Tíminn - 30.03.1984, Side 8

Tíminn - 30.03.1984, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 30. MARS 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavlk. Sími:86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Herferð boðuð gegn Ásmundi Stefánssyni ■ Ljóst er af Þjóðviljanum, að í undirbúningi er af hálfu vissra afla í Alþýðubandalaginu mikil herferð á hendur Ásmundi Stefánssyni, forseta Alþýðusambandsins, og félaga hans í stjórn ASÍ. Herferð þessi mun einkum beinast að J3ví að hindra endurkosningu Ásmundar sem forseta ASI á þingi Alþýðusambandsins í haust. Þetta kemur m.a. fram í Þjóðviljanum á þriðjudaginn var, þegar hann segir frá Dagsbrúnarfundinum, sem haldinn var á sunnudaginn, en þar var samþykkt sam- komulagið milli Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambands- ins. Þjóðviljinn vitnar þar í ræðu, sem Pétur Tyrfingsson flutti á fundinum og segir m.a. frá henni á þessa leið: „Hann (þ.e. Pétur Tyrfingsson) sagði, að Dagsbrúnar- menn þyrftu ekki að vera á neinn hátt með nein vonbrigði yfir þessum samningi. Hins vegar hefðu menn orðið fyrir miklum vonbrigðum með forystu ASÍ og Dagsbrún þyrfti að sjá til þess að þar yrði hreinsað til á þingi í haust.“ Bersýnilegt er af þeirri gagnrýni, sem Ásmundur Stefánsson hefur sætt af hálfu Péturs Tyrfingssonar og skoðanabræðra hans, að hér er fyrst og fremst átt við það, að hann verði felldur úr stjórn ÁSÍ. Meðal þessara skoðanabræðra Péturs Tyrfingssonar má vafalítið telja þá Ólaf Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson, en þeir voru mjög óánægðir með þá afstöðu sem "stjórn ASÍ tók undir forustu Ásmundar í kjarasamninga- málinu. Fyrir þeim vakti, eins og margoft hefur komið fram í Þjóðviljanum að Verkalýðshreyfingin ætti að efna til stórátaka og verkfalla og knýja það fram að ríkisstjórninni mistækist viðnámið gegn verðbólgunni. Ásmundur Stefánsson og mikill meirihluti Alþýðu- bandalagsmanna í verkalýðshreyfingunni höfnuðu þessari leið. Þeir gerðu sér grein fyrir því, að slík átök myndu reynast óhagstæðust lágtekju- og miðlungstekjufólki í verkalýðshreyfingunni, sem yrði fyrir kjaraskerðingu af völdum verkfalla, sem ekki myndu leiða til beinna raun- hæfra kjarabóta, því að þótt verulegar kauphækkanir fengjust fram í krónutölu, myndu þær fljótt eyðast í aukinni verðbólgu og meira til hjá þeim láglaunuðu. Undir ríkjandi kringumstæðum var sú leið, sem Ás- mundur og félagar hans völdu, vafalaust hyggilegust. Forustulið Alþýðubandalagsins í svokallaðri mennta- mannaklíku þolir það hins vegar ekki, að Ásmundur Stefánsson tók sjálfstæða afstöðu og fór ekki að vilja þess og ráðum, eins og oft hefur verið gert áður. Þess vegna skal honum nú bolað burt, ef til þess er einhver kostur. Hér þarf ábyrgt fólk í verkalýðshreyfingunni að vera á verði. Foringjar Alþýðubandalagsins þurfa strax að fá þá viðvörun, að þeir leggi ekki til neinna byltingatilrauna í Alþýðusambandi íslands. Athyglisverðar tölur ■ Á fundi um atvinnumál, sem nýlega var haldinn í Borgarnesi, var það upplýst, að árið 1982 hefði fjölgun svonefndra ársverka skipzt þannig milli landshluta, að Reykjavík og Reykjanes-kjördæmi hefðu fengið 85% í sinn hlut, en aðrir landshlutar samanlagt 15%. Þetta eru athyglisverðar tölur fyrir þá, sem telja of miklu fjármagni varið til landsbyggðarinnar, en vitanlega fylgir fólkið fjármagninu og þeim atvinnumöguleikum sem fylgja því. Þ.Þ. skrifað og skrafað Steingrímur og Þorsteinn Pálsson mœttu á skrifstofuna hjá Albert til að stöðva samninga við Dagsbrún snemma á sunnudagsmorgni: ,Þið eruð bara gestir sagði Albert og rak þá út í horn ..Þið eruð bara gestir her". sagði Al- snemma sl. sunnudagsmorgun þar s u „Þið eruð bara gestir hér". sagði AÞ bert Guðmundsson (lármálaraðherra við þa Steingrim Hermannsson forsxt- isráðherra or Þorstein PáLsson for- mann Sjalfstæðisflokksins þegar þeir siðarnefndu mvttu án samráðs við fjarmalaráðherra á skrifstofu hans snemma sl. sunnudagsmorgun þar sem hann var að ganga frá samningi fyrir hönd Vinnumálanefndar ríkisins við Dagsbrún. Þcir Steingrimur og Þorsteinn brugðust ókvæða við þegar þeir fréttu s(. laugardagskvöld að fjármálaráð- herra ætlaði að skrifa undir samning morguninn eftir við Dagsbrún um flokkatilfærslur hjá Dagsbrúnar- mönnum sem starfa hjá ríkisfyrirtækj- um. Revndu þeir að stöðva frekari samningaviðræður en Albert tilkynnti þeim þá að þeir væru gestir i hans ráðu- neyti og gætu fengið að fylgjast með en hann réði þessari samningagerð. Síöan skrifaði hann undir nýjan kjarasamn- ing viö Dagsbrun. I þessum samnmgi er ákveðið að gera nýja sérkjarasammnga við Dags- brunarstarfsmenn hja rikisstofnunum. þar sem upproðun i launaflokka verði tekin til endurskoðunar og miðað við að starfsmenn hækki um einn launa- flokk eftir 3ja ára starf. um annan flokk eftir fimm ár og einn til viðbótar eft.ir 9 - Ig. Þegar 27. mars varð að 1. apríl ■ Fréttum má hagræða á ýmsan hátt og leggja mis- munandi mat á hvað er frá- sagnarvert og hvað ekki og er raunar vafasamt hvort til er „hlutleysi" í fréttamati og frásögn ef nánar er farið út í þá sálma. En það hlýtur að vera krafa allra sæmilegra sómakærra fjölmiðla að einhver stoð sé fyrir þeim fréttafrásögnum sem settar eru á þrykk. Undantekningin frá þessu er 1. apríl þegar blöð og frétta- stofur skemmta sjálfum sér og öðrum með því að dikta úpp ólíkindasögur sem sagt er frá sem staðreyndum og þykir best takast upp þegar lesendur trúa og hlaupa apríl. Þjóðviljinn birti slíka frétt sl. þriðjudag en lenti í tíma- villu því þá var aðeins 27. mars. Þar er skilmerkilega staðhæft að Steingrímur Fler- mannsson og Þorsteinn Páls- son hafi mætt snemma á sunnudagsmorgni á skrifstof- unni hjá Albert fjármálaráð- herra til að stöðva samninga sem ráðherrann var að gera við Dagsbrún. En Albert lét ekki stöðva sig og rak for- mennina út í horn. Þetta er kannski ekkert verra en sá sífelldi staðhæf- ingavaðall sem uppi er hafður í málgagninu og um pólitíska andstæðinga og skrif blaðsins um þjóðmál eru yfirleitt því marki brennd að engu er líkara en að á þeim bæ sé 1. apríl allt árið. Um þessa „frétt" sagði Þorsteinn Pálsson að ekki ætti að elta ólar við rakalaus- an þvætting Þjóðviljans. Má það vel rétt vera, en mikið skelfing eru þingmenn Sjálf- stæðisflokksins ávallt spennt- ir fyrir að rífast við allaball- ana á þingi og makalaust er hvað þjóðfrelsisfylkingin er seinþreytt á að hleypa þeim upp. Morgunblaðið lætur ekki sitt eftir liggja að rífast við Þjóðviljann og allaballana og fá þeir sína daglegu aug- lýsingu þar. ókeypis og ófor- þént. Hér er líklega verið að kasta steinum úr glerhúsi, en satt best að segja er undirrit- aður orðinn hundleiður á að fjalla um jafn ómerkilegan málflutning og allaballarnir láta sér sæma. En þar er úr vöndu að ráða því stjórnar- sinnar þurfa sannarlega ein- hverja stjórnarandstöðu til að kljást við og þar er ekki margra kosta völ. Afgangur- inn af stjórnarandstöðunni er svo bragðdaufur og leiðin- legur að maður nennir varla að vera henni ósammála, enda gefa smáflokkarnir lítið tilefni til þess. Endalaus þvæla Um frásögn Þjóðviljans af sunnudagsfundinum í fjár- málaráðuneytinu sagði .Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í viðtali við Tímann: „Það er nú með þessa frásögn eins og svo margt annað sem birtist í Þjóðviljanum, að um enda- lausa þvælu er að ræða, en staðreyndin er sú að Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra bað mig og Þorstein Pálsson að koma til fundar við sig í fjármálaráðuneytinu á sunnudagsmorgun kl. II vegna þessa samnings við Dagsbrún. Það gerðum við og fjölluðum þar um þá hug- rnynd sem fram hafði komið frá Þresti Ólafssyni og Þor- steini Geirssyni." . Það, að þeir Steingrímur og Þorsteinn hafi mætt þarna til að koma í veg fyrir sam- komulagið við Dagsbrún er hreinræktuð lygi. I Morgunblaðinu í gær er birt athugasemd frá Þresti Ólafssyni framkvæmdastjóra Dagsbrúnar: „Vegna frá- sagnar á forsíðu Þjóðviljans þriðjudaginn 27. mars sl. af fundi sem haldinn var á sunnudagsmorgni sl. í fjár- málaráðuneytinu og fjallaði um samningagerð við Dagsbrún, vil ég taka eftir- ifarandi fram. Þar sem ég var eini „utan- aðkomandi" aðilinn á nefnd- um fundi og blaðalesendur ,gætu auðveldlega álitið mig heimildarmann blaðsins, vil ég að það komi skýrt fram, að frásögnin er ekki frá mér komin. enda minnist ég þess ekki að hafa heyrt þau orð falla sem gerð eru að sérstöku umfjöllunarefni á forsíðu blaðsins. Þjóðviljinn var beðinn um samskonar athugasemd frá mér strax á þriðjudagsmorg- un, með fyrirheit um birtingu í miðvikudagsblaði. Af mér einhverjum ókunnum ástæð- um, birtist sú athugasemd ekki." Lýgur Þröstur líka? Athugasemd Þrastar birtist líka í fimmtudagsblaði Þjóð- viljans en með athugasemd ritstjórnar. Þar er staðfest að Þröstur sé ekki heimildar- maður að „fréttinni" en heimildarmenn sagðir „traustir" og staðhæft að rétt sé með farið. Samkvæmt þessu segir Þjóðviljinn Þröst ómerkan, þar sem hann seg- ist „ekki hafa heyrt þau orð falla“ sem gerð voru að sér- stöku umfjöllunarefni á for- síðu blaðsins. Klippari Þjóðviljans fjallar ekki með öllu sársaukalaust um furðufréttina og athuga- • semd framkvæmdastjóra Dagsbrúnar og slær þar úr og í þannig að vel geti verið að fréttafrásögnin sé röng en samt sé hún rétt, eða öfugt, eða eitthvað svoleiðis... Hann var heiðarlegri og afdráttarlausari stjórnmála- maðurinn sem eins og frægt var, sagði: „Það gæti verið satt." OÓ fréttir FÉLAG UM VARÐVEISLU FJALA- KATTARINS — stofnað á sunnudag ■ Stofnfundur félagsskapar um varðveislu og endurnýjun Aðal- strætis 8, eða Fjalakattarins í Reykjavík, verður haldinn á Hótel Borg kl. 16.00 á sunnudaginn. Að félagsstofnuninni stendur 59 manna hópur, sem fyrir skömmu sendi borgarstjórn og menntamála- ráðuneytinu áskorun um að farga ekki þessu sögufræga húsi, og hefur 5 manna nefnd úr hópnum undirbúið hann. Á fundinum gerir undirbúnings- nefndin grein fyrir störfum sínum og hugmyndum um fjáröflun og tilhögun starfsins. f>á verður félag- inu valið nafn og stjórn kosin. Fundarstjóri verður Ólafur B. Thors. -JGK Sýning á þýskum myndum f rá íslandi og Grænlandi ■ Laugardaginn 31. mars kl. 14.00 verður opnuð á vegum félagsins Germaníu málverkasýning þýska listamannsins Gerdu Schmidt Panknin í Bogasal Þjóðminja- safnsins. Myndirnar málaði listamaðurinn á ferðum sínum um ísland og Grænland á árunum 1980og 1981. Sýninginverðuropindaglegafrákl. 14.00-19.006115. apríl.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.