefur verið gefin út heil bók á íslensku. oó Spánverjar komu þangað fyrst 1524. Mayaindjánar, sem þá bjuggu i landinu veittu inn- flytjendum enga mótspyrnu, enda hafði menningu þeirra og tungu þá mjög hrakað. Þar búa flestir Indjánar i allri Mið-Ameríku. Þar til stjórnarbylting var framin í landinu fyrir fáum mánuðum, fór með völd þar Ríos nokkur Montt, strang- trúarmaður á mótmælend- avísu. Það liggur milli Mexikó og El Salvador. 9. Við atburðina í Ungverjalandi 1956 skrifaði hann. „Vel mættu þeir minnast þess eina stund, er þeim loksins verður litið upp úr blóðbaðinu sínu í Búdapest Hann orti: „Ég var soltinn og klæðlaus og sjúkur af langvinnum skorti en þið sáuð mig ekki fremur en rykið á götunni Ennfremur Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur í Ijosum klæðum og kveður því vögguljóð Hann skrifaði mikið í íslensk blöð á fimmta og sjötta ára- tugnum. Hann fór í fræga Rússlands- ferð með rithöfundum, sem varð mikið blaðaefni síðar. ■ o Þetta ár sendu Sovétmenn tvo geimfara út i geiminn, sem fóru út úr geimskipinu og voru utan þess í nokkurn tima. Skömmu síðar léku Banda- ríkjamenn þennan leik eftir. Geimfari þeirra var utan við Gemini 4 farið í tuttugu min- útur. Um 200 þúsund bandarískir herrnenn voru þá í Suður Vietnam. Jens Ottó Krag var þá for- sætisráðherra i Ðanmorku. Norðurlandaráð kom saman i Reykjavik. Sigurður Bjarna- son var þá i formannaráðinu, sem kom saman i höfuðborg- inni 12. febrúar. Svör við spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.