Tíminn - 20.03.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1984, Blaðsíða 1
 Lemgo vann mikilvægan sigur í handboltanum: SIGGI MEÐ ELLEFU mörk af 21 marki liðsins gegn Núrnberg ■ Sigurður Sveinsson - skoraði ellefu mörk. - Frá Gísia Á. Gunnlaugssyni íþrótta- fréttamanni Tímans í V-Þýskalandi: ■ Lemgo, lið Sigurðar Sveinssonar í v-þýsku Búndeslígunni í handbolta, vann góðan sigur á heimavelli gegn Núrnberg um helgina, 21-20, í mjög hörðum leik. Staðan var jöfn á flestum tölum, og áhorfendur voru vel með á nótunum. Nokkur harka færðist í leikinn þegar á leið, og varð dómarinn m.a, að víkja Sigurði Sveinssyni af leikvelli. I ryllt- ist þá allt í höllinni, og var bjórflöskum og fleiru lauslegu fleygt inn á leikvöll- inn, við litla hrifningu dómaranna. Sigurður Sveinsson átti stórleik, skor- aði 11 mörk þar af fjögur úr víta- köstum. Heldur ver gekk hjá Alfreð Gísla- syni og félögum í Essen. Liðið tapaði gegn Húttenberg 17-18. Húttenberger í neðri hluta deildarinnar, í 10. sæti, og greinilegt að Essen er ekki eins sterkt á útivelli eins og á heimavelli. Alfreð Gíslason var annar markahæstur í liði sínu, skoraði 3 mörk. Lið Jóhannes Inga, Kiel, tapaði illa á útivelli gegn Bergkamen, sem er í 11. sæti deildarinnar og á í harðri fallbar- áttu, 16-20. Möguleikar Kiel á að blanda sér í toppbarátfuna eru nú algerlega úr sögunni, liðið er í 7. sæti með 22 stig. Essen er í öðru sæti enn, með 28 stig, fjórum stigum minna en Grosswallstadt, sem enn er efst. - GÁG/SÖE MEIRI BLÓDTAKA HJA NJARBVÍK Kristinn og Isak meiddir — Tómas ekki með Val? ■ Enn hafa Njarðvíkingar orðið fyrir verulegri blóðtöku í körfuboltanum. Liðið missti sem kunnugt er aðalstiga- skorara sinn í gifs á dögunum, Val Ingimundarson, og nú um helgina meiddist hinn ungi og efnilegi leikmað- ur liðsins, Kristinn Einarsson, og verð- ur ekki með í kvöld. Þá mun leika vafl á hvort Isak Tómasson, bakvörðurinn efnilegi ■ Njarðvíkurliðinu, verði með í kvöld í fyrsta úrslitaleik Njarðvíkinga við Valsmenn um íslandsmeistaratitil- inn. Kristinn Einarsson skar sig illa á Akureyringar voru sterkastir ■ Um helgina fór fram íslandsmeist- aramót félagsliða í kraftlyftingum. Hver sveit keppti í sínu æfingahúsnæði í sparnaðarskyni. Fyrir mótið var A- sveit KR talin sigurstanglegust, en Akureyringar voru ekki á því að gefa sinn hlut eftir, í keppninni. Til að styrkja lið sitt, sendu þeir eftir „heim- skautabangsanum“ Víkingi Trausta- syni, en hann dvalur á Seyðisfirði. Þess hefði þó varla þurft, því A-sveit KR giopraði niður sigri sínum, þegar Hall- dóri E. Sigurbjörnssyni mistókst að lyfta byrjunarþyngd sinni í hnébeygju og féll hann þar með úr keppninni. Sveit ÍBA sigraði því í keppninni, hlaut 1971,57 stig, en 8-sveit KR varð önnur með 1682,76 stig, og í þriðja sæti varð A sveit KR, með 1540,04 stig. -BL hendi um helgina, og þurfti að sauma í hann. Hann mun ekki leika með í kvöld. Kristinn hefur leikið æ stærra hlutverk í Njarðvíkurliðinu í vetur, en hann er aðeins 16 ára gamall, um 190 cm á hæð, sterkur og leikinn með knöttinn. ísak Tómasson er bakvörður, einn af yngri leikmönnum Njarðvíkurliðs- ins. Hann meiddist á fæti í vinnu sinni síðastliðinn fimmtudag, og var spraut- aður í fótinn fyrir leikinn gegn Hauk- um sl. fimmtudag. Það mun ekki hafa verið til að flýta fyrir bata hans, og nú leikur vafi á hvort hann verður með í kvöld. Svo illa gæti því farið að Njarðvíkingar verði án þriggja fasta- manna í leiknum í kvöld. Valsmenn hafa einnig orðið fyrir áfalli. Talið er ólíklegt að Tómas Holton, landsliðsbakvörðurinn efni- legi í liðinu leiki með í Njarðvík í kvöld, hann nefbrotnaði gegn KR á þriðjudag, og fékk síðan mikið högg á munnin í leik Vals og Njarðvíkur á sunnudag, svo þurfti að sauma og tennur losnuðu. Sjá umfjöllun um leik Vals og KR í opnu. TÓP/SÖE ■ Guðmundur Guðmundsson í harðri baráttu við tvo íturvaxna Sovétmenn í landsleik Islands og Sovétríkjanna á laugardag. Það eru þeir Gagin (t.h.) og Karshakevic sem taka Guðmund föstum tökum. Tímamynd Róbert „STRAKARNIR GAFU ALLF sem þeir áttu gegn Sovétmönnum sagði Bogdan ■ „Strákarnir gáfu allt sem þeir áttu í þennan leik, börðust eins og Ijón, þrátt fyrir að vera orðnir mjög þreyttir. Það er góðs viti, því einkenni góðra liða er það, að þau halda áfram að berjast eftir að þreytan fer að ásækja þau“, sagði Bogdan Kowalczyk þjálfari ís- lenska landsliðsins í handknattleik eftir síðasta leik tslands og Sovétríkjanna á iaugardag. „Ég er mjög ánægður með mína menn, liðið er gjörbreytt", sagði Bogdan. „Baráttan er mikil og andinn er góður. Hugarfarið er breytt, og metnaðurinn er mjög mikill“. -Hvernig var síðasti leikurinn að 1PÉTUR PÉTURS ATTI STÓRLEIK -------, I |ikivn ■ Kuiuiiu mii viviikun | | með Antwerpen gegn Seraing Arnór með á ný j 1« - Frá Gísla A Gunnlaugssyni - íþrótta- gullfallegum sendingum. Antwerpen er Jónssonar, og vann sigur. en tapaði um fréttamanni Tímans í V-Þýskalandi: nú í 7. sæti. | Arnór Guðjohnsen lék nú að nýju . Pétur Pétursson átti frábæran leik með aðalliði Anderlecht, Arnór lék | með liði sínu Antwerpen gegn Seraing í aftarlega á vellinum eiginlega í stöðu Ibelgísku mcistarakeppninni í knatt- swcepers,ogfórheIdur!ítiðfyrirhonum spyrnu á sunnudag. Pétur átti fjölda í leiknum. I frábærra sendinga ii leiknum, sem vöktu Lið Lárusar Guðmundssonar hefur ins Beveren að undanförnu. Beveren. _ mikla hrifningu íslendinga sem sáu átt erfiðu gengi aðfagna að undanförnu, hefur ennþá þriggja stiga forystu í| I leikinn í sjónvarpi, og lagði Pétur upp er nú í 11. sætideiidarinnar með 24 stig. deildinni með 38 stig. en Anderlechtl . tvö af þremur mörkum Antwerpen með Liðið lék í vikunni gegn liði Sævars hefur 35 stig í öðru sæti. -GÁG/SÖE* helgina gegn AA Gent. Sævar Jónssonf lék að nýju með liði sínu, CS Brugge um a helgina, og sigruðu Sævar og félagar FCI Liege á heimavelli, 1-0. I Anderlecht, lið Arnórs, er nú á ný í* toppbaráttunni, eftir slaka leiki toppliðs-1 þínu mati, miðað við þá fyrri? „Þessi leikur var ekki eins mikið fyrir áhorfendur. Bæði liðin voru þreytt í dag. Þess vegna er erfitt að ná góðum leik. Baráttan í þessum leik var enn meiri en í hinum. Þetta var venjulegur leikur, harður leikur, en ekki grófur. Mörgum hefur áreiðan- lega virst þessi leikur vera mun harðari en oft er, en það er ekki. Sovét- mennirnir eru mcð ntjög sterka menn, og því virðist leikurinn oft grófari en hann er. “ -Hvernig líst þér á framhaldið? „Það er mikil vinna framundan, vinna hjá mörgum. Þar á ég ekki bara við þjálfara og leikmenn, þar spila miklu fleiri þættir inn í“. -Hvernig til dæmis? „Auk þjálfara og leikmanna má nefna Handknattleikssambandið, þá sem styrkja það og handknattleikinn, blaðamenn og fleiri." -SÖE - Sjá umfjöllum um þriðja landsleik íslands og Sovétríkjanna á bls 15. Sigurdur við Ol-lágmarkið kastaði spjótinu 82,76 metra Bjarni vann í opna flokknum á íslandsmótinu í júdó ■ Sigurður Einarsson spjótkastari úr IR gæti hæglega orðið annar spjótkast- ari Islands á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar. Sigurður keppti á sínu fyrsta móti í ár nú um helgina í Alabama í Bandaríkjunum, og bætti sig þar um rúma þrjá metra. Sigurður kastaði 82,76 metra um helgina, al- þjóðlegt B lágmark spjótkastara fyrir Ol í sumar mun vera 81,5 metrar, en „viðmiðunartala“ Ólympíunefndar Is- lands mun vera um 83 metrar. Sigurður tók þátt í móti sem nefnt er Domino Pizza Relays, sem haldið var í Alabama. Sigurður sigraði þar í spjótkastinu, en þátttakendur í mótinu voru margir, og það talið all sterkt. - Enginn vafi er á að komist Sigurður hjá meiðslum á hann eftir að bæta sig verulega í sumar, þetta var fyrsta mótið sem hann tekur þátt í í ár. Besti árangur Sigurðar á síðasta ári var rúmir 79 metrar. ■ Annar íslendingur, Eggert Bogason úr FH, tók þátt í þessu móti í Alabama. Eggert kastaði kúlu 16,66 metra, og bætti sig um rúman einn me tra. Eggert náði ekki verðlaunasæti. -SÖE ■ Sigurður Einarsson - sífellt betri í spjótkastinu. ■ Síðari hluti Islandsmótsins í júdó var háður í Iþróttahúsi Kennarahá- skólans um helgina. í opnum flokki karla sigraði Bjarni Friðriksson úr Ármanni, að venju. Hann lagði félaga sinn Kolbein Gíslason að velli í úrslita- glímunni, á youko, 5 stigum. Glíman var afar spennandi og mikið var um átök á milli kappanna. Þó þótti glíman nokkuð þófkennd og hvorugur kapp- inn vildi gefa eftir. I þriðja sæti varð Sigurður Hauksson UMFK. I kvennaflokki urðu úrslit sem hér segir: - 65 kg flokkur: 1. Hulda Gústafsdóttir Ármanni. 2. Hrund Þórarinsdóttir Ármanni. 3. Sigríður Ólafsdóttir Ármanni. + 65 kg flokkur: 1. Eygló Sigurðardóttir Ármanni. 2. Ásta Sigurbergsdóttir Ármanni. 3. Hulda Geirsdóttir UMFK. Þá var einnig keppt í unglingaflokkum og urðu úrslit í þeim sem hér segir: - 65 kg flokkur: 1. Guðmundur Sævarsson Ármanni. 2. Arnar Eyfjörð ÍBA. 3. Magnús Kristinsson Ármanni. - 69 kg flokkur: 1. Gunnar Jónasson Gerplu. 2. Davíð Gunnarsson Ármanni. 3. Guðmundur Magnússon Ármanni. + 69 kg flokkur: 1. Sævar Kristjánsson Gerplu. 2. Rögnvaldur Guðmundsson Gerplu. 3. Benedikt Ingólfsson ÍBA:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.