Tíminn - 28.03.1984, Page 2

Tíminn - 28.03.1984, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 2«. MARS 1984 fréttir Málflutningur í Skaftamálinu í sakadómi í gær: MENN VIRDAST RÉTT- LAUSIR IÖLDURHÚSIIM AÐ MATI SAKSÓKNARA — sem telur málið Mmistök og slys” frá upphafi til enda ■ „Þctta er mál sem þarf að fá úrlausn þar sem það er orðið að svo stóru máli. En ég tel að sakfellisdómur þurfi ekki að hafa áhrif á störf þessara lögrcglumanna. Þeir verða jafngóðir og örugglega betri lögreglumenn eftir en áður; af mistökunum læra menn. Þetta mál er mistök og slys. Fyrstu mistökin eru veitingahússins sem afhendir frakkann öðrum en eiganda; síðan dyravarðarins sem kallaði á lögreglu af engu tilefni og í þriðja lagi lögreglumannanna sem gerðu mistök dyravarðarins að sínum. Þetta er sérstakt mál, þar sem ekki er venja að beðið sé um að fjarlægja mann af veitingahúsi án þess hann sé ölvaður eða ósjálfbjarga. Nú var maðurinn ekkcrt drukkinn. Lögreglumennirnir trúðu þcim sem á þá kölluðu en í svona málum má engu trúa“ sagði Itragi Steinarsson vararíkissaksóknari m.a., í niðurlagsorðum sínum við málflutning fyrir Sakadómi Reykjavíkur í gær vegna máls ákæruvaldsins gegn þrem lögreglumönnum vegna handtöku og síðar áverka Skafta Jónssonar 27. nóvembcr í fyrra. Ákæruvaltlið höfðaði -mál þetta á hendur lögreglumönnum fyrir að hafa staðið ólöglega að handtöku Skafta Jónssonar í Þjóðleikhúskjallaranum og var tveim lögreglumannanna enn- fremur gefið að sök að hafa annarhvor eða báðir valdið þeim líkamsmeiðing- um sem Skafti hlaut við flutning á lögreglustöð. í máli sínu las saksóknari m.a. upp lögregluskýrslu þá sem einn lögreglu- mannanna skrifaði söniu nótt og hand- takan átti sér stað. Samkvæmt henni taldi saksóknari upp nokkur atriði sem hugsanlega hefðu getað verið tilefni handtökunnar. Til viðbótar nefndi sak- sóknari að atburðurinn hefði gerst í öldurhúsi og þar virtust menn vera réttlausir. í lögregluskýrslunni stendur að Skafti hafi verið áberandi ölvaður. Saksóknari las upp vitnisburð lögreglu- mannanna þriggja við dómsrannsókn og þar bar þeim saman um að Skafti hefði verið undir litlum og varla merkj- anlegum áfengisáhrifum. Þetta hefði verið stutt af fleiri vitnum og því hefði áberandi ölvun á almannafæri ekki verið handtökuástæða. Þá nefndi saksóknari kröfu dyra- varðar staðarins að lögregla kæmi á staðinn og fjarlægði mann og einnig þau ummæli dyravarðarins þegar handtöku var lokið að hann ætlaði að hafa uppi bótakröfu vegna fata- skemmda í átökum við Skafta. Sak- sóknari sagði að hugsanleg bótakrafa kæmi ekki fram á frumstigi máls og hún væri ekki tilefni til handtöku. Þegar lögreglumennirnir komu að húsinu stóð dyravörðurinn fyrir utan. Þá báru föt hans einhver merki um átök. Dyravörðurinn fór með lögreglu- mönnunum inn og benti þeim á Skafta sem stóð á tali við fdlk. Orð dyravarð- arins voru ekki að mati saksóknara næg ástæða fyrir handtökunni enda var Skafti þá að búast til brottfarar af staðnum. Þá ersagt í skýrslunni að Skafti hafi. eftir komu lögreglunnar, ráðist að dyraverðinum og tekið hann föstum tökum. Þetta hafa allir þrír lögreglu- mennirnir staðfest fyrir dómi. Aftur á móti hefði dyravörðurinn sjálfur boriö fyrir lögreglurannsókn og dómsrann- sókn að átökin hefðu verið milli lög- reglumannanna og Skafta, hann hefði gert sig líklegan til að ráðast á sig en ekki gert það. Þessi framburður dyra- varðarins var m.a. studdur af vitnuin. í síðasta lagi nefndi saksóknari að í skýrslunni stæði að Skafti hefði ærst, þcgar lögreglumennirnir reyndu að halda aftur af honum og lögreglu- mennirnir þá þurft að beita töluveröu harðræði áður en þeim tókst að hand- járna hann. Saksóknari sagði að um þetta atriði væri í sjálfu sér ekki deilt en handtökuástæðan þarf að vera til- komin áður en handtaka er framkvæmd. Þá fjallaði saksóknari um hvort átökin sem áður höfðu orðið milli Skafta og dyravarða, áður en lögreglan kom, réttlættu handtöku. í framburð- um vitna kom fram að Skafti var í fatahenginu með leyfi umsjónarkonu vegna þess að yfirhafnir hans og konu hans fundust ekki. Skafti fann yfirhöfn konu sinnar en síðan kom í Ijós að frakki hans hafði verið afhentur áður öðrum manni vegna mistaka. Dyra- vörðurinn ber að hann hafi verið béðinn að fjarlægja Skafta úr fata- geymslunni og við það hafi orðið átök milli þeirra, sem þeim Skafta og dyra- verðinum ber ekki saman um hvor hefði hafið. En aðalatriðið er að Skafti var í fatageymslunni með leyfi. Og öllum átökum var lokið og Skafti að búa sig til heimferðar frakkalaus þegar lögreglan kom á staðinn. Lögreglu- mennirnir spurðust ekki fyrir um ástæðu fyrir handtökunni þegar þeir gengu til verks og skýrðu Skafta ekki frá því hversvegna þeir vildu fá hann með sér. Saksóknari taldi þetta athæfi varða við 131. grein hegningarlaga um ólög- lega handtöku en til vara við 132. grein um rangar aðferðir við handtöku vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis. Hann sagði síðan að vegna eðlis máls- ins yrði frekar miðað við varakröfuna við dómsuppkvaðningu. Þá fjallaði saksóknari um líkams- meiðingar og fataskeinmdir þær sem Skafti varð fyrir. Hann sagði að tvær skýringar væru á hvenær þær hefðu orðið. í fyrsta Iagi við mótspyrnu Skafta við lögreglubílinn sem varð til þess að hann féll á grúfu á gólf bílsins og var síðan dreginn inneftir bílnum. Þetta væri viðurkennt af lögreglu- mönnunum sem hugsanlegur möguleiki. Það væri ásetningsathöfn að draga hann á þennan hátt inn í bílinn og refsingarsök, a.m.k. fyrir gáleysissak- ir. í öðru lagi að meiðslin hefðu komið, eins og Skafti og kona hans bera að lögreglumaður hefði ítrekað slegið höfði lians við gólf bílsins á leið á lögreglustöð. Þessu hafa lögreglu- mennirnir mótmælt og sagði saksókn- ari það skoðun sína að þessi framburð- ur Skafta og konu hans væri mjög ótrúverðugur. Þá skoðun sína byggði hann á viðbrögðum þeirra beggja á lögreglustöðinni og mótmælum þeirra þar sem þau beindust ekki að þessu atriði. Vinkona eiginkonu Skafta, sem var með í bílnum segist ekki geta gert sér grein fyrir hvort hþn sá eða skynjaði með öðrum hætti það sem fram fór. Þá hefur hún borið að henni hafi fyrst verið ljóst um áverka Skafta á lögreglu- stöðinni. Hún kveðst ekki geta gert sér grein fyrir hvað hafi gerst fyrr en Skafti var leystur úr haldi og sagði frá þessu. Skafti hafi síðan fyrst kvartað yfir þessu atriði í símtali við varðstjóra seinna um nóttina. Þá nefndi saksóknari að það að lögreglumennirnir hefðu leyft stúlkun- um að fara með í bílnum styddi framburð þeirra og benti ekki til ásetnings. Þvf væri framburður Skafta og konu hans um þetta marklausenda væri það ekki ákæruefnið í málinu heldur sjálf meiðsl Skafta. Saksóknari sagði að heimfæra mætti þetta brot til 218. greinar almennra hegningarlaga en 217. grein ætti frekar við. Að lokinni ræðu saksóknara var málflutningi frestað til kl. 9.00 í dag. Þá munu verjendur lögreglumannanna taka til máls. -GSH. HVALREKIÁ HVALSNESI ■ Hval rak upp á Hvalsnesi suður fyrir skömmu. Við hringdum í Hákon Magn- ússon bónda á Nýlendu til að spyrjast fyrir um hvalrekann, en hvalinn rak upp í land hans. „Jú, hvalurinn er hérna fyrir neðan hjá okkur. Það er líklega svona vika til tíu dagar síðan hann rak upp, í stór- straumi, brimi og vestanátt. Hann liggur töluvert hátt uppi og fer líklega ekki út aftur." -Hvenær tókuð þið eftir honum? „Á laugardaginn. Þetta er 15 metra búrhvalur." - Hvað ætarðu að gera við þetta? „Þetta er vandamál, og verður líklega vont að hafa þetta þarna í sumar þegar fer að rotna. Það verður kannski hægt að nota beinin úr þessu. en hvalurinn er orðinn of gamall til að hægt sé að nýta hann í fóður. Þetta þarf að vera nýlegt handa refum og slíku." - Hefur fólk verið að skoða þetta? „Svolítið. Það eru að koma hérna skólakrakkar til að líta á hvalinn.“ - Þú ætlar ekki að selja aðgang? „Nei, ætli það. Það tekur því ekki.“ -ÁDJ. Kaupfélagið í Hveragerði opnar að nýju ■ Ufibú Kaupfélags Ámesinga í Hvera- gerði opnaði að nýju síðastliðinn föstu- dag eftir endurbætur og breytingar sem þar hafa verið gerðar. Húsið var allt endurskipulagt og í raun endurbyggt frá fokheldu ástandi. Skipt var um innan- hússinnréttingu, allar búðarinnréttingar og keypt vönduð tæki til geymslu á kældum og frystum matvælum. Breyt- ingum á útibúinu er þó enn ekki að fullu lokið og er unnið að innréttingu lagers og skrifstofuhúsnæðis. Stærstur hluti framkvæmdanna var framkvæmdur af Trésmiðju KÁ en kaupfélagið hefur notið góðrar aðstoð- ar teiknistofu og verslunarráðunauts Sambandsins. Þá segir í fréttatilkynningu Kaupfélags Árnesinga að endurbygging útibúsins hafi verið mjög aðkallandi og sé ánægju- legt að geta nú boðið viðskiptavinum að kynnast aðlaðandi verslun með vaxandi vöruúrvali. -b. ■ Sigurvegarar í aldurshópi 6 til 8 ára í íslandsmeistarakeppni í gömlu dönsunum sem huldin var um helgina. Talið frá vinstri, Jón Helgason og Jóna Einarsdóttir frá Vogum á Vatnsleysuströnd, Nína Björk Þórisdóttir og Óskar Kristinn Óskarsson úr Hafnarflrði, Áróra Kristín Guðmundsdóttir og Þyri Halla Steingrímsdóttir einnig úr Hafnarfirði. Nýi Dansskólinn og Þjóðdansafélagið: Yfir 170 tóku þátt í íslandsmeistarakeppni ■ Um helgina fór fram íslands- meistarakeppni í gömlu dönsunum. Keppt var í 4 aldursflokkum barna og einum flokki fullorðinna, þátttakendur voru 174. Keppnin fór vel fram og voru liðlega 1000 áhorfendur sem fylgdust með. í fréttatilkynningu Nýja Dansskól- ans og Þjóðdansafélags Reykjavíkur, en ■ þessir aðilar stóðu að keppninni, segir að áhugi á gömlu dönsunum og öðrum samkvæmisdönsum hafi margfaldast á undanförnum árum „enda vafalaust kominn tími til að snerta dansfélagann. Segja má að skokk dans undangenginna áraséáundanhaldi ínúverandi mynd." -b. Iðnaðarráðherra fellst ekki á kröfu Japana: „HÖFIIM EKKIPENINGA í SLÍKT“ ■ Nú er þess beðið að japanska fyrir- tækið Sumitomo svarí gagntilboði því sem íslensk stjórnvöld sendu því fyrir rúmuni hálfum mánuði, þar sem einkum er fjallað um í hve mikla endurfjár- mögnun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga Islendingar og Norðmenn séu reiðubúnir að ráðast, en Japanirnir gerðu þá kröfu í Japan, þegar fulltrúar Elkem og samninganefnd um stóriðju voru þar í samningaviðræðum við þá í síðasta mánuði, að endurfjármögnun fyrirtækisins yrði mun meiri en Islend- ingar og Norðmenn höfðu ráðgert. Samninganefndin fór fyrir skömmu til Osló þar sem samkomulag náðist við fulltrúa Elkem um að endurfjármögnun- in yrði eitthvað meiri en ráðgert hafði verið í upphafi, þó að hún yrði engan veginn í þá veru sem Japanirnir höfðu óskað eftir. „Japanirnir hafa sett hærri kröfur en við höfum viljað fella okkur við, í endurfjármögnuninni," sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í samtali við Tímann í gær um þetta mál, og bætti því við að auk þess væri innbyrðis deila á milli Norðmannanna og Japananna um það hversu hátt skyldi meta þau 18-20% sem Japanirnir hafa viljað kaupa af Elkem. „Ég vil ekki fallast á þessa kröfu Japananna um þessa miklu endurfjár- mögnun," sagði Sverrir, „það er óþarft og við höfum ekki peninga í slíkt. En ég ■ „Þessar kröfur hafa ekki verið sam- þykktar og það er mjög skýr afstaða sem fjármálaráðherra og borgarstjóri hafa lýst yfir", sagði Þorsteinn Geirsson, formaður launamálanefndar ríkisins spurður hvernig ríkið taki í kröfu Starfs- mannafélagsins Sóknar um að yfirvinna hefjist þegar er dagvinnu lýkur og verði greidd með 1% af mánaðarlaunum fyrir hverja klukkustund, en það er ein af þeim nýju kröfum sem ný samninga- nefnd Sóknar lagði fram á fyrsta samn- ingafundinum við viðsemjendur félags- ins í gær. Að sögn Guðlaugar Pétursdóttur, eins samninganefndarmanna, vareinnigfarið er nú þeirrar skoðunar að ef Japnirnir koma hingað til viðræðna í endaðan apríl, þó svo að þeir fallist ekki alfarið á þetta gagntilboð okkar, að þeim sé þá svo mikil alvara með þátttöku í þessu fyrirtæki, að samningar náist.“ -AB fram á að kjarna- ogvalgreinanámskeið- um verði komið á fyrir alla Sóknarfélaga, en slík námskeið hækka kaup þeirra sem á þau fara. Einnig var farið frant á að starfsfólk við barnagæslu og heimilis- hjálp grunnist í sama launaflokk og starfsfólk sem vinnur á stofnunum aldr- aðra, geðsjúkra og vangefinna. Varðandi aðra liði gat Guðlaug þess að á mánudag hafi Sókn borist bréf frá fjármálaráðherra þar sem hann býður að fella niður unglingataxta fyrir 16-18 ára starfsfólk, svo og launaflokkahækkun til þeirra sem hafa 15 ára starfsaldur. Annar samningafundur hafði ekki- ■ verið ákveðinn í gærkvöldi. -HEI: Nýju kjarakröfur Sóknar: „ÞESSAR KRÖFUR EKKI SAMÞYKKTAR“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.