Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1984, Blaðsíða 4
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 enska knattspyrnan umsjón: Samuel Örn Erlingsson RISARNIR NU EINIR í TO PPBARATTIJ N NI — Manchester United nálgaðist Liverpool um helgina — Nottingham Forest tapaði fyrir Úlfunum — West Ham vann stórt á Portman Road ■ Eins og íslenskir sjónvurpsáhorfcndur sáu í keinni útsendingu á laugardag, náði Liverpool aðcins einu stigi út úr leik sínum gegn Everton á Goddison Park, og gat þegar á allt var litið verið nokkuð ámegt með það. Aðalkeppinautar Liverpool, Manchester United, sigruðu hinsvegar sannfærandi á útivelli, unnu Aston Villa 3-0 á Villa Park. Nú skilja því aðeins tvö stig þessa tvo risa enskrar knattspyrnii en fylgifiskar í toppbaráttu þeirra eru að týnast úr lestinni. Nottingham Forest, sem var svo hamingjusamlega komið í þriðja sæti og nálægt toppnum uiii dui>inn, tapaði sínum öðrum leik í röð um helgina, og þaö fyrir fallkandidötum Úll'anna. West Ham, sem hefur átt rysjóttu gengi að fagna undanfarið og var að hverfa í hóp liða í cfri hluta meðalmennskunnar í 1. dcild, tók hins vegar vel við sér, vann stórt á útivelli og er nú í 3-4. sæti ásamt Forest. Þcssi lið eru 5 stigum á eftir Manchcster United, og 7 stigum á eftir Liverpool, svo með sama áframhaldi eru risarnir áfram tveir einir á tindinum og vill þar hvor hinn um koll og niður brekkuna. Hitinn er að aukast í botnbaráttu 1. deildar, þar sem Leicester er enn á uppleið, en Ipswich og West Bromwich Albion á niöurleið, og fall ef blaðinu verður ekki snúið við snarlega. Sunderland og Birmingham eru að kveðja hóp þeirra sem eru á versta svæði að áliðnu móti af gömlum vana. í annarri deild er allt við það sama, nema Grimsby tapaði á heimavelli og er nú ekki alveg eins líklegt til að taka cins virkan þátt í baráttunni um 1. dcildarsætið við Man City og Newcastle eins og áður, en Keegan og félagar töpuðu og City vann, svo þau gætu nú orðið jöfn aftur. Manchester llnited átti stórleik á Villa Park. Maður leiksins var Ray nokkui Wilkins, sem tók virkan þátt í uppbyggingu spils og marka. Ekki skoraði þó Wilkins, en byggði upp og skaut í slá. Fyrsta mark Unitedskoraði Remi Moses, og er það fyrsta mark hans fyrir félagið í vetur. Það kom á sextándu mínútu eftir hornspyrnu Hollendingsins Arnold Miihren. í upp- hafi síðari hálfleiks skoraði Norman Whiteside og þriðja markið skoraði fyrirliði utd. og Englands, Bryan Rob- son með miklu glæsiskoli af lóngu færi. Sjónvarpsleikur okkar íslendinga var fjörugur, en ekki að sama skapi vel leikinn. Þar var kappið í fyrirrúmi, en samspil og forsjá létu í minni pokann. Liverpool réði lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik. Ekki var þó mikið um marktækifæri, enda yfirleitt lítill tími með boltann í friði, slíknr var hraði á mönnum og knetti Marka maskínan Ian Rush skoraði mark Li- verpool á 17. mínútu. Mestan heiður af markinu átti Craig Johnstone, sem lék á og komst framhjá þremur varnar- mönnum Everton af miklu harðfylgi, og gaf fyrir á koll Rush, sem skallaði vel og vandlega í netið. Steve Nicol átti síðan þrumuskot eitt mikið á markið skömmu síðar, en það var varið. Fleira var varið í leiknum, markvörðurinn skemmtilegi, Bruce Grobbelaar hjá Liverpool, varði hreint ofboðslega vel vítaspyrnu scm Everton fékk í síðari hálfleik. Vítaspyrnan, sem dæmd var vegna gjörsamlega óþarfrar bakhrind- ingar sem Alan Hansen Liverpoolverj- ari leysti af hendi. var tekin af Graeme Sharp. Hann gerði allt rétt, nema að plata Grobbelaar, hann stökk eins og köttur alveg út í horn og varði. Jöfn- unarmarkið kom cngu að síður, það skoraði varamaðurinn Alan Harper eftir góða sendingu frá Sharp. Grobb- elaar varði oftar vel, einu sinni þrumu- skot frá Andi Gray, og einnig af tám Sharp er hann var kominn einn innfyr- ir. Liverpool átti eitt hættulegt færi í síðari hálfleik, þá komst Graeme So- uness í gegn en var gróflega fclldur rétt utan vítateigs. Everton og Liverpool skildu því jöfn og allir geta verið ánægðir, liðin leika næst á Wembley 24. mars í úrslitum deildabikarkeppn- innar. Scott McGarvey, lánsmaður frá Manchester United sem nú dvelst hjá Úlfunum, var hctja þeirra síðarnefndu um helgina, þegar hann skoraði sigur- mark liðsins gegn Nottingham Forest á næst síðustu mínútu leiksins. Hinn Ijóshærði og hárprúði Skoti (eins og FORYSTAN EYKST HJÁ ABERDEEN Lidid vann enn - ■ Forysta Aberdcen jókst enn í Skotlandi um helgina, þegar Dundec United vann góðan sigur á Celtic, á meðan Aberdeen hélt uppteknum hætti og vann einn leikinn enn. Mot- herwell, lið Jóhannesar Eðvaldssonar, tapaði naumlega um helgina, 1-2 fyrir Hearts, en þó furðulegt sé, á Motherw- ell enn möguleika á að hanga í deild- inni, þó hann sé nú reyndar frekar klénn. Gordon Strachan og John Hewitt skoruðu mörk Aberdeen í 2-0 sigri á St. Mirren. Kirkwood, Bannon og Dodds skoruðu mörk Skotlandsmeistara Dundee United gegn Celtic, en Roy en Celtic tapaði Aitken minnkaði muninn. - Rangers urðu að sætta sig við að missa stig, en liðið hefur haldið áfram nær óslitinni sigurgöngu frá því Jock Wallace gekk þar á mála og hóf að stjórna. Rangers gerðu markalaust jafntefli við Hibernian í Edinborg. Motherwell tapaði naumt fyrir Hearts, það var John Robertson sem skoraði bæði mörkin fyrir Hearts. St. Johnston vann Dundee 1-0, með marki John Barren þremur mínútum fyrir leikslok. Nú er mikil harka hlaup- in í botnbaráttuna, Dundee hefur 16 stig, St. Johnstone 15, og Mothwewell 1. -SÖE nafnið bendir jú sterklega til) skoraði glæsimark, þrumuskot í bláhornið. Ekki gengur allt of vel hjá Luton þessa dagana. Liðið hefur ekki unnið leik í síðustu tólf, og gerði markalaust jafntefli við QPR á heimavelli. Sama var uppi á teningnum hjá Notts County og West Bromwich Albi- on, nema þar var skorað. Trevor Christie skoraði fyrst fyrir County úr vítaspyrnu, en Nicky Cross jafnaði. Leicester vann stórsigur heima gegn Watford. Eftir að staðan hafði verið 1-1 í hálfleik tóku hcimamenn á sprett, og sigrúðu 4-1. Alan Smith skoraði tvö, Gary Lineker og Andy Peake skoruðu fyrir Leicester, en Wilf Rostron skoraði fyrir Watford. Það gekk mikið á the Dell, þar sem Norwich var í heimsókn. Heimamenn sem hafa haft heppnisdrauginn með sér upp á síðkastið voru heppnir eins og venjulega. Tvisvar skaut gamla brýnið Mike Channon í stöng Sout- hampton marksins, í leiknum, John Deehan gerði slíkt hið sama einu sinni og skalli Dave Watsons var varinn á línu. Fvrsta markið í leiknnm skoraði David Armstrong fvrir „Dýrlingana" snemnta í leiknum. Jonn ucciiun jafn- að 1-1, en David Puckett, varamaður, skoraði sigurmark Southampton. Var það hans tyrsia snerting við boltann. Southampton er því vel sett í 5. sæti deildarinnar. West Ham hristi af sér slenið gegn Ipswich. Paul Hilton, nýkeyptur pjakkur frá Bury, skoraði fyrsta mark- ið í leiknum eftir fjögurra mínútna leik. Annað markið var sjálfsmark Terrys Butcher, varnarmanns Ipswich, og þriðja markið skoraði Tony Cottee. Trevor Brooking lék að nýju með West Ham, og er hann greinilega mikil kjölfesta í liðinu, þó 35 ára sé. Birmingham lætur ekki að sér hæða. Enn sótti liðið þrjú stig á útivöll með því að sigra Coventry á Highfield Road. Liðið hefur nú ekki tapað í tólf leikjum í röð. Það var Howard Gale sem skoraði eina mark leiksins. Gary Rowell var hetja Sunderland í stormasömum leik í Sunderland. Rowell jafnaði á síðustu mínútu leiksins gegn Arsenal. Sunderland hafði kom- ist yfir í upphafi leiks með marki Mark Proctor. Charlie Nicholas jafnaði úr vítaspyrnu. Tony Woodcock skoraði síðan sitt fyrsta mark nú í dálítinn tíma, og kom Arsenal í 2-1, en Rowell sá svo um sitt. Tottcnham marði sigur heima gegn Stoke, 1-0. Ekki varð það nú vegna þess að færin vantaði að munurinn var ekki nema eitt mark á White Hart Lane. Þeir Ally Dick, Ossie Ardiles og Alan Brazil óðu allir í færum, en það var ekki fyrr en Mark Falco skoraði úr vítaspyrnu á 36. mínúttu að „Spurs“ komust yfir. Orsök þess var öðrum fremur markvörður Stoke, Peter Fox. Hann varði vel, en réði þó ekki við vítaspyrnu Falcos. Leikurinn gæti þó orðið Tottenham dýr, Mark Falco varð að fara af leikvelli meiddur þegar enn voru 8 mínútur til leiksloka. Lék Tottenham með tíu menn það sem eftir var, þar sem búið var að skipta. Önnur deild: Sheffield Wednesday og Chelsea eru enn efst og jöfn í annarri deild. Enn hefur þó Wednesday tveimur leikjum færra á sinni skrá, svo þeir verða að teljast líklegustu sigurvegarar deildar- innar þessa stundina, reyndar eins og alltaf í vetur. Wednesday sigraði Barnsley heima með einu gegn engu, Gary Megson skoraði. Kerry Dixon, David Speedy og Paul Canoville skoruðu fyrir Chelsea gegn Oldham. Manchester City sigraði Shrewsbury heima 1-0, Nicky Reid skoraði markið, og komst að nýju upp að hlið New- castle, sökumjress að Newcastle varð að gera sér jafnteflið að góðu í Lundúnum, þar sem leikið var við Fulham. Peter Beardsley skoraði fyrsta mark Newcastle, Peter Scott jafnaði, og Gordon Davies kom síðan Fulham yfir. Kevin Keegan skoraði þá sitt 22. márk íveturogtryggðijafntefli. Grimsby tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli. Þar var mikil markasúpa, og Portsmouth fór með sigur af hólmi. Kevin Dillon skoraði sigurmark Pom- peys, sjöunda mark leiksins. -SÖE Urslit ■ Bruce Grobbelaar bjargaði því sem bjargað varð á Goodison Park um helgina, er hann varði meistaralega vítaspyrnu Graeme Sharp. Grobbelaar varði oftar vel, og veitti ekki af, því sóknarlotur Everton voru beittari en Liverpool, þó sóknir Liverpool væru mun fleiri og liðið væri meira með boitann. l.deild:. Aston Villa-Man Utd . 0-3 Coventry-Birmingham 0-1 Evcrton-Liverpool . . . 1-1 Ipswich-Wcst Ham . . 0-3 Leicester-Watford . . . 4-1 Luton-Q.P.R Notts C-W.B.A 1-1 Southampton-Norwich 2-1 Sunderland-Arsenal . . 2-2 Tottenham-Stoke . . . . 1-0 Wolves-Nott.For . . . . 1-0 2. deild:. Barnsley-Sheff Wed . . 0-1 Blackburn-Charlton . . CardifT-Middlesbro . . 2-1 Carlisle-Swansea . . . . 2-0 Chelscu-Oldham . . . . 3-0 Crystal Pal-Leeds . . . 0-0 Derby-Cambridge . . . 1-0 Fulham-Newcastle . . . 2-2 Grimshv-Portsmouth . 3-4 Huddersfield-Bríghton 0-1 Man City-Shrewsbury . 1-0 3. deild:. Bournemouth-Walsall . 3-0 Bradford-Oxford . . . . 2-2 Bristol-Plvmouth . . . . 2-0 Excter-Gillingham . . . 0-0 Hull-Bolton 1-1 j Lincoln-Ncwporl . . . . 2-3 Millwall-Rotherham . . Altrincham-Brentford . Sheffield Utd-Orient . 6-3 Wigan-Scunthorpc . . . 2-0 Wimbledon-Preston . . T.T 4. deild:. Blackpool-Wrexham . Bury-Colchester . . . . . . 1-1 Chester-Hartlepool . . 4-1 1 Crew Alexandra-Halifax . 6-1 Darlington-Hereford . Doncaster-Chesterfleld 2-1 Mansfield-Reading . . . 2-0 Petcrborough-Rochdale 2-0 Swindon-Tranmere . . 1-1 York-Bristoi C 1-1 STAÐAN 1. deitd. Liverpool .... 30 17 9 4 48-21 60 Man. Utd. ... 30 16 10 4 57-31 58 Nott. For 30 16 5 9 54-34 53 West Ham ... 30 16 5 9 49-31 53 South.ton .... 29 15 7 7 37-25 52 QPR 29 14 5 10 45-26 47 Tottenham .. 30 12 8 10 47-45 44 1 Norwich 30 11 9 10 35-34 42 Luton 29 12 5 12 42-43 41 Aston-Villa .. 29 11 8 10 43-45 41 Arsenal 30 11 6 13 46-42 39 Coventry .... 29 10 9 10 38-38 39 Birmingham . 30 11 6 13 31-34 39 Everton 28 9 10 9 26-32 37 Leicester .... 29 9 8 12 48-50 35 Sunderland .. 29 8 10 11 30-41 34 WBA 30 9 6 15 33-49 33 Ipswich 29 9 5 15 36-43 32 Stoke 30 7 8 15 27-50 29 Notts C 29 5 7 17 37-59 22 Wolves 29 5 7 17 23-58 22 2. doilri: Chelsea 31 17 10 4 63-32 61 Sheff.Wed.... 29 18 7 4 56-26 61 Newcastle ... 29 17 4 8 58-41 55 Man. City ... 30 16 7 7 48-31 55 Grimsby .... 30 15 10 5 45-32 55 Carlisle 30 14 11 5 35-19 53 Blackburn .. 28 12 12 S 36-31 48 Charlton ... 29 13 7 9 38-38 46 Brighton .... 30 11 7 12 47-43 40 Huddersfield . 29 10 10 9 38-37 40 Leeds 29 11 7 11 39-39 40 Portsmouth .. 30 11 5 14 52-45 38 Middlesbro .. 30 9 9 12 31-32 36 Shrewsbury . 29 9 9 11 31-38 36 Cardiff 29 11 2 16 36-46 35 Fulham 30 8 10 12 40-40 34 Barnsley .... 29 9 6 14 40-41 33 Oldham 30 9 6 15 30-50 33 C. Palace .... 29 8 8 13 29-36 32 Derby 30 7 7 16 27-53 28 Swansea .... 30 4 6 20 24-57 18 I Cambridge .. 30 2 8 20 21-57 14 | Skotland ■ Úrslit urðu þcssi í skosku úrvaUdeiid- f inni uin helgina. Abcrdeen-St. Mitten . 2-0 Dundee Utd- Celtic . . . , 3-1 Hcarts-Motherwell . . . . , Rangcrs-llihcniian . . . . 0-0 St. Johnstonc-Dundcc 1-0 Staðan er nú þessi: Aberdeen ... 24 19 3 2 61-12 41 Celtic 25 15 5 5 58-29 35 Dundee Utd. . 22 13 5 4 43-21 31 Rangers 25 11 6 8 38-31 28 Hearts 24 8 8 8 28-36 24 St. Mirren ... 25 6 11 8 35-37 23 Hibernian ... 26 9 4 13 32-40 22 Dundee 24 7 2 15 31-50 16 St. Johnstone 26 7 1 18 24-63 15 ■ Motherwell .. 25 2 7 16 19-50 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.