Tíminn - 21.02.1984, Qupperneq 1

Tíminn - 21.02.1984, Qupperneq 1
Alvarlegt ástand hjá IBK að ári: ■ Þorsteinn Bjamason hyggst leggja körfuknattleiksskóna á hilluna í vor, og margir fleiri virðast ætla aö hætta hjá ÍBK. Við verðum bikarmeistarar - sagðiBjörgúlfurJóhanns- son þjálfari ÍS ■ Við verðum bikarmeistarar, leggjum. Þróttarana," sagði Björgúlfur Jóhannsson j þjálfari IS eftir leik þeirra við Fram íj bikarkeppni karla í blaki um helgina. Stúdentar unnu eftirminnilegan sigur í leiknum 3-0. Stúdentar hefndu grimmilega þeirra tveggja tapleikja, sem þeir hafa leikið gegn Fram í 1. deildinni í vetur á laugardaginn. Minnugir annars þeirra leikja sem var í síðustu viku og Fram vann 3-2, sneru Stúdentar nú bökum saman og unnu 3-0, 15-2,15-2 og 15-4. „Það hafa verið ákveðin vandamál í liðinu, en þau eru nú að fullu leyst, og við ætlum ekki að láta neitt stöðva okkur hér eftir," sagði Björgúlfur. Þróttarar lögðu annarrardeildarlið Sam- hygðar að veili 3-0, 15-8, 15-9 og 15-6. Þá sigraði Breiðablik Víking 3-0 í 1. deild kvenna. - SÖE Grótta vann Fram ■ Grótta vann Fram í annarri deild karla í handknattleik um helgina, 25-12. Þetta hjálp- ar Breiðabliki töluvert, og er nú Breiðablik allvel sett í öðru sæti deildarinnar. Úrsiit urðu þessi: Þór V-Reynir . . ír.hk 17-21 Fylkir-Breiðablik 12-21 Grótta-Fram . . . 25-12 Staðan er nú þessi: ÞórV 13 13 0 0 300-220 26 Breiðablik .... . 14 1 0 3 301-255 22 Fram 14 9 1 4 298-279 19 Grótta 13 7 1 5 284-255 15 HK 14 4 1 9 250-276 7 ÍR 14 4 0 10 241-288 7 Fylkir 14 1 4 9 240-285 6 Reynir.S 14 2 1 11 299-356 5 -SOE HÆTTAIVOR ■ Fari svo að Keflvíkingum takist aö halda sér upp í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í vetur þá verður næsti vetur sennilega erfíður fyrir liðið. Fjórir af bestu mönnum liðsins eru á förum eða að hætta. Þeir sem hætta eru þeir Jón Kr. Gíslason, sem hefur í hyggju að stunda nám utan Keflavíkur næsta vetur. Sigurður Ingimundarson og Matti Osvald Stefánsson verða í Bandaríkjunum við nám og einnig munu þeir leika þar körfuknattleik. Þá hefur Þorsteinn Bjarnason í hyggju að leggja körfuboltaskóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil. Tveir Kefl- víkingar eru fyrir í Bandaríkjunum, þeir Viðar Vignisson og Axel Nikulás- son. Ekki er vitað hvað þeir hafa í hyggju fyrir næsta keppnistímabil. -Tóp/BL Hermannsmótið á skfðum: AKUREYRARSTÚLKUR BESTAR Daníel Hilmarsson fékk Hermannsbikarinn ■ Hermannsmótið á skíðum var haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina, og mættu þar til leiks skíða- menn og konur víðsvegar að af land- inu. Keppt var í svigi og stórsvigi í karla og kvennaflokkum. Daníel Hilmarsson frá Dalvík sigr- aði í svigi karla, fékk tímann 93,15 sekúndur. Annar varð Árni G. Árna- son frá Húsavík á 93,70, og þriðji Ólafur Harðarson frá Akureyri á 94,33 sek. j Plymouth og i Sheffield Wed ! á Wembley? ■ Munu Plymouth Argyle og Sheffíeld Wednesday leika til úr- slita í ensku bikarkeppninni á Wembley í vor? Þessi spurning hefur komið upp hjá knattspymu- spekingum, eftir að dregið var í átta liða úrslit ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu í gær. Drátturinn fór þannig: Plymouth-Derby County, Derby County, Sheffield Wed.-Southampton Souhampton Notts County-Everton Birmingham City-Watford Margir hafa spáð Southampton sigri í þessari bikarkeppni, eftir því sem stórliðum hefur fækkað, Nú fær Southampton þriðja útileikinn í röð, og þann ekki kræsilegan, Sheffield Wednesday þykir erfitt lið heim að sækja, þó það leiki j annarri deild. Þar er liðið enda í næst efsta sæti, og á möguleika á flestum stigum þar. Plymouth Arg- yle, þriðjudeildarliðið sem svo óvænt komst í 6. umferð, fékk besta drátt sem hægt var að hugsa sér, Derby heim, því þó Derby geri góða hluti á heimavelli, er nýting þeirra á útivelli allt annað en góð. Everton og Watford fá bæði erfið lið heim að sækja, Notts County og Birmingham. í augna- blikinu virðast möguleikar Birm- ingham vera hvað mestir allra fyrstudeildarliðanna fimm sem eftir eru. Ennúerbara aðbíða ogsjá... - SÖE í stórsvigi karla sigraði Árni G Árnason Húsavík á 118,95 sek, annar varð Daníel Hilmarsson frá Dalvík, og þriðji Akureyringurinn Björn Víkings- son á 120,13. Daníel Hilmarsson sigraði í Alpa- tvíkeppni karla og hlaut að launum Hermannsbikarinn. Eins og í flestum skíðamótum að undanförnu voru það stúlkur frá Akur- eyri sem röðuðu sér í efstu sætin. I sviginu sigraði Guðrún H Kristjáns- dóttir á 101,48 sekúndum, önnur varð Anna María Malmquist á 102,46 og þriðja á 130,30. Allar þessar stúlkur eru frá Akureyri. Guðrún Kristjáns- |dóttir sigraði í Alpatvíkeppninni og jhlaut Helgubikarinn svokallaða. -gk Akureyri Hafþór með ■ Hafþór Sveinjónsson, knatt- spyrnumaður úr Fram, sem nú leikur með v-þýska þriðjudeildarliðinu FC Paderborn, lék með að nýju í fyrsta sinn í langan tíma um helgina. Paderborn gerði jafntefli við Lang- ertreer 04. -GÁG/SÖE Þrír voru í sérflokki í bikarglímu íslands - Pétur sigraði ■ Pétur Ingvason HSÞ sigraði í bikar- glímu íslands sem háð var á laugardag í íþróttahúsi Melaskóla. Þrír menn voru nokkuð í sérflokki í keppninni, þeir Pétur, Ólafur Haukur Ólafsson KR og Eyþór Pétursson HSÞ. Þeir Pétur og Ólafur gerðu jafnglími í viðureign sinni og Ólafur gerði einnig jafnglími í viðureign sinni við Eyþór. Eyþór tapaði hins vegar fyrir Pétri. Þeir Pétur og Ólafur töpuðu ekki glímu í keppninni. Úrslit. 1. Pétur Ingvason HSÞ. 8 Vi 2. Ólafur Haukur Ólafsson 8 3. Eyþór Pétursson 7 V5 4. Ámi Bjarnason 5 '/> 5. Halldór Konráðsson 5 6. -8. Helgi Bjarnason KR 3 Marteinn Magnússon KR3 Rögnvaldur Olafsson KR 3 9. Hjörtur Þráinsson HSÞ 1 V4 10. Hjörleifur Pálsson KR í flokki unglinga sigraði Arngrímur Jónsson HSÞ og annar varð Davíð Jónsson HSÞ. Keppendur voru aðeins tveir. -BL Jónas og Bjarni hættir við ■ Þórsararnir Jónas Róbertsson og Bjami Sveinbjörnsson hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða Noregsferð sína, en til stóð að þeir mundu leika þar með liði í þriðju deild í sumar. þeir Bjami og Jónas sögðu í samtali við Tímann um helgina, að þeir væru hættir við þessi áform og mundu leika með Þór í sumar, en þeir hafa verið tveir af máttarstólpum Þórsliðsins. -gk Akureyri Haukar unnu Njarðvík ■ Haukar unnu Njarðvík í 1. deild kvenna í körfuknattleik um helgina, 52-37. Staðan í hálfleik var 27-16 Haukum í vil. Flest stig Hauka skoraði Svanhildur Guðlaugsdóttir 16 og Sóley Indriða- dóttir 14. Hjá Njarðvík skoraði Sig- ríður Guðbjörnsdóttir mest eða 16 og Ásdís Hlöðversdóttir skoraði 9. -BL Sighvatur Dýri fýrstur Sighvatur Dýri Guðmundsson varð fyrstur í Breiðholtshlaupi ÍR, sem haldið var um helgina. Sighvatur Dýri hafði allgott forskot á annan mann, Gunnar Birgisson ÍR. Garðar Sigurðs- son ÍR sigraði í drengjaflokki. Breiðholtshlaupinu var frestað á sínum tíma, þegar það átti að vera, vegna ísalaga. Nú var það sett inn í stað Flóahlaupsins sem frestað var. Tíu hlauparar voru með í karla- flokki. Sighvatur Dýri hlaut tímann 61,35 mín, Gunnar 62,42, Bragi Sig- urðsson sem varð þriðji hljóp á 63,45 mín, Magnús Haraldsson FH varð fjórði á 71,36 og Guðmundur Ólafsson R fimmti á 74,78. Hlaupnir voru um 17 kílómetrar. Garðar Sigurðsson hljóp á 30,43 mín í unglingaflokki, Viggó Þ. Þórisson FH varð annar á 34,01 og Sveinn Jóhannsson ÍR þriðji á 34,02 mín. -SÖE Unnu Gummers- bach 14-7! Frá Gísla Á Gunnlaugssyni - íþrótta- fréttamanni Tímans í V-Þýskalandi: Þau furðu tíðindi gerðust í Búndes- lígunni í handbolta hér um helgina, að Bergkamen, sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, sigraði Gummersbach 14- . Staðan í hálfleik var 4-1. Þessi leikur er talinn hafa veríð stór- leikur vetrarins. Áhorfendur mættu tama á völlinn til að sjá Gummersbach, sem hefur verið á mikilli uppleið að undanfömu, og reiknuðu ekki með miklu af sínum mönnum. Annað kom á daginn. Tveir unglingalandsliðsmenn, Rabka og Schúnemann báru af í liði Bergkamen, og skoruðu tíu af fjórtán mörkum liðsins. -GÁG/SÖE LÁRUS K0MINN ÁFUULAFERD Lárus Guðmundsson skoraði sigurmark Waterschei um helgina ■ Láms Guðmundsson knattspyrnu- maður með Waterschei í Belgíu er nú kominn á fulla ferð. Lárus skoraði um helgina sigurmark Waterschei í leik gegn Waregem. Lárus, sem hefur átt í deilum við þjálfara Waterschei, og er nýlega kominn inn í liðið eftir þær, átti mjög góðan leik og var mjög ógnandi, átti meðal annars skot í þverslá og annað var naumlega varíð. Pétur Pétursson lék með Antwerpen ' í 4-1 sigri gegn Beerschot, Pétur lék enn í miðherjastöðunni, en náði ekki að skora. Sævar Jónsson og félagar í CS Brugge gerðu jafntefli við Lokerne 0-0. Anderlecht vann stóran sigur á Mechelen, 6-1. Standard Liege tapaði fyrir Lierse 1-2, og toppliðin Beveren og Seraing gerðu jafntefli 1-1. FC Brugge tapaði 0-1 fyrir Gent. Staðan er nú þessi: Beveren...... 23 16 6 1 46-24 38 Seraing...... 23 15 5 5 45-25 31 Anderlecht .. 23 12 7 4 53-30 31 FC Bmgge .. . 23 10 8 5 39-25 28 Standard ... . 23 11 5 7 35-25 27 Antwerpen . . 23 9 8 6 40-28 26 Mechelen... . 23 7 10 6 27-31 24 Waregem ... . 23 9 5 9 32-29 23 CS Brugge .. . 23 9 5 9 25-22 23 Waterschei . 23 8 6 9 30-33 22 Courtrai .... . 23 7 7 9 24-29 21 Lokeren .... . 23 7 6 10 23-31 20 Beerschot .. . 23 6 9 9 30-45 19 FC Liege ... . 22 6 6 10 20-30 18 Lierse . 23 7 3 13 28-42 17 Molenbeek . . 23 3 10 10 20-31 16 Gent . 23 5 4 14 23-36 14 Beringen ... . 22 5 4 13 20-45 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.