Tíminn - 30.03.1984, Page 4

Tíminn - 30.03.1984, Page 4
4 Itnmm FÖSTUDAGUR 30. MARS 1984 fréttir ..... " OPINBER NKMIRSKURÐUR SITN- AR FYRST A LANDSBYGGÐINNI ■ „í heild verður að segja að ástand atvinnumála á Norðurlandi er dökkt um þessar mundir. Fjölgun ársverka í fjórðungunum er undir landsmeðaitali, tekjur einstaklinga og sveitarfélaga eru lægri en víðast hvar annars staðar, aflabrögð eru léleg og flskveiðikvótinn á svæðinu óhagstæður, alger lágdeyða ríkjandi í byggingariðnaði á sama tíma og veruleg þensla er á suðvestur horninu og atvinnuleysi er mun meira en verið hefur til langs tíma. Fólksfjölgun er undir landsmeðaltali á svæðinu vegna búferlaflutninga á suðvesturhornið og við framhald þeirrar þróunar er Ijóst að mjög erfitt verður að snúa við blaðinu til sóknar á ný“. Þannig hljómar örstuttur niðurstöðukafli, skýrslu um atvinnumál sem Fjórðungssamband Norðlendinga hefur látið vinna og kom fyrir almenningssjónir nú fyrir skemmstu. Skýrslan cr unnin af Hafþóri Helga- syni viðskiptafræðingi en er jafnframt byggð á fyrri könnunum Fjórðungs- sambandsins á atvinnumálum kjördæm- anna. I henni er greindur sá vandi sem helst steðjar að, bent á orsakavalda og vitnað í þær hugmyndir unt lausnir sem fram hafa komið. Fyrst og fremst er hér um útlistun vandans að ræða en ekki starfsáætlun til lausnar á honum. I inngangi segir að hér sé um frumvinnslu að ræða. Láglaunasvæði Meðallaun fyrir ársverk voru árið 1982 15% undir landsmeðaltali á Norðurlandi vestra og 4,7% á Norður- landi eystra. Þetta þýðir að meðan meðallaun á ársverk í landinu öllu voru 172 þúsund voru þau 164 þúsund á' Norðurlandi eystra og aðeins 146 þúsund á Norðurlandi vestra. Sé litið á heildarlaun á svæðinu kemur frávikið frá landsmeðaltali enn betur í Ijós en þar skortir hvorn landshlutann meir en 70 milljónir til að ná meðaltal- inu. í skýrslunni er atvinnugreinunum skipt í þrjá höfuðflokka, frumvinnslu- greinar þ.e. landbúnaður og fiskveiðar, úrvinnslugreinar svo sem fiskvinnsla, iðnaður og byggingarstarfsemi og þjón- ustugreinar. Til skýringar á þessu fráviki segir orðrétt. „Yfir 50% þess sem vantar á landsmeðaltal í launum á Norðurlandi má rekja til þjónustugreina og yfir þriðjung til úrvinnslugreina. Ekki koma á óvart hinar lágu tekjur í þjónustunni á Norðurlandi. umfanghennarerverulega bundið við suðvesturhornið, þar hefur vaxtarbroddur hennar verið, sem hefur leitt til umfangsmikilla búferlaflutninga á síðustu áruin.“ Pá segir um úrvinnslu- greinarnar að þar megi leita orsaka í því að í þeint iðngreinum sem eru hlutfalls- lega öflugastar á Norðurlandi eru launin hvað lægst og er þá átt við vefnaðar- og matvælaiðnað. Þá telur höfundur það ennfremur ýta undir þennan mun að laun í stóriðjum sem eru staðsettar í öðrum landsfjórðungum eru hærri en gengur og gerist í iðnaði. Samfara lágum launum á Norðurlandi eru lágar meðalútsvarstekjur en eins og með launin voru þær lægstar á Norður- landi vestra eða 16% undir landsmeðal- tali en 10% á Norðurlandi eystra. Fram kemur að útsvarstekjur á Norðurlandi hafa lækkað jafnt og þétt síðustu þrjú árin og að af kaupstöðum er ástandið hvað verst á Dalvík og Sauðárkróki. Samdrattur bitnar á landsbyggðinni Verulegs samdráttar gætir í tveimur veigamiklum atvinnugreinum á Norður- landi, byggingariðnaði og fiskveiðum og vinnslu. I sjávarútveginum er fyrst og fremst um minnkandi afla fiskiskipa að ræða sem er svo orsakavaldur að lægri meðaltekjum. Þessi þróun hefur fyrst og fremst átt sér stað síðastliðin þrjú ár og er talið að ein meginástæðan sé aukin sjávarkuldi úti fyrir Norðurlandi en nú telja fiskifræðingar að sjávarhiti sé að rísa að nýju að sögn skýrsluhöfundar. Þessvegna er bent á að sá kvóti sem ákveðinn var fyrir skemmstu og miðast við þrjú síðustu ár „kann að reynast Norðlendingum óheppilegur". í byggingariðnaðinum er ástandið enn alvarlegra en þar hafa menn mjög verið háðir opinberum framkvæmdum og úr þeim hefur allstaðar dregið að undan- förnu eins og kunnugt er. Sömuleiðis hefur dregið úr íbúðarbyggingum að undanförnu og í rúmmetrastækkun allra fasteigna hefur Norðurland verið 5% undir landsmeðaltali ef miðað er við fólksfjölda. Á suðvesturhorninu, Austur og Suðurlandi varð hlutdcildin í rúm- metrastækkuninni yfir íbúahlutdeild- inni en annars staðar var því öfugt farið. Þessu til skýringar er vitnað í viðtal sem útvarpið átti við Gunnar Björnsson formann meistarasambands bygging- armanna snemma á þessu ári. Hjá honum kemur fram að þrátt fyrir niður- skurð á opinberum framkvæmdum kem- ur það ekki til með að bitna á fram- kvæmdum á Reykjavíkursvæðinu vegna þess að þar er meira af opinberum framkvæmdum sem ekki eru fjármagn- aðar beint gegnum fjárlagageirann og tekur sem dæmi Ríkisútvarpshúsið og Seðlabankann. Aftur á móti segir Gunn- ar að þessi niðurskurður hljóti að bitna á landsbyggðinni og telur þó ástandið ekki slæmt nema á einstökum stöðum og nefnir í því sambandi Norður og Norð- austurland. Mest atvinnuleysi Atvinnuleysi hefur einnig farið vax- andi á Norðurlandi undanfarin ár og verið meira þar en í nokkrum öðrum landsfjórðungi síðan 1981. Nýjustu tölur um atvinnuleysi í janúarmánuði síðast- liðnum benda síst til þess að þessi öfugþróun sé í rénun. Á síðasta ári var atvinnuleysi á Norðurlandi vestra 1.2% yfir landsmeðaltali þegar tekið er mið af mannafla og 0.7% yfir því á Norðurlandi eystra. Þetta er mun meira atvinnuleysi en var 1982. Frá janúarmánuði 1983 til sama mánaðar á þessu ári hefur svo aukning á atvinnuleysisdögum numið 19.7% á Norðurlandi vestra og 146,7% á Norðurlandi eystra. I heild eru atvinnuleysisdagar á öllu Norðurlandi fyrir janúarmánuð 25.180 en voru í fyrra rúmlega 13 þúsund. Til samanburðar við aðra landshluta þá var atvinnuleysi minnst á Vestfjörðum, 0.8% undir Iandsmeðaltali en á Vestur og Austurlandi var það rétt yfir lands- meðaltali. Þá er fjölgun ársverka undir lands- meðaltali á Norðurlandi, hún nam 1.3% á Norðurlandi vestra og 2.0% á því eystra meðan landsmeðaltalið var 2.8% Yfir allt landið fækkaði þó ársverkum á frumvinnslugreinum en mest fjölgun varð í þjónustu. Á Norðurlandi á þjón- ustan enn stærri hlut í fjölguninni en fjölgun í úrvinnslugreinum er undir landsmeðaltali í báðum kjördæmunum. Flóttinn suður Á síðastliðnu ári nam fólksfjölgun á Norðurlandi tveimur einstaklingum sem skiptist þannig að á Norðurlandi vestra fækkaði um 71 en á Norðurlandi eystra fjölgaði um 73. Til þess að ná landsmeð- altali hefði fjölgunin þurft að vera 383 í öllum fjórðungunum. Á síðastliðnum þremur árum vantar 840 einstaklinga til þess að Norðlendingafjórðungur nái þeirri fjölgun sem „ætti" að vera sam- kvæmt landsmeðaltali, en fjölgunin á þessum tíma nemur 68 einstaklingum á Norðurlandi vestra og 460 á Norðurlandi eystra. Þessi fjölgun sem er á sér nær öll stað 1981 og’82 og sýnu mest'81. Þróun undanfarinna ára sýnir því vaxandi búseturöskun þar sem fólks- straumurinn liggur suður á höfuðborgar- svæðið. í skýrslunni er líka vakin athygli á því að þrátt fyrir fólksflótta úr dreifbýli norðanlands til kaupstaðanna þá halda fæstir af þéttbýlisstöðum þar á við með- altalsfólksfjölgun á landinu. Sérstaka athygli vekur útkoma Akureyrar því meðan straumur fólks liggur til stór- Reykjavíkursvæðisins er staða höfuð- borgar Norðurlands verri en velflestra stærri byggðakjarna norðanlands. Af kaupstöðum er þar Siglufjörður einn sem stendur verr að vígi. Eftir skýrslunni standa búferlaflutningar frá Norðurlandi í beinu sambandi við aukið atvinnuleysi og lækkandi meðaltekjur í landsfjórð- ungnum. Að snúa vörn í sókn Efling atvinnugreinanna og tafarlaus- ar stórframkvæmdir við orkuver og stór- iðnað eru þeir lærdómar sem fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambandsins, Áskell Einarsson telur í inngangi að skýrslunni að brýnast sé að snúa sér að. Um þátt hins opinbera í atvinnuupp- byggingunni segir Áskell, „að með vax- andi stjómsýslu og velferðarþjónustu taka rekstrarliðir ríkiskerfisins til sín í vaxandi mæli æ stærri sneið af heildar- kökunni, aukin tilfærsla af þjóðartekjum til fjárlagageirans er liður í eflingu höfuðborgarsvæðisins". Og til úrbóta leggur hann til að til þessa verði tekið tillit við gerð fjárlaga með tiltölulega auknu fjárstreymi gegnum fjárlagageir- ann til Norðurlands. Aukið atvinnuleysi, lækkandi tekjur einstaklinga og sveitar- félaga og áframhaldandi búseturöskun eru hlutir sem verður að sporna gegn segir Áskell með eflingu iðnaðar, stór- iðnaðar, byggingarstarfssemi og stórefl- ing í þjónustugreinum til þess að ná inn í fjórðunginn nægilega stórum hluta af þeirri þenslu sem eftir á verða á næstu árum í þeim greinum. -b.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.