Tíminn - 30.03.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.03.1984, Blaðsíða 1
Dagskrá ríkisf jölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 30. mars 1984 77. tölublað - 68. árgangur Siðumúla 15—Pósthólf 370 Reykjavík — Ritstjorn86300—Augtysingar 18300- Atgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Glórulaus viðskipti byggingarsjóða Húsnæðisstofnunar: LÍFEYRISSIÓÐIRNIR FA SÍRAX 66% LANSFIAR SÍNS HL BAKA ■ Af samtals tæpum 268 mill- jónum króna sem Byggingar- sjóðir ríkisins og verkamanna fengu lánaðar hjá lífeyrissjóðun- um í landinu var aðeins 91 mill- jón notuð, eða 34% til aukinna útlána hjá sjóðnum en 177 mill- jónir, eða 66% ijárins fór til að borga af eldri lánum bygginga- lánasjóðanna hjá lífeyrissjóðun- um. Hlutfail þetta hefur hækkað mjög ört að undanförnu. Árið 1982 fengu byggingarsjóðirnir 195,7 millj. kr. frá lífeyrissjóðun- um og þar af fóru 86,5 millj. króna til endurgreiðslna eldri lána eða 44,2%. Árið 1981 var þetta hlutfall 27,8%. í skýrslum Húsnæðisstofnunar fyrir árið 1982 segir svo m.a.: „Þessar lántökur Húsnæðisstofn- unar (hjá lífeyrissjóðunum) geta varla talist með fullri forsjá gerðar, skuldabréfin eru til 15 ára með 3.5% vöxtum og full- verðtryggð. Byggingarsjóðirnir (ríkisins og verkamanna) endur- lána síðan þetta fé til mun lengri tíma og með lægri vöxtum (0,5% hjá Byggingarsjóði verka- manna). Með þessu lagi má ætla að skuldabréfakaup lífeyrissjóð- anna verði senn í litlum mæli eiginleg viðbót við ráðstöfunar- fé byggingarsjóðanna". „Þetta er óneitanlega skugga- leg þróun og staðfestir það sem skrifað var í skýrslu okkar á síðasta ári", sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Húsnæðisstofnunar í sam- tali. Þar sem skuldabréfakaup líf- eyrissjóðanna hafa á undanförn- um árum verið einn stærsti tekju- stofn Byggingarsjóðs ríkisins var Sigurður spurður hvort þessi þróun yrði ekki til að fara þurfi að stokka kerfið upp. „Það átti umfram allt aldrei að fara út í þetta og síst af öllu í þeim mæli sem gert hefur verið", sagði Sigurður. -HEl. Ríkisstjórnin skipar sérstaka nefnd í „fjárlagagatið“: MIKILL AGREINING- UR UM NIÐURSKURÐ OG NIÐURGREIÐSLUR ■ Enn er langt í land að samkomulag náist um það í ríkisstjórninni hvernig staðið skuli að f jár- málalegri lausn tveggja milljarða gatsins alkunna á f járlögum. Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var þetta rætt vítt og breitt, en án þess að nokkur niðurstaða fengist. Gerðu hvor aðili fyrir sig grein fyrir afstöðu sinni í málinu, en Ijóst varð að svo mikið bar á milli, að ákveðið var að Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra myndu í dag ásamt sérstökum fulltrúum stjórnarflokkanna reyna að leita leiða, sem gæfu sameiginlega niðurstöðu. Flugvél hvolfdi ■ Lítilli eins hreyfils flugvél hvolfdi á flugveliinum við Stóra Kropp í Borgarfir ði kl. rúmlega 3 í gærdag. Engin slys urðu á mönnum. Samkvæmt heimildum Tímans er mikill ágreiningur á milli flokkanna um niðurskurð eða afnám niðurgreiðslna á landbún- aðarafurðum. Sumir sjálfstæðis- menn vilja afnema niðurgreiðsl- urnar með öllu, en framsóknar- menn benda á að ef það verði gert, þá hafi það hækkun á mjólkurvörum og landbúnaðar- afurðum í för með sér á bilinu 30-40%. Aðrir sjálfstæðismenn telja að slíkt myndi koma alltof hart við buddu launþeganna og vilja fara einhverja millileið hvað varðar minnkun á niðurgreiðsl- unum. Framsóknarmenn vilja enn aðra millileið, þ.e. enn minni niðurskurð á niðurgreið- slunum og þá fjármuni sem þannig vinnast vilja þeir n ota til þess að greiða með láglaunabæt- urnar sem um hefur samist. Önnur ágreiningsatriði eru t.d. tillaga fjármálaráðherra um 100 milljón króna niðurskurð til vegamála, en flokksbróðir fjármálaráðherra, Matthías Bjarnason samgönguráðherra hefur lýst sig gjörsamlega and- snúinn slíkum niðurskurði, og Tíminn hefur fregnað að fram- sóknarmenn séu einnig á móti niðurskurði til vegamála. Ekki munu ráðherrarnir bjart- sýnir á að lausn finnist á þessu máli í dag, en með ráðherrunum verða þeir Tómas Árnason og Þorsteinn Pálsson, auk einhverra embættismanna. -AB. Breytingar á yfirstjórn Flugleiða: Forstjórastaðan lögð undir stjórnarformann — Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri, kjörinn stjórnarfor- maður en gegnir um leið fyrra starfi ■ Sigurður Helgason var í gær kjörinn stjórnarformaður Flugleiða jafnframt því sem hann hefur á hendi yfirumsjón með daglegum rekstri í sam- vinnu við framkvæmdastjóra fyrirtækisins en forstjórastað- an sem Sigurður gegndi áður verður formlega lögð niður. Þessar ákvarðanir voru teknar á fyrsta stjórnarfundi nýkjör- innar stjórnar Flugleiða að af- stöðnum aðalfundi fyrirtækis- ins. Jafnframt var Grétar Br. Kristjánsson endurkjörinn varaformaður stjórnar. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar fréttafulltrúa Flugleiða er hér um einföldun á yfirstjórn fyrir- tækisins að ræða sem á sér hliðstæðu í mörgum fyrirtækj- um vestan hafs. Þar mun þó víðast heita að stjórnarfor- maður gegni jafnframt for- stjórastöðu en hérlendis brýtur það í bága við lög um hlutafé- lög. Á aðalfundinum í gær sögðu þeir Örn Ó. Johnson og Óttar Möller sig úr stjórn fyrirtækis- ins en í stað þeirra voru kjörnir Ólfur Ö. Johnson og Hörður Gestsson. Aðrar mannabreyt- ingar urðu ekki í stjórninni og eru í henni eftirtaldir menn auk Harðar og Ólafs, Sigurður Helgason formaður, Grétar Br. Kristjánsson varaformað- ur, Kristinn Olsen, Halldór H. Jónsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, Sigurgeir Jóns- son og Kári Einarsson en þeir tveir síðasttöldu eru fulltrúar ríkisins. Sjá nánar bls. 2 mœ .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.