Tíminn - 14.02.1984, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
Stórleikur Asgeirs gegn Dortmund:
V
■BESTILEIKMAÐUR
BUNDESUGUNNAR”
sagði þulur þýska sjónvarpsins — Stuttgart efst
Frá Gísla Ágústi Gunnlaugssyni. íþrótta
fréttaritara í Bonn:
■ Ásgeir Sigurvinsson sýndi enn einn
stórleikinn með liði sínu Stuttgart
þegar þeir félagar unnu auðveldan
sigur gegn Dortmund 3-1 á laugardag-
inn. Allt spil Stuttgart byggðist eins og
endranær á sendingum og hugmynda-
ríku spili Ásgeirs. Þýska sjónvarps-
stöðin ARD sýndi frá leiknum í
íþróttaþætti um helgina og átti þulur-
inn erfitt með að leyna hrifningu sinni
yfir leik Ásgeirs.
„Líklega finnst ekki eins og stendur
betri leikmaður í Bundesligunni en
Ásgeir Sigurvinsson," sagði þulurinn
orðrétt og bætti við „Synd að hann
skuli vera íslendingur," minnugur þess
hversu erfiðlega hefur gengið að finna
mann til að stjórna spili þýska lands-
liðsins eftir að Paul Breitner Iagði
skóna á hilluna.
Dómar þýsku blaðanna á sunnudag
og mánudag voru flestir á eina lund.
Fékk Ásgeir einn í einkunn hjá Bild an
Sontag og Kicker og var valinn í lið
vikunnar í báðum þessum blöðum og
auk þess í Vínarblaðinu Fxpress, sem
einungis gefúr þó leikmönnum liðanna
í vesturhluta landsins einkunnir. Þetta
var í fimmta skipti í vetur sem Kicker
velur Ásgeir í lið vikunnar.
Fyrri hálfleikur var lengst af leikur á
eitt mark, mark Dortmund. Þrátt fyrir
ágæt marktækifæri náðu framherjar
Stuttgart þó ekki að skora fyrr en á 37.
mínútu er Reichert fékk ágæta fyrir-
gjöf. Olicher bætti svo öðru marki við
fyrir leikhlé með góðu skoti af fjórtán
metra færi á 44. mínútu. Immel, mark-
vörður Dortmund, kom í veg fyrir að
staðan yrði liði hans ennþá óhagstæð-
ari í leikhléi og markstöngin kom í veg
fyrir að Ásgeiri Sigurvinssyni tækist að
skora fyrsta mark leiksins er hann lék
sig í gegnum gjörvalla vörn Dortmund-
liðsins og kom knettinum framhjá
Immel og í innanverða stöngina, en
þaðan hrökk hann í hendur rnarkvarð-
arins.
I síðari hálfleik sótti Stuttgart enn
næstum óslitið og á 61. mínútu bætti
Karl Heins Förster þriðja marki liðsins
við með góðu skoti utan vítateigs sem
hrökk af leikmanni Dortmund í vinstra
markhornið þannig að Immel fékk
ekki rönd við reist. Eftir þettaslökuðu
leikmenn Stuttgart nokkuð á og leyfðu
Dortmund að spila meira, en þeir
sköpuðu sér þó ekki umtalsverð færi
fyrr en á 78. mínútu, en þá fengu þeir
vítaspyrnu og úr henni skoraði Zorc
örugglega.
Um 17.400 áhorfendur sáu þennan
leik, sem þótti ágætur af hálfu Stuttgart
þótt liðinu hefði átt að takast að skora
mun fleiri mörk. Mótspyrna Dort-
mund var hins vegar alltof lítil til að
gera leikinn að Bundeslíguleik eins og
þeir verða bestir. Gaman var að fylgj-
ast með snilldarsendingum Ágeirs,
sem fóru 30 til 50 metra, er sjónvarpið
sýndi leikinn á laugardag.
Og í Munchenarblaðinu Súd De-
utsche Zeitung, er rétt enn einu sinni
fjallað um Ásgeir í íþróttaleiðara, en
blaðið hcfur margoft í vetur og fyrra-
vetur ráðist gegn stjórn Bayern Munc-
hen fyrir að selja Ásgeir Sigurvinsson
á sínum tíma. í blaðinu núna segir, að
aðdáendur Bayern hafi ekki setið ró-
legir fyrir framan sjónvarpið á laugar-
dagskvöldið og horft á knattspyrnuna.
Heldur hrópi þeir „við viljum SIGI“,
■ Ásgeir Sigurvinsson
en SIGI er gælunafn á Ásgeiri Sigur-
vinssyni í Þýskalandi. GÁG/-Sjó.
SIGGI ÓSTÖÐVANDI
— skoradi 9 mörk
Frá Gísla A. Gunnlaugssyni íþrótta-
fréttamanni Tímans í V-Þýskalandi:
■ - Sigurganga Gummersbach held-
ur áfram eftir þjálfaraskiptin. Um
helgina lék liðið gegn Lemgo, liði
Sigurðar Sveinssonar. Leiknum lauk
með yfirburðasigri Gummersbach, 24-
16, eftir að staðan í hálfieik var 12-7.
Sigurður Sveinsson var hins vegar
einn besti maðurvallarins. Hann skor-
aði 9 mörk í leiknum, meira en helming
marka Lemgo, þrjú úr vítaköstum.
Varnarmenn Gummersbach og lands-
liðsmarkvörðurinn snjalli, Thiele, áttu
í miklum erfiðleikum með að hemja
Sigurð.
Handknattleikslið Kiel, sem þjálfað
er af Jóhanni Inga Gunnarssyni, vann
góðan sigur á efsta liði deiidarinnar,
Grosswallstadt, 21-16, eftir að staðan
hafði verið 8-7 í hálfleik. Þetta var
annar tapleikur Grosswallstadt í vik-
unni, áður töpuðu þeir fyrir Essen, liði
PEIUR MEB 44 SIK
■ Æsispennandi leik ÍR og KR í
Seljaskóla í gærkvöld lauk með eins
stigs sigri ÍR, 90-89. Staðan í hálfleik
var 45-43 KR í vil. Pétur Guðmunds-
son átti algjöran stórleik fyrir IR og
skoraði 44 stig.
KR-ingar höfðu yfirhöndina fram-
an af en á 9. mínútu náðu ÍR-ingar í
fyrsta sinn forystu 15-14. Á 15.
mínútu voru ÍR-ingar komnir með
10 stiga forystu 32-22, en KR komst
aftur yfir fyrir leikhlé en þá stóð
45-43. í síðari hálfleik héldu KR-ing-
ar forskoti sínu þar til á 14. mínútu,
að ÍR komst yfir 75-74. Þegar 1
mínúta var til ieiksloka urðu tveir
bestu menn KR, þeir Garðar Jó-
hannsson og Jón Sigurðsson að fara
af leikvelli með 5 villur. Áður hafði
Gylfi Þorkelsson, ÍR hlotið sömu
örlög. Á síðustu mínútunni gekk
mikið á, ÍR-ingar misstu boltann
tvívegis mjög klaufalega og KR-ingar
skoruðu og minnkuðu muninn í eitt
stig 90-89, en hefðu hæglega getað
tryggt sér sigur. Þeir misnotuðu t.d.
Stadar
■ Staðan í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik eftir leiki helgarinnar.
Kefiavík-Njarðvík .... 60-69
Valur-Haukar...........80-79
ÍR-KR .................90-89
Njarðvík ... 16 13 3 1280-1175 26
Valur....... 16 8 8 1314-1141 16
KR ......... 16 8 8 1167-1163 16
Haukar .... 16 8 8 1161-1173 16
Kefiavik... 16 6 10 980-1103 12
ÍR.......... 16 5 11 1140-1185 10
4 vítaskot á síðustu 24 sekúndunum,
og skot þeirra á síðustu sekúndunni
var ekki langt frá því að fara ofaní.
„Eg er ekki ánægður með hvernig
við misstum þetta niður í lokin, við
vorum heppnir að tapa ekki leiknum
á því“, sagði langbesti maður vallar-
ins, Pétur Guðmundsson ÍR, eftir
leikinn. „Við vorum samt betri aðil-
inn og áttum sigurinn skilið“. Hjá
KR var Garðar Jóhannsson langbest-
ur og brenndi varla af skoti allan
leikinn.
„Við kærum leikinn", sagði Bene-
dikt Jónsson form. körfukn.deildar
KR, eftir leikinn. „Pétur Guðmunds-
son er ólöglegur með ÍR vegna þess
að hann hefur ekki tilkynnt félaga-
skipti í liðið".
Stig ÍR: Pétur 44, Kolhcinn 12, Bcnedikt
12, Gylfi 10, Hreinn, Ragnar og Hjörtur
4 hver.
Stig KR: Garðar 29, Guöni 20, Þorsteinn
og Birgir 11, Jón 10, Kristján 6 og Ólafur
2. -BL
Alfreð Gíslasonar. Við þessi úrslit
dregur saman með efstu liðunum í
deildinni, og spcnnan eykst. Gross-
wallstadt hefur nú þremur stigum
minna en næst efsta liðið, Schwabing,
en áður var 7 stiga munur á þeim og
lítil spenna í mótinu.
-GÁG/SÖE
Öruggt {
hjá Bjarna i
- á Afmælismóti JSÍ
■ Um helgina fór fram síðari hluti |
afmælismóts JSI og var keppt í tveim
flokkum, opnum flokki unglinga og I
opnum flokki fullorðinna. 1 opnum
flokki fullorðinna sigraði Bjarni Frið- I
riksson mjög örugglega, hann lagði alla
mótherja sína á „ippon“, scm þýðir að I
honum tókst að fá öll möguleg stig út '
úr glímum sínum og vinna fullnaðar- I
sigur. Úrslit á mötinu urðu annars sem
hér segir.
Opinn flokkur fullorðinna:
1. Bjarni Friðriksson, Ármanni.
2. Kolbeinn Gislason, Ármanni.
3. -4. Runólfur Gunnlaugsson,
manni.
3.-4. Magnús Hauksson UMFK.
Opinn flokkur unglinga:
1. Gunnar Jónasson, Gerplu.
2. Sævar Kristjánsson, Gerplu.
3. Rögnvaldur Guðmundsson, Gcrplu. *
Ár- |
I
Stórsigur ÍA
— á Fylki í kvennahandbolta —
■ Skagastúlkurnar í handknattleik unnu
stórsigur á Fylki er liðin mættust í 1. deild
kvenna í Seljaskóla á laugardag, 22-13.
í upphafi leiksins varð Eva Baldursdóttir
í Fylki fyrir meiðslum og gat ekki leikið
meira með. Það var meira en Fylkir þoldi
j Isl. ólympíukeppendurnir:
! AFTAN VIÐ MIÐJU
I
I
I
I
I
I
I
I
I gær var keppt í 15 kflómetra
skíðagöngu á vetrarólympíuleikunum í
Sarajevo. 90 göngumenn luku keppni,
og sigraði Svíinn Gunde Svan. Finnar
urðu í öðru og þriðja sæti.
Einar Ólafsson og Gottlieb Konráðs-
son, íslensku keppendurnir í göngunni
urðu aftan við miðju, Einar varð nr. 50
og Gottlieb nr. 56. Síðar í gær var svo
einn göngumanna dæmdur úr keppni,
svo þeir Einar og Gottlieb færðust upp
um eitt sæti. Þeir urðu samt fyrir aftan
miðju.
í stórsvigi kvenna í gær komu úrslit
mjög á övart. Þrjár bandariskar stúlkur
voni í fjórum efstu sætunum. Sigurvegari
varð Debbie Armstrong á 2:20,98 mín.
önnur varð Christinc Cooper frá
Bandaríkjunum, þriðja frönsk stúlka.
Nanna Leifsdóttir varð í 38. sæti á
2:34,84 mín. Alls luku 43 stúlkur
keppni í stórsvigi.
A-þýska stúlkan Karin Enke sigraði
í þúsund metra skautahlaupi, og vann
þar sín önnur guilverðlaun.
íþróttafólk frá 12 þjóðum hefur hlot-
ið verðlaun á leikunum, flest hafa
A-Þjóðverjar hlotið, 14 alls,þar af 6
gull, næstir eru Sovétmenn með 13
verðlaun, þar af 3 gull, og Finnar eru
þriðju með 8 verðlaun, þar af 2 gúll.
Næstir koma Norðmenn, Svíar og
Bandaríkjamenn. -SÖE^^j
■I
I
I
I
I
I
l
I
I
I
I
og Skagastúlkurnar gengu á lagið, í háltleik
var staðan 7-3 fyrir I A o« í síðari hálfleik
juku Skagastúlkurnar enn á mun sínum og
sigruðu með 9 marka mun 22-13. Marka-
hæstar í liði ÍA voru þær Laufey Sigurðar-
dóttir og Ágústa Eiríksdóttir með 6 mörk
hvor. Hjá Fylki skoraði Rut Baldursdóttir
5 mörk og var markahæst.
FH-stúlkurnar
gjörsigruðu Val
■ FH vann Val í Laugardalshöll á sunnu-
dagskvöld með 23 mörkum gegn 12. Krist-
jana Aradóttir skoraði 7/4 mörk fyrir FH
og Kristín Pétursdóttir skoraði 6. Hjá Val
skoraði Erna Lúðvíksdóttir mest eða 6
mörk.
Staðan í 1. deild kvenna í handknattleik
eftir leiki helgarinnar.
Fylkir-ÍA................13-22
Valur-FH.................12-23
Fram ......... 10 9 0 1 221-156 18
ÍR............ 10 7
FH ........... 10 7
Akranes....... 10 3
Víkingur...... 10 2
KR ........... 10 2
Valur.......... 9 2
Fylkir......... 9 2
1 224-165 16
2 226-169 15
6 150-195 7
6 172-192 6
6 157-184 6
6 137-184 5
6 147-189 5
-BL
I
Islandsmet hjá
Guðrúnu Femu
- í 200 m bringusundi á
innanfélagsmóti JEgis
■ Nýbakaður íþróttamaður Reykjavíkur,
Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, sctti nýtt
íslandsmet í 200 m bringusundi, á innanfé-
lagsmóti Ægls fyrír helgi, er hún synti á
2:41,7. Hér cr um 2 sekúndna bætingu að
ræða, en fyrra metið átti hún sjáif.
Á mótinu kepptu einnig mcðlimir i
íþróttafélaginu Osp, sem er íþróttafélag
þroskaheftra. Rafn Logason setti nýtt ís-
landsmet í flokki þroskaheftra er hann
synti 400 metra skriðsund á 6:13,8 -BL
Fylkir náði
jafntefli
- gegn HK í 2. deild í
handknattleik 14-14.
■ Á sunnudagskvöld léku HK og Fylkir í
2. deild í handknattlcik. Jafntefli varð
14-14, en HK mcnn voru yflr í hálflcik 7-4.
I upphafl síðari hálfleiks brugðu Fylkis-
menn á það ráð að taka besta mann HK,
Sigurð Sveinsson úr umferð, við það riðlað-
ist leikur HK nokkuð ug tókst Fylkls-
niönnum að jafna áður en leiktíminn var
allur, 14-14.
Vöm HK var mjög góð í þessum leik og
einnig markvörðurinn, Magnús lngi Stef-
ánsson. Magnús var besti maður liðs síns
%samt Sigurði Sveinssyni, sem var marka-
hæstur með 7 mörk. Hjá Fylki var Einar
Einarsson bestur og skoraði 6 mörk.
-BL
Góður sigur
góðra Blika
■ Brciðablik sigraði Fram 21-16, í 2.
deild í handknattleik, í Digranesi, á laugar-
dag. Leikurinn var mjög vel leikinn og
sigur Breiðabliksmanna fyllilega
sanngjarn. Staðan í hálfleik var 11-7 fyrir
Brciðablik. Bcstu menn UBK vora þeir
Björa Jónsson og Kristján Halldórsson,
þeir skoruðu báðir 5 mörk. Hjá Eram
skoruðu Tryggvi Tryggvason 5 mörk og
Dagur Jónasson einnig 5 mörk. -BL
Staðan
- í 1. deild karla í hand-
knattleik
■ Staðan í 1. deildinni í handknattleik
ásamt úrslitum helgarinnar.
Víkingur-KR ............22-23
Haukar-KA ..............24-15
Stjarnan-KA.............30-21
Valur-FH................21-27
FH ....... 13 13 0 0 383-239 26
Valur..... 13 9 1 3 291-260 19
Víkingur ... 13 7 0 6 305-282 14
Stjaman.... 13 6 1 6 265-294 13
KR ....... 13 5 2 6 177-235 12
Þróttur... 12 4 3 5 254-275 11
Haukar.... 12 2 1 9 236-286 6
KA ....... 13 0 2 10 232-325 2
HK-Fram í kvöld
■ í kvöld leika HK og Fram í bikarkeppni
HSÍ og verður leikið í Digrancsi í Kópa-
vogi. Lcikurinn hefst kl. 19.