Tíminn - 30.03.1984, Page 12

Tíminn - 30.03.1984, Page 12
heimilistíminn < umsjón:B.st.ogk.l. ■ Þórunn Franz, sem hér segir okkur frá degi í lífi sinu, er Reykvíkingur í húð og hár. Hún er dóttir hjónanna Sveinbjargar Guðmundsdóttur og Franz Arasonar. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Jónsson frá Laxamýri og hún á 4 dætur og einn son. Þórunn er mikil handavinnukona. í mörg ár rak hún handavinnuverslun við Laugaveginn í Reykjavík, og um árabil hefur hún kennt margs konar handavinnu víða um land. En við þekkjum Þórunni líka sem dægurlagahöfund og þrisvar varð hún hlutskörpust í dægurlagakeppni SKT, sem árum saman var árlegur viðburður í skemmtanalífi þjóðarinnar. Það voru lögin Bergmál, Föðurbæn sjómannsins og Hafskipið, sem gerðu hana að sigurvegara, og enn þann dag í dag má oft heyra þau leikin í útvarpið. Og þá má ekki gleyma laginu Ég sakna þín, sem Ragnar Bjarnason söng inn á hljómplötu á sínum tíma og Þórunn segist sjálf hafa mikið dálæti á. Þórunn segir frá föstudeginum 23. mars sl., en þann dag, eins og svo oft í vetur, sýndu veðurguðirnir Reykvíkingum heldur hryssingslegt viðmót. Goti er að eiga góða vini Dagurinn byrjaði hjá mcr kl. 7.15, er ég vaknaði. Ég byrjaði daginn með því að biðja til guðs um varðveislu mér ogöðrum til handaogum friðájörðu. Þegar ég leit út um gluggann, þá fylltist ég kvíða. Það snjóaði. Ó, nei - ekki meira af svona veðri - ekki enn meiri vetur, ó, góði guð. En ég áttaði mig og hugsaði, skammastu þín, nú ertu eigingjörn. Þú hugsar bara svona, af því að þú ætlar þér austur á firði, keyrandi, eftir helgi og ert hrædd. En ég afsakaði mig með því að ég hefði svo oft lent í óveðri, meira að segja setið föst í bíl uppi í Ólafsfjarðar- múla, þegar snjóflóð hefti för vörubíls, sem var á undan mér. En þá var nú gott að eiga yndislega vini, sem komu á eftir mér og vinkonu minni, sem með mér var, til að hughreysta okkur. Og heppnin var með okkur. Við höfðum stoppað undir kletti, svo ekki var von á snjóflóði á okkur. En ekki komumst við burt fyrr en eftir langan tíma, þegar búið var að ryðja veginn. Útilokað var að snúa bílnum við, þarna var vegurinn svo þröngur og fullt var af bílum fyrir aftan mig, svo að þó að ég hefði getað bakkað aftur niður í Ólafsfjörð, hefði það verið ómögulegt vegna annarra bíla. Vinir mínir biðu þarna með okkur og fylgdu okkur síðan fyrir Múlann. Ég man hvað ég var þeim innilega þakklát fyrir umhyggjusemina. Og ég segi enn einu sinni: „Gott er að eiga góða vini“. Hetjurnar voru alltaf sjómenn Jæja, ég er nú víst komin langt frá atburðum dagsins. Maðurinn minn, sem auðvitað hafði sofið við hlið mér, vaknar nú og kyssir mig góðan daginn. Og um svipað leyti heyri ég að komið er inn í húsið og kallað glaðlega „Góðan daginn". Ég þekki að þar er kominn sonur minn. Hann er að koma úr vinnu, en hann er starfandi tlugvirki hjá Flugleiðum. Við hjónin förum nú á fætur, og við drekkum öll morgun- kaffið saman. Rætt er um atburði liðinna daga. Enn einu sinni dáumst við að dugnaði unga piltsins Guðlaugs úr Vestmanna- eyjum, sem sýndi slíkt æðruleysi að fáheyrt er. En Guðlaugur er kominn af góðu fólki. Ég þekkti ömmu hans og afa, Rögnu og Guðlaug, vel. Þau voru sannar heiðursmanneskjur. Sendi ég öllum þeim, er um sárt eiga að binda, mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna þessa hroðalega slyss. Ég þekki svolítið til sjómanna, þar sem faðir minn var gamall sjómaður, og með honum fengum við systkinin að fara út á sjó. Og hetjurnar voru alltaf sjómenn, það fannst manni sem barni og enn situr við það sama. Sonur minn fer nú niður til sín að sofa. En maðurinn minn fer í vinnu. Sjálf er ég að fara upp á göngudeild Landspítalans. Ekkert nema elskulegheitin Á segavarnadeild Landspítalans taka á móti mér tvær elskulegar stúlkur. Önnur hafði tekið blóð úr mér síðast, er ég var þar á ferð, því að sú ágæta manneskja, sem áður réð ríkjum þarna á segavarnadeildinni, dó 17. apríl, mér og mörgum til mikillar sorgar. Hún hét Þórunn Valgerður. Svo vel vann hún sitt verk, að sjúkl- ingurinn varð aldrei hræddur eða fór blár og bólginn frá henni. Ég var ekki búin að sætta mig við að þurfa aðlátalíf mitt og limi í hendur á einhverri stúlku, og því notaði ég mér tækifærið og sagði við þessa.sem síðast stakk mig: „Heyrðu, veistu hvernig þú fórst með mig? Ég var bara öll blá og bólgin, það er bara nýhorfið." Hana nú, þar losaði ég mig við hana þessa! Hún vildi ábyggilega ekki gera mér það til geðs að tala við mig meira! En hún var ekkert nema elskulegheit- in, svo að ég fór að fá samviskubit af að hafa sagt þetta og hugsaði með mér að ég hefði heldur átt að þegja. En allt gekk þetta ágætlega og ég flaug út á 5 mínútum. Veðrið hafði ekki skánað neitt. Og nú hélt ég sem leið liggur til Dúdda og Matta. Þeir reka hárgreiðslustofu og eru bráðflinkir, eins og sjá má á kollinum á mér! Margt var þar um manninn, eins og vant er. Sú, sem tók á móti mér hafði sagt mér frá draumi móður sinnar, sem átti að tákna snjó. Hún sagði að móðir sín væri óskaplega berdreymin. Ogviti menn, það var farið að snjóa. Ég spurðihvortmóðurhennar hefði dreymt nokkuð nýlega, þótti vissara að frétta af því, en engar nýjar fréttir voru. Hugsað í hárþurrkunni um þingmennina o.fl. Þegar setið er í hárþurrku, þá gefst góður tími til að láta hugann reika. Maður fer eins og ósjálfrátt t.d. að hugsa um pólitík. Og þarna fór ég meðal annars að halda, að ég hefði fundið upp ágætt ráð til að leysa vandamál þjóðarinnar, Það mætti m.a. senda íslensku þing- mennina í endurþjálfun út í atvinnu-- vegina, t.d. mánuð í hverja atvinnu- grein, með sömu launum og viðkom- andi stétt hefur. Mér finnst þeir bless- aðir hafa gleymt því, hvað er aðvera fátækur, og reyndar hafa sumir ekki kynnst því. Svo fór ég að hugsa um alla stöðu- mælana, sem eru eyðilagðir, og lét mér detta sú vitleysa í hug að betra væri að hafa enga stöðumæla. Þeir nýju eru svo dýrir og svo er dýrt að halda þeim gömlu við. Þá voru það bílbeltin. Ég sá fyrir mér aumingja lögreglumenn- ina, stoppandi annan hvern bíl til að sekta fyrir bílbeltabrot. Eins og þessir menn hafi ekki nóg að gera. Eftir að hendur hennar voru orðnar krepptar gat ég platað hana til að byrja að sauma Hárgreiðslan er búin. Nú verð ég að sækja móður mína. Hún er ekkja. Faðir minn elskulegur dó 23. nóvem- ber sl. og ég reyni að taka hana með mér eins oft og ég get til að stytta henni stundir. Ég hafði hringt í hana til að láta vita af komu minni. Ég flautaði fyrir utan húsið, sem hún býr í. Hún kom út og settist í bílinn hjá mér. Lögðum við nú af stað upp í Breiðholt að heimsækja æskuvinkonu mína. Ég hafði gefið henni mynd að sauma og nú vantaði hana ramma til að geta saumað myndina. Þessi vinkona mín er mikill liðagigt- arsjúklingur, en hörkukona. í gamla daga, þegar við vorum að alast upp, gat ég aldrei fengið hana til að taka saumspor með mér, en eftir að hendur hennar voru orðnar krepptar, gat ég platað hana til að byrja. Og þið ættuð að sjá allt, sem hún er búin með síðan. Og ekki nóg með það, þetta eru hrein listaverk. Nú er hún bókstaflega ó- stöðvandi. í heimleiðinni ætlaði ég að koma við hjá mágkonu minni og bróður, sem búa við Sogaveginn, en þau voru ekki heima. Flýtti ég mér þá heim til aðgera heimilisstörfin, því brátt var kominn tími húsbóndans til að koma heim, og ég átti eftir að fara í búðir og einnig út í bókabíl. Húsbóndinn sauð kjötsúpuna — annars hefði hún orðið óæt! Klukkan 7 borðuðum við þessa indælis kjötsúpu, sem auðvitað hús- bóndinn sauð (annars hefði hún ekki verið æt). En sonur okkar sagðist heldur fara og eta stórsteik úti hjá Flugleiðúm og kvaddi þar með. Við hjónin fórum hins vegar upp á loft til að horfa á sjónvarpið. Okkur til mikilla leiðinda var dagskráin harla léleg. Tók ég það þá til bragðs að fara að sauma, enda er ég að reyna að skapa, auðvitað í saumi, íslenskt fé. Bóndi minn fór að hátta og lesa. Það ieið ekki mjög langur tími þar til ég dreif mig svo upp í rúm líka og fór að sofa. ■ Þórunn Franz situr hér innan um lítið brot af þeirri handavinnu, sem prýðir heimili hennar því sem nxst í hólf og gólf. (Tímamynd Róbert) „FÓR RD HALDA AD ÉG HEFÐf FUNDIÐ AGÆTT rAð TIL AÐ LEYSA vandAmal ÞJÓDARINNAR” Dagur í lífi Þórunnar Franz, handavinnukennara, dægurlagahöfundar m. m.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.