Tíminn - 22.01.1984, Qupperneq 23
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 19M
23
komu í þorpin sex eða sjö stundum eftir
að ósköpin höfu dunið yfir. Þeir höfðu
meðferðis björgunarbíl, hereldhús og
ábreiður. Ríkið keypti nautgripi af
bændum sem ekki gátu annast skepnurn-
ar lengur.
En að hvaða gagni kemur þetta gegn
ægivaldi vetrarins? „Hjálp til sjálfsbjarg-
ar,“ greiddi þeim heimilislausu 250150
þúsund tyrkneskar lírur, að sögn hús-
næðismálaráðherrans, Ahmet Samsunlu.
Þetta eru 2700 eða 16.000 ísl. krónur.
Nýtt hús kostar sjö sinnum meira en
hærri talan og þar að auki verður ekkert
framkvæmt fyrr en vorar. Því verður
fólkið sjálft að bjarga sér eins og best
gengur yfir veturinn.
í þorpinu Ugumú er verið að byggja,
- holsteinum er raðað hverjum yfir
annan á undirstöðu sem er ekkert annað
en ber jarðvegurinn og límið er aðeins
sletta af gipsi. Ekki þarf annað en halla
sér upp að slíkum vegg til þess að hann
hrynji.
Gjafasendingar af viði, þrír rúmmetr-
ar handa hverjum, eru sendir inn í
þorpin. Bóndinn Mahmut smíðar sér
wetw ógnaog skelfinga
— ríkir nú á jarðskjálftasvæðunum í
Tyrklandi, þar sem 35 þusund
misstu heimili sín í sl. október
kofa úr þessum þunnu fjölum og plast-
plata á að gegna hlutverki þaks. Þannig
hyggst hann iifa af veturinn. „Hvað
eigum við að gera? Einhvern veginn
verðum við að reyna að fá skjól fyrir
kuldanum," segir hann.
Burðabitunum í gamla húsinu hans
Mahmut hefur verið haldið uppi um sinn
þorpsins. Fjórir hermenn vaka yfir því
að réttlátlega sé farið eftirskömmtunar-
reglunum og að engar deilur komi upp.
I húsi bæjarstjórans, þar sem lifir á
einni naktri ljósaperu, hafa tólf menn
safnast saman í rökkrinu. Þeir ræða um
hvað til bragðs skuli taka. Fyrir nokkrum
dögum lýsti ríkisstjórnin yfir þeirri
fá vatnsveitu og síma. Þeir vilja kosta til
þessa fjórum milljörðum líra.“ En fram-
kvæmdir ntunu ekki hefjast fyrr en í
apríl. Þar til ríður mest á hjálp vegna
hungurs og kulda.
Við sitjum við borð þar sem kvöld-
verður er fram borinn, - ostur, flat-
brauð, smjör, olívur og kalt steikt kjöt.
Mennirnir stökkva á fætur, leggja við
hlustir og þjóta til dyra. „Herkes disch-
ari, herkes dischari!" híópa þeir. (Allir
út, allir út!). Enn hefur komið jarð-
skjálfti.
Hálfnaktar konur hlaupa út úr her-
berginu við hliðina. Þær bera yngstu
börnin á örmum sér. Næturkuldinn úti
■ Maður gengur um rústir hins gamla heimilis síns.
með stoðum. En í hornunum eru fingur-
breiðar rifur og þar þykist hann ekki
óhultur um líf sitt lengur.
„Gjörið svo vel að ljósmynda hvernig
við búum,“ segir Aktepe bæjarstjóri við
okkur. „Þarna handan við búa 72 mann-
eskjur. „Hann sýnir okkur fjögur tjöld
sem hafa verið reist í garði samanfallins
húss. Hér sofa 18 karlar, konur og börn
í hverju tjaldi. Fólkinu er pakkað þarna
saman, fólki sem lítur á einkalíf sitt sem
heilagt mál.“
Fulltrúi Rauða krossins hér, Klaus
Mirrermeier, sem sér um að aðstoða
rauða hálfmánann við hjálparstarfið,
telur að þrír fjórðu tjaldanna þurfi að
hverfa fyrir nýjum tjöldum . „Þau eru
alls ónothæf til vetrardvalar á þessu
svæði,“ segir hann. Þar að auki þarf
hingað 80-90 þúsund ábreiður, og 2000
ofna og skjólfatnað vantar sárlega. Þá
vantar við og kol til kyndingar.
í hliðarsal í moskunni, sem enn stend-
ur að miklu leyti uppi, eru geymd grjón,
spaghetti, ostur í dósum, olívur og
kartöflur. Daglega útdeila þeir bæjar-
stjórinn og kennarinn þessu til íbúa
segir fljótt til sín. Skjálfandi virðir fólkið
veggi húsanna fyrir sér og gægist fvrir
horn til þess að sjá hvað aðrir hafa tekið
til bragðs. Hundarnir gelta. Svo er allt
kyrrt á ný.
Enginn veggur hefur hrunið og eng-
inn biti fallið niður. „Þetta var bara
plat,“ segir fólkið. Þetta varsvosem ekki
neitt, - ef ekki hefði verið rótgróinn
óttinn. En hann víkur ekki. „Enginn hér
sefur lengur innan húsveggja," er sagt.
„Allir búa í tjöldum og vilja heldur
kuldann."
Tveimur dögum eftir að við förum frá
Úgúmú er kominn hávetur. Aðeins
helmingur tjaldanna stendur upp úr
snjónum. Úlfar fara að gera sig heima-
komna í grennd við þorpin. Til þess að
verja geitur þær og kindur sem þeir enn
eiga eftir standa menn vörð á nóttum
búnir haka og skóflum.
Meðan við hlýðum á fréttirnar frá
svæðunum þar sem neyðin ríkir eru
okkur efst í huga orð Aktepe bæjar-
stjóra. „1 öllum bænum, hjálpið okkur.
Annars erum við bráðum öll dauð.“
(Þýtt úr Stern-AM)
ákvörðun sinni að byggja þorpin upp að
nýju. „Þeir vilja byggja þúsund hús í
eyðilögðu þorpunum,“ segir Aktepe,
„einnig moskur og skóla. Við eigum að
„Við þurfum á von að halda," segir
Aktepe. Allir kinka kolli.
Dimm druna bindur enda á allar
samræður. Titringur fer um húsið.
■ Móðir með dóttur sina við rústir heimilis sins í Körpúköy. „Húsið“ er
grafið inn í hól og fjöldi manna varð undir og fórst, þegar jarðvegurinn hrundi
saman.