Tíminn - 30.03.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1984, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. MARS 1984 7 B.St. og K.L. ■ Nú þegar Alana Stewart er skilin við rokk-eiginmanninn sinn, hann Rod Stewart með Ijósa hárið (í allar áttir) hefur hún haldið sig í Hollywood. Þarna er hún með stóran riffíl og mjög veiðimannsleg. Líklega er hún þó ekki að leita að Rod sínum í hefndarhug, því að hann hefur mest haldið sig hinum megin Atlantshafsins. Hann hef- ur sést með hinum glæstustu sýningardömum, Kelly Emberg og Christina Meyer. Sumir segja að hann hafí verið á kvennafari , en aðrir að hann hafí hreint og beint fengið stúlkurnar til að sýna sig með sér, svo allir sæju að hann væri hress og kátur, þrátt fyrir að Alana hafði yfirgef- ið hann. Alana, sem sjálf var fyrirsæta og sýningardama, hefur verið að reyna fyrir sér sem leikkona og komið fram hjá ABC sjónvarps- stöðinni í Masquerade og einnig leikur hún í nýrri upptöku af Where the Boys Are. Alana hefur börnin hjá sér, þau Kimb- eriy sem er fjögurra ára og Sean þriggja ára. Alana Stewart er vígaleg með stóra riffílinn. ERALANAAÐ FARAÁVEIÐAR? verðlaunin halda mönnum við þetta og svo vonin um að stuðla að betri arkitektúr í landinu." - Hver er tilgangurinn með keppninni? „Að hanna hús sem byggð eru upp úr einingum sem hægt er að eiga á lager án þess að það bitni á útlitsgæðum eða fjölbreytni húsanna." - Eru svona keppnir gagnleg- ar? „Þær eru tvímælalaust af hinu góða. Þetta leiðir yfirleitt fram góðar hugmyndir og er líklega besta leiðin til að framkalla góð- ar hugmyndir í byggingalist." - Er byggingalist á Islandi í framför? „Já, ég verð að segja það. En hlutur arkitekta mætti vera meiri í einbýlishúsum. Núerfjórðung- ur einbýlishúsa á íslandi teiknað- ur af arkitektum." - Er ekki dýrara að fá þjón- ustu arkitekta? „Það er ekki svo dýrt þegar upp er staðið. Þetta eru sér- menntaðir menn með langt nám að baki í því að skapa gott umhverfi. Það liggur heilmikil hugmynd og vinna að baki því að skapa bætt umhverfi." - Svo við snúum okkur að einingahúsunum, hvað er stór hluti af húsum á íslandi eininga- 'hús? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það. En framleiðslu- getan er milli 100 og 200 hús, og sú framleiðslugeta mun aukast. Útkoman úr þessari samkeppni mun einnig stuðla að bættri skip- an þessara mála. - Fenguð þið það sem þið áttuð von á út úr keppninni? „Við fengum jafnvel meira út úr þessu en við áttum von á. Nú eiga einingahús á landinu að geta komist upp úr þeim öldudal sem þau hafa verið í“. ■ Margaret Thatcher og Howe utanríkisráðherra Thatcher undirbýr kosning arnar til Evrópuþingsins erlent yfirlit Hún vill sýna að hún sé ennþá járnfrúin ■ ENN ER óleyst sú deila innan Efnahagsbandalags Evrópu, sem risið hefur milli Bretlands annars vegar og hinna aðildarríkjanna níu hins vegar. Deilan stendur um hvað mikið Bretland eigi að fá endurgreitt af framlagi sínu til bandalagsins. Öllum kemursaman um að Bret- ar eigi rétt á endurgreiðslum, en ósamkomulager um upphæðina. Meðan það leysist ekki neita Bretar að standa að afgreiðslu fjárlaga fyrir bandalagið og vofir gjaldþrot yfir því, ef hún dregst lengi úr þessu. Ótvírætt er, að deila þessi er harðari en ella vegna þess, að í júnímánuði fara fram kosningar til þings bandalagsins, sem venjulega gengur orðið undir nafninu Evrópuþingið. Kosið verður í fjórum þátttökuríkjum 14. júní.en í hinumsex 17. júní. Ríkisstjórnunum þykir að sjálfsögðu miklu skipta. að flokkar þeirra fái sem hagstæðust úrslit. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á afstöðu þeirra innan bandalagsins um þessar mundir. Engan af leiðtogunum skiptir þetta þó meira máli en Margaret Thatcher. Meðbyrinn, sem hún fékk vegna Falklandseyjastríðs- ins í þingkosningunum í fyrra, virðist vera úr seglunum. Verka- mannaflokkurinn virðist hafa rétt sig við að sama skapi undir forustu Neils Kinnoch. Þótt kosningarnar til Evrópu- þingsins snúist um önnur mál en kosningarnar til brezka þingsins, verður styrkleiki flokkanna eigi að síður dæmdur af þeim. Því leggur Thatcher áherzlu á að halda vel velli. Þetta er vafalaust ein skýringin á því hve óbilgjörn hún hefur þótt í deilunni innan Efnahagsbandalagsins um endur- greiðsluna, sem Bretar eiga að fá. EINS OG áður segir, er ekki ágreiningur um, að Bretum beri réttur til endurgreiðslu. Sam- kvæmt reglum bandalagsins verða þátttökuríkin að greiða skatt til þess af landbúnaðar- vörum, sem fluttar eru inn frá löndum utan bandalagsins. Slík- ur innflutningur er langmestur til Bretlands, m..a. frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Af þessum ■ Mitterrand ástæðum hafa Bretargreitt miklu hærri framlög til bandalagsins en þeir hafa fengið frá því. Að þessu leyti hefurstaða Bretlands innan bandalagsins orðið mun óhagstæðari en annarra þátt- tökuríkja. ' Á síðastliðnu sumri náðist samkomulag um. að Bretar skyldu fáendurgreiddar674mill- jónir dollara af framlagi sínu til bandalagsins á árinu 1983. Ó- samið var hins vegar um framtíð- ina og ákveðið að Bretar fengju ekki greidda framannefnda cndurgreiðslu fyrr en fullnaðar- samkomulagi væri náð. Á leiðtogafundi bandalagsins. sem haldinn var í Aþenu í desember. var þetta mál til um- ræðu og lauk án þess að niður- staða fengist. Ákveðið var að reyna til þrautar að ná samkomu- lagi á leiðtogafundi, sem haldinn yrði í Brússel í marz. Mitterrand forseti, sem fer nú meö for- mennsku í stjórnarncfnd banda- lagsins, tók að sér að reyna að koma þessu máli í höfn. Umræddur fundur var haldinn í Brússel í síðustu viku og lauk honum án þess að samkomulag næðist. Undir forustu Mitter- rands höfðu þó ríkin níu teygt sig langt til samkomulags. Margaret Thatcher heimtaði hins vegar meira og strandaði samkomulag á því. Vonir stóðu til þess, að eitt- hvað myndi greiðast úr þcssari deilu á utanríkisráðherrafundi bandalagsins, sem haldinn var á þriðjudaginn. Svo fór þó ckki. Málið stendur enn í sömu spor- um og við lok leiðtogafundarins f síðastliðinni viku. Bretum hefur verið tilkynnt. að þeir fái ekki greidda framan- nefnda endurgreiðslu fyrir árið 1983 fyrr en fullnaðar-samkomu- Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar lag hafi náðst. Thatcher hefur hótað. að þá ýerði hætt við að greiða framlög Bretlands til bandalagsins. Samkvæmt reglum bandalags- ins, sem Bretar undirrituðu á sínum tíma, er áætlað að þeir cigi að greiða 1.7 milljarð dollara til bandalagsins á þessu ári. Brezka stjórnin hefur krafizt aðfá 1.1 milljarð endurgreiddan á þessu ári, en eftirleiðis verði framlög þátttökuríkjanna svo ákveðin með hliðsjón af þjóðar- tckjum. Hin ríkin hafa boðizt til að endurgrciöa 850 milljónir doll- ara á þessu ári-og sömu upphæð árlcga næstu fjögur ár. Rcglurn- ar haldist svo óbreyttar. ÞETTA tilboð telur Thatcher óaðgengilegt og hefur hún þá vafalítið kosningarnar í júní í huga. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir mjög þátttöku í Efna- hagsbandalaginu og boðar úr- göngu úr því. ef hann kemst til valda. Skoðanakönnun, sem gerð var á vegum blaðsins Guar- dian nýlega, leiddi í Ijós, að 55% þeirra, scm svöruðu, voru fylgj- andi brottför úr bandalaginu. Bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra er fylgjandi áfram- haldandi aöild og mun því keppa við íhaldsflokkinn um þá kjós- endur, sem eru aðild fylgjandi. Þetta getur leitt til þess, að íhaldsflokkurinn missi atkvæði á báða bóga. Undir þessum kringumstæð- um er Thatcher ekki í neinum samningahug. Hún vill sýna enn svart á hvítu, að hún verðskuldar járnfrúar-nafnið. Hinir þjóðarleiðtogarnir verða einnig að hafa hliðsjon af kosningum, ekki sízt Mitter- rand. Hann beitti sér fyrir því að gengið var langt til samkomulags til Thatcher. Hann taldi það styrkja sig, ef hann leysti deil- una. Lengrageturhannvartgeng- ið fyrir kosningarnar en yfirleitt er spáð. að þær verði hagstæðar fyrir frönsku stjórnarandstöð- una. Eins og nú standa sakir virðast litlar horfur á, að þessi deila leysist fyrr en eftir kosningarnar í júní. ef hún þá á annað borð leysist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.