Tíminn - 30.03.1984, Page 9

Tíminn - 30.03.1984, Page 9
FOSTUDAGUR 3U. MARS 1984 á vettvangi dagsins Arnþór Helgason: Þrítugasti mars—Ný við horf í efnahagsmálum ■ í dag eru liðin 35 ár frá því er Alþingi samþykkti inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið. Ekki skal hér rifjaður upp aðdragandi inngöngu íslendinga í varnarbandalag vestrænna ríkja, en ým- islegt var þar með ólíkindum og margt, sem lofað var í upphafi, reyndist hjóm eitt. Rúmlega ári síðar laumaðist svo meirihluti Alþingis til að leggja blessun sína yfir hersetu landsins á algerlega ólöglegan hátt, enda bendir margt til að ísland hefði að öðrum kosti verið her- numið. íslenskir Bandaríkjavinir máttu hins vegar ekki til þess hugsa að hið vestræna stórveldi fengi að sýna hið rétta eðli sitt. Þennan dag fyrir 35 árum glumdu í útvarpi áskoranir til þjóðhollra íslend- inga um að flykkjast niður á Austurvöll til þess að standa vörð um landið og sló óhug á marga þá, sem unnu frelsi þess og nýstofnuðu lýðveldi. Ekki þarf að fjölyrða um hvað gerðist síðan á Austur- velli, en áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að forystumenn lögregluliðsins hafi skipað mönnum sínum, sem voru studdir allmörgum heimdellingum, að lumbra á lýðnum, sem stóð úti fyrir dyrum Alþing- ishússins. Enn er ekki of seint að leita uppi þátttakendur, sem kannast vilja við sannleikann í þessu máli og vonandi kemur sú stund að þeir rumska og skýra frá því, sem í raun og veru gerðist. Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað var í rauninni lögð lokahönd á skiptingu Evrópu í áhrifasvæði, sem haldist hefur óbreytt síðan. Einstök ríki á yfirráðasvæði hvors risaveldisins um sig hafa þó sýnt tilburði til sjálfstæðis gagnvart húsbændum sínum, svo sem Rúmenar, Albanir (seni hlýða engum og helst það uppi þar sem þeir eru óhultir gagnvart vestrænum þjóðum vegna ná- lægðar við Rússa og það hentar ekki hagsmunum hinna síðar nefndu að kúga þá til undirgefni) og Frakkar, en þessir sjálfstæðistilburðir hafa haft sáralítil áhrif á uppbyggingu hernaðarvéla risa- veldanna tveggja. Ný viðhorf í efnahagsmálum Að undanförnu hafa komið fram auknar kröfur um úrbætur í atvinnumál- um í Vestur-Evrópu, þar sem atvinnu- leysi þrúgar mikinn hluta vinnufærs fólks. Hafa vestur-þýskir hergagnafram- leiðendur krafist aukinnar fyrirgreiðslu af hálfu stjórnvalda til þess að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautum í austri og vestri og bent á að það hafi fyrst og fremst verið hergagnaiðnaðinum í Þýskalandi 4. áratugarins að þakka, að Þjóðverjar rifu sig upp úr volæði og eymd kreppuáranna. Allir vita hvernig það fór. Þessar kröfur hafa vakið upp ýmsar spurningar hagfræðinga, sem hafa bent á þá staðreynd, að framleiðsla hergagna sé ferli, sem sé tiltölulega skamvinnt. Einungis tekst að selja takmarkað ntagn ákveðinnar vopnategundar, og þegar markaðurinn hefur verið mettaður, stöðvast framleiðslan, en nokkur hluti. sem starfaði við hana, fær síðan atvinnu við að þjóna þessum hergögnum með framleiðslu varahluta. Þróun og fram- leiðsla hergagna krefst gífurlegs fjár. Hafa þessir sömu hagfræðingar bent á að með því að veita þessu fé til atvinnurann- sókna og þróunar matvælaframleiðslu. fullkomnari atvinnutækja og annars í svipuðum anda megi búast við stöðugri þróun sem fylgi eftirspurninni eftir. Til lengdar sé því þetta mun arðbærari fjárfesting en hergagnaiðnaðurinn getur nokkurn tíma orðið. Þessar röksemdir hljóta að vekja um- hugsun margra. Nú er sagt að vestræn samfélög standi á tímamótum, ný iðn- bylting sé að hefjast og ýmsir spá vaxandi atvinnuleysi. Það mætti því ætla að menn kæmust að þeirri niðurstöðu að fjármagni væri betur varið í þágu frekari atvinnuþróunar og til Iausna félagslegra vandamála en til eflingar iðnaði dauð- ans, sem leiðir til örkumla og tortíming- ar. lslendingar geta lagt lóð sitt á vogar- ■ Frá Austurvelli 30. mars 1949. minning ■ Amþór Helgasun, skálarnar til þess að ýta undir þessa jákvæðu þróun m.a. með þvi að hætta að styrkja vígbúnaðaröfl stórveldanna. Aukinn herbúnaður annars kallar á vaxandi vígbúnað hins. Með því að hafa land okkar hersetið varnarliði erlends stórveldis, sem gætir einungis hagsmuna eigin stjórnvalda, stuðlum við að því að mannkynið fleyti sér sofandi að feigðar- ósi. Það ætti því að verða viðfangsefni hvers íslendings á næstu dögum að hugleiða í alvöru, hvaða leiðir við getum farið aðrar en að stuðla að dauða og tortímingu með þeim hætti, sem við gerum nú. Hvaða áhrif hefði það á Norður-Atlantshafinu, hyrfi bandaríski herinn héðan? Væri hugsanlegt, að það yrði til að draga úr spennu á milli risaveldanna á þessum slóðum? Væri hugsanlegt að með því tryggðum við afkomu og öryggi afkomenda okkar á raunhæfari hátt en nú? Því var spáð í lok 8. áratugarins, að framlög til félagslegra umbóta færu minnkandi í Evrópu á þessum áratug vegna þcss að bornar hefðu verið fram auknar kröfur um meiri vígbúnað, fleiri morðtól. Þessari þróun ber að snúa við. Gerum íslenskum stjórnmálamönnum Ijóst, hvort sem þcir heita Steingrímur Hermannsson, Geir Hallgrímsson eða eitthvað annað, að við viljum ekki að þeir hrindi okkur út í dauðadans risa- veldanna sem leppar annars þeirra. Björgvinsdóttir Andstaða almennings í lok 7. áratugarins bólaði mjög á því að ungt fólk réðist gegn ríkjandi hefðum og vildi kollvarpa þeim. Ekki varð árangurinn sem skyldi að dómi margra þessara hugsjónamanna og vestræn sam- félög hafa ekki tekið þeim stökkbreyt- ingum sem þeir hefðu óskað. En um miðjan 8. áratuginn komu þessir sömu hugsjónamenn fram á nýjan leik og hófu forystu fyrir andófi almennings gegn auknum kjarnorkuvígbúnaði í Evrópu. Er þess skemmst að minnast sem gerst hefur í Vestur-Þýskalandi og Bretlandi, þar sem öflug mótmæli hafa risið gegn því að komið verði fyrir hinum svo kölluðu meðaldrægu kjarnorkueldflaug- um. Viss hætta hefur fólgist í þessum viðbrögðum fyrir okkur íslendinga, þar sem ýmsir hafa talið heimshöfin ákjósan- legri stað fyrir morðtól þessi, enda hefur þeim fjölgað stórum kringum landið og má vart á milli sjá hvorir standa sig þar betur, Rússar eða Bandaríkjamenn. En almenningur hefur orðið sér meðvitaður um hættuna sem mannlegu umhverfi er búin, en einbeitt viðbrögð skortir vegna tortryggni ýmissa hvers í annars garð. Það kemur best í ljós hér á landi, þegar Samtök herstöðvaandstæðinga eru tor- tryggð sem áróðurssamtök annars risa- veldisins þþótt fáir hafi betur gert sér grein fýrir hættunni, sem okkur stafar af þessum risum en einmitt herstöðvaand- stæðingar, sem eru friðarsinnar á sama hátt og friðarsamtök presta, lækna og listamanna, en munurinn er einungis sá, að Samtök herstöðvaandstæðinga taka beinskeytta afstöðu gegn vígbúnaði og þeirri tilhneigingu, sem hefur ríkt hér á landi í þá átt að blekkja almenning til fylgis við hættulega hernaðaruppbygg- ingu Bandaríkjanna hérlendis. Síðasta dæmið um herbúnað Bandaríkjanna er hin væntanlega flugstöð í Keflavík, sem allir, sem vilja, vita, að er ætluð sem stjórnstöð bandarískra varnar- og sókn- araðgerða, komi til styrjaldar. Vilborg Fædd 11. janúar 1929 Dáin 25. mars 1984 Elskuleg vinkona mín og mágkona verður kvödd í dag frá Áskirkju. Sunnudagurinn 25. mars var bjartur og fagur. Það leituðu margir til fjalla eða út í náttúruna til að njóta lífsins. Það var þennan dag, sem mín góða vinkona lagði upp í sína ferð frá þessum heimi. Ferð, sem hún hafði undirbúið af stakri ró og staðfestu. Þessi bjarti dagur vitnaði um lífstíl hennar, að sjá fegurð lífsins ag njóta stundarinnar þegar sólin skein. Úr skarlatsrauðu skini sólarlags er skikkja hinnar mildu sumarncetur. Svo fellur hún í faðm hins unga dags og funann leggur inn í hjartarcetur. Þá syngja fuglar yfir trjám og tjörn, og tónagleðin yljar hverju blómi, og sömu náðar njóta mannabörn í náttúrunnar milda helgidómi. Vort líf og dauði, dagur vor og nótt er dýrleg gjöf frá ceðri máttarvöldum. Iþeirra brunn var móðurmjólkin sótt, sem mannkyn hefur ncert á liðnum öldum. Úr þeirra eldi guðagneistinn hrökk, sem glceddi líftð, jörð og himin tengir. Tilþeirra beinist blessun vorog þökk, er birta fer að nótt og daginn lengir. Frá miklu hverfur sá, sem deyr í dag, en drauma sinna njóta akrar sánir, og allirfuglar syngja sama lag, og sumri fagna lifendur og dánir. Og þó er mörgum þeirra gleðifátt, sem þungu skriði nálgasl hinzta boðann. En hvaðan fcer sú fegurð líf og mátt, sem felur stjörnur bak við morgun- roðann? (Davíð Slcfánsson) Vorið boðar sumarkomu og bjartar nætur. Það er í sumarlandinu, sem hún Villa mín nú býr. Vilborg Björgvinsdóttir fæddist að Bólstað í Austur-Landeyjum 11. janúar 1929. Dóttir Björgvins Filippussonar bónda þar og konu hans Jarþrúðar Pétursdóttur. Á Bólstaðvaræskuheimil- ið, en á ungdómsárunum hennar flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Vilborg lauk prófi frá Kennaraskóla íslands, handavinnudeild, árið 1953 og stundaði kennslu í nokkur ár. Árið 1961 giftist hún Jónasi Guð- mundssyni og flutti þá að Hellu á Rangárvöllum. Börn þeirra eru Fannar og Katrín. Lítill ömmudrengur er líka fæddur, sólargeislinn, Birkir Snær. Ég var heppin, þegar ég ung að árum var ráðin til starfa í gistihúsinu að Múlakoti í Fljótshlíð. Þar tók á móti mér elskulegt fólk, sem leiddi mig til starfa með kæti oggóðvild. Það var í Múlakoti, sem kynni mín af Villu hófust. Þeirri heppni minni má ég ekki gleyma. Þá var hún frísk og létt á fæti, vinnan var dagsins leikur og kvöldið einn álfadans. Tillitssemi hennar og næmleiki fyrir mannlegum tilfinningum bjó með henni þá og æ síðan. Þann eiginleika ræktaði hún ásamt öðrum góðum eiginleikum. Þess nutu þeir, sem með henni voru. Samvera okkar þá og síðan hefur verið mér ómetanleg. Það er morgunfagurt í Múlakoti, þeg- ar sólin kemur upp og varpar birtu sinni á hlíðina. Þá glóir dögg á grasi og steinum. Ég veit, að morgunn þessarar mætu konu á nýjum slóðum verður ekki síður heiður og tær. Guð veri með henni og styrki hennar fólk. Sjöfn Ámadóttir Fallegur var dagurinn þegar Villa frænka okkar yfirgaf jarðlífið. Fallegur eins og minningarnar sem við eigum um hana. .Við sáum sólina skína og minntumst birtunnarogylsinssem stafaði frá henni. Við sáum hvítar snjóbreiður yfir dökkum vetrarsverðinum og minntumst hvernig háleitar hugsanir hennar, svo hreinar, gáfu gráum hversdagsleikanum nýjan lit. Við vissum að snjórinn vermdi sprota sem springa út undir hækkandi sól og minntumst mildi hennar, hvernig hún hlúði jafnan að viðkvæmum sálargróðri. Við sáum heiðan himin og orð Tómas- ar Guðmundssonar urðu ný í minning- unni um Villui: Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bcen þín var orðin að blómum við fólskör hans. Hér í jarðlífinu var Villa alltaf æðru- laus þrátt fyrir veikindi. Hún unni sann- leikanum og frelsinu. Gleðinni. Hún hughreysti okkur lítil börn þegar okkur þótti á bjáta. Gladdist með okkur þegar gæfan brosti við á ný. Einlæg var hún og jákvæð en umfram allt uppörvandi. Hún hlustaði og skildi. Aldrei hneykslaðist hún á tiltektum okkar sem unglinga þótt stundum hafi þær gengið of langt. Án þess að hún segði eitt einasta orð fundum við þó ósjálfrátt hvað betur hefði mátt fara. Hún hló bara hjartan- lega með okkur en skildi eftir mannbæt- andi áhrif með nærveru sinni. I návist Villu urðu áhyggjur dagsins smámunir einir. Nú, þegar hlýja hjartað hennar hefur slegið í hinsta sinn, hefur hún öðlast frelsi. Frelsi frá jarðneskum líkama sem hún bar svo hetjulega til síðustu stundar. Hreinn og ómþýður hefur tónninn verið sem hjarta hennar sló að lokum. Morgunsólin mun varðveita minning- una um frænku okkar sem unni öllu fögru hér á jörð. Bjargey, Anna, Baldur Sœkir Drottinn sína þegna, sjónum hverfa vinir fleiri. Herrans kalli hlaut að gegna heiðurskona flestum meiri. Hverfur þú til hœrri sviða, hefur störf í Ijóssins geymi. Svörun þinna sjónarmiða sjá munt þú í friðarheimi. I huga mínum hetja varstu, liugrökk sál þig styrka gerði. Manndóm slíkan með þér barstu, man ég hann þó eldri verði. Víl og málskrúð vart þig gleður. Virðing mun þér tjáð í hljóði. Þegar hetja heiminn kveður hrekkur skammt eitt brot úr Ijóði. Heila þökk úr húsum mínum hafðu fyrir liðna daga. Gakk þú heil með Guði þínum. Göfug var - en stutt þín saga. Bjarni Helgason

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.