Tíminn - 20.03.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.03.1984, Blaðsíða 2
12______ íþróttir Keflavík áfram ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1984 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1984 ,13 í bikarnum ■ Keflvíkingar sigruðu Fram, 83-71, í bikarkeppni KKÍ á fimmtudaginn. í hálfleik höfðu Keflvíkingar tveggja stiga forskot, 34-32. í upphafi síðari hálflciks stungu Keflvíkingar Framarana algjör- lega af. Á áttundu mínútu voru þeir komnir með 24 stiga forystu, 61-37. Þennan mun misstu þeir ekki niður og lokatölurnar 83-71 og öruggur sigur Kcflvíkinga í 'höfn. Þeir eru þar með komnir í fjögurra liða úrslit keppninnar ásamt KR, Val og Haukum. Fram er hins vegar úr leik. Stigahæstir hjá Keflavík voru: Þor- steinn Bjarnason 25, Jón Kr. Gíslason 16 og Guðjón Skúlason 16. Hjá Fram skoraði Þorvaldur Geirsson mest eða 26 stig. - BL Enn tapar SkaHagrímur ■ Framarar unnu öruggan sigur á Skallagrímsmönnum, er liðin mættust í 1. deildinni í körfuknattleik um helgina. Framararnir rufu 100 stiga múrinn er þeir sigruðu 103-78. Það voru hins vegar Borgnesingarnir, sem höfðu yfir í hálf- leik, 48 -43. Ómar Þráinsson skoraði 29 stig fyrir Fram, Lárus Thorlasíus 24 og Þorvaldur Geirsson 20. Björn Axelsson var stigahæstur hjá Skallagrími meö 30 stig, en Hafsteinn Þórisson skoraði 19 stig. - BL Laugdælir unnu á Selfossi ■ Laugdælir sigruðu Grindvíkinga er liðin mættust á Selfossi á laugardag, í 1. deildinni í körfuknattleik. Lokatölurnar 81-72,, eftir að Grindvíkingar voru yfir í hálflcik, 39-38. Ellert Magnússon skor- aði mest fyrir Laugdæli eða 24 stig, Unnar Vilhjálmsson skoraði 22. Hjá Grindvíkingum skoraði Hjálmar Hall- grímsson mest eða 33 stig og Jóhannes Sveinsson skoraði 16 stig. - BL Bikarkeppnin í körfuknattleik: Dregið í kvöld ■ í kvöld kl. 18 kemur í Ijós hvaða lið munu leika saman í fjögurra liða úr- slitum bikarkeppni körfuknattleiks- sambandsins. Þau fjögur lið sem eítir eru í keppninni eru: Valur, KR, Haukar og Keflavík. Valsmenn eru einnig í eldlínunni í úrslitum úrvalsdeildarinnar eins og kunnugt er. Þeir leika fyrri/fyrsta leik sinn við Njarðvíkinga um íslands- meistaratitilinn, einmitt í kvöld kl. 20 í íþróttahúsinu í Njarðvík. Á fimmtudag mætast liðin síðan í Seljaskóla kl. 20.30. Valsmenn eiga sem sé möguleika á , því að endurtaka sama leikinn og í fyrra. Það er að segja að sigra í Reykjavíkur, íslandsmótinu og bikarkeppninni. Vals- menn urðu sem kunnugt er Reykjavík- urmeistarar í haust. - BI, Snæfell í úrslitin ■ Ríkharður Hrafnkelsson og félagar úr 2. deildarliði Snæfells í körfuknatt- leik, sigruðu Breiðablik nteð 70 stigum gegn 60, er liðin mættust í Kópavógi um helgina. Með þessurn sigri hafa Hólmar- amir tryggt sér rétt til að leika í úrslitakeppni 2. deildar sem fram fcr á Egilsstöðum um hæstu helgi. Þar munu Snæfell, Reynir Sandgerði og IME berj- ast um eitt laust sæti í 1. dcild að ári. - BL FORU HALLOKA — Bayern Munchen og HSV unnu stóra sigra -Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni - íþrótta- fréttamanni Tímans í V-Þýskalandi: ■ íslendingaliðin í Búndeslígunni riðu ekki feitum hesti frá 24. umferð Búndes- lígunnar. Stuttgart gerði jafntefli við Leverkusen á heimavelli, og Fortuna Dússeldorf fékk stóran skell heima gegn Dortmund. Stuttgart hefur greinilega farið illa út úr meiðslum leikmanna og stífrí leikjadagskrá að undanförnu. Flensa hrjáir nú nærallt Dússeldorfliðið, og voru ekki fxrri en 9 leikmenn liðsins hrjáðir af flensu en léku samt um helgina. Leikur Stuttgart og Leverkusen þótti í meðallagi. Stuttgart sótti meira allan leikinn, fékk 16 hornspyrnur. Lítil ógn- un var við mark Leverkusen, þar sem framherjarnir Corneliusson og Reichert áttu ekki góðan dag. Varnarleikur Stutt- gart var mjög slakur, Karl Heins Förster var meiddur, en kom reyndar inn á 10 mínútum fyrir leikslok. Buchwald tók stöðu hans og átti afleitan leik. Vörnin opnaðist oft illa er Leverkusen beitti skyndisóknum með góðum árangri. Stuttgart komst þó yfir á 18. mínútu. Reichert skoraði með skalla, eftir að Ásgeir Sigurvinsson hafði tekið auka- spyrnu utan vítateigs, gefið vel fyrir markið, og Corneliusson framlengt bolt- anum með skalla. Flestir bjuggust við að Stuttgart mundi gera út um leikinn í síðari hálfleik að venju, en það fór ekki svo. Á 53. mínútu jafnaði Zechel fyrir Leverkusen. Karl Allgöver kom Stutt- gart í 2-1 á66. mín,enBast náði aðjafna á 71. mín. Ásgeir Sigurvinsson var einna besti maðurinn í slöku liði Stuttgart, hann fékk 3 í einkunn hjá Kicker. Fortuna Dússeldorf er nú gjörsamlega heillum horfið. Flensa herjar á leikmenn liðsins, og voru hvorki meira né minna en 9 af leikmönnum liðsins slappir eða með hita þegar leikur liðsins gegn Dortmund hófst í Dortmund á laugar- dag. Þótti furðu gegna hversu vel Dúss- eldorfleikmennirnir vörðust í síðari hálf- leik, en staðan í háfleik var 0-0, og hafði þá Dusseldorf skapað sér þó nokkur færi. í síðari hálfleik var kraftur Dússeldorf- leikmannanna á þrotum, og leikmenn Dortmund tóku öll völd. Mörkin létu heldur ekki á sér standa, þau urðu 6 áður en upp var staðið, Klotz 2, Zorc 2 þar af annað úr víti, Wegmann 1 og Raduc- anu 1, skoruðu'. Rúmeninn landflótta, Raducanu, átti frábæran leik á miðjunni hjá Dortmund. Unun var að sjá gull- fallegar sendingar hans. Hann fékk 1 í öllum blöðum og var hvarvetna valinn í lið vikunnar. Atli Eðvaldsson lék með í leiknum, en Pétur Ormslev lá í rúminu með flensu og 39 stiga hita. Bayern Múnchen gerði út af við Bochum á fyrstu 15 mínútunum. Eftir 14 mínútna ■ Karl Heinz Rummenigge: skorað 19 mörk í Búndeslígunni. hefur leik var staðan 3-0 Bayern í hag. Mörk Bayern skoruðu Michael Rummenigge, Pflúgler, Höness 2 og Karl Heinz Rum- menigge. Karl Heinz Rummenigge hefur nú skorað 19 mörk í deildinni, og hafði tækifæri til að skora það tuttugasta í leiknum gegn Bochum, en Zundik mark vörður Bochum varði vítaspyrnu hans á 80. mínútu. Leikur Bayern þótti mjög góður, liðið virðist til alls líklegt í baráttunni um meistaratitilinn, og Karl Heinz blómstrar aftur. Leikur Kölnar og Moenchengladbach var leikur sem beðið var með eftir væntingu. Liðin eru nágrannalið, og mættu 45 þúsund manns á völlinn, þar af um helmingur frá Moenchengladbach. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru vel leiknar. Klaus Allofs skoraði gullfallegt mark á 8. mín fyrir Köln, og 1-0 í hálfleik. Á 55. mín. náði Mattheus fyrirliði „Gladbach" að jafna leikinn, en hann átti sannkallaðan s.tórleik í síðari hálfleik eftir fremur daufan fyrri hálf- leik. Hann hljóp út um allan völl og sendi á félaga sína / hættuleg færi. Schumacher var þó vel á verði, þar til Rahn náði að skora sigurmark „Gladbach" á 84. mín, eftir góðan undirbúning Mattheusar. Moenchengla- dbach hefur unnið hvern leikinn af öðrum að undanförnu, og verður að reikna með að þeir muni blanda sér af krafti í baráttuna um meistaratitilinn, en um næstu helgi leikur liðið á heimavelli gegn Bayem Múnchen. Leikur HSV og Bremen var stórleikur helgarinnar. Bremen hefur leikið mis- jafnlega að undanförnu, en leikir þessara nágranna hafa jafnan verið hörkuspenn- andi. Að þessu sinni brá út af venjunni, HSV réð öllu á vellinum frá upphafi. Staðan í hálfleik var 2-0, Wuttke og RoUT skoruðu. Bremenleikmennirnir náðu að skapa sér nokkur færi, en Stein markvörður HSV, sem lék með flensu í markinu, sýndi nokkrum sinnum frábær tilþrif, þrátt fyrir veikindin. í síðari hálfleiknum bættu Hartwig og Magath tveimur mörkum við. Meistarabragur er nú á HSV, Schatzschneider er á bekknum, en lágvöxnu framherjarnir Milewski og Wuttke ná að skapa mikla hættu. Á miðjunni léku þeir allir vel, Magath, Groh og RolfT. Úrslitin urðu þessi: Uerdingen-Bielefeld................1-3 Stuttgart-Leverkusen...............2-2 Frankfurt-Braunschweig.............1-2 Kaiserslautern-Offenbach...........1-1 Dortmund-Dússeldorf ...............6-0 Köln-Moenchengladbach..............1-2 Bayern Múnchen-Bochum..............5-1 Númberg-Mannheim...................0-0 HSV-Bremen.........................4-0 Staðan er nú þannig: Bayern ..... Hamborg ... Gladbach ... Stuttgart ... Bremen .... Leverkusen . Dússeldorf.. Köln....... Bielefeld .. Uerdingen . Kaisersl. .. Braunsch. . Dortmund . Mannheim . Bochum ... Frankfurt . Núrnberg .. Offenbach . . 24 15 . 24 15 . 24 14 . 23 12 . 24 12 24 10 . 24 10 . 24 11 . 24 8 . 23 8 .24 9 . 24 10 . 24 8 . 24 . 24 . 24 . 24 . 24 59-22 35 56-26 34 54-34 33 48-24 31 50-30 29 8 43 40 26 9 51-43 25 10 43-37 25 9 30-29 23 9 41-47 22 4 1 46-54 22 2 12 39-56 22 11 36-45 21 9 26-39 20 13 42-58 18 11 29-47 16 16 29-49 14 15 31-75 14 GÁG/SÖE ■ Tómas Holton sækir að körfu KR, Páll Kolbeinsson til varnar. Þessir ungu og atkvæðamiklu ieikmenn voru i aðalhlutverkum hjá liðum sínum á sunnudag. Tómas varð þó að bíta í það súra epli að fara á slysavarðstofuna þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum, og leika ekki meira. Hann hafði þá skorað 16 stig, eða um það bil stig á mínútu. -SÖE Timamynd Árni Sæberg umsjón: Samúel Öm Eriingsson iiiMiii—wiiniiin—m—ínrTwinnMirn—■■■■n — - Islandsmótid í fimleikum: w AD HÆTTA KEPPNI meiddist í keppninni á laugardag - Davíð og Hulda meistarar ■ Islandsmeistaramótið í fimleikum var háð í Laugardalshöllinni um helgina. Davíð Ingason og Hulda Ólafsdóttir sigruðu í samanlagðri keppni á öllum áhöldum. Sú keppni fór fram á laugardag. Davíð sem er úr Ármanni hlaut 48.25 stig, en annar varð Heimir Gunnarsson Armanni með 47,25 stig. í þríðja sæti hafnaði Guðjón Gíslason einnig úr Ármanni, hann hlaut 45.55 stig. I stúlknaflokki sigraði Hulda Ólafsdóttir, 16 ára stúlka úr Björk. Hún hlaut 31.65 stig. Önnur varð Hlín Bjamadóttir Gerplu með 31.50 stig. Dóra Óskarsdóttir Björk varð þríðja með 30,85 stig. íslandsmeistarinn frá því ■ fyrra Kristín Gísladóttir, Gerplu varð fyrír því óhappi að meiðast og varð að flytja hana á sjúkrahús. Krístín hafði öragga forystu þegar hún varð fyrír meiðslunum. Á sunnudag var keppt í einstökum greinum og þar sigraði Davið Ingason í fimm greinum af sex. Guðjón Gíslason sigraði í einni grein. Úrslitin urðu annars sem hér segir: Gólfæflngar: 1. Guðjón Gíslason, Á . 2. Heimir Gunnarsson, Á 3. Davíð Ingason, Á . . Bogahestur: 1. Davíð Ingason Á . . . 2. Heimir Gunnarsson, Á 3. Guðjón Gíslason, Á. Hríngir: 1. Davíð Ingason, Á. .. 2. Guðjón Gíslason, Á. 3. Heimir Gunnarsson, Á Stökk: 1. Davíð Ingason, Á. . . 2. Guðjón Gíslason, Á . 3. Heimir Gunnarsson, Á Tvíslá: 1. Davíð Ingason, Á ... 2. Heimir Gunriarsson. Á. 3. Guðjón Gíslason, Á. . . Svifrá: 1. Davfð Ingason........ 2. Heimir Gunnarsson . . I keppni stúlkna á einstökum urðu úrslit sem hér segir: Stökk: 1. Dóra Sif Óskarsdóttir, B . . . . 2. Bryndís Ólafsdóttir, G ....... 3. -4. Hlín Bjarnad.,G.......... 3.-4. Hulda Ólafsdóttir, B...... Tvíslá: 1. Hulda Ólafsdóttir, B......... 2. Bryndís Ólafsdóttir, G ....... 3. Hlín Bjarnadóttir, G.......... 17.00 16.20 15.85 16.30 14.70 13.30 16.30 15.10 14.60 17.10 17.00 16.80 16.30 16.05 14.05 16.45 15.00 áhöldum 17.20 16.90 16.60 16.60 14.40 13.85 12.90 VALUR—NJARDVIK I URSUTUM úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik - Valur ■ Það verða Valsntenn sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik við Njarðvíkinga. I þriðja leik Vals og KR í undanúrslitum á sunnudagskvöid höfðu Valsmenn betur, í mjög spennandi og góðum leik. Loka- tölur leiksins 87-79, eftir að staðan í hálfleik var 45-43 KR-ingum í vil. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í Seljaskólann á sunnudags- kvöld fengu heldur betur mikið fyrir aurana sína. Leikurinn var mjög vel leikinn á báða bóga, hittni var góð og hraðinn var mikill. Þá var leikurinn einnig mjög spennandi. Allt fyrir hendi sem gerir úrslitaleik skemmtilegan. j Torfi Magnússon Val: I I „ÆTLUM 0KKUR ALLA LEIÐ ”1 — vinnum Njarðvíkinga í úrslitum ■ „Ég er geysilega ánægður með Hvernig skýrir þú sveifluna á milli þennan leik“ sagði Torfi Magnússon fyrsta leiksins, sem Valur vann með L, þjálfari Valsmanna eftir sigurinn á KR á sunnudagskvöld. „Þessi leikur hafði uppá allt að bjóða sem úrslita- leikir þurfa að hafa. Góðan körfu- knattleik, spennu, hraða og áhorfendumir sköpuðu skemmtilega stemmningu. Við vorum betri aðilinn og áttum sigurinn fyllilega skilið." 15 stiga mun og hins leiksins, sem KR vann með 16 stiga mun. Nú liðu aðeins tveir dagar á milli þessara leikja? „Við vorum eitthvað illa upplagðir á fimmtudaginn. KR-ingarnir áttu líka algjöran toppleik þá. Síðan hef- ur heimavöllurinn líka talsvert að segja, við kunnum vel við okkur hérna í Seljaskólanum. Hvernig leggst viðureignin við Njarðvíkinga í þig? „Ég er bjartsýnn á þá leiki, við Valsmenn ætlum alla leið í þessu móti og stefnum hiklaust að íslands- meistaratitlinum", sagði Torfi Magnússon þjálfari Valsmanna. BL Áhorfendur kunnu vel að meta skemmt- unina og létu mikið í sér heyra, strax frá fyrstu mínútu. Það voru ungu mennirnir sem voru fyrstir til að sendæjtnöttinn rétta leið í körfuna. Páll Kolbeinsson og Guðni Guðnason í KR og leikmaðurinn stór- kostlegi í Val, Tómas Holton. Allt fram undir miðjan hálfleikinn var leikurinn hnífjafn og yfirleitt jafnt á öllum tölum. Á 9. mínútu komust KR-ingar 7 stig yfir, 22-15, en Valsménn jöfnuðu, 31-31, á 14. mínútu. KR-ingar höfðu tveggja stiga forskot í hálfleik, 45-43, eftir að Valsmaðurinn Einar Ólafsson, hafði skorað úr tveimur vítaskotum eftir að fyrri hálfleikur var liðinn. Valsmenn urðu fyrir því áfalli, fjórum mínútum fyrir leikhlé, að þeirra besti maður, í leiknum, Tómas Holton, varð fyrir meiðslum. Varð hann að fara á Slysa- deild, þar sem hugað var að meiðslum hans. Tómas hafði þá skorað 16 stig og verið hreinlega óstöðvandi. Valsmenn jöfnuðu strax metin í upphafi síðari hálfleiksins. Þegar 5 mínútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 55-49. Þótt KR-ingum tækist aö minnka muninn í 2 stig á tímabili, þá héldu Valsmenn áfram að herja á körfu KR-inga. 10 stiga munur, 73-63 var staðreynd, þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Á síðustu 2 núnútuni leiksins, reyndu KR-ingar ákaft að jafna og beittu þeir pressuvörn í þeim tilgangi. Þrátt fyrir mikla baráttu KR-inga, voru Valsmenn samt sterkari á endasprettinum og tryggðu sér sigur, 87-79 og þar með réttinn til að leika gegn Njarðvíkingum, um titilinn, besta körfuknattleikslið Is- lands 1984. Valsmenn og Njarðvíkingar munu leika tvo til þrjá leiki um þennan eftirsótta titil og fyrsti leikurinn er í kvöld í íþróttahúsinu í Njarðvík og hefst hann kl. 20. Sterk liðsheild Valsmanna Valsliðið lék mjög vel í þessum leik. Hvergi var veikan hlekk að finna. Orða- tiltækið gamla, „maður kemur í manns stað“ sannaðist enn einu sinni á sunnu- dagskvöld. Eftir að Tómas Holton meiddist komu þeir Einar Ólafsson og Páll Arnar til sögunnar og stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir erf itt hlutskipti. Þá kom Jón Steingrímsson einnig mjög til í síðari hálfleiknum, en hann hafði verið fremur daufur framanaf. Kristján Ágústsson og Torfi Magnús- son léku báðir vel. Kristján hitti mjög vel og var skotnýting hans um 70%. Leifur Gústafsson stóð einnig vel fyrir sínu, þrátt fyrir að hann skoraði ekki mikið að þessu sinni. Eftirminnilegastur er samt stórleikur Tómasar Holton í fyrri hálfleiknum, þegar hann skoraði 16 stig á 16 mínútum. En óheppnin eltir Tómas. í fyrsta leik Vals og KR fyrir viku varð Tómas fyrir því óhappi að nefnbrotna og nú springur vör og tenn- ur ganga til. Það er því fátt eftir ólask- að í andliti „Tomma“ þessa dagana. Jóhannes Magnússon lék einnig vel þann tíma sem hann var inná. vann KR 87-79 á Páll og Garðar bestir KR-ingar geta verið þokkalega ánægðir með sína frammistöðu í leiknum þrátt fyrir tapið. Þeir eiga unga leikmenn sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Páll Kolbeinsson átti stór- leik á sunnudagskvöld. Framan af leiknum var um hálfgert einvígi að ræða milli þeirra Páls og Tómasar Holton í Val. Garðar Kolbeinsson átti einnig góðan leik og hittni hans nú var mun betri, en í fyrsta leiknum gegn Val, skotnýting hans á sunnudagskvöid var í kringum 60%. Jón Sigurðsson átti einnig þokkalegan leik þó han hafi oft skorað meira. Jón gerir þó meira en að skora, sunnudag hann stjórnar leik liðsins af mikilli röggsemi og hann hirti einnig flest frá- köst KR-inga. Guðni Guðnason átti líka góðan leik, bæði í sókn og vörn. Stig Vals skoruðu: Kristján Ágústsson 22, Tómas Holton 16, Torfi Magnússon 14, Jón Steingrímsson 12, Jóhannes Magnússon 7, Leifur Gústafsson 6J2inar Ólafsson 6 og Páll Arnar 4. Stig KR skoruðu: Garðar Jóhannsson 14, Páll Kolbeinsson 22, Jón Sigurðsson 13, Guðni Guðnason 12, Birgir Guð- björnsson 6 og Ágúst Líndal 2. Dómarar leiksins voru þeir Kristbjörn Albertsson og Davíð Sveinsson og dæmdu þeir þokkalega. -BL Jón Sigurðsson KR: „VIÐ VINNUM BIKARINN ff „Þetta var góður leikur, þar sem sigurinn gat lent beggja megin“ sagði Jón Sigurðsson þjálfari KR, eftír leikinn á sunnudagskvöld. „Það var fyrst og fremst slæmur leikkafli hjá okkur í síðari hálfleiknum, sem gerði gæfumuninn. Við vorum búnir að minnka muninn niður í 2 stig, en okkur tókst ekki að fylgja því eftir. Þrátt fyrir tap okkar þá fannst mér þetta mjög skemmtilegur leikur, stemmningin var eins og hún á að vera í úrslitaleik", sagði Jón enn- fremur. Hveraig skýrír þú muninn á fyrsta leiknum, sem KR tapar með 15 stiga mun og öðrum leiknum, sem KR vinnur með 16 stiga mun. Nú liðu aðeins tveir dagar milli þessara leikja? „Nú við áttum mjög góðan leik á fimmtudaginn, menn fundu sig virki- lega vel. Þá finnst okkur KR-ingum alit annað að leika á okkar heimavelli í Hagaskóla, en að leika í Seljaskóla. Við kunnum ekki við okkur hér í þessu húsi. “ -Nú er KR enn með í bikarkeppn- inni, Jón, hvert stefnið þið í þeirri keppni? ”Við ætlum okkur ekkert annað en sigur í þeirri keppni. Ég tel að við, ásamt Valsmönnum séum með tvö bestu liðin í dag og við ætlum að sanna það í bikarkeppninni að okkar lið sé það næst besta á landinu í dag, bætti Jón Sigurðsson, þjálfari KR- inga við að lokum. -BL í ! . ■ Kristín Gísladóttir - varð að hætta keppni vegna meiðsla. Slá: 1. Hlín Bjarnadóttir, G.............. 16.55 2. Hulda Ólafsdóttir, B.............. 15.25 3. Bryndís Ólafsdóttir, G .......... 15.20 Gólfæflngar: 1. Dórá Sif. Óskarsdóttir, B ....... 16.80 2. Hlín Bjarnadóttir, G.............. 16,05 3. Hulda Ólafsdóttir, B.............. 15.50 Mótið tókst með miklum ágætum og þótti skemmtilegt á að horfa. Þó settu meiðsl íslandsmeistarans frá því í fyrra, Kristínar Gísladóttur, skugga á mótið. -BL Finninn fljúgandi setti met ■ Óiympíumeistarinn í skíðastökki, Matti Mykanen tvíbætti heimsmetið í skíðastökki um helgina. Keppnin fór fram af 145 metra háum palli. Matti stökk fyrst 180 metra, en síðan bætti hann metið í 185 metra. Hann sigraði samanlagt í keppninni, hlaut 391 stig. Á sunnudag stökk hann 170 og 178 metra í keppninni. Jens Weissflog, A-Þýska- landi og Pavel Ploc, Tékkóslóvakíu urðu jafnir í öðru sæti með 357,5 stig. Matti er nó efstur að stigum í heimsbik- arkeppninni með 212 stig, en Weissflog er annar með 195 stig. -BL ----------------------1 I Kf |1| m ■ Vilhelm Frederíksen hefur gengið til liðs við Þróttara Vilhelm áfram röndóttur ■ Knattspymumaðurinn sókndjarfi úr KR, Vilhelm Frederiksen, hefur tilkyhnt félagaskipti, Vilhelm mun þó áfram leika í röndóttum búningi, því liann hefur gengið til liös við Þróttara. Á síðasta keppnistímabili tókst Vilhclm ekki tryggja sér fast sæti í KR-liðinu, en vafalaust verður itann mikiil styrkur fyrir Þróttara, þar sem kappinn er ntarksækinn mjög og getur skorað niikið af mörkum, ef sá gállinn er á honum. Gaman verður að fylgjast með Þróttara- liðinu í sumar, þar sem mikið af nýjum niönnum hafa gengið til liðs við iiðið. Góður sigur Eriku Hess ■ Skíðadrottningin frá Sviss, Erika Hcss, sigraði í stórsvigskeppni í Jasna. í tckkóslóvakíu, á laugardag. Hún fékk tímann 2:17,08 mtn. Önnur varö Micha- cla Figini, cinnig frá Sviss. Hún fékk tímann 2:17,89 mín. Með þcssum sigri sínum hefur Erika tryggt stöðu sína í stigakeppni heimsbik- arsins til muna. Hún hefur 26 stiga forskot á næstu skíðakonu sem er Hanni Wcnzel. í svigkcppninni á sunnudag, í Jasna, sigraði Riswitha Steincr, Austur- ríki á 1:35,53; Erika Hessféll úrkeppni, en Hanni Wenzel náði fimmta sæti. Zurbriggen sigrar í heims- bikarkeppninni ■ Svisslendingurinn Pirmin Zurbrigg- en hefur tryggt sér sigur í samanlagðri stigakcppni heimsbikarsins í skíðaí- þróttum. Eftir stórsvigskeppnina í Áre á laugardag er ijóst að enginn keppandi gctur náð Zurbriggen að stigum. Sænski skíðakóngurinn Ingemar Stenmark, sem einn manna gat náð Svisslendingnum að stigum fyrir keppnina, náði aðeins fimmta sæti og því er Zurbriggcn örugg- ur um sigur í stigakeppninni. Hann náði þó aðeins 13 sæti á laugardag. Keppt var í svigi, á sunnudag, á sama stað, og þá sigraði Franz Gruber frá Austurríki, en annar varð landi hans Robert Sollcr. Nú eru þrjú mót í Noregi cftir í heimsbikar- keppninni. - ®L Fyrsti sigur KA í vetur ■ HandknattleiksliÖ KA frá Akureyri, vann sinn fyrsta sigur í.f opinberu móti í vetur á fimmtudagskvöld. Norðmenn sigruðu Keflvíkinga í bikarkeppni HSÍ. Lokatölur leiksins 27-22. Lcngi framan af mátti vart á milli sjá hvort liðið lcki í I. deild, en í hálfleik höfðu norðanmenn tveggja marka forystu. 15- 13. KA-menn bættu síðan við forskot sitt í síðari hálfleiknum og gerðu út um leikinn. Lokatölurnar 27-22 og KA kemst þar með áfram í bikarkeppninni cn Keflavík er úr leik. Flest mörk KA í leiknum gerði Jón Kristjánsson eða 9, en Gunnar Oddsson gerði 7 mörk fyrir Kéflavík. - BL WBUm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.